Morgunblaðið - 24.07.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Vandaðir mínifræsarar og
brennipennar í úrvali
Fræsari
350 stk
Verð 15.960
Brennipenni
Verð 7.890
Brennipenni
Verð 6.980
Fræsari lítill
Verð 9.980
Fræsari 60 stk
Verð 15.240
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is
koma á friði á Norður-Írlandi eftir
átök sem kostuðu um 3.500 manns líf-
ið.
Fellst ESB á tilslakanir?
Johnson vill einnig að Bretar skapi
„uppbyggilega“ óvissu um hvort þeir
byrji að greiða 39 milljarða punda,
jafnvirði rúmra 6.000 milljarða króna,
sem gert hefur verið ráð fyrir að
Bretland borgi ESB vegna útgöng-
unnar. Hann vill gera þetta til að
bæta samningsstöðu Breta og fá ESB
til að fallast á „kyrrstöðusamning“
um að núverandi tollar gildi áfram í
viðskiptum milli Bretlands og ESB-
ríkja þar til nýr samningur um fram-
tíðartengslin tekur gildi. Johnson vill
að deilan um írsku landamærin verði
leyst með blöndu af tæknilegum
lausnum og samningum um undan-
þágur til að tryggja að írsku landa-
mærin haldist opin á meðan samið er
um framtíðartengslin. Hann telur að
hægt verði að leysa öll vandamálin í
tengslum við brexit áður en kjörtíma-
bili þingsins lýkur í maí 2022.
Johnson hefur sagt að hann útiloki
ekki útgöngu án samnings „ef allt
annað bregst“ og líti á það sem „nauð-
synlegt tæki“ til að knýja fram tilslak-
anir af hálfu ESB í samningaviðræð-
um um útgönguna. Stuðningsmenn
Johnsons segja að leiðtogar ESB hafi
vitað að Theresa May hafi í raun aldr-
ei léð máls á útgöngu án samnings og
þessi afstaða Johnsons auki líkurnar
á því að þeir fallist á tilslakanir til að
koma í veg fyrir að brexit skaði efna-
hag ESB-ríkja.
Meirihluti neðri deildar breska
þingsins er hins vegar andvígur út-
göngu án samnings vegna þess að tal-
ið er að hún hafi alvarlegar afleiðing-
ar fyrir efnahag Bretlands. Á meðal
þeirra sem leggjast gegn útgöngu án
samnings eru nokkrir fráfarandi ráð-
herrar í stjórn May og hópur þing-
manna Íhaldsflokksins.
Kosningum flýtt?
Johnson er í enn veikari stöðu en
May var að því leyti að þrátt fyrir
stuðning DUP, flokks norðurírskra
sambandssinna, er ríkisstjórn Íhalds-
flokksins núna aðeins með þriggja
sæta meirihluta á þinginu. Meirihlut-
inn gæti minnkað í tvö sæti í auka-
kosningum í Wales 1. ágúst. Nokkrir
íhaldsmenn á þinginu hafa gefið til
kynna að þeir myndu fella ríkisstjórn-
ina frekar en að samþykkja útgöngu
Bretlands úr ESB án samnings.
Nýlegar skoðanakannanir hafa
bent til þess að ef kosið væri nú myndi
enginn flokkur fá meirihluta á
þinginu. Að sögn The Telegraph
benda skoðanakannanir til þess að
Íhaldsflokkurinn fengi aðeins um 23%
atkvæðanna ef kosið yrði til þingsins
áður en Bretland gengi úr ESB. Fylgi
hans yrði hins vegar 28% ef kosið yrði
eftir útgöngu og það myndi líklega
duga til að Íhaldsflokkurinn fengi
meirihluta þingsæta.
Johnson hefur sagt að ekki komi til
greina að efna til þingkosninga fyrir
31. október en nokkrir þingmenn hafa
sagt að þeir séu tilbúnir að leggja
fram tillögu um vantraust á stjórn
hans til að knýja fram kosningar. Yrði
slík vantrauststillaga samþykkt áður
en sumarhlé þingsins hefst nú í vik-
unni er líklegt að kosningar færu
fram 19. eða 26. september, að sögn
fréttaskýranda BBC. Falli stjórnin
eftir sumarhléið er talið líklegt að
kosningar geti í fyrsta lagi farið fram
24. október, aðeins viku áður en Bret-
land á að ganga úr ESB.
Helstu bandamenn Boris Johnsons fögnuðu sigri hans í leið-
togakjörinu í gær en leiðtogar Evrópusambandsins vöruðu
hann við því að hann ætti erfiðan tíma fyrir höndum vegna
brexit-málsins. „Hann verður frábær!“ sagði Donald Trump
Bandaríkjaforseti, sem varð fyrstur erlendra leiðtoga til að
óska Johnson til hamingju með sigurinn. Trump hafði áður lýst
yfir stuðningi við Johnson í leiðtogakjörinu.
Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar
ESB, óskaði einnig Johnson til hamingju með sigurinn og
kvaðst hlakka til að vinna með honum. „Við þurfum að takast á
við mörg ólík og erfið mál. Við eigum erfiðan tíma fyrir hönd-
um.“
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, krafðist þess
að nýi flokksleiðtoginn flýtti þingkosningum. „Boris Johnson
hefur fengið stuðning færri en 100.000 félaga í Íhalds-
flokknum með því að lofa því að lækka skatta hinna auðugustu,
koma fram sem vinur bankamanna og beita sér fyrir skaðlegu
brexit án samnings. En hann hefur ekki fengið stuðning þjóðar-
innar,“ sagði Corbyn. „Þjóðin ætti að ákveða í þingkosningum
hver eigi að vera næsti forsætisráðherra.“
Corbyn krefst þess að
kosningum verði flýtt
DONALD TRUMP SEGIR AÐ BORIS JOHNSON VERÐI FRÁBÆR FORSÆTISRÁÐHERRA EN LEIÐTOGAR ESB SEGJA HANN EIGA ERFIÐAN TÍMA FYRIR HÖNDUM
Forsætisráðherrar Bretlands frá Churchill
Heimild: Breska ríkisstjórnin
Íhaldsflokkurinn
Verkamannaflokkurinn
Winston Churchill
Clement Attlee
Anthony Eden
Harold Macmillan
Alec Douglas-Home
Harold Wilson
Edward Heath
James Callaghan
Margaret Thatcher
John Major
Tony Blair
Gordon Brown
David Cameron
Theresa May
19501940 1960 1970 1980 1990 2000 2010
Boris Johnson
hefur verið í
sambúð með
Carrie Symonds,
sem verður að
öllum líkindum
fyrsta forsætis-
ráðherraunn-
ustan í Downing-
stræti 10, að sögn
The Telegraph. Blaðið segir að
Johnson gæti ekki kvænst Symonds
þótt hann vildi það vegna þess að
hann hefur ekki enn fengið lög-
skilnað frá annarri eiginkonu sinni.
Carrie Symonds er 31 árs og 24
árum yngri en Johnson. Hún verður
yngsti maki bresks forsætisráð-
herra, að sögn breskra fjölmiðla.
Hún hefur verið pólitískur ráð-
gjafi og almannatengill í um ára-
tug, m.a. í höfuðstöðvum Íhalds-
flokksins. Hún var t.a.m. ráðgjafi
Johns Whittingdale þegar hann var
menningarráðherra og Sajids Ja-
vids innanríkisráðherra.
Unnustan
sú yngsta
Carrie Symonds