Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Gáð til veðurs Þegar ferðast er um Ísland er gott að hafa kíki meðferðis, eins og þessi ferðamaður, til að skoða umhverfið og gá til veðurs.
Eggert
Í fréttatilkynningu á
heimasíðu utanríkis-
ráðuneytisins var nú
nýlega sagt frá því að
svonefnt Mannréttinda-
ráð Sameinuðu þjóð-
anna hefði að frum-
kvæði Íslands nú
nýlega samþykkt álykt-
un, þar sem vikið var
að stöðu mannréttinda-
mála á Filippseyjum.
Með samþykkt álykt-
unarinnar lýsti ráðið
formlega yfir áhyggjum
af ástandinu á Filipps-
eyjum, hvatti stjórn-
völd í landinu til að
stöðva aftökur á fólki
án dóms og laga og
draga þá til ábyrgðar,
sem hefðu staðið fyrir
slíku.
Tilefni þessa fram-
taks eru samfelldar
fréttir um að á Filipps-
eyjum hafi stjórnvöld
látið hersveitir sínar
taka borgara af lífi á
götum úti án dóms og
laga ef grunur hefur
verið uppi um fíkni-
efnabrot þeirra. Hefur mátt skilja að ekki hafi
þurft hersveitir til, heldur hafi öðrum borgurum
verið heimilað að svipta menn lífi ef slíkar sakir
voru hafðar uppi.
Í þessari ályktun var enn fremur farið fram á að
stjórnvöld á Filippseyjum sýndu skrifstofu mann-
réttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sem og
stofnunum mannréttindaráðsins, fullan samstarfs-
vilja. Þá var mannréttindafulltrúa Sameinuðu
þjóðanna falið að standa fyrir skýrslugerð um
stöðu mannréttindamála á Filippseyjum og leggja
fyrir mannréttindaráðið að ári liðnu.
Ástæða er til að lýsa ánægju með þetta framtak
Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Það til-
heyrir grunnreglum í réttarríkjum að stjórnvöld
beiti fólk ekki refsingum nema að undangenginni
málsmeðferð fyrir dómi, þar sem sakborningar
hafa óskert tækifæri til að verjast ásökunum.
Þessi réttindi eru núlifandi Íslendingum í blóð
borin, enda snerta þau grundvallarmannréttindi
borgara í hvaða ríki sem er.
Fagna skal því sem vel er gert. Ástæða er til
þess nú.
Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson
» „Það til-
heyrir
grunnreglum í
réttarríkjum að
stjórnvöld beiti
fólk ekki refs-
ingum nema að
undangenginni
málsmeðferð
fyrir dómi“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Gott
framtak
Bruninn mikli í
Kirkju vorrar frúar í
Parísarborg vakti
menn til umhugsunar
um hversu háttað sé
brunavörnum og ör-
yggi kirkna hér á
landi. Hætt er við að
brunavarnir séu víða
bágbornar, einkum í
gömlu timburkirkj-
unum úti á lands-
byggðinni og hættan þar geti
sums staðar verið mikil. Í þéttbýli
er víðast þjálfað slökkvilið og fast
brunavarnaeftirlit.
Hér hafa orðið kirkjubrunar á
öllum tímum. Á árunum 1901-2000
brunnu hér að minnsta kosti sex
kirkjur og talið er að kveikt hafi
verið í tveimur þeirra af ásetningi.
Í flestum tilvikunum brunnu allir
gripir kirknanna, ómetanlegt dýr-
mæti. Á einum stað brann íbúðar-
hús prestsins einnig og þar mikið
af kirkjubókum héraðsins. En
fleira getur steðjað að en brunar.
Nýlega lauk útgáfu hins merka
ritverks, Kirkjur Íslands, alls 31
bindi, með ítarlegum ritgerðum
um sögu kirkjustaðar og kirkju,
nákvæmum lýsingum og sögulegri
greinargerð, og nákvæmri umfjöll-
un um kirkjugripi, bæði helgigripi
og kirkjuskart, einnig
um gripi sem komir
eru í söfn eða til ann-
ars staðar, og loks er
fjallað um minn-
ismerki og legsteina í
kirkjugörðum. Reynd-
ar er í ritverkinu að-
eins fjallað um þær
kirkjur sem friðaðar
eru aldurs síns vegna
eða hafa verið frið-
lýstar vegna sérstaks
gildis síns, þótt nýleg-
ar séu.
Allar þessar greinar eru byggð-
ar á rannsóknum og vandlegri
könnun heimilda, máldaga frá
miðöldum, vísitasíu- og bréfabóka
biskupa og prófasta og kirkju-
reikninga.
