Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Við erum að vinna að því að koma á fót varanlegu ritveri eða barna- menningarhúsi þar sem krakkar gætu komið í öruggt og skapandi umhverfi og fengið aðstoð við að skrifa,“ segir Markús Már Efraím, sem hefur starfrækt rithöfunda- skóla fyrir börn í Menningarhúsinu í Gerðubergi. Verkefnið hlaut vegleg- an styrk úr Velferðarsjóði barna og er rekið í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Markús segir þörf vera fyrir slíkt ritver hér á landi. „Maður sér bara svart á hvítu hvað þetta hefur skilað miklum árangri erlendis. Ég sé það líka með styttri námskeið sem ég hef haldið.“ Hann nefnir sem dæmi að foreldrar hafi haft samband við hann og sagt að börnin þeirra hafi miklu meiri áhuga á lestri og hafi al- veg hætt að spyrja um tölvuna eða sjónvarpið eftir að hafa verið á nám- skeiðinu. Gera börnum og samfélagi gott „Læsi meðal barna er aðkallandi vandamál hér, eins og víða, og þetta getur bætt stöðuna. Þetta eflir les- skilning, þau læra hvernig á að skrifa og áhugi þeirra á bók- menntum eykst. Það verður spenn- andi að lesa í stað þess að það sé kvöð. Þessi hugmyndafræði hefur breitt úr sér víða og það er alveg klárt mál að þetta á heima hérna á Íslandi líka. Það er engin vanþörf á. Auk þess sem ritver gera krökkum ofsalega gott hafa þau góð áhrif á samfélagið í kring,“ segir Markús og bætir við að þau séu oft starf- rækt í hverfum þar sem efnaminni fjölskyldur búa eða innflytjendur margir og að önnur starfsemi spretti ósjaldan upp í kring í kjöl- farið. Ástæðu þess að verkefnið fór af stað í Breiðholti segir Markús vera meðal annars þá að þar sé þátttaka barna í frístundum mun lægri en í öðrum hverfum. „Við höfum líka sérstaklega reynt að ná til barna af erlendum uppruna því þetta hjálpar þeim með tungumálið og fleira. En við viljum auðvitað hafa þetta mjög blandaðan hóp.“ Ritver mjög þróuð erlendis Fyrirmynd verkefnisins er rit- smiðjur sem rithöfundurinn Dave Eggers og kennarinn Nínive Cale- gari hafa komið á fót í Bandaríkj- unum. „Það byrjaði sem lítið verk- efni í San Francisco en nú er þetta orðið að landssamtökunum 826 Nat- ional sem eru með fjöldann allan af verkefnum sem þjóna hundruðum þúsunda barna.“ Fleiri ritver víðs vegar um heiminn hafa byggt á þessari hugmynd. „Ég hafði heyrt af þessu og fannst þetta mjög merki- legt starf. Draumurinn var því að geta gert eitthvað svipað,“ segir Markús. Starfsemi ritveranna er orðin mjög þróuð erlendis. „Á skólatímum koma bekkir í heimsóknir og svo er staðurinn opinn eftir skóla fyrir krakka. Þar eru sjálfboðaliðar sem bjóða upp á aðstoð við heimanám og haldnar eru ritsmiðjur þar sem leið- beinendur hjálpa krökkum að skrifa. Svo eru bækur með verkum krakkanna gefnar út,“ segir hann og nefnir einnig að ritverin eigi að vera eins ólík skólastofunni og mögulegt er. „Krakkarnir eiga ekki að upplifa þetta sem einhverja framlengingu á skólastofunni held- ur algjörlega nýtt umhverfi sem ýt- ir undir sköpun. Það væri auðvitað hægt að gera það ef maður hefði varanlegt húsnæði en þetta er á fæðingarstigi hjá okkur svo það höf- um við ekki enn.