Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Gjaldskrá hafnanna er byggðupp með þeim hætti aðaðaltekjur þeirra byggjastá því sem um þær fer, en
ekki því sem í þeim er,“ segir Guð-
mundur Kristjánsson, hafnarstjóri á
Ísafirði, og bætir við að tvö af óreiðu-
skipum á „dauðadeildinni“ í
Ísafjarðarhöfn hafi verið dregin til
Belgíu til niðurrifs í vor. Guðmundur
segir að í gegnum árin hafi alltaf verið
einhverjir óreiðudallar í höfninni. Þeir
séu martröð hverrar hafnar og erfitt
sé um vik að fjarlægja hluti úr höfn-
inni sem aðrir eiga.
Í vikunni rétt náðist að bjarga
rússneska togaranum Orlik frá því að
sökkva en hann hefur legið við festar í
Njarðvík í fimm ár. Hvorki hafði feng-
ist leyfi til þess að rífa hann niður hér
á landi né sigla með til niðurrifs í Belg-
íu. Staða förgunar skipa virðist því
mjög slæm á Íslandi.
Skipakirkjugarður skoðaður
Bæjarráð Ísafjarðar hefur sam-
þykkt að stofna vinnuhóp til að gera
staðarvals- og fýsileikakönnun á því
að koma upp skipakirkjugarði í inn-
fjörðum Ísafjarðardjúps sem innlegg í
ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna og formaður Hafna-
sambands Íslands, segir alveg hugs-
anlegt að skoða aðferðina sem viðhöfð
var fyrir síðustu aldamót að úrelda
skip og sökkva þeim í sjó. En það
verði að gera á skynsaman hátt,
tryggja að öll spilliefni séu fjarlægð og
engin mengun komi frá skipunum.
Gísli segir að skip í reiðileysi í höfnum
séu ekki lengur sama vandamálið og
var. Vandinn hafi verið mestur þegar
kvótakerfið var sett á og kvótalausa
báta dagaði upp í höfnunum. Gísli seg-
ir að hafnir geti neitað skipum um
legu ef líkur séu á að hafnargjöld verði
ekki greidd en slíkt leysi ekki vand-
ann. Ef allar hafnir neiti skipi um
hafnarpláss sé líklegt að því verði
sökkt.
Gísli segir ekki mörg ár síðan
átak var gert í því að fjarlægja úrelta
báta úr höfnum landsins. Að mati hans
er regluverkið í kringum förgun á bát-
um og skipum langt í frá lausnarmiðað
og gangi allt of hægt fyrir sig. Það hafi
sýnt sig í kringum förgunina á Orlik.
Sigrún Ágústsdóttir, staðgengill
forstjóra Umhverfisstofnunar, segir
að sótt hafi verið um að rífa Orlik í
fjöru en því hafi verið hafnað þar sem
nýlegar reglur segi til um að niðurrif
skipa þurfi að fara fram í skipa-
smíðastöð þar sem réttur mengunar-
varnarbúnaður sé til staðar. Skipa-
smíðastöð Njarðvíkur hafi leyfi
heilbrigðiseftirlitsins fyrir 500 tonna
skipi en Orlik sé mun stærra. Best
hefði verið að sigla skipinu utan til
niðurrifs en úr því sem komið væri
hefði ráðherra fallist á að atvinnu-
menn í niðurrifi fengju að nota búnað
Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur án
þess að skipið yrði sett í rennuna að
því gefnu að tryggt yrði að mengandi
efni færu ekki í vatn eða jarðveg.
Belgar til fyrirmyndar
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í
Hafnarfirði, segir að höfnin eigi eftir
að leysa til sín nokkra dalla til niður-
rifs en tveir togarar hafi lengi legið í
Hafnarfjarðarhöfn. Sónar, sem far-
inn sé til Belgíu í niðurrif, og Eld-
borgu, sem liggi þar enn. Greidd séu
öll gjöld af Eldborgu en eini tilgang-
urinn með því að halda henni ofan-
sjávar séu veiðiréttindi á ESB-
svæðinu. Lúðvík segir að Íslendingar
eigi að taka Belga sér til fyrirmyndar
og setja upp aðstöðu fyrir niðurrif
skipa. Hann tekur sem dæmi Gent í
Belgíu sem sinni hlutverki sínu inni í
miðju landi.
Óreiðuskip á dauða-
deild send úr landi
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Hætta Rússneski togarinn Orlik, sem bundinn hefur verið við bryggju í
Njarðvík í fimm ár, þarf að komast á þurrt sem fyrst ef ekki á illa að fara.
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umfjöllun„RÚV“ umleiðtoga-
kjör í breska
stjórnarflokknum
var jafn sér-
kennileg og margt
annað á þeim bæ.
Varð ekki betur
séð en að reynt væri að gera lít-
ið úr sigri hins nýja leiðtoga.
Hvers vegna?
