Morgunblaðið - 24.07.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686
Nýr stór humar
Glæný stórlúða
Glæný smálúða
Stór humar
Túnfiskur
Klausturbleikja
Humarsúpa
Mál númer M-85/
2028: Ingimundur
Kjarval gegn Reykja-
víkurborg, er núna
fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur um hvort
eigi að skipa mats-
mann til þess að meta
hvort dagbókarbrot
Guðmundar Alfreðs-
sonar séu skrifuð 1968
eða seinna. Eiga að
vera skrifuð 1968 en komu fyrst fram
hjá Reykjavíkurborg 1982, Davíð
Oddsson þá borgarstjóri.
Dagbókarbrotin sem meint sam-
tímagögn sögð sönnun
þess að Jóhannes Kjarval
listmálari, afi minn, hefði
haustið 1968 gefið Reykja-
víkurborg munnlega og
leynilega, án skriflegra
gagna allt sitt örfáum vik-
um áður en hann var
sviptur sjálfræði og lok-
aður inni á geðdeild Borg-
arspítalans þar sem hann
lést svo nokkrum árum
seinna.
Haraldur Árnason, fv.
lögreglumaður og rit-
handarsérfræðingur, gerði nýlega at-
hugun á þessum dagbókarbrotum og
bréfaskriftum Guðmundar frá þessum
tíma og niðurstaða hans fer hér á eftir:
„Það er niðurstaða undirritaðs, að
afar sterkar vísbendingar séu til þess,
að framangreindar dagbókarfærslur
séu skrifaðar mun síðar en skjöl þau
sem tilgreind eru sem samanburðar-
gögn hér að framan.“
Réttarhaldið er svo um hvort
Héraðsdómur eigi að skipa annan
matsmann, sá matsmaður hefði þá
vonandi aðgang að fleiri gögnum og
hans mat þess vegna veigameira.
Reykjavíkurborg hefur sett sig upp
á móti þessu mati og ásakað mig um
að hafa falsað þau gögn sem ég hef.
Verður að ganga út frá því að Reykja-
víkurborg hafi gert rannsóknir á þess-
um gögnum, annað væri gróf van-
ræksla og ef borgarlögmaður telur
einu niðurstöðuna og úrræðið að bera
upp á mig að vera glæpamaður, þá
gangi dagbókarbrotin og gögnin ekki
saman.
Að annaðhvort sé ég falsari eða
dagbókarbrotin ekki rétt. Hlýtur að
skiljast sem Reykjavíkurborg sé hér
með að samþykkja að ef mín gögn eru
sönn og rétt þá séu dagbókarbrotin
ekki í lagi. Eða hvers vegna væri borg-
arlögmaður að koma með þessa ásök-
un og að setja sig upp á móti að þetta
sé rannsakað af öðrum matsmanni, ef
gögnin og dagbókin passa saman?
Borgin hlýtur að telja það hið besta
mál að fá það staðfest að dagbókar-
brotin voru skrifuð 1968.
Það sorglega er þó að dagbókar-
brotin og vitnisburður Guðmundar
áttu aldrei að skipta máli, dómsmorðin
bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og
Hæstarétti Íslands vegna þess. Dóm-
arnir báðir mest byggðir á þessum
dagbókarbrotum og vitnisburði Guð-
mundar, en Guðmundur Alfreðsson
var tengdur þessum meinta munnlega
leynilega gjafagerningi í bak og fyrir.
Í upphafi þegar málið fór fyrst í
gegnum réttakerfið vildi ég að dag-
bókarbrotin væru rannsökuð. En
vegna þess að móðir mín stóð þá fyrir
málinu, ég ekki beinn aðili og að lög-
maður sagði dagbókarbrotin ekki
skipta máli samkvæmt íslenskum lög-
um, Guðmundur tengdur málinu, að
það var ekki gert. Rétt lögfræðiálit, en
hér erum við í Héraðsdómi meira en
áratug seinna að takast á um þessi
dagbókarbrot og enginn þorir að segja
orðið dómsmorð.
Frá mér séð getur dómari ekki ann-
að en vísað þessu matsmáli frá á þeim
forsendum að það skipti ekki máli
hvort dagbókarbrotin eru fölsuð í
erfðamáli fjölskyldu minnar, áttu
aldrei að verða afgerandi sönnunar-
gagn. Að ef dómari geri eitthvað ann-
að, leyfi þessu matsmáli að halda
áfram eða vísi því frá á öðrum for-
sendum, sé hann aðeins að fram-
kvæma þriðja dómsmorðið og þar með
orðinn meðvirkur í eyðileggingu rétt-
arkerfis Íslands.
Auðvitað skiptir máli hvort dagbók-
arbrotin voru gerð 1968 eða 1982, en
lögreglumál að mínum dómi og á að
rannsakast á þeim grundvelli, ekki
rétt að ég eigi að standa undir þeim
kostnaði. Einnig að með ásökun
Reykjavíkurborgar að ég hafi falsað
mín gögn sé það borgarinnar að
sanna að dagbókarbrotin voru gerð
1968 og hennar að standa undir þeim
kostnaði, staðreynd að þau komu
fyrst fram 1982 hjá Reykjavíkurborg.
