Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Nú bendir allt til þess að BorisJohnson verði forsætisráð- herra Bretlands eftir viku.    Næstu þrír mán-uðir munu svo skera úr um hvort hann verður stutt eða lengi í því emb- ætti.    Flokkssystkinihans sum, sem hafa ESB en ekki Bretland í fyrsta sæti, hóta enn að gera hvað eina til að koma í veg fyrir að hið forna ríki heimti hluta fullveldis síns á nýjan leik.    Og þetta gerist þótt Johnson hafifengið yfirburðafylgi í eigin þingflokki, þvert á spár, og vænti enn meiri stuðnings hjá almennum flokksmönnum.    Hunt, sem enn er utanríkis-ráðherra, gerði aldrei at- hugasemd, svo vitað sé, við fram- göngu frú May er hún þóttist ætla að tryggja að ákvörðun þjóðar- innar næði fram að ganga, en segir nú að einungis viðurkenndum at- vinnumanni í stjórnmálum eins og honum sé treystandi til að knýja ESB til samninga.    Í gær sagði Hunt einnig að ennmætti „bjarga“ kjarnorkusamn- ingum við Íran. Sá samningur hafði endapunkt í að klerkarnir myndu eftir hálfan áratug hafa sjálfræði um það hvort þeir lykju kjarnorku- tilburðum sínum og „alþjóða- samfélagið“ þá ekki hafa heimildir til að fara gegn því!    Hunt trúir enn að vika sé mjöglangur tími í hans pólitíska lífi. Jeremy Hunt Jafnöflugur og May STAKSTEINAR Boris Johnson Engin ástæða er að ætla annað en að staða of- lækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Sigríður telur að heimilislæknar grípi oft til víðtækari aðgerða en þeir telji nauðsynlegt vegna pressu af ýmsum toga. Nefnir hún m.a. umfjöllun í samfélaginu, áhyggjur og tímaskort lækna sem hafi ekki nægan tíma til þess að bíða og sjá þró- unina eða meðhöndla einstaklinga skynsamlega. Sigríður segir að nauðsynlegt sé að bjóða upp á önnur úrræði sem minnki inngrip og lyfjanotkun. Í Læknablaðinu kemur einnig fram í máli Reynis Arngrímssonar, formanns Læknafélagsins, að fé- lagið stefni á að kanna með sambærilegum hætti og gert var í Noregi viðhorf lækna til fullyrðinga um að oflækningar séu stundaðar hér á landi. Reynir segir að ráðist verði í átakið snjallt val eða þekkingarmiðað val í heilbrigðisþjónustu þar sem læknar og notendur heilbrigðisþjónustu spyrja sig lykilspurninga, fáist til þess fjármagn. ge@mbl.is Kanna oflækningar á Íslandi  Snjallt val tekið upp ef fjármagn fæst til þess Morgunblaðið/Golli Læknar að störfum Vanda þarf valið þegar ákveðið er hvernig meðhöndla eigi sjúkdóma. Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðár- króki, fyrir mánaðarlokin. Fisk Seafood á Sauðárkróki gekk frá kaupum á skipunum tveimur í lok árs 2018. Skipin voru seld án kvóta en í sérstökum við- skiptum með aflaheimildir keypti Fisk Seafood af Gjögri tæplega 350 tonna kvóta í ufsa og 245 tonn í djúpkarfa auk heimilda í fleiri tegundum. Verðmæti viðskiptanna miðað við þáverandi gengisskrán- ingu var tæplega 1,7 milljarðar króna. Gjögur hf. á Grenivík er að láta smíða tvö ný togskip í stað hinna fyrri sem nú hafa verið seld. Fjög- ur útgerðarfélög sömdu við VARD í Noregi um smíði sjö skipa. Það voru auk Gjögurs Bergur-Huginn (Síldarvinnslan) í Vestmanna- eyjum, Skinney-Þinganes á Horna- firði og Samherji á Akureyri. Vörður, sem er fyrra skip Gjögurs, er væntanlegur í september. Nokkur skipanna voru smíðuð að hluta í Víetnam. sisi@mbl.is Skipin tvö gerð klár fyrir eigendaskiptin Morgunblaðið/sisi Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.