Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 24

Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019 Eitt ogannað  Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengu Englandsmeistara til liðs við sig frá Manchester City í gær. Miðjumaðurinn Fabian Delph er kom- inn til Gylfa og félaga og kostar Ever- ton 10 milljónir punda, tæplega 1,6 milljarð íslenskra króna. Hinn 29 ára gamli Delph hefur því yfirgefið City eftir fjögurra ára dvöl í Manchester, en hann á að baki 20 landsleiki með Englandi og var með liðinu á heims- meistaramótinu í Rússlandi síðasta sumar.  Blakdeild HK hefur gengið frá ráðningu á Vladislav Mandic og mun hann þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu á næstu leiktíð. Mandic, sem er frá Serbíu, mun einnig koma að þjálfun yngri flokka og aðstoða við þjálfun meistaraflokks kvenna. Hann hefur lengi spilað og þjálfað blak í Frakklandi og var áður sigursæll í heimalandinu.  Íslenska U19 ára landslið Íslands tapaði fyrir Búlgaríu, 24:16, í öðrum leik sínum í B-deild Evrópumótsins í handknattleik sem nú fer fram í Búlgaríu. Berta Rut Harðar- dóttir skoraði átta mörk fyrir Ísland í leiknum, eða helming marka liðsins. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki eftir sig- ur á Grikkjum í fyrsta leik sín- um fyrir helgi. Liðið á eftir að mæta Serbíu og Bretlandi í riðl- inum. FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Þetta er orðin skemmtileg hefð að skrifa undir á afmælisdaginn. Þetta er þriðja árið í röð sem það gerist og það hefur alltaf hitt þannig á að þetta er á sama tíma og Símamótið þar sem er iðulega mikil stemning, þannig að þetta er bara gaman,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í samtali við Morgunblaðið í gær en hann skrif- aði undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks á sunnudaginn, þegar hann hélt upp á 44 ára afmælisdaginn. Gunnleifur er kominn í þriðja til fjórða sæti yfir leikjahæstu leik- menn Breiðabliks í efstu deild frá upphafi með 143 leiki, er leikja- hæsti leikmaður HK í deildinni með 39 leiki og þá er hann í þriðja til fjórða sæti yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi með 294 leiki. Fyrr á þessu sumri varð Gunnleifur leikjahæstur allra í deildakeppninni á Íslandi en þar hefur hann nú leikið alls 429 leiki í fjórum efstu deildunum. Hann spilar í ár sitt 25. tímabil í meist- araflokki þar sem hann lék fyrst með HK árið 1994 og í efstu deild lék hann fyrst með KR árið 1998. „Eitt ár er bara fínt fyrir alla aðila og það gerist ekki mikið eðli- legra. Ég veit nákvæmlega að hverju ég geng hjá Breiðabliki og þeir vita nákvæmlega hvað þeir fá frá mér í staðinn. Þetta voru ekki langar samningaviðræður á milli mín og klúbbsins. Ég vil vera áfram hjá félaginu og þeir vilja halda mér þannig að þetta tók skjótt af. Mér finnst alltaf gaman að slá met og ég hef mjög gaman af allri tölfræði. Ég er rosalega stoltur af öllum þeim metum sem ég hef slegið í gegnum tíðina en það er samt ekki kveikjan að því að ég vil halda áfram að spila.“ Spáir lítið í framtíðinni Markmaðurinn gerir sér fulla grein fyrir því að hann sé ekki að fara spila knattspyrnu endalaust en ítrekar samt sem áður að þang- að til það gerist, sé hann ekki einu sinni að leiða hugann að því að hætta. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að fara spila að eilífu en ég er hins vegar einbeittur á líðandi stund og hlakka bara til að spila næsta leik. Ég veit að ég mun á einhverjum tímapunkti leggja hanskana á hilluna en mig langar bara ekki að pæla í því. Mig langar bara að vera í þessu sporti sem ég elska og ég vil satt best að segja hugsa sem minnst um framtíðina. Það getur ýmislegt gerst í lífinu og af hverju ekki að njóta alls þess á meðan maður getur. Það er svo tilgangslaust að vera velta sér upp úr því hvenær maður ætlar að hætta, á meðan maður hefur ennþá ánægjuna af þessu. Ég er ennþá góður í marki, mér finnst þetta hrikalega gaman og ég er þakklátur fyrir fótbolt- ann og á meðan það er þannig er ég ekki að fara kveðja íþróttina.