Reyndar kom heimaln-
ingnum og hinum útsenda
fréttamanni saman um að Bor-
is Johnson hefði unnið með
60% atkvæða en aðrir fjöl-
miðlar höfðu það 66% í sam-
ræmi við úrslitin. Johnson
hlaut rúm 92.000 atkvæði og
Hunt rúm 46.000. En „RÚV“
skiptir ekki máli svo nóg um
það.
Á Bretlandi er það samdóma
álit að sigur leiðtogans hafi
verið mjög afgerandi enda
sjaldgæft að í tveggja manna
pólitísku einvígi um lykilemb-
ætti fái annar 66% en hinn 34%.
Þar við bætist að meirihluti
þingflokksins hafði stutt John-
son þvert á spár og á milli hans
og Hunts utanríkisráðherra
var hlutfallið svipað og í niður-
stöðu almennra flokksfélaga.
Nýi forsætisráðherrann get-
ur með sanni fagnað frábærum
úrslitum sem færa honum mjög
afgerandi umboð bæði frá
þingflokki og flokksfólki. Það
var verðugt svar við ótrúlegum
hótunum úr valdaröðum
flokksins og það frá fólki sem
hafði ítrekað lofað
því að virða úrslit
þjóðaratkvæðisins.
Í tilviki sumra var
það loforð að vísu
gefið er þeir trúðu
könnunum um að
útgöngu yrði
hafnað með sann-
færandi hætti.
Það var aldrei trúverðugt
þegar May forsætisráðherra,
Hunt utanríkisráðherra og
Hammond fjármálaráðherra,
öll harðir baráttumenn fyrir
veru í ESB, sögðust vera að
gæta hagsmuna landsins í
samningaviðræðum. Það end-
aði í ógöngum
Þeir sem hafa horft á fram-
göngu ólýðræðislegra valda-
manna ESB gegn landi sem var
að fylgja eftir niðurstöðu þjóð-
ar sinnar í almennri atkvæða-
greiðslu geta naumast verið
ginnkeyptir fyrir að festa eigin
þjóð í slíkum vef. Þegar Boris
Johnson birtist mönnum í
morgun hélt hann á spjaldi þar
sem voru orðin:
Frelsi,
Sjálfstæði,
Sjálfsvitund,
Lýðræði og
Fullveldi.
Það er afbragð að nýr leið-
togi Breta skynji inntak, mikil-
vægi og ríkulegt gildi þessara
orða.
Allt of margir, og það jafnvel
þeir sem síst skyldu, hafa síð-
ustu árin tapað þræðinum til
þeirra.
Nýr forsætisráð-
herra Breta fær
sterkt umboð sinna
manna. En verkið
verður ekki auðvelt
þrátt fyrir það.}
Sterkt umboð
Vel heppnaðheimsmeist-
aramót kvenna í
knattspyrnu vakti
ekki aðeins athygli
vegna tilþrifa leik-
manna á vellinum,
heldur einnig vegna þess að
dómarar voru konur. Staðan
er önnur hér á landi og konur
allt of fáar í röðum dómara.
Knattspyrnusamband Ís-
lands hefur gripið til ýmissa
aðgerða til að jafna kynjahlut-
fallið í dómarastétt og fá kon-
ur til að dæma. Sambandið
hefur haldið námskeið og ljóst
og leynt hvatt konur til að
stíga fram.
Á íþróttasíðum Morgun-
blaðsins á laugardag var
fjallað um þetta mál og sagt
frá því þegar KSÍ réðst í að
halda dómaranámskeið fyrir
konur og leitaði til nokkurra
félaga um að hvetja konur sem
tilbúnar væru til að dæma til
að sækja þau. „Það komu
nokkrar og við reyndum að
styðja þær á allan hátt en það
skilaði í raun engu,“ sagði
Magnús Már Jónsson, dóm-
arastjóri KSÍ, í
umfjölluninni.
Ýmsar ástæður
geta verið fyrir því
að erfitt er að fá
konur til að taka
að sér að dæma
leiki. Hins vegar ber til þess
að líta að mikill fjöldi kvenna
hefur æft og stundað fótbolta
þannig að ástríðu, þekkingu
og grunn til að dæma ætti ekki
að vanta frekar en hjá körlum.
Hér getur verið eins og á
öðrum sviðum að um leið og
fleiri konur sjást í dómara-
gallanum opnist gáttirnar.
Þar eru Bríet Bragadóttir,
eina konan í hópi milliríkja-
dómara hér á landi, Rúna
Kristín Stefánsdóttir, eina
konan í hópi milliríkjaaðstoð-
ardómara héðan, og Eydís
Ragna Einarsdóttir, eina kon-
an á 47 manna lista yfir lands-
dómara, mikilvægar fyrir-
myndir.
Framtak KSÍ til að fá fleiri
konur til að dæma fótbolta-
leiki er lofsvert og þótt á móti
blási á sambandið ekki að láta
deigan síga.