“ Á að standa öllum til boða Um 40 krakkar á aldrinum 7-13 ára sóttu ritverið vikulega á vorönn. „Þar voru þau í rauninni að læra að skrifa og fara í gegnum sköpunar- ferlið. Þetta er ekki gert í formi fyr- irlestra heldur reynir maður frekar að kveikja neista hjá þeim og skapa umræður. Það er mikilvægt að þau fái að tjá sig. Við reyndum að hafa þetta áhugavert og skemmtilegt og krakkarnir voru alveg einstaklega duglegir og höfðu gaman af.“ Markús leggur áherslu á að rit- verið eigi að vera ókeypis. „Maður vill náttúrulega að þetta standi öll- um til boða óháð stöðu. Þetta eru ýmist krakkar sem bara vantar eitt- hvað að gera eftir skóla eða krakkar sem koma jafnvel langt að vegna þess að þau hafa mikinn áhuga á skrifum og sköpum. Stundum eru þetta krakkar sem eru jaðarsettir í nærumhverfi sínu en blómstra svo þegar þau eru í kringum aðra með sömu áhugamál.“ Stefnan er að halda áfram með námskeið í Gerðubergi í haust í svipaðri mynd og í vor. „Við erum að vinna í því að fá fjármagn vegna þess að við viljum geta boðið þetta ókeypis. Það er draumurinn að geta komið upp almennilegu barnamenn- ingarhúsi. Það er á stefnuskránni að vera með varanlegan stað þar sem krakkar geta komið í skapandi um- hverfi og unnið að ýmsum formum sköpunar.“ Mikill máttur í samstarfi Markús situr í ráðgjafarnefnd al- þjóðlegs nets ritvera, The Inter- national Alliance of Youth Writing Centers. Þangað geta þau sem hafa áhuga á að opna ritver eða ráðast í önnur svipuð verkefni leitað og fengið aðstoð. „Þetta snýst voða mikið um að hjálpast að. Það er svo mikill máttur í samstarfinu. Í stað þess að fólk sé að gera þetta eitt og sér getur það leitað til fólks sem er með reynslu og þekkingu og getur hjálpað. Það munar svo miklu.“ Markús nefnir sem dæmi um gagnsemi þessarar nefndar að krakkarnir í ritverinu í Gerðubergi hafi tekið þátt í alþjóðlegu sam- starfi. Þau hafi tekið að sér að vera blaðamenn fyrir bandaríska tímarit- ið Illustoria sem er tímarit fyrir börn og ungmenni og verið hluti af verkefninu Young Editors Project. „Þar starfa þau í rauninni svolítið eins og ritstjórar. Þau fá send óút- gefin handrit frá þekktum erlendum barnabókahöfundum. Þau lesa þessi handrit og koma með ábendingar og þannig getur höfundurinn komist að því hvað markhópur hans vill.“ Að lokum minnir Markús á mikil- vægi starfsemi eins og þessarar. „Aðaltilgangurinn með þessu er að sýna krökkunum ákveðna virðingu, koma fram við þau sem þessar skap- andi, hugsandi verur sem þau eru og virkja rödd þeirra í gegnum skáld- skap. Það þarf að kenna krökkum að vera virkir þátttakendur í samfélag- inu. Það er mikilvægt að minna þá á að þeir hafa rödd og fólk ætti að vera tilbúið að hlusta á þá. Það er ótrúlegt hvað krakkarnir eru næmir og klárir. Þeir hafa rödd og eiga að nota hana.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Rithöfundaskóli „Tilgangurinn með þessu er að sýna krökkunum ákveðna virðingu og koma fram við þau sem skapandi, hugsandi verur,“ segir Markús. Virkja rödd barna með skáldskap  Markús Már Efraím starfrækir rithöfundaskóla fyrir börn í Gerðubergi  Dreymir um að koma upp barnamenningarhúsi  „Læsi meðal barna er aðkallandi vandamál og þetta getur bætt stöðuna“ » „Krakkarnir eigaekki að upplifa þetta sem framlengingu á skólastofunni heldur al- gjörlega nýtt umhverfi sem ýtir undir sköpun.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.