Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Pepsi Max-deild karla
Grindavík – ÍA .......................................... 1:1
Víkingur R. – Fylkir................................. 1:1
Staðan:
KR 12 9 2 1 23:11 29
Breiðablik 12 7 1 4 23:15 22
ÍA 12 6 3 3 18:13 21
Stjarnan 12 5 4 3 19:16 19
FH 12 5 4 3 18:18 19
Valur 12 5 1 6 21:18 16
Fylkir 12 4 4 4 19:21 16
HK 12 4 2 6 15:16 14
Grindavík 12 2 7 3 8:10 13
Víkingur R. 12 2 6 4 16:19 12
KA 12 4 0 8 17:21 12
ÍBV 12 1 2 9 10:29 5
Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA – Valur......................................... 0:3
Keflavík – Fylkir ...................................... 2:0
Selfoss – Stjarnan .................................... 3:0
Staðan:
Valur 10 9 1 0 36:7 28
Breiðablik 9 8 1 0 27:7 25
Þór/KA 10 5 2 3 19:16 17
Selfoss 10 5 1 4 12:13 16
Stjarnan 10 3 1 6 5:17 10
ÍBV 8 3 0 5 13:12 9
Keflavík 9 3 0 6 16:17 9
KR 9 2 1 6 8:18 7
Fylkir 9 2 1 6 7:23 7
HK/Víkingur 8 2 0 6 5:18 6
Inkasso-deild kvenna
ÍA – Augnablik......................................... 0:1
Þórdís Katla Sigurðardóttir 19.
Staðan:
FH 8 6 1 1 21:9 19
Þróttur R. 8 6 0 2 28:7 18
Tindastóll 8 5 0 3 25:18 15
Afturelding 8 4 1 3 10:9 13
Augnablik 8 4 0 4 7:7 12
ÍA 8 3 2 3 8:7 11
Grindavík 8 3 2 3 11:13 11
Haukar 8 3 0 5 12:9 9
Fjölnir 8 2 2 4 11:18 8
ÍR 8 0 0 8 3:39 0
Svíþjóð
Sundsvall – Hammarby........................... 2:3
Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leik-
inn með Hammarby og skoraði sigurmark-
ið í uppbótartíma, en Aron Jóhannsson var
ekki í hópnum.
Staða efstu liða:
Malmö 16 10 5 1 28:11 35
AIK 16 9 4 3 20:11 31
Djurgården 15 8 5 2 25:12 29
Häcken 15 8 3 4 23:12 27
Gautaborg 15 7 5 3 23:14 26
Hammarby 15 7 4 4 29:22 25
Norrköping 16 6 6 4 23:19 24
Danmörk
Hobro – AGF ............................................ 1:1
Jón Dagur Þorsteinsson kom inn af
varamannabekk AGF á 77. mínútu.
Búlgaría
Dunav Ruse – Levski Sofia..................... 1:4
Hólmar Örn Eyjólfsson hjá Levski er frá
keppni vegna meiðsla.
KNATTSPYRNA
AKUREYRI/SELFOSS/
KEFLAVÍK
Baldvin Kári Magnússon
Guðmundur Karl
Jóhann Ingi Hafþórsson
Stórleikur 10. umferðar Pepsi Max-
deildar kvenna í knattspyrnu fór
fram á Akureyri í gærkvöld þegar
Valskonur heimsóttu Þór/KA. Eftir
að hafa tapað fyrir norðankonum í
bikarnum á dögunum unnu Vals-
konur 3:0, en sigurinn var gríðar-
lega mikilvægur fyrir liðið í topp-
baráttunni. Þetta var fyrsti sigur
Valskvenna gegn Þór/KA á útivelli
í deildinni síðan árið 2010.
Leikurinn var í járnum í upphafi
og ljóst að mikið var undir. Það
skipti því miklu máli hvort liðið yrði
fyrra til að skora. Valskonur náðu
inn fyrsta markinu, en Fanndís
Friðriksdóttir skoraði það með
glæsilegu skoti rétt við vítateigslín-
una. Eftir markið róaðist leikurinn
töluvert og ekki var mikið um opin
færi.
Heimakonur í Þór/KA byrjuðu
seinni hálfleikinn af miklum krafti
og settu pressu á gestina. Þær
fengu nokkur fín tækifæri til að
skora en vörn Valskvenna hélt vel.
Það var svo Hlín Eiríksdóttir sem
gerði út um leikinn þegar hún skor-
aði annað mark Vals á 74. mínútu
og var svo aftur á ferðinni með ann-
að mark sitt átta mínútum fyrir
leikslok.
Þór/KA varð fyrir áfalli í seinni
hálfleik þegar fyrirliðinn Arna Sif
Ásgrímsdóttir meiddist á kálfa.
