Morgunblaðið - 16.07.2019, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði
GLÆSILEGUR BORÐBÚNAÐUR
FYRIR HÓTEL OG VEITINGASTAÐI
HANDBOLTI
EM U19 kvenna
B-deild í Búlgaríu:
Búlgaría – Ísland .................................. 24:16
Bretland – Grikkland ........................... 18:40
Staðan í B-riðli: Búlgaría 4, Serbía 4,
Grikkland 2, Ísland 2, Bretland 0. Ísland
mætir Serbíu á morgun og Bretlandi á
fimmtudag.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍBV........... 18
Meistaravellir: KR – HK/Víkingur..... 19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Þórsvöllur: Þór – Njarðvík ....................... 18
Nettóvöllur: Keflavík – Magni ................. 18
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Grótta .. 19.15
Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Haukar.... 19.15
Extra-völlur: Fjölnir – Fram .............. 19.15
Leiknisv.: Leiknir R. – Afturelding .... 19.15
Í KVÖLD!
HK/Víkingur
mun tefla fram
nýjum aðalþjálf-
ara þegar liðið
heimsækir KR í
Pepsi Max-deild
kvenna í knatt-
spyrnu í kvöld.
Tæpum sólar-
hring fyrir leik í
gærkvöldi var
tilkynnt að Þór-
hallur Víkingsson væri hættur
sem þjálfari eftir að samkomulag
þess efnis náðist við félagið. Rakel
Logadóttir, sem var honum til að-
stoðar, stýrir liðinu út tímabilið
hið minnsta og fær fyrsta leikinn
upp í hendurnar strax í kvöld.
Þórhallur tók við HK/Víkingi
eftir að liðið tryggði sér sæti í
efstu deild haustið 2017. Hann
stýrði því í 7. sætið í fyrra en nú
er liðið í botnsætinu með sex stig
eftir átta leiki.
Rakel er níunda leikjahæsti leik-
maður efstu deildar kvenna frá
upphafi með 216 leiki og spilaði
26 A-landsleiki. yrkill@mbl.is
Rakel mun
stýra fyrsta
leik í kvöld
Rakel
Logadóttir
GRINDAVÍK/FOSSVOGUR
Víðir Sigurðsson
Bjarni Helgason
Jafntefli Grindavíkur og Skaga-
manna kom líklega fáum á óvart mið-
að við það sem á undan er gengið hjá
þessum liðum í úrvalsdeild karla í fót-
bolta síðustu vikurnar. Niðurstaðan í
Grindavík í gærkvöld var 1:1, úrslit
sem kæta hvorugan aðilann, enda
Grindvíkingar í brýnni þörf fyrir stig
í botnbaráttunni sem þeir hafa sogast
inn í og Skagamönnum veitir ekki af
sigrum til þess að halda sér í barátt-
unni um Evrópusæti.
Miðað við leikinn í gærkvöld væri
eðlileg niðurstaða beggja liða að vera
um deildina miðja. Grindvíkingar eru
með nægilega öflugt lið til að berja af
sér falldrauginn en Skagamenn þurfa
að lyfta leik sínum um eitt þrep til að
vera alveg á pari við þau lið sem lík-
legast er að sláist um efstu sætin á
lokasprettinum.
Skagamenn sóttu þó meira, sér-
staklega í seinni hálfleik, en gekk
bölvanlega að skapa sér opin færi
gegn vel skipulögðum varnarleik
Grindvíkinga þar sem fátt fer í gegn-
um miðverðina öflugu Marc McAusl-
and og Josip Zeba. Tryggvi Hrafn
Haraldsson hefði þó átt að gera betur
snemma í seinni hálfleik þegar hann
slapp einn gegn Vladan Djogatovic,
sem varði frá honum.
Grindvíkingar fengu hins vegar
fleiri og betri marktækifæri í leiknum
í heild en virðist fyrirmunað að skora.
Spánverjinn Óscar Conde fékk óska-
byrjun í byrjunarliðinu, skoraði gott
mark í fyrri hálfleik, mínútu eftir að
Hörður Ingi Gunnarsson hafði komið
Skagamönnum yfir. Landi hans
Diego Diz leysti hann af hólmi síðustu
20 mínúturnar og bjó til úrvalsfæri
fyrir Aron Jóhannsson á lokakafla
leiksins. Grindvíkingar þurfa gott
framlag frá þessum tveimur til að
bæta úr markaleysinu sem hrjáir þá.
Átta mörk í tólf leikjum er óviðunandi
tölfræði, þótt Grindavík með sitt vel
skipulagða lið hafi fengið á sig fæst
deildarmörk allra. vs@mbl.is
Fjörug lið sem skila litlu
Það vantaði ekkert upp á færin
þegar Víkingar og Fylkismenn gerðu
1:1 jafntefli á Víkingsvelli. Rétt eins
og í Grindavík var hvorugt liðið
ánægt með úrslitin eftir leikinn í
Fossvoginum.
