Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2019
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Biomecanics
Útsöluverð
5.596
Verð áður 7.995
Stærðir 18-24
30-70%afsláttur
Útsalan í fullum gangi
Tökur standa nú yfir á 25. kvik-
myndinni um James Bond og hafa
þær samkvæmt fréttum gengið
brösuglega. En nú hafa þær upp-
lýsingar lekið út frá tökum að í
myndinni nýju hafi James Bond,
sem Daniel Craig leikur, sagt skil-
ið við njósnastofnunina MI6, sé
sestur í helgan stein og hafi öðr-
um njósnara verið úthlutað hans
fræga númeri, 007.
Í dagblaðinu The Mail er haft
eftir nafnlausum innanbúðarmanni
við tökur myndarinnar að þegar
yfirmaðurinn M kallar á 007 og
segir njósnaranum að koma inn á
skrifstofuna, gangi þar inn svört
og falleg kona og það sé augna-
blik þegar unnendur sagnabálks-
ins muni missa poppkornið sitt á
gólfið.
Leikkonan sem leikur hinn nýja
007-njósnara er hin breska
Lashana Lynch, en hún er 31 árs
gömul. Fyrsta kvikmyndahlutverk
hennar var í Fast Girls árið 2011
en hún sló fyrst í gegn fyrir al-
vöru fyrr á þessu ári, í hlutverki
flugkappans Maria Rambeau í
kvikmyndinni Marvel kafteinn.
AFP
007 Karl Bretaprins heilsaði Lashana Lynch þegar hann heimsótti Pine-
wood-kvikmyndaverið og fylgdist með tökum á 25. Bond-myndinni.
Hörundsdökk kona
verður njósnarinn 007
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þrátt fyrir það brautryðjandastarf
sem Hulda vann er nafn hennar lítið
þekkt meðal okkar kynslóðar, sem er
miður,“ segir Harpa Dís Hákonar-
dóttir sem ásamt Hjördísi Grétu
Guðmundsdóttur stendur að sýning-
unni „Óþreyju barn, kom innst í
lundinn“ sem nýverið var opnuð í
Listasal Mosfellsbæjar. Titill sýning-
arinnar vísar í ljóðið „Þar dali þrýt-
ur“ eftir Huldu sem var dulnefni
skáldkonunnar Unnar Benedikts-
dóttur Bjarklind (1881-1946).
Aðspurð segir Harpa Dís sýning-
una vera hluta af rannsóknarverkefni
sem hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna fyrir sumarið 2019, en
Harpa Dís og Hjördís Gréta útskrif-
uðust báðar í vor frá myndlistardeild
Listaháskóla Íslands. Í rannsóknar-
verkefninu, sem nefnist „Farsæl,
fróð og frjáls“, er skyggnst inn í líf og
list Huldu skáldkonu og áhrif hennar
á íslenska menningararfleifð skoðuð.
„Titill rannsóknarverkefnisins er
fenginn úr ljóðinu „Hver á sér fegra
föðurland“. Þar er verið að tala um
þjóðina, en okkur fannst þessi lýsing
líka geta átt við Huldu sjálfa. Hún
var frjálsari en margar aðrar konur á
sínum tíma og fékk bæði tækifæri til
að ferðast og skrifa. Titillinn að sýn-
ingunni í Mosfellsbæ vísar til þess að
skynja má ákveðna óþreyju í fyrstu
ljóðum Huldu þar sem hún lýsir þrá
sinni eftir að komast út í heim og fá
sömu tækifæri og karlskáldin. Hún
hefur greinilega ögrað bókmennta-
senunni á sínum tíma. Í gömlum rit-
dómum um bækur hennar má sjá að
það er eins og karlarnir viti ekki al-
veg hvað þeir eigi að skrifa um verk
hennar og kalla hana ýmist barn eða
sveitastúlku.“
Hugleiðing um fantasíu
Spurð um tilurð rannsóknarverk-
efnisins rifjar Harpa Dís upp að þær
Hjördísi Grétu hafi langað að gera
eitthvað í tengslum við fullveldis-
afmælið í fyrra. „Við fórum því að
skoða ljóð um Ísland og þeirra á með-
al var „Hver á sér fegra föðurland“.
