Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
ÍBV vonast til þess að geta tekið
nýja ferju í gagnið fyrir Þjóðhátíð,
þó ekki nýja Herjólf, að sögn Harðar
Orra Grettissonar, framkvæmda-
stjóra ÍBV. Vonin um nýjan Herjólf
er þó ekki endanlega úti en nánasta
framtíð hans er óljós.
„Við sóttumst eftir því að nýi
Herjólfur myndi sigla á milli lands
og Eyja fyrir þessa helgi en við höf-
um ekki fengið endanleg svör með
það,“ segir Hörður.
Miklar tafir hafa orðið á því að nýr
Herjólfur hefji siglingar en breyta
þarf viðlegukanti í höfninni í Vest-
mannaeyjum áður en hann getur
hafið áætlunarsiglingu.
„Við vonumst til þess að geta sett
nýja ferju í gang á allra næstu dög-
um en það er ekki alveg komið í ljós,“
segir Hörður.
Hann getur ekki sagt til um
hversu stór ferjan er.
„Þetta er bara farþegaferja, hún
flytur ekki bíla eða neitt slíkt.“
Hörður segir að ekki þurfi að gera
breytingar á höfninni í Vestmanna-
eyjum til þess að ferjan, sem er
stödd hérlendis, geti siglt á milli
lands og Eyja.
Nýi Herjólfur skipti ekki máli
Spurður hvort það verði vonbrigði
ef nýi Herjólfur muni ekki geta siglt
fyrir Þjóðhátíð segir Hörður:
„Í raun skiptir það okkur ekki
máli, þeir taka jafn marga farþega
og þótt nýi verði kominn í gagnið
mun hann ekki sigla fleiri ferðir en
sá gamli svo það hefur engin áhrif á
farþegafjöldann.“
Vilja þjóðhátíðarferju
Önnur ferja
mun líklega sigla
með Herjólfi
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Seinkun Nýr Herjólfur átti að hefja
siglingar um síðustu mánaðamót.
Ljósbogi sem myndaðist í álverinu í
Straumsvík í fyrradag kom fram
inni í lokuðu keri að sögn Rann-
veigar Rist, for-
stjóra Rio Tinto á
Íslandi, en í sam-
tali við mbl.is í
gær sagði hún að
þetta væri annað
en ef ljósbogi
færi frá keri og
eitthvað annað.
Kerskála þrjú
var lokað í fyrra-
dag eftir atvikið,
en enginn starfs-
maður var nærri þegar það átti sér
stað.
Þegar útlit var fyrir að önnur ker
þróuðust í að verða „svona veik“
eins og umrætt ker og að ljósbogi
gæti einnig myndast í þeim var
ákveðið að slökkva á kerskála þrjú í
fyrradag. Rannveig segir að sam-
bærilegt atvik hafi aldrei átt sér
stað. „Við höfum ekki lent í þessu
áður. Við sáum að þetta gæti verið í
uppsiglingu þannig að við tókum
enga áhættu og tókum skálann út.
Við tökum ekki áhættu með starfs-
fólkið. Þess vegna var þetta ekki
erfið ákvörðun,“ sagði Rannveig.
Hún segir aðstæður hafa verið allt
öðruvísi þegar ljósbogi myndaðist
síðast í verksmiðjunni árið 2001.
Rannveig segir að yfirfara þurfi
alla ferla á nýjan leik. Aðstæðurnar
hafi verið „gríðarlega óvenjulegar“
og súrálið annað en það sem notað
hafi verið síðustu fimmtíu árin.
18 ker til viðbótar úr notkun
Átján ker í kerskálum eitt og tvö
hafa einnig verið tekin úr notkun, en
vanalega eru þrjú ekki í notkun að
sögn Rannveigar, en alls eru 160
ker í hverjum kerskála í álverinu.
Rannveig sagði að í skálum eitt og
tvö væru kerin á lægri straumi.
Tíu vikur tók árið 2006 að koma
kerskála þrjú af stað eftir rafmagns-
leysi. „Það eru sum álver sem gera
þetta af ýmsum ástæðum. Menn eru
búnir að þróa alls konar aðferðir við
að gangsetja skála,“ sagði hún og
nefndi að sum slökkvi á kerskálum á
hverju ári vegna rafmagnsskorts.
Rannveig sagði að kallað hefði
verið á aukamannskap vegna stöð-
unnar sem er uppi, auk þess sem
fólk í sumarfríum hefði boðið fram
aðstoð. Hún kvaðst þakkát fyrir
það.
Hefur ekki
komið fyr-
ir áður
Engin áhætta
var tekin í álverinu
Rannveig
Rist
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Það hafa verið heilmiklar fram-
kvæmdir í dag inni í botni Ingólfs-
fjarðar og þeim verður fram haldið
á morgun ef það kemur ekki úr-
skurður frá Vegagerðinni,“ segir
Guðmundur Hrafn Arngrímsson,
talsmaður hluta landeigenda á
Seljanesi í Árneshreppi, hvar fyr-
irhuguð er Hvalárvirkjun sem
fyrirtækið Vesturverk stendur að.
Unnið er að lagfæringum á veg-
um í firðinum. Andstæðingar
virkjanaframkvæmda vilja láta
reyna á lögmæti ákvörðunar Vega-
gerðarinnar um að afsala sér
framkvæmdarétti á veginum og
breyta honum um leið úr landsvegi
í virkjunarveg.
„Það er verið að vinna fyrir okk-
ur lögfræðiálit og við bíðum eftir
svörum frá Vegagerðinni. Þeir
staðfestu móttöku erindis okkar í
gær,“ segir Guðmundur Hrafn, en
hann undrast leyfisveitingar í
tengslum við málið. „Forundran
mín eykst með degi hverjum á því
hve mikil brotalöm er í allri þess-
ari málsmeðferð og að verkið sé
komið svona langt. Það stendur
ekki steinn yfir steini,“ segir hann.
Fleiri tugir í hópi andstæðinga
Hrafn Jökulsson, einn virkjun-
arandstæðinga, sagði hóp fólks á
leið í Árneshrepp í því skyni að
stöðva framkvæmdirnar. And-
stæðingar sem rætt hefur verið
við undanfarna daga hafa ekki
viljað gefa upp til hvaða aðgerða
verði gripið, en Guðmundur Hrafn
segir að fólk í hópnum skipti fleiri
tugum. „Þetta er ótrúlega stór
hópur sem er að safnast saman og
skipuleggja sig. […] Það verður
ekki farið norður í dag eða á
morgun af því að við erum með
málið í vinnslu. Við sýnum ákveðið
fordæmi, landeigendur á Selja-
nesi, með því að bíða eftir úr-
skurði þar til bærrar stjórnsýslu.
Vesturverk mætti gjarnan fara að
dæmi okkar.“
„Heilmiklar framkvæmdir“
Tugir andstæðinga skipuleggja sig „Forundran mín eykst með degi hverjum“
Ingólfsfjörður Vegavinna í gær.
Ætla má að fáum ferfætlingum af þeirri teg-
und sem ljósmyndari Morgunblaðsins hitti fyrir
í gær leiðist leikurinn sem kalla má „kasta og
sækja“, ekki síst þegar brugðið er út af van-
anum og boltanum kastað út í sjó eða vatn.
Þannig gefst færi á kælingu og góðum sund-
spretti. Ekki er verra ef eigandinn hefur fjár-
fest í framlengingu á kasthendinni þannig að
boltinn svífi enn lengra.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Leikurinn sem fáum hundum leiðist