Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Almennt talað fer ástand sjávar suð-
ur af landinu batnandi,“ sagði Héðinn
Valdimarsson, sviðsstjóri umhverf-
issviðs Hafrannsóknastofnunar, um
helstu niðurstöður vorleiðangurs
stofnunarinnar 2019.
Hlýsjórinn sunnan og vestan við
landið hefur hlýnað. Hitinn var um og
yfir meðallagi hita síðustu fimm ára-
tugi þegar hann var mældur í maí og
júní. Þetta kemur fram í frétt frá
Hafrannsóknastofnun.
Selta sjávar á þessum slóðum er
enn talsvert undir meðallagi líkt og
síðustu fjögur ár. Lækkun seltu sjáv-
ar jafnast á við hafísárin þegar varð
mikil seltulækkun. Þá bráðnaði mikið
af ís og mikið af ferskum sjó kom úr
Íshafinu. Seltan er nú á uppleið mið-
að við árið 2017 þegar efri lög sjávar
voru hvað ferskust. Selta í norðvest-
anverðu Atlantshafi lækkaði sér-
staklega árið 2012. Það var tengt
óvenjulegu vindafari sem rak talsvert
af seltulitlum sjó af landgrunni Kan-
ada inn í hringstreymið um Labra-
dorhaf. Ferski sjórinn barst síðan út í
Atlantshafið og lækkaði seltuna þar.
Talið er að það hafi verið einstakur
atburður.
Hlýsjór fyrir norðan
Hiti og selta sjávar fyrir norðan
land mældust nú yfir meðallagi. Al-
mennt var útbreiðsla hlýsjávar mikil
fyrir Norðurlandi og austur með því.
Hlýsjávar gætti austur fyrir Langa-
nes. Hiti á landgrunni norðaustur af
Langanesi var með því hæsta sem
hefur mælst undanfarna áratugi.
Sjávarhitinn jafnaðist á við hlýju árin
2003 og 2005. Hiti og selta fyrir aust-
an voru um og yfir meðallagi.
Héðinn sagði að ákveðin breyting
hefði orðið sunnan og vestan við land-
ið árið 2015 þegar sjávarhiti í yfir-
borðslögum á þessum slóðum lækk-
aði um allt að tveimur gráðum.
Ástandið varði þar til í fyrra. „Þetta
var tengt við miklar breytingar á
vindafari. Það barst hingað sjór frá
Labrador, svæðinu suður af Græn-
landi og Grænlandshafi milli Íslands
og Grænlands,“ sagði Héðinn. Hann
sagði talið að þetta hefði m.a. haft
áhrif á humarinn og smábátasjómenn
hefðu orðið varir við þetta. Þetta
virðist hafa verið tímabundið ástand
og hitastig sjávar á þessum slóðum
komið yfir meðallag og er að nálgast
fyrri hita. Sjávarhitinn var hæstur á
árunum 2003-2010.
Héðinn sagði að þessar sveiflur í
sjávarhita, sunnan og norðan við
landið, væru meiri en hægt væri að
segja að tengdust beint gróðurhúsa-
áhrifum. Menn vissu þó ekki til fulls
hvaða áhrif þau hefðu haft á vindafar.
„Við erum í nýjum kafla nú norðan
við landið. Þar er miklu stærra svæði
en áður sem er íslaust lengri tíma á
árinu. Það gæti haft í för með sér
breytingar á orkuskiptum sjávar og
lofts á því hafsvæði.“
Niðurstöður vorleiðangursins
sýndu að styrkur næringarefna í haf-
inu vestanlands og norður af Vest-
fjörðum var hár. Átumagn í yfir-
borðslögum var nálægt langtíma-
meðaltali. Það var undir meðallagi á
Vestur- og Austurmiðum en um eða
yfir meðallagi á Norður- og Suður-
miðum.
Ástand sjávar fer batn-
andi suður af landinu
Hiti og selta sjávar er yfir meðallagi fyrir norðan land
Morgunblaðið/Eggert
Hafið Sjávarhiti og selta hafa mikil áhrif á lífríkið í hafinu. Mun stærra
svæði norður af landinu er nú íslaust stærri hluta ársins en áður.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ekki er hægt að segja að grund-
vallarmunur sé á því hvernig neyslu-
útgjöld heimilanna skiptast að með-
altali hér á landi annars vegar og
almennt í löndum Evrópusambands-
ins (ESB) en munurinn er samt
nokkur á sumum sviðum. Þetta sýnir
ný samantekt sem birt hefur verið á
vef Hagstofu Evrópu (Eurostat).
Miðast hún við gögn frá árinu 2017.
