Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
M.BENZ C350e AVANTGARDE
nýskr. 03/2018, ekinn 14 Þ.km, bensín/rafmagn
(plug in), sjálfskiptur, glerþak ofl. ofl. Stórglæsilegur!
TILBOÐSVERÐ 5.690.000 kr. Raðnúmer 259502
BMW 530e IPERFORMANCE
nýskr. 06/2018, ekinn 10 Þ.km, bensín/rafmagn (plug
in), sjálfskiptur, vel búinn aukahlutum. Stórglæsilegur!
Verð 6.490.000 kr. Raðnúmer 380510
VW PASSAT GTE PREMIUM
nýskráður 02/2018, ekinn 31 Þ.km, bensín/rafmagn
(plug in), sjálfskiptur, leður, glerþak ofl. Geggjaður bíll!
Verð 5.150.000 kr. Raðnúmer 259510
M.BENZ E 350e EXCLUSIVE
nýskr. 05/2017, ekinn 34 Þ.km, bensín/rafmagn
(plug in), sjálfskiptur, tvöfalt stafrænt mælaborð ofl.
Glæsilegt eintak! TILBOÐSVERÐ 6.290.000 kr.
Raðnúmer 259503
LAND ROVER RANGE ROVER HSE
LIMITED nýskr. 02/2015, ekinn 53 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur.Verð 13.900.000. Raðnúmer 259534
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Boris Johnson hét því að tryggja út-
göngu Bretlands úr Evrópusamband-
inu 31. október eftir að ljóst varð að
hann var kjörinn leiðtogi Íhalds-
flokksins með um tveimur þriðju at-
kvæða og verður þar með næsti for-
sætisráðherra landsins. Mikil óvissa
er þó um hvort hann geti staðið við
loforðið, m.a. vegna óeiningar meðal
þingmanna Íhaldsflokksins um hvort
Bretland eigi að ganga úr ESB án
samnings náist ekki nýtt samkomulag
um skilmála útgöngunnar.
Breska dagblaðið The Telegraph
bendir á að ef marka má skoðana-
kannanir er líklegt að Íhaldsflokkur-
inn fái meirihluta í neðri deild þings-
ins í næstu kosningum ef Boris
Johnson tekst að tryggja útgöngu
Bretlands úr ESB 31. október. Aðrir
stjórnmálaskýrendur benda hins veg-
ar á að ríkisstjórn Johnsons gæti fall-
ið á næstu mánuðum og orðið sú
skammlífasta í sögu Bretlands.
Hafnar „sjálfsefa og neikvæðni“
Nær 160.000 skráðir félagar í
Íhaldsflokknum gátu greitt atkvæði í
leiðtogakjörinu og kjörsóknin var
87,4%, að sögn breska ríkisútvarps-
ins. Boris Johnson fékk 66,4% at-
kvæðanna, nær tvöfalt fleiri en keppi-
nautur hans, Jeremy Hunt
utanríkisráðherra. David Cameron
fékk ívið meira fylgi, eða 67,6% at-
kvæðanna, í leiðtogakjöri Íhalds-
flokksins árið 2005.
„Við ætlum að koma brexit í fram-
kvæmd 31. október,“ sagði Johnson
m.a. í ræðu eftir að úrslit leiðtoga-
kjörsins voru tilkynnt. Hann hét því
einnig að sameina bresku þjóðina eft-
ir útgönguna og sigra Verkamanna-
flokkinn undir forystu Jeremys Cor-
byns í næstu þingkosningum. „Við
ætlum að fylla landið krafti,“ sagði
hann og hét því að nýta þau tækifæri
sem gæfust með útgöngunni í þeirri
staðföstu trú að Bretar gætu sigrast á
vandamálunum. „Við ætlum enn og
aftur að trúa á okkur sjálf og rísa upp,
eins og risi vaknar af blundi, og hrista
af okkur fjötra sjálfsefa og nei-
kvæðni.“
Gert er ráð fyrir því að Johnson
taki við embætti forsætisráðherra í
dag.
Vill losna við ákvæði
um írsku landamærin
Johnson hefur sagt að hann vilji
helst ná samkomulagi við Evrópu-
sambandið um breytingar á útgöngu-
samningi þess við Theresu May. Leið-
togar ESB hafa hins vegar sagt að
ekki koma til greina að breyta út-
göngusamningnum þótt breska þing-
ið hafi hafnað honum þrisvar. Þeir
hafa hins vegar léð máls á því að ræða
óskir breskra stjórnvalda um að gefa
út sérstaka yfirlýsinga um framtíðar-
tengsl Bretlands við Evrópusam-
bandið.
Verði ekki gerðar breytingar á út-
göngusamningnum vill Johnson að
þingið staðfesti „það besta“ úr hon-
um, m.a. ákvæði um ýmis mál sem
ekki er ágreiningur um á þinginu, svo
sem um réttindi ríkisborgara ESB-
landa í Bretlandi og samstarf við
Evrópusambandið í öryggismálum.
Johnson vill hins vegar að þingið und-
anskilji umdeilt ákvæði í útgöngu-
samningnum sem á að tryggja að
landamæri Norður-Írlands og Írska
lýðveldisins haldist opin eftir brexit.
Ákvæðið felur í sér að reglur ESB um
tolla og matvælaframleiðslu eiga að
gilda á Norður-Írlandi ef ekki næst
samkomulag um annað í viðræðum
um framtíðartengsl Bretlands við
ESB. Andstæðingar samningsins
segja ákvæðið geta orðið til þess að
Bretland þurfi að vera áfram í tolla-
bandalagi ESB til frambúðar. Stuðn-
ingsmenn ákvæðisins segja hins veg-
ar að það sé nauðsynlegt til að koma í
veg fyrir að brexit grafi undan samn-
ingnum sem náðist árið 1998 til að
Mikil óvissa um brexit-loforðið
AFP
Verður forsætisráðherra Boris Johnson (t.h.) fagnar með föður sínum, Stanley Johnson, eftir að úrslit leiðtogakjörs Íhaldsflokksins voru tilkynnt í gær.
BORIS
JOHNSON
Næsti forsætis-
ráðherra Bretlands
Ljósmynd AFP/Chris Radburn
Frá 1987
Blaðamaður og álitsgjafi,
með efasemdir um
Evrópusambandið
2001-08, 2015-
Þingmaður
Íhaldsflokksins
Borgarstjóri Lundúna
2008-16
Var á meðal helstu
stuðningsmanna
brexit fyrir þjóðar-
atkvæði um útgönguna
2015-16
2016
Dró sig út úr leiðtoga-
kjöri eftir að einn helstu
stuðningsmanna hans,
Michael Gove, sneri
baki við honum
2016-2018
Utanríkisráðherra í
stjórn Theresu May
2019
Verður forsætis-
ráðherra eftir
sigur í leiðtoga-
kjöri breska
Íhaldsflokksins
LOFORÐ FYRIR
LEIÐTOGAKJÖRIÐ
Lækka skatta hinna
auðugustu, um þriggja
milljóna manna
Neita að greiða andvirði 39
milljarða punda vegna
útgöngunnar til að styrkja
samningsstöðu Breta
Bretland gangi úr ESB
31. okt., með eða án
samnings um útgönguna
Leggja áherslu á
innflytjendstefnu sem
byggist á stigakerfi
Stjórn Johnsons gæti orðið sú skammlífasta í sögu Bretlands en takist honum að tryggja útgöngu úr
ESB gæti hann hrósað sigri í næstu þingkosningum Andstaða í flokki hans við brexit-stefnu hans