Meiðsli hennar urðu til þess að
breyta þurfti uppstillingu og við
það missti liðið taktinn. Það er
spurning hversu lengi Arna verður
frá en Þór/KA mætir KR í undan-
úrslitum bikarsins á laugardag.
sport@mbl.is
Selfoss mun framar Stjörnunni
Selfyssingar unnu mjög sann-
færandi sigur á Stjörnunni þar sem
lokatölur urðu 3:0 og öll mörkin
komu í seinni hálfleik.
Fyrri hálfleikurinn var í góðu
jafnvægi en um leið og Hólmfríður
Magnúsdóttir hafði komið Selfyss-
ingum yfir í upphafi seinni hálf-
leiks hrapaði Stjarnan og eftirleik-
urinn var auðveldur. Þær vínrauðu
efldust eftir því sem leið á leikinn
en Stjörnukonur virtust alveg bún-
ar á því undir lokin. Styrktarþjálf-
unin greinilega að skila sér á Sel-
fossi.
Stjarnan hefur ekki skorað
deildarmark síðan í maí og ólán
þeirra endurspeglaðist kannski
best í tveimur dauðafærum sem
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir fékk á 64.
mínútu. Kelsey Wys varði frábær-
lega í tvígang af örstuttu færi og
boltinn dansaði á marklínunni.
Stjörnukonum virðist ekki ætlað að
skora.
Selfoss hélt hreinu í þriðja
deildarleiknum í röð og þeim fjórða
ef bikarleikurinn gegn HK/Víkingi
er talinn með. Liðið byggir þennan
góða árangur að undanförnu á frá-
bærum varnarleik og baráttu og
sjálfstraustið í sóknarleiknum er
mjög mikið. sport@mbl.is
Ólíkt gengi nýliðanna
Keflavík komst upp úr fallsæti og
sendi Fylki þangað með 2:0-sigri er
liðin mættust í Keflavík. Sigurinn
var verðskuldaður og kom lítið á
óvart miðað við gengi liðanna upp á
síðkastið. Keflavík hefur nú unnið
þrjá af síðustu fjórum en Fylkir
hefur ekki unnið deildarleik síðan í
þriðju umferð. Keflavík hefur lært
betur á efstu deild með hverjum
leiknum. Liðið hefur haldið hreinu í
þremur af síðustu fjórum leikjum
og hinum megin er Sveindís Jane
Jónsdóttir alltaf líkleg til að skora.
Keflavík spilar ekki blússandi
sóknarbolta eða tiki taka. Keflavík
spilar einfaldan og árangursríkan
fótbolta og spilar á sínum styrk-
leikum. Fylkir er nú í fallsæti en í
undanúrslitum í bikar. Það er
spurning hvort bikarkeppnin hafi
slæm áhrif á liðið í deildinni.
Fylkir vann tvo af fyrstu þremur
leikjum sínum í deildinni á meðan
Keflavík vann ekki leik fyrr en í
sjöttu umferð. Síðan þá hafa liðin
algjörlega farið í sitt hvora áttina.
johanningi@mbl.is
Fyrsti sigur
Vals í níu ár
fyrir norðan
Stjarnan ekki enn skorað síðan í maí
Keflavík sendi Fylki niður í fallsæti
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Tvenna Hlín Eiríksdóttir berst gegn Biöncu Sierra og Stephany Mayor.
0:1 Fanndís Friðriksdóttir 21.
0:2 Hlín Eiríksdóttir 74.
0:3 Hlín Eiríksdóttir 81.
I Gul spjöldEngin.
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson,
8.
Áhorfendur: 322.
ÞÓR/KA – VALUR 0:3
M
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Karen M. Sigurgeirsd. (Þór/KA)
Lára Kristín Pedersen (Þór/KA)
Þórdís Hrönn Sigfúsd. (Þór/KA)
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur)
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
1:0 Hólmfríður Magnúsdóttir 48.
2:0 Magdalena Anna Reimus 68.
3:0 Hólmfríður Magnúsdóttir 82.
I Gul spjöldJasmín Erla Ingadóttir
(Stjörnunni).
Dómari: Helgi Ólafsson, 7.
Áhorfendur: 286.
SELFOSS – STJARNAN 3:0
MM
Hólmfríður Magnúsd. (Selfoss)
M
Anna M. Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Grace Rapp (Selfoss)
Kelsey Wys (Selfoss)
Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Sigrún Ella Einarsd. (Stjarnan)
Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan)
1:0 Sophie Groff 39.
2:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 59.
I Gul spjöldÍris Una Þórðardóttir, Sophie
Groff, Kristrún Ýr Holm, Sveindís
Jane Jónsdóttir (Keflavík).
Dómari: Steinar Berg Sævarsson, 7.
Áhorfendur: 175.
KEFLAVÍK – FYLKIR 2:0
M
Aytac Sharifova (Keflavík)
Sophie Groff (Keflavík)
Maried Fulton (Keflavík)
Sveindís Jane Jónsdóttir (Kefla.)
Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)