Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
✝ Hanna SigríðurHofsdal Karls-
dóttir fæddist 10.
apríl 1931 á Brunn-
stíg 3, Hafnarfirði.
Hún lést á Landspít-
alanum 11. júlí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sólveig
Bergþóra Þor-
steinsdóttir, hús-
freyja á Húsavík, f.
31. júlí 1915, d. 15. maí 1998, og
Karl Guðmundsson, útgerðar-
maður frá Ólafsvík, f. 7. október
1909, d. 8. október 1986.
Systir Hönnu, samfeðra, er
Dóra Scheving Petersen, f. 1936.
Systkini Hönnu sammæðra eru:
Sædís Birna, f. 1938, látin; Einar
Georg, f. 1941; Þórdís Steinunn,
f. 1943; Þorsteinn, f. 1944, látinn;
Jóhannes Geir, f. 1947; Baldur, f.
1948; Þórhallur Valdimar, f.
1953, látinn.
Hanna flutti með móður sinni
1) Sveinn, f. 1957, skrifstofustjóri
hjá Eir, hjúkrunarheimili. 2) Sól-
veig, f. 1959, flugfreyja hjá Ice-
landair. 3) Einar Magnús, f. 1966,
sérfræðingur á Samgöngustofu
og kvikmyndagerðarmaður. Fyr-
ir átti Hanna Ágúst Kvaran Ax-
elsson, f. 1952. Hann er doktor í
eðlis- og efnafræði og prófessor
við Háskóla Íslands. Sambýlis-
kona Ágústs er Ólöf Þorsteins-
dóttir, f. 1959. Hanna og Magnús
eiga fimm barnabörn og fimm
barnabarnabörn, þau hafa misst
eitt barnabarn.
Árið 1978 hóf Hanna verslun-
arrekstur með hálfsystur sinni,
Dóru Petersen, í leiguhúsnæði á
Hlemmi, með snyrti- og hreinlæt-
isvörur í versluninni Söru, sem
þær stofnuðu. Síðar færðist
verslunarrekstur Hönnu í
Bankastræti 8 þar sem hún rak
snyrtivöruverslun í eigin hús-
næði til október 2004.
Hanna var sjálfmenntuð í
saumaskap. Árið 1958 hóf hún að
sauma herravesti, sem herra-
fataverslun P&Ó í Pósthússtræti
tók í sölu, en hún var þá ein að-
alherrafataverslun borgarinnar.
Útför Hönnu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 24. júlí 2019,
klukkan 13.
og sambýlismanni
hennar, Einari M.
Jóhannessyni, síðar
eiginmanni, til
Húsavíkur 1935.
Hann gekk Hönnu í
föðurstað. Auk
heimilisstarfa hjá
móður sinni vann
hún á sumrin, þegar
hún hafði aldur til,
m.a. við síldar-
söltun.
Hanna hóf nám í tannsmíði á
Akureyri 1950 og lauk námi í
greininni 1953. Hún vann við
tannsmíðar á Akureyri þar til
hún flutti til Selfoss 1955. Þar
vann hún við tannsmíðar til 1956
er hún hóf sambúð með Magnúsi
L. Sveinssyni á Selfossi og gengu
þau í hjónaband 14. apríl 1957 og
fluttu til Reykjavíkur í apríl
1958. Þau byggðu sér einbýlishús
í Breiðholtinu 1968 og hafa búið
þar síðan.
Börn Hönnu og Magnúsar eru:
Í minningu um mömmu ætla
ég ekki að staldra við það þegar
ég tíu ára gamall olli henni von-
brigðum með ósannindum mín-
um um að ég hefði ekkert komið
við sögu þegar kveikt var í sinu í
móanum rétt við íbúðabyggðina í
Breiðholti. Ég ætla ekki að
dvelja við vonbrigði hennar þeg-
ar ég, það sama ár, kom inn úr
bílskúrnum í rifnum og blóðug-
um jakkafötunum sem hún hafði
nýlega saumað á mig fyrir út-
skrift bróður míns. Ég ætla ekki
að dvelja við það þegar mamma
horfði áhyggjufull og alvarleg í
augu mér vegna þess að ég hafði
verið rekinn tímabundið heim úr
skóla fyrir að læsa handavinnu-
kennarann inni í hannyrða-
geymslunni.