Eitt af því fyrsta sem ég gerði þeg-
ar ég byrjaði á þessu máli núna fyrir
mörgum árum, var að skrifa Hjörleifi
Kvaran þá borgarlögmanni. Sagði í
bréfinu, mest í bríaríi til þess að
reyna að vera sniðugur, að það eina
sem framtíðin myndi vita um okkur
báða væri að við vorum aðilar að
þessu máli. Á því að þau orð standi
enn. Ef eitthvað, sannari í dag en þá,
að þetta mál verði munað og mikil-
vægur hluti af réttarsögu Íslands.
Núna verður málið vonandi tekið
fyrir í Héraðsdómi í haust eða vetur
og þá munu allir löglærðir í réttarsal
lögmenn og dómari, vita og skilja að
gróf dómsmorð voru framin í erfða-
máli fjölskyldu minnar, að það skiptir
engu máli hvort þessi dagbókarbrot
voru fölsuð, áttu aldrei að teljast
sönnun um að afi minn hefði gefið allt
sitt leynilega og munnlega án vitn-
eskju barna sinna. Verður áhugavert
að sjá hvernig einstakir lögmenn og
dómari taka á því, en þeir eiga auðvit-
að allir sem einn að stórskammast sín
að taka þátt í þessum skrípaleik.
Hingað til hafa eftirfarandi lög-
menn verið beinir aðilar að erfðamáli
fjölskyldum minnar: Svala Thorla-
cius, Sigurður G. Guðjónsson, Krist-
inn Bjarnarsson, Rut Júlíusdóttir,
Hörður Felix Harðarson og Kristín
Benediktsdóttir.
Ekkert þessara lögmanna hefur
séð ástæðu til þess að tjá sig um þetta
mál opinberlega. Jú, einn í frétta-
þætti sem Elín Hirst og Kristinn
Hrafnsson stóðu fyrir sagði „að dóm-
arnir væru „sérstæðir“. Bæði Elín og
Kristinn voru svo rekin af RÚV
stuttu seinna og ég trúi því að ástæð-
an hafi verið þessi fréttaþáttur, að
þannig sé stjórnsýslan á Íslandi,
þöggunin stjórntæki og þeim refsað
sem ekki gegni.
Stundum syrgi ég að Jón Steinar
Gunnlaugsson var ekki lögmaður
minn, á því að hann standi með skjól-
stæðingum sínum og verji, ekkert
hræddur við að tjá sig opinberlega,
en hann hefur sagt hæstaréttardóm-
inn „rangan“ sem þýðir dómsmorð í
minni orðabók.
Eftir Ingimund
Sveinsson Kjarval » Vegna máls númer
M-85/2028 í Héraðs-
dómi Reykjavíkur, Ingi-
mundur Kjarval gegn
Reykjavíkurborg.
Ingimundur Kjarval
Höfundur er barnabarn Jóhannesar
Kjarvals.
Erfðamál Jóhannesar Kjarvals listmálara
Hér á eftir verður
rætt um aðferðafræði
frekar en talnalegar
upplýsingar.
Hönnun vatns-
orkukerfa
Rennsli vatnsfalla er
breytilegt í tíma og
jafnast út að hluta til við
að fara í gegnum miðl-
anir ofan vatnsaflsvirkj-
ana, á leið sinni til sjávar. Engu að síð-
ur er það breytilegt og fer það
aðallega eftir breytilegum aðstæðum í
veðurfari.
Íslenska vatnsorkukerfið er orku-
hannað, sem þýðir að magn orkugjaf-
ans (vatns) er ráðandi við skilgrein-
ingu á afkastagetu. Frekar en uppsett
afl í virkjunum, sem ræður því hversu
hratt má vinna orku úr tiltæku vatni á
hverjum tíma.
Ef staðið er eðlilega að hönnun
vatnsaflsvirkjana í vatnsorkukerfi og
tekið tillit til misgjöfulla vatnsára,
verður jafnan til nægilegt afl í virkj-
unum til að takast á við aflþörf kerf-
isins á hverjum tíma.
Til marks um þetta hafa kerfis-
hönnuðir haldið því fram að samrekst-
ur vindorkustöðva og vatnsorkukerfa
sé heppilegur vegna þess að í vatns-
orkukerfum er jafnan til
staðar umframafl sem
gæti stutt við eða bakkað
upp framleiðslu á vind-
orku og fyllt upp í fram-
leiðslulægðir í logni.
Þetta þýðir að afl-
skortur í vatnsorku-
kerfum skapast alla
jafna ekki af aflskorti í
virkjunum en frekar af
takmörkunum í flutn-
ings- og dreifikerfinu á
leið raforku frá virkj-
unum til neytenda.
Skýrsla Landsnets/Eflu
Um daginn kom út skýrsla á veg-
um Landsnets: Afl- og orkujöfnuður
2019-2023. Skýrslan var unnin af
verkfræðistofunni Eflu.