“ Ferðalagið stendur upp úr Gunnleifur lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með HK árið 1994, þá 19 ára gamall, en hann á erfitt með að festa hendur á því hvað það er sem stendur upp úr á afar farsælum ferli en ítrekar þó að hann eigi fótboltanum allt að þakka. „Það er svo margt sem stendur upp úr og auðvitað eru titlarnir sem maður hefur unnið í gegnum tíðina ákveðinn hápunktur, Íslandsmeistara- titillinn og bikarmeist- aratitillinn með FH. Að sama skapi finnst mér ferðalagið mitt í heild sinni miklu merkilegra en einhver ákveð- inn punktur á ferlinum. Ég átti frábæra tíma með HK og að fara með þeim upp um tvær deild- ir var magnað. Eins var Evrópuævintýrið með Breiðabliki mikil upplifun en svo á ég líka fullt af hápunktum utan vallar. Ég hef spilað á móti Cristiano Ronaldo, ég hef spilað á Hampden Park og fyrir framan 70.000 Mexíkóa en það sem stendur kannski mest upp úr er vinasamböndin og tengslin sem ég hef myndað við fólk í gegnum tíðina. Ég kynntist konunni minni af því að ég er í fót- bolta og íþróttin er í raun- inni bara líf mitt. Ég hætti að drekka á sínum tíma til þess að geta gert eitthvað við líf mitt og þar kom fótboltinn sterkur inn þannig að ég á honum í raun allt að þakka,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í samtali við Morgunblaðið. Hann er nú á leið með Breiðabliki til Vaduz í Liechtenstein, í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Evrópu- deildarinnar, en Gunnleifur lék einmitt með Vaduz í sviss- nesku úrvalsdeildinni ár- ið 2009.  Gunnleifur ekki farinn að huga að því að leggja hanskana á hilluna Morgunblaðið/Hari Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik með Malmö gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Arnór fékk þó þá jákvæðu niðurstöðu úr myndatökum í gærmorgun að hann væri ekki fótbrotinn eins og óttast var. „Ég óttaðist það versta en það er jákvætt að það sást ekkert brot í fætinum eftir myndatökuna. Læknarnir halda að liðböndin séu illa farin en ég fer í frekari myndatöku á morgun (í dag) og þá kemur þetta betur í ljós. Ég dofnaði allur upp þegar hann braut á mér og ég óttaðist að um fótbrot hefði verið að ræða. Ég er því þokkalega ánægður að svo reyndist ekki vera. Þetta var ljótt og heimsku- legt brot. Ég er búinn að horfa á þetta einu sinni af myndbandi og ég gat ekki horft á það aftur,“ sagði Arnór í viðtali við mbl.is í gær. Hann hefur leikið alla sextán leiki Malmö í deildinni í ár, fimmtán þeirra í byrjunarliðinu, og skorað tvö mörk. Þá hefur Arnór komið inná sem vara- maður í öllum fjórum leikjum Íslands í undankeppni EM á árinu. Betra en á horfðist hjá Arnóri Arnór Ingvi Traustason „Ég veit ekki betur en að þetta hafi verið síðasti leikur minn og ég vildi skora,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í knattspyrnu, en hann er orðinn leik- maður Rostov í Rússlandi á ný eftir að hafa verið í láni hjá Hammarby í Svíþjóð. Sá lánssamningur rann út á miðnætti og náði hann því leik Hammarby og Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Óhætt er að segja að Viðari hafi orðið að ósk sinni, en hann kvaddi með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma og tryggði Hammarby 3:2-sigur. Þetta var sjöunda mark hans í 15 deildarleikjum og kveður hann Hammarby á meðal markahæstu leikmanna sænsku deildarinnar. „Ég veit ekki betur en að ég sé að fara aftur til Rússlands á morgun [í dag] eða á miðvikudaginn. Ég mun ræða við stjórnina þar en það kemur í ljós á næstu 4-5 dögum hvar ég spila næst. Ég veit ekkert núna,“ sagði Við- ar Örn Kjartansson. yrkill@mbl.is Viðar Örn kvaddi með stæl Viðar Örn Kjartansson 44 Gunnleifur Gunnleifsson hélt upp á afmælið á sunnudaginn með því að skrifa undir nýjan samning. Ég á fótboltanum allt að þakka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.