Ég kýs frekar að dvelja við
það sem gnægð er af en það eru
minningarnar um mildi hennar
og hlýjan faðm sem bæði gaf
staðfestingu á fyrirgefningu
synda minna og veitti mér ásamt
orðum hennar, festu og ástríki
skilning á muninum á réttu og
röngu. Ég dvel við minninguna
um þegar hún nuddaði hita í
kaldar hendur og kalda fætur,
vafði sæng utan um og huggaði
óttasleginn og ímyndunargjarn-
an huga. Og samtölin sem við átt-
um sem oft voru ótrúlega opin-
ská og traust. Ég ætla að dvelja
við þakklætið fyrir að hún hvatti
mig til að sjá í hverjum manni
ágæti hans þrátt fyrir oft sáran
breyskleika viðkomandi. Í henn-
ar huga átti vamm hvers manns
sér skýringu sem hafa skyldi í
huga þegar dómur væri kveðinn
upp yfir honum. Og öll hlýju,
hvetjandi og fallegu orðin hennar
sem ég fékk að heyra allt fram á
hennar síðustu daga.
Ég geymi með mér mikið
þakklæti til mömmu og pabba
fyrir það að aldrei var sagt, „Nei
þú getur ekki.“ Ég var aldrei lát-
inn verða vitni að, oft miklum
áhyggjum þeirra, um að djarfleg-
ar fyrirætlanir mínar og uppá-
tæki færu ekki vel saman við þá
staðreynd að ég var með sykur-
sýki frá tveggja ára aldri. Þess í
stað var fundin leið til að ég gæti
tekist á við áskorunina og notið
líkt og jafnaldrar mínir höfðu
kost á. Fyrir þetta lögðu þau oft
mikið á sig.
Fyrir allt þetta er ég þakklát-
ur og orna mér við minningarnar
um góða, milda og fallega
mömmu sem ég kveð nú á þess-
um degi en mun alltaf sakna og
geyma í huga mér á fallegum
stað.
Einar Magnús Magnússon.
Mér fundust þeir táknrænir
þessir björtu hlýju sólardagar
sem fylgdu Hönnu seinustu líf-
daga hennar. Fannst þeir tóna
vel við lífshlaup elskulegrar mág-
konu minnar, Hönnu Hofsdal.
Það er notalegt að vita af sólinni
senda sína líknandi hlýju geisla
yfir á lífríki okkar mannanna.
Það er líka notalegt að eiga
tryggan sólargeisla innandyra.
Það átti minn góði bróðir Magn-
ús svo sannarlega. Sá sólargeisli
var hans stoð og stytta gegnum
lífið. Þar bar aldrei skugga á.
Mér yrði orða vant ef ég ætti að
lýsa öllum mannkostum Hönnu.
Kannski sérkennilegt. Ég finn
hvergi snöggan blett á hennar
langa lífshlaupi, svo sterk og heil-
steypt sem hún var. Hlýtur það
að vera svolítið sérstakt. Oft kom
ég á þeirra fallega heimili í Geita-
stekk 6, bæði boðinn og óboðinn.
Alltaf jafngóðar og hlýjar mót-
tökur. Hanna undantekningar-
laust eins og sólargeisli með bros
á brá, öðruvísi mætti hún ekki til
dyranna. Inni á þeirra heimili hef
ég átt margar eftirminnilegar og
góðar stundir sem ég kann að
meta og þakka. Hanna var mjög
sérstök kona, fljótvirk ham-
hleypa til verka, en þó um leið
vandvirk, hreinleg svo af bar.
Enda bar heimili hennar því gott
vitni. Vel klædd og glæsileg í allri
framgöngu. Ég ímynda mér að
Magnús hafi oft verið stoltur af
sínum glæsilega förunaut er þau
mættu prúðbúin bæði tvö á ráð-
stefnur og mörg önnur opinber
trúnaðarstörf sem Magnúsi var
trúað fyrir að sinna, sem hann
leysti af samviskusemi, heiðar-
leika og alúð. Aldrei sá ég Hönnu
reiða, alltaf eins og fram hefur
komið með bros á vör, það yljaði
hjartarótum. Ég tel Hönnu hafa
verið mikla gæfumanneskju í líf-
inu. Afkomendur hennar, börnin
fjögur, öll afburðafólk á öllum
sviðum. Þáttur í þeirri gæfu gott
uppeldi. Það er þáttur sem oft
geymist í umræðunni. Mikil gest-
risni var þeim hjónum í blóð bor-
in. Naut ég þess í ríkum mæli.