Mestur er munurinn á útgjöldum
vegna hótela og veitingastaða. Hér á
landi falla 14,2% heimilisútgjalda í
þennan flokk en í ESB-löndunum er
meðaltalið 8%. Hér á landi verja
heimilin 11,2% teknanna í tómstund-
ir og menningu en í ESB-löndunum
er talan 8,5% að meðaltali. Íslend-
ingar verja lægri fjárhæðum í hús-
næðiskostnað, vatn, rafmagn og
hita, 22,1%, en ESB-þjóðir, sem
verja 24,2% að meðaltali.
Sérfræðingar Eurostat segja að
útgjöld heimilanna í Evrópu séu
mismunandi vegna mismunandi
tekna fólks, menningarlegra hefða
og landfræðilegra aðstæðna. Að
meðaltali fer stærstur hluti tekna
fólks í ESB-löndum í rekstur hús-
næðis, síðan ferðir og flutninga og
loks mat. Þegar rýnt er í tölurnar
sést að mynstrið er aðeins öðruvísi í
Eistlandi, Litháen og Rúmeníu, þar
sem matur er fjárfrekasti útgjalda-
liðurinn, og á Kýpur og Möltu, þar
sem hótel og veitingastaðir voru í
efsta sæti.
Hér á landi hefur Hagstofan aflað
gagna um neysluvenjur fólks um
langt árabil. Er það gert með könn-
unum sem taka til fjölmenns hóps á
nokkurra ára fresti. Niðurstöðurnar
eru notaðar við útreikning vísitölu
neysluverðs. Útgjöld landsmanna
sem varið er í mat- og drykkjarvörur
hafa lækkað markvert á undanförn-
um áratugum og er það talið skýrt
merki aukinnar velmegunar. Árið
1995 vörðu heimilin hér á landi að
meðaltali 17,4% tekna sinna í mat og
drykk en árið 2002 hafði hlutfallið
lækkað í 15,9%. Á árunum 2011 til
2014 voru þessi útgjöld 14,6%.
Árið 2017 vörðu Íslendingar að
meðaltali 14,6% tekna sinna í sam-
göngur, en á sama tíma var meðaltal
í löndum ESB 13%.
Minna fer í matarkaup en áður
Útgjöld landsmanna
til hótela og veitinga
meiri en í ESB
24,2%
22,1%
Neyslumynstur Íslendinga í samanburði við ESB-löndin
Útgjöld heimila sem hlutfall af heildarútgjöldum*
Heimild: Hagstofa Evrópu (Eurostat)
*Ekki tæmandi listi, 7% falla undir liðinn „annað“ á Íslandi og 11,5% í ESB
13,0%
14,6%
12,2%
12,7%
8,5%
11,2%
5,5%5,4%
3,8%
4,0%
4,9%
3,1%
4,0%
2,6%
1,1%1,1%
8,8%
14,2%
Tómstundir
og menning
Matur og
drykkjarvörur
Hótel og
veitingastaðir
Samgöngur Húsnæði, rafmagn,
vatn og hiti
Heimili á Íslandi Í löndum Evrópusambandsins
Húsgögn, heimilis-
búnaður o.fl .
Áfengi og tóbak Föt og skór Heilsa Símar og net Skólar og námskeið
2,5%
2,0%
Skýrast ætti í næstu viku hvort verði
af sölu Vigurs í Djúpi. Hugsanlegur
kaupandi er útlendingur, búsettur í
Evrópu, en ekki fengust nánari upp-
lýsingar um hann. Sá kom nýlega með
tilboð í eyjuna, sem síðasta árið hefur
verið á söluskrá. Ásett verð er 330
milljónir króna að sögn Davíðs Ólafs-
sonar, löggilts fasteignasala hjá Fast-
eignasölunni Borg í Reykjavík.
Þessa dagana er verið að vinna í
ýmsum formsatriðum og fyrirvörum í
kauptilboði. „Frágangur og pappírs-
vinna í svona málum er oft tímafrek
og flókin,“ segir Davíð, sem vill ekki
upplýsa frá hvaða landi hinn áhuga-
sami kaupandi sé, að öðru leyti en því
að hann sé frá Evrópu.
Í Vigur, sem oft er kölluð Perlan í
Ísafjarðardjúpi, hefur verið stundað-
ur búskapur um aldir og sama ættin
hefur setið staðinn lengi. Þá er Vigur í
vaxandi mæli ferðamannastaður, en
um 10 þúsund manns koma árlega í
Vigur; þar eru fallegar byggingar og
margvíslegar menningarminjar.
Staðurinn er öllum opinn en ekki ligg-
ur fyrir hvort svo verði af hálfu nýs
eiganda verði tilboði hans tekið.
sbs@mbl.is
Erlendur aðili vill kaupa
eyjuna Vigur í Djúpi