Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 60 ára Birkir er Reyk- víkingur en býr á Sel- fossi. Hann er raf- fræðingur frá Fjölbrautaskóla Suður- lands og er rafvirki hjá Fossrafi ehf. Maki: Sigurlaug Helga Stefánsdóttir, f. 1962, afgreiðslukona hjá Guðna bakara. Börn: Berglind Rún Birkisdóttir, f. 1990, og stjúpsonur er Stefán Reyr Ólafsson, f. 1979. Foreldrar: Páll Björnsson, f. 1932, tré- smiður, og Guðrún Albertsdóttir, f. 1936, fyrrverandi verslunarkona. Þau eru búsett í Reykjavík. Birkir Pálsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki draga þig inn í ómerki- legar deilur þótt nákomnir aðilar eigi þar hlut að máli. Þú breytir ekki öðrum, bara þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er eitt varðandi hið fullkomna samband, það er ekki til. Þú hefur gott af einveru í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er erfitt að meta hvenær maður gefur of mikið. Líttu inn á við og skoðaðu hvað má lagfæra í samskiptum þínum við aðra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér leiðist í dag. Það er ekkert hættulegt og gott að upplifa það af og til. Þú færð beiðni í dag sem á eftir að valda þér heilabrotum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gerðu ráð fyrir að rekast á alls konar fólk úr fortíðinni næstu vikurnar. Hugsaðu þig um og leyfðu tímanum að vinna með þér í ákvarðanatöku. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ástvinir kynna þér hugmyndir sem eru svo langt frá því sem þér hugnast. Gerðu bara það allra nauðsynlegasta í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þér finnst uppástungur þínar fá tregar undirtektir skaltu bara nálgast hlut- ina úr annarri átt. Haltu bara þínu striki og þú munt ná þínu takmarki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hlauptu í átt að tækifær- unum, tilbúin/n til að taka ákvörðun. Þú ættir að þakka meira fyrir það sem þú hef- ur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert nú að taka til í eigin garði og sérð hvað undir býr. Ef engin svör er að finna verður þú að halda áfram að leita. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki vænta of mikils af maka þínum eða vinum í dag. Þú átt það til að of- hlaða á þig verkefnum, það veldur streitu sem er ekki holl. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þegar við vitum hvað við viljum þá fara allar tafir afskaplega í taugarnar á okkur. Gættu þess að stíga ekki á tærnar á öðrum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Erfiðleikar hafa svo sannarlega látið á sér kræla upp á síðkastið. Frelsið til þess að eltast við drauma sína er hið endanlega takmark þitt. forstöðumaður stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ 1977-81, varaforseti verkfræði- og raun- vísindadeildar 1979-81 og deildar- forseti 1981-83. Hann hefur átt sæti í Rannsókn- arráði Íslands í um átta ár og setið í ýmsum nefndum, var formaður náttúruvísindadeildar Vísindaráðs og sat í stjórn þess 1991-94. Hann hefur verið félagi í Bandaríska stærðfræðifélaginu frá 1967 og er félagi í Vísindafélagi Íslands. Hann sat einnig í stjórn verðlaunasjóðs erlendum stærðfræðitímaritum. Má þar nefna tvær fyrstu, dipl- ómaritgerð, Die Krummung des Raumes SP(2)/SU(2) von Berger, í Math. Annalen, 1966, og doktors- ritgerð hans, Über die Anzahl geschlossener geodatischer in ge- wissen Riemannschen Mannig- faltigkeiten í Math. Annalen, 1966. Halldór var ritstjóri Mathematica Scandinavica fyrir hönd Íslands 1973-97, formaður stærðfræði- skorar verkfræði- og raunvísinda- deildar HÍ 1973-75 og 1989-91, var H alldór Elíasson fædd- ist á Ísafirði 16. júlí 1939 og ólst upp á Bakka í Hnífsdal til 1945. „Fjölskyldan flutti þá til Skagastrandar og ég bjó þar í sex ár og síðan á Akur- eyri sex ár en flutti ekki til Reykjavíkur fyrr en ég hafði lokið doktorsnámi mínu. Ég var í sveit á sumrin, aðallega í Húnavatnssýsl- unni, lengst á Leysingjastöðum sem er næsti bær við Þingeyrar.“ Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1958 og hóf um haustið nám í eðl- isfræði og stærðfræði við háskól- ann í Marburg í Þýskalandi og lauk diplómaprófi í stærðfræði frá Háskólanum í Göttingen 1963 og dr. rer.nat.