Í ljós kom við skráningu kirkju-
gripanna það sem reyndar var vit-
að fyrir, að í kirkjum landsins eru
mikil dýrmæti varðveitt, bæði í
gripum til helgihaldsins og lista-
verkum gömlum og nýjum og fag-
urri listiðn. Í mörgum kirkjum eru
forn og merk altarisáhöld, gamlir
altarisstjakar og altaristöflur,
sumar dýrmæt listaverk en sumar
hinar gömlu á vissan hátt frum-
stæðar, „heimagerðar“, en vitna
um hagleiksmennt og listsköpun
alþýðu, og víða eru fornar kirkju-
klukkur. Þá má finna gamla og
merka prédikunarstóla, suma
skorna og málaða af þekktum
listamönnum fyrri alda, og enn
eiga margar kirkjur forn og merk
altarisklæði og messuklæði.
Allt eru þetta þjóðardýrmæti,
en ekki er alls staðar nógu vel
hugað að varðveizlu þessa þáttar
þjóðararfsins, og eru þar sums
staðar slæmir brestir.
Hætt er við að margir gripir
kirknanna geti verið í hættu og
kunni að lenda í greipum manna
sem vildu komast yfir þá í hagn-
aðarskyni.
Segja má að sumar gömlu
kirkjurnar séu vart mannheldar,
ekki sízt þær sem friðaðar eru.
Byggingargerðin er einföld og
frágangur á hurðum og gluggum
ekki alls staðar traustur, enda er
reynt að breyta friðuðu kirkj-
unum sem minnst frá því sem í
öndverðu var.
Ýmsir fornir kirkjustaðir eru
nú í eyði, föst búseta engin þar
lengur og kirkjurnar því án fasts
eftirlits. Í kirkjunum er samt
geymt margt dýrmæti. Nú er
ferðamannastraumur nánast um
allt land mikinn hluta ársins.
Sumar kirkjur mega jafnvel kall-
ast „ferðamannakirkjur“. Eftir að
fækkaði í sóknum og sumar sveit-
ir tæmdust nálega að fólki, eru
kirkjurnar margar hverjar afar
sjaldan nýttar til helgihalds, en
margar standa á fornfrægum
kirkjustöðum, þekktum úr sög-
unni og vekja því sérstaka athygli
ferðafólks.
Hvarvetna er sú hætta að
óhlutvant fólk ásælist og taki
gripi úr kirkjunum, enda hefur
það gerzt. Má nefna að fyrir fáum
árum var stolið kaleik úr sjálfri
Skálholtsdómkirkju, smíðuðum af
þekktum íslenzkum gullsmið í
Kaupmannahöfn á 19. öld. Svipað
hefur gerzt víðar. Að auki hafa
ýmsir gripir glatazt úr kirkjum
fyrir vangá eða af skilningsleysi
og þekkingarskorti á menningar-
gildi þeirra.
Nýlega var skýrt frá að um
landið færu hópar glæpamanna,
færu inn á heimili fólks og rændu,
tækju reiðhjól úr kjöllurum og
húsagörðum og brytu upp bíla á
bílastæðum og stælu úr þeim.
Þjófagóssið er sagt sent úr landi
nær samstundis og ekkert af því
finnanlegt, þjófarnir gangi lausir,
jafnvel sumir sagðir njóta opin-
bers framfæris hér.
Þá vaknar spurningin: Hvenær
verða kirkjurnar fyrir barðinu á
slíkum óheillalýð?
Hér er því fullrar aðgæzlu þörf.
Í reynd ætti hvergi að hafa uppi
við í kirkjum gripi sem peninga-
verðmæti hafa og freistað gætu
þjófa og eiginlega helgigripi ekki
nema meðan notaðir eru, heldur
geymdir sem öruggast. Spurning
er einnig hvort hægt væri að ör-
merkja gripi og tengja viðvör-
unarkerfi sem gæfi til kynna ef
þeir eru fjarlægðir úr kirkjunni.
Einnig er athugandi hvort söfn
gætu séð um varðveizlu dýrmætra
kirkjugripa en væru samt áfram
eign kirkjunnar. Suma hina merk-
ari mætti jafnvel sýna þar í sem
fyllstu öryggi.
Hér verða ráðamenn kirkjunnar
og prestar og umráðamenn kirkna
að athuga vel um úrlausn. Við get-
um ekki lengur í einfeldni okkar
treyst á heiðarleika fólks einvörð-
ungu. Trúin á ekki fastan sess í
huga allra núorðið og sumum eru
kirkjurnar lítt heilagir staðir
lengur.
Eftir Þór
Magnússon » Í reynd ætti hvergi
að hafa uppi við í
kirkjum gripi sem pen-
ingaverðmæti hafa og
freistað gætu þjófa og
eiginlega helgigripi ekki
nema meðan notaðir
eru, heldur geymdir
sem öruggast.
Þór Magnússon
Höfundur er fv. þjóðminjavörður.
Öryggi kirknanna