Við þekktum ljóðið en ekki höfund-
inn, sem okkur fannst umhugsunar-
vert. Okkur langaði að leggja okkar
af mörkum til að vekja athygli á
henni, enda mikilvæg skáldafyrir-
mynd sem ruddi brautina fyrir aðrar
skáldkonur.“
Að sögn Hörpu Dísar bjóða þær
Hjördís Gréta sýningargestum á
„Óþreyju barn, kom innst í lundinn“
að stíga inn í ákveðinn hugarheim
sem endurspeglar samtal milli
þeirra. „Í aðdraganda sýningarinnar
lögðum við leið okkar norður í
Huldulundinn á Auðnum í Laxárdal
þar sem Hulda ólst upp,“ segir
Harpa Dís og tekur fram að lund-
urinn myndi rauðan þráð á sýning-
unni. „Lundurinn birtist okkur hér í
hugleiðingu um fantasíuna sem
skáldkonan orti svo oft um. Læk-
urinn rennur frá sýningarsalnum og
inn á gólf bókasafnsins,“ segir Harpa
Dís og bendir á að í verkum þeirra
Hjördísar Grétu reyni þær að fanga
andblæ Huldu og viðfangsefni ljóða
hennar, en Hulda orti mikið um nátt-
úruna.
Listakonurnar standa fyrir dag-
skrá á Húsavík þar sem Hulda bjó
um langt árabil. „Á Mærudögum
munum við 27. júlí standa fyrir upp-
lestrarmaraþoni á ljóðum Huldu í
Safnahúsinu,“ segir Harpa Dís og
tekur fram að þær reikni ekki með að
komast yfir allar bækur Huldu á
þeim átta tímum sem safnið er opið,
enda hafi Hulda verið afkastamikið
skáld og sent frá sér fjölbreytt verk.
„Í tengslum við sýninguna höfum
við fengið bókasöfnin á höfuðborgar-
svæðinu til liðs við okkur. Meðan á
sýningunni stendur stilla söfnin upp
þeim bókum eftir Huldu sem til eru á
hverju safni til að auka sýnileika
hennar,“ segir Harpa Dís. Þess má
að lokum geta að sýningin stendur til
og með 9. ágúst. Opið er kl. 12-18
virka daga og kl. 12-16 á laugar-
dögum. Aðgangur er ókeypis.
„Óþreyju barn“
Ljósmynd/Alex Fälting
Sýnendur Harpa Dís Hákonardóttir og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir.
Listasýning um Huldu skáldkonu í Listasal Mosfellsbæjar
Standa fyrir upplestrarmaraþoni á Húsavík 27. júlí
Óþreyjufull Hulda skáldkona.
Mexíkóska listakonan Frida Kahlo
(1907-1954), sem bar einnig skírnar-
nöfnin Magdalena Carmen, var í lif-
anda lífi þekktari fyrir að vera eig-
inkona hins kunna listamanns
Diegos Rivera en fyrir áhrifamikla
list sína. Það hefur snúist við og í
dag má kalla hana dáðasta lista-
mann Mexíkó á 20. öld. Margir aðrir
listamenn minnast Kahlo í verkum
sínum, nú síðast Írinn Fin Dac.
Hann málaði í liðinni viku þessa
flennistóru mynd á vegg fjölbýlis-
húss í borginni Guadalajara.
AFP
Veggmynd Flennistór mynd Fins Dac, „Magdalena“, á vegg í Guadalajara í
Mexíkó. Í henni hyllir Dac listakonuna Magdalenu Carmen Fridu Kahlo.
Hyllir Fridu Kahlo
Tónleikunum með Sól-
veigu Sigurðardóttur
og Gerrit Schuil, sem
vera áttu í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar í
kvöld, er frestað
vegna veikinda. Verða
þeir fluttir aftur fyrir
röðina og haldnir
þriðjudagskvöldið 20.
ágúst kl. 20.30.
Tónleikum frestað vegna veikinda
Frestast Gerrit Schuil og Sólveig Sigurðardóttir.