KSÍ á að halda
áfram að reyna að fá
konur til að dæma
fótboltaleiki.}
Konur í dómarastétt
Á
standið í stjórnmálum er mjög sér-
stakt víða um hinn vestræna
heim. Tekist er á um hugmynda-
fræði annars vegar og hins vegar
hvort ræða megi hugmyndafræði
og pólitískar skoðanir. Umræðan fer oftar en
ekki að snúast um það hvort tjáningarfrelsi ein-
staklinga sé ógnað með skoðanaskiptum, hvort
verið sé að takmarka frjálsa hugsun og ræðu
þegar skoðunum er mótmælt. Heima og heim-
an heyrum við stjórnmálafólk tala af fullri al-
vöru um það að þegar skipst er á skoðunum um
ýmis álitaefni sé andmælandinn að beita frum-
mælandann þöggun og sé við það orðinn oddviti
móðgunarkórs góða fólksins. Þannig er búið að
snúa allri umræðu á hvolf. Ekki má lengur
fjalla um hatursorðræðu án þess að stimpli um
móðgunargirni sé skellt fram, eins og hatur og
móðgun eigi sér einhverja samleið. Þetta er rétt eins og
þegar því er skellt fram að það að mótmæla afstöðu fólks í
einhverju máli sé einelti. Fyrr má nú vera.
Víða um heim er stjórnmálafólk einnig iðið við að endur-
skrifa söguna. Styttur eru teknar niður af ótta við að þær
minni almenning á söguna eins og hún raunverulega var
en ekki söguna eins og stjórnmálafólkinu hugnast í dag að
láta eins og hún hafi verið. Frásögnum um byltingar og
frelsun þjóða er breytt og kúvent og þá oftar en ekki sögu-
fólkið orðið að hinu góða umbreytandi afli sem kom að
málum. Þegar viðkomandi er inntur eftir afstöðu til stað-
reynda er svarað fullum hálsi með ýmsum útúrsnúningum
„þetta gerðist ekki“, „var ekki þar“, „sagði það
ekki“ og þar frameftir götunum. Stjórnmála-
fólk ítrekar svo hinn nýja veruleika sinn nógu
oft til að almenningur fari að efast um að hlut-
irnir hafi raunverulega verið eins og það varð
vitni að og um hefur verið fjallað. Fjölmiðla- og
stjórnmálafólk hristir hausinn og hugsar sitt
en ætlar ekki „niður á þetta plan“ á meðan
ímyndunarstjórnmálafólkið veður áfram.
Ímyndunarstjórnmálafólkið fordæmir svo
gjarnan skoðanaskipti, kallar þau skoðana-
kúgun, þöggunartilburði, einelti nú eða loft-
árásir.
Hreinskiptnar umræður milli stjórnmála-
fólks þar sem það skiptist á skoðunum, hlustar
hvað á annað, tekur við rökum og vegur og
metur eru hluti af því ferli sem nauðsynlegt er
í lýðræðisþjóðfélagi. Hin ógnvekjandi þróun
sem orðið hefur víða um hinn vestræna heim í formi
stjórnmálaleiðtoga sem endurskrifa söguna til að bæta
ímynd sína er það versta sem getur hent lýðræðisríki því
með slíkri blekkingu er almenningur afvegaleiddur. Al-
menningur verður að fá réttar upplýsingar og læra af sög-
unni en ekki þola uppspunnar frásagnir ímyndunarstjórn-
málafólksins. Það eru ímyndunarstjórnmálin sem við
þurfum að óttast. Ímyndunarstjórnmálafólkið sem semur
nýjar og nýjar sögur eftir því sem vindar blása og varðar
lítt um staðreyndir mála. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Ímyndunarstjórnmál
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
,,Það tekur tíma að gera að-
stöðu til að rífa togarann Orlik
niður. Vonandi verður hún tilbú-
in á næstu dögum en það verður
að vera stórstreymt svo hægt
sé að taka Orlik upp við skipa-
smíðastöðina í Njarðvík. Við
verðum að ná skipinu upp fljót-
lega því nú er stórstraums-
tímabil. Á eftir því kemur lág-
straumstímabil sem stendur í
u.þ.b. mánuð og þann tíma
verður ekki hægt að taka skipið
upp,“ segir Halldór Karl Her-
mannsson, hafnarstjóri í
Reykjaneshöfn. Hann segir Orlik
í sívöktun og að niðurrifið gæti
tekið þrjá til fimm mánuði. Hall-
dór segist ekki geta hugsað það
til enda ef svo illa færi að tog-
arinn sykki í höfninni eins og
leit út fyrir í fyrradag en Orlik
hefur legið þar í fimm ár.
Halldór segir flókið að sigla
skipum í niðurrif þar sem sam-
þykki þurfi hjá öllum löndum
sem siglt er framhjá á leiðinni.
Verða að ná
Orlik á þurrt
TÍMASPURSMÁL