-prófi frá Háskólanum í Mainz 1964. Halldór var einn af þremur til að hljóta styrk frá ís- lenska ríkinu 1958. „Þetta var stór styrkur sem ríkið veitti á þessum tíma og gerði mér kleift að fara í námið í Þýskalandi.“ Veturinn 1964-65 var Halldór stundakennari við MR en fór síðan til Bandaríkjanna og vann um eins árs skeið við stærðfræðilegar rannsóknir við Princeton Institute for Advanced Studies. „Það er merkasta stofnun þar í landi á sviði stærðfræði.“ Halldór var fé- lagi við Princeton í Bandaríkjunum 1965-66 og aðstoðarprófessor við Brown University í Rhode Island 1966-67. Halldór var sérfræðingur á Raunvísindastofnun HÍ 1967-70 og dósent í hlutastarfi við HÍ 1967-69, var stundakennari við Tækniskóla Íslands 1969-70, gistiprófessor við Háskólann í Bonn í Þýskalandi 1970-71 og við Warwick University í Englandi 1971-72, dósent í verk- fræði- og raunvísindadeild HÍ 1972-73 og hefur verið prófessor þar frá 1973. Hann var í leyfum frá HÍ og starfaði þá við Kaup- mannahafnarháskóla 1975-76, við Háskólann í Bonn 1984, við Há- skólann í Warwick 1990-91 og við Háskólann í Bonn 1997-98. Halldór hefur birt margar stærðfræðigreinar í viðurkenndum dr. phil. Ólafs Daníelssonar og Sig- urðar Guðmundssonar arkitekts. „Mitt sérfag má segja að hafi verið línuleg og rúmfræðileg al- gebra. Ég stundaði rannsóknir alveg fram undir sjötugt, en svo gat ég það ekki lengur. Heilinn þarf algjörlega að vera í lagi, en ég er orðinn gleyminn.“ Halldór nýtti rannsóknaleyfin vel, en þau voru fjölmörg, og dvaldi hann um lengri og skemmri tíma á ýmsum stöðum í Evrópu og nutu börnin og eiginkona hans, sem ferðuðust með honum, góðs af því. Fjölskylda Halldór kvæntist 25.3. 1970 Björgu Cortes Stefánsdóttur, f. 2.9. 1947, BA í þýsku, kennara og læknaritara. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Valdimar Þorsteinsson, f. 2.6. 1919, d. 30.10. 2012, feldskeri í Reykjavík, og Anna Margrét Cortes, 18.8. 1921, d. 12.5. 2014, húsmóðir og dagmóð- ir. Þau voru búsett í Reykjavík. Börn Halldórs og Bjargar eru: 1) Stefán Valdimar Halldórsson, f. 8.12. 1968, stúdent frá MR, starfar hjá Tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli; 2) Dr. med. Anna Mar- grét Halldórsdóttir, f. 18.9. 1973, sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum, eiginmaður hennar er dr. Haraldur Darri Þorvaldsson, tölvunar- fræðingur, f. 27.10. 1973. Börn þeirra eru: Halldór Alexander, f. 2001, Jökull Ari, f. 2003, og Hug- rún Eva, f. 2007; 3) Steinar Ingi- mar Halldórsson, f. 13.5. 1975, M.Sc. byggingaverkfræðingur, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, eiginkona hans er Xue Li, f. 23.12. 1978, BA í alþjóðaviðskiptum. Börn þeirra eru tvíburarnir Ari Cortes Li Steinarsson og Aron Cortes Li Steinarsson, f. 24.10. 2015. Systkini Halldórs eru Jónas I. Elíasson, f. 26.5. 1938, prófessor emeritus í verkfræði við HÍ; Þor- varður Rósinkar Elíasson, f. 9.7. 1940, fyrrv. skólameistari Versl- unarskóla Íslands; Elías Bjarni Elíasson, f. 13.3. 1942, fyrrv. yfir- verkfræðingur hjá Landsvirkjun, Dr. Halldór I. Elíasson, stærðfræðingur og prófessor emeritus við HÍ – 80 ára Brúðkaup Halldór og fjölskylda í brúðkaupi Steinars og Xue Li árið 2009. Ferðaðist víða vegna starfsins Stærðfræðingur Halldór árið 1989. Afastrákar Aron og Ari. 50 ára Halla er frá Laxamýri, S-Þing. en býr á Akureyri. Hún er lögfræðingur að mennt frá HÍ og er með LLM-gráðu í Evr- ópurétti frá Stokk- hólmsháskóla. Hún er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Maki: Kjartan Jónsson, f. 1971, raf- magnsiðnfræðingur hjá Verkís. Börn: Jón Kjartansson, f. 2003, og Jóna Birna Kjartansdóttir, f. 2006. Foreldrar: Björn Gunnar Jónsson, f. 1933, d. 1997, bóndi á Laxamýri, og Kristjóna Þórðardóttir, f. 1938, húsfreyja á Laxamýri. Halla Bergþóra Björnsdóttir Til hamingju með daginn Mosfellsbær Óskírður Boyo fæddist 6. júlí 2019 kl. 6.30. Hann vó 3.650 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir og Toju Boyo. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.