Í skýrslunni eru ýmsar forsendur
og útreikningar, sem vonlaust er að
takast á við á þessum vettvangi. Ýjað
er að því að til að leysa aflskort í kerf-
inu þurfi að hraða uppbyggingu
nýrra virkjana og hefur það síðan
óspart verið básúnað í fjölmiðlum.
Í skýrslunni segir: „Líkur á afl-
skorti eru samspil aflþarfar raforku-
notenda, uppsetts afls í virkjunum og
bilunar vinnslueiningar eða annars
búnaðar í aflstöð.“
Skýrslan leiðir síðan rök að því að
þá þurfi nýtt afl í virkjunum að vera
komið inn 2023 og 2020 ef miðað er
við tíu ára vetrardag: „Tíu ára vetrar-
dagur er kaldur vetrardagur sem er
líklegur til að eiga sér stað einu sinni
á tíu ára fresti. Á tíu ára vetrardegi er
reiknað með að aflþörf almennings sé
10% meiri en þegar um er að ræða
meðalár í hitastigi.“
Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé
þessa skilgreiningu og spurningin er
sú af hverju er verið að setja hana
fram akkúrat núna? Kannski helgar
tilgangurinn meðalið?
Í skýrslunni er rætt um orkujöfnuð
2019-2023: „horft hefur verið á raf-
orkuvinnslu virkjana síðustu áratug-
ina og útbúnar tvær tölur um vinnslu-
getu. Önnur á að gefa orkugetuna
sem segir til um nokkuð örugga
vinnslu eða sem samsvarar vinnslu í
slöku vatnsári. Hins vegar var tekin
hámarks árleg vinnsla hverrar virkj-
unar síðustu áratugi og þær tölur
lagðar saman og þannig fundin há-
marksvinnslugeta þeirra.“
Þetta hef ég aldrei séð áður, en hef
þó séð margt. Reyndar er núverandi
skilgreining á orkugetu sá markaður
sem kerfið á að geta annað við
ákveðnar aðstæður, en höfundar
skýrslunnar einbeita sér að sögulegri
framleiðslu virkjana og leggja saman.
Ekki er gerður greinarmunur á að-
stæðum í raforkukerfinu á hverjum
tíma t.d. vatnsári og markaðsaðstæð-
um. Ég skil reyndar ekki alveg af
hverju verið er að stilla málinu upp á
þennan hátt þ.e. öðruvísi en áður hef-
ur verið gert og í ofanálag með tvenns
konar skilgreiningu. En hver veit?
Ég held því fram að fjölga ætti
vatnsaflsvirkjunum einungis í sam-
ræmi við aukna orkuþörf markaðarins
á hverjum tíma og leysist aflþörf kerf-
isins þar með um leið. Það er grund-
völlurinn.
Í skýrslunni kafla 2.3 er rætt um
„flöskuhálsa og tengingar á milli
svæða“, meira til útskýringa á raf-
orkuflæði en sem grundvöll ákvarðana
í uppbyggingu kerfisins. Ég ætla að
sneiða hjá því að ræða nánar um hjalið
í þeim samantíningi.
Í skýrslunni er hvergi minnst á bil-
analíkindi í flutningskerfinu, en þó er
það eitt af aðalverksviðum Landsnets.
Núverandi raforkukerfi
Samkvæmt þeim gögnum sem ég
hef notað, þá telst orkugeta raforku-
kerfis Íslands vera 20.410 GWh/ári.
Eins og kom fram hér að framan er
orkugeta skilgreind sem sá markaður
sem kerfið getur annað með ákveðn-
um forsendum um kostnað við raf-
orkuframleiðsluna.
Orkugeta einstakra vatnsára gefur
lítið eitt hærri niðurstöðu því áhrif
vatnsleysistímabila, sem geta staðið í
nokkur ár, minnka. Orkugeta er
breytileg og fer aðallega eftir vatns-
árum. Meðaltal orkugetu kerfisins er
20.600 GWh/ári og með 90% vikmörk-
um á bilinu 20.020 til 21.370 GWh/ári.
Samsvarandi öryggisbil er því 1.350
GWh/ári sem er 6,6% af meðaltali.
Að lokum
Skýrsla Landsnets og Eflu er
dæmigerð samantekt sem unnin hef-
ur verið í reykfylltum bakherbergj-
um og erfitt er að gagnrýna vegna
þess að þar úir og grúir af tilbúnum
forsendum sem greinast varla í reykj-
arsvælunni. Til að sporna við þessu
þyrfti að færa í auknum mæli ákvarð-
anir um nýfjárfestingar í raforku-
kerfinu yfir til samkeppni á markaði
eins og gerst hefur um allan heim á
síðustu áratugum og með afar góðum
árangri. Mikilvægur áfangi á þeirri
leið er að taka upp 3. orkupakkann og
ættu þá skýrslur, eins og sú sem hér
hefur verið til umræðu, brátt að verða
liðin tíð.
Um skýrslu Landsnets: Afl- og orkujöfnuður 2019-2023
Eftir Skúla
Jóhannsson
Skúli Jóhannsson
» Í skýrslunni er
hvergi minnst á
orku- og aflskerðingu
vegna bilana í flutnings-
kerfinu, en þó er það
eitt af aðalverksviðum
Landsnets.
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is