Geoffrey Castillion kom Fylkis-
mönnum yfir á 17. mínútu eftir horn-
spyrnu Kolbeins Birgis Finnssonar.
Ásgeir Eyþórsson skallaði boltann
niður fyrir Castillion, sem skoraði af
stuttu færi úr markteignum. Guð-
mundur Andri Tryggvason jafnaði
metin fyrir Víkinga á 25. mínútu með
stórglæsilegu marki, en hann tók
boltann á lofti og þrumaði honum í
slána og inn með viðstöðulausu skoti
eftir fyrirgjöf Ágústar Eðvalds
Hlynssonar.
Víkingar héldu áfram að skemmta
knattspyrnuáhugamönnum með
flottum fótbolta í Víkinni en enn og
aftur skilaði það liðinu engu. Liðið
fékk á sig mark úr föstu leikatriði,
sem á eiginlega ekki að vera hægt
þegar með gæja eins og Kára Árna-
son og Sölva Geir Ottesen í vörninni.
Sóknarmenn liðsins fóru illa með
nokkur færi, meðal annars Erlingur
Agnarsson sem ákvað að vippa bolt-
anum af 20 metra færi í fyrri hálfleik
þegar hann slapp í gegn. Galin
ákvörðun og ef liðið fellur í vor má al-
veg skrifa það að einhverju leyti á
hrokann í yngri leikmönnum liðsins.
Fylkismenn voru sprækir í leikn-
um en eins og svo oft áður í sumar
skilaði það þeim ekki miklu. Varn-
arleikur liðsins var hins vegar nokkuð
þéttur og Ólafur Ingi Skúlason átti
stórleik á miðsvæðinu og tapaði varla
tæklingu allan leikinn. Castillion fékk
nokkur dauðafæri til þess að skora
sigurmark leiksins en fór illa að ráði
sínu. Þá komst Orri Sveinn Stef-
ánsson vel frá sínu varnarlega en
sóknarlega var hann í tómu basli og
var gjörsamlega fyrirmunað að koma
boltanum fyrir markið.
Jafntefli var svekkjandi niðurstaða
fyrir bæði lið. Víkingar halda áfram
að spila skemmtilegan fótbolta sem
skilar litlu og það er ekki laust við að
menn spyrji sig hvort liðið sé tilbúið
að fórna sæti í efstu deild fyrir
áferðarfallegan fótbolta. Að sama
skapi gengur Fylkismönnum ekkert
að slíta sig úr neðri hlutanum og yfir í
efri hlutann. Það hlýtur að vera
áhyggjuefni fyrir Fylki, sem er með
mannskap sem á að vera að berjast í
efri hlutanum. bjarnih@mbl.is
Úrslitin kættu hvorugan
Grindvíkingar gerðu sjöunda jafntefli sitt í sumar en voru nær sigri gegn
Skagamönnum Fórna Víkingar sætinu fyrir áferðarfallegan fótbolta?
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Jafnt Kolbeinn Birgir Finnsson lagði upp mark Fylkis og eltir Víkinginn Guðmund Andra Tryggvason sem skoraði.
0:1 Hörður Ingi Gunnarsson 26.
1:1 Óscar Conde 27.
I Gul spjöldElias Tamburini, Vladimir Tu-
fegdzic, Rodrigo Gómez og Marinó
Helgason (Grindavík), Jón Gísli Ey-
land (ÍA).
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson, 7.
Áhorfendur: 817.
GRINDAVÍK – ÍA 1:1
M
Marc McAusland (Grindavík)
Josip Zeba (Grindavík)
Vladan Djogatovic (Grindavík)
Rodrigo Gómez (Grindavík)
Alexander V. Þórarinss. (Grindav.)
Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Jón Gísli Eyland (ÍA)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
0:1 Geoffrey Castillion 17.
1:1 Guðmundur A. Tryggvason 25.
I Gul spjöldErlingur Agnarsson (Víkingi),
Ragnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ingi
Skúlason (Fylki).
I Rauð spjöldErlingur Agnarsson (Víkingi).
Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 5.
Áhorfendur: 1.052.
VÍKINGUR R. – FYLKIR 1:1
MM
Þórður Ingason (Víkingi)
Ólafur Ingi Skúlason (Fylki)
M
Guðmundur A. Tryggvason (Vík.)
Halldór Smári Sigurðsson (Vík.)
Kwame Quee (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
Ari Leifsson (Fylki)
Ásgeir Eyþórsson (Fylki)
Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylki)
Stefán Logi Magnússon (Fylki)