Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. júlí 2019, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2019 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2019, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna- gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. júlí 2019 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti hef- ur verið sakaður um kynþáttafor- dóma vegna ummæla sinna um þing- konur sem eru af erlendu bergi brotnar. Forystumenn demókrata og frambjóðendur í forkosningum flokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári gagnrýndu ummælin en forystumenn repúblikana viku sér undan því að segja álit sitt á þeim. Forsetinn sagði á Twitter í fyrra- dag að þingkonurnar kæmu frá ríkj- um sem væru gegnsýrð af spillingu og glæpum. Hann hvatti þær til að fara þangað aftur til að aðstoða við að „laga“ löndin sem þær kæmu frá. Forsetinn áréttaði þetta í gær og sak- aði þingkonurnar um að „hata“ Bandaríkin. Trump nefndi ekki konurnar á nafn en talið er að orð hans hafi beinst að fjórum konum úr röðum demókrata í fulltrúadeild þingsins. Þær eru Alex- andria Ocasio-Cortez frá New York, Rashida Tlaib frá Michigan, Ilhan Omar frá Minnesota og Ayanna Pressley frá Massachusetts. Omar fæddist í Sómalíu en flúði með fjöl- skyldu sinni til Bandaríkjanna þegar hún var barn og fékk ríkisborgararétt þar árið 2000, sautján ára að aldri. Hinar þingkonurnar fæddust allar í Bandaríkjunum en eru afkomendur innflytjenda. Ocasio-Cortez á ættir að rekja til Púertó Ríkó, Tlaib er palest- ínskur Bandaríkjamaður og Pressley er af afrískum uppruna. Sagður vilja „gera Bandaríkin hvít aftur“ Konurnar eru allar nýjar á þinginu og á meðal þingmanna sem hafa reynt að færa Demókrataflokkinn lengra til vinstri. Þær hafa átt í deilum síðustu vikur við Nancy Pelosi, forseta full- trúadeildarinnar, m.a. um málefni farandmanna við suðurlandamæri Bandaríkjanna. Forystumenn demókrata, þeirra á meðal Pelosi, sökuðu Trump um kyn- þáttafordóma og útlendingahatur vegna ummæla hans um þingkonurn- ar. „Áform hans um að gera Banda- ríkin mikil aftur hafa alltaf snúist um það að gera Bandaríkin hvít aftur,“ sagði Pelosi. Susan Collins, repúblikani í öld- ungadeildinni, hvatti Trump til að eyða tístinu á Twitter um konunar. The Wall Street Journal sagði að for- ystumenn repúblikana á þinginu hefðu þó ekki viljað segja neitt um ummæli forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild- inni, hefði neitað að ræða málið og Kevin McCarthy, leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni, hefði ekki svarað beiðni um að segja álit sitt á ummæl- unum. The Wall Street Journal benti á að nokkrir þingmenn repúblikana gagnrýndu Trump á síðasta ári þegar hann lýsti Afríkuríkjum sem „skíta- bælum“. Blaðið hafði eftir Doug Heye, stjórnmálaskýranda úr röðum repúblikana, að ummælin væru til marks um kynþáttafordóma en erfitt væri fyrir þingmenn repúblikana að ræða þau vegna mikilla vinsælda for- setans meðal stuðningsmanna flokks- ins. Stephen Collinson, fréttaskýr- andi CNN-sjónvarpsins, tekur í sama streng og segir að nýlegar skoðana- kannanir bendi til þess að um 90% repúblikana styðji Trump. Þing- mennirnir veigri sér við því að gagn- rýna forsetann þar sem það geti stefnt þingsætum þeirra í hættu. Collinson telur ummælin til marks um að Trump hyggist reyna að ná endurkjöri í kosningunum á næsta ári með því að tryggja sem mesta kjör- sókn meðal hvítra stuðningsmanna repúblikana. Biden með forskot Ný skoðanakönnun The Wall Street Journal og NBC-sjónvarpsins bendir til þess að Joe Biden, fyrrver- andi varaforseti Bandaríkjanna, sé vinsælastur þeirra sem sækjast eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum á næsta ári. Um 42% skráðra kjósenda sögðust myndu kjósa Trump en 51% Joe Biden ef kosið yrði á milli þeirra í kosningun- um. Um 50% sögðust ætla að kjósa öldungadeildarþingmanninn Bernie Sanders en 43% Trump ef valið stæði á milli þeirra. 48% sögðust myndu kjósa Elizabeth Warren en 44% Trump ef öldungadeildarþingkonan yrði í framboði fyrir demókrata. AFP Óæskilegar? Alexandria Ocasio-Cortez (t.v.) og Ilhan Omar, tvær þing- kvennanna sem Trump hefur sagt að fara aftur til heimalanda sinna. Trump sakaður um kynþátta- fordóma  Forystumenn Repúblikanaflokksins veigra sér við því að gagnrýna forsetann Lýst sem „skítabælum“ » Donald Trump hefur lýst straumi farandmanna frá Róm- önsku Ameríku til Bandaríkj- anna sem „innrás“ og hermt er að hann hafi lýst Afríkuríkjum sem „skítabælum“ á síðasta ári. » Fyrir kosningarnar árið 2016 lét Trump í ljós efasemdir um að Barack Obama hefði fæðst í landinu og mátt gegna emb- ætti Bandaríkjaforseta. Gestur virðir fyrir sér rýmisverk sem hangir í lofti sýn- ingarsalar í Frönsku menningarmiðstöðinni í Hanoi í Víetnam á sýningu sem nefnist „Minnkum ruslið“. Hópur listamanna setti sýninguna upp og notaði ýmiss konar rusl, meðal annars plastílát og dósir, til að vekja athygli á því hvernig mengun af völdum úrgangs frá heimilum getur skaðað umhverfið og stefnt heilsu manna í hættu, að sögn fréttaveitunnar AFP. AFP Ruslið hangir í loftinu Listamenn vara við skaðlegum áhrifum úrgangs frá heimilum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.