Þar var ekki klipið við nögl. Góð-
ur matur, kaffi og kökur. Hanna
gleymdi ekki að ýta góðgætinu
að manni. Af sinni alkunnu ár-
vekni var hún á heimavelli og
naut sín. Endalaus elskulegheit
og velvilji, vildi gera öllum gott.
Með mikilli virðingu og þakklæti
og góðum minningum kveð ég af-
burðagóða manneskju, mágkonu
mína Hönnu Hofsdal sem verður
sárt saknað. Megi hið eilífa góða
afl heimsins styrkja og blessa
alla þá sem syrgja hana. Magnúsi
eiginmanni hennar, afkomendum
og fjölskyldum þeirra sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur, sem og öllum ættingjum og
vinum. Minningin lifir, Guð blessi
ykkur öll.
Hafsteinn Sveinsson.
Hún var tengdamóðir mín í
rúmlega 20 ár hún Hanna. Ég
kynntist henni, Magga og börn-
um þeirra lítillega eftir að ég og
Ágúst sonur hennar byrjuðum
saman. Fljótlega fluttum við til
Skotlands og komu þau hjónin og
Einar Magnús til okkar þegar
fyrsta barnabarn hennar fædd-
ist. Þar kynntist ég þeim vel. Eft-
ir þessa dvöl urðum við góðar
vinkonur. Ég gleymi því aldrei er
þau komu og ferðataska Hönnu
var full af heimasaumuðum föt-
um á dóttur okkar. Falleg litrík
föt – buxur, kjólar, blússur og
náttföt. Hún var þvílík snilldar
saumakona og listrænir hæfileik-
ar Hönnu leyndu sér ekki. Hún
saumaði m.a. vesti fyrir eina
flottustu herrafataverslun bæj-
arins til margra ára „Herrafata-
verslun P & Ó“ sem var starf-
rækt í Pósthússtrætinu og hafa
margir herrar klæðst vesti frá
Hönnu. Ég vildi óska að ég ætti
eitthvað af þessum fallegu barna-
fötum sem hún saumaði.
Er við fluttum aftur heim til
Íslands komum við stundum í
heimsókn til hennar og Magga í
Geitastekkinn en þá voru hún og
Dóra systir hennar nýbyrjaðar í
verslunarrekstri. Ég vann í mið-
bænum á þessum árum og kom
oft við í búðinni og við ræddum
ýmis mál. Oft var ég leyst út með
einhverju úr búðinni: „Þú getur
örugglega notað þetta“ fylgdi
ávallt gjöfinni.
Mataruppskriftir á ég frá
Hönnu og fæ vatn í munninn er
ég hugsa t.d. um lúðu/hrísgrjóna-
réttinn og daim-ístertuna sem
enginn gerði betri. Smákökurnar
hennar – það dugði ekki minna
en 8-10 sortir fyrir jólin jafnvel
eftir að hún hóf eigin rekstur var
ekki slakað á jólabakstrinum
þrátt fyrir annríki í búðinni.
Fljótlega mun ég útbúa ein-
hverja af hennar uppskriftum og
minnast hennar um leið.
Þrátt fyrir að leiðir skildi hjá
okkur Ágústi var alltaf kært með
okkur Hönnu. Við hittumst ekki
oft sl. ár nema í afmælisveislum
hjá barnabörnum hennar.
Það er á stundum sem þessum
þegar einhver kær kveður að
maður áttar sig á hversu mik-
ilvægt er að rækta vini og vanda-
menn. Í amstri dagsins viljum við
oft fresta hlutum og kennum um
tímaleysi. En þrátt fyrir að ég
hafi hitt Hönnu mína sjaldnar en
ég hefði óskað, var alltaf einstak-
lega hlýtt á milli okkar og fylgd-
ist hún vel með dætrum mínum í
gegnum árin.
Hanna var ein fyrstu árin með
son sinn Ágúst sem fæddist 1952
en síðar fór hann til föðurömmu
og -afa á Akureyri og varð eftir
hjá þeim. Er hún kynnist Magn-
úsi L árið 1955 og þau vildu fá
drenginn til sín kom óeðlilegur
þrýstingur frá föðurfólki Ágústar
um að drengurinn ætti að vera
hjá ömmu og afa á Akureyri. Það
er alveg ljóst að það hafði mjög
mikil áhrif á líf hennar og Ágúst-
ar að láta hann frá sér nokkurra
ára gamlan. Við ræddum þetta
oft. Hún sagði mér að hún hefði
ekki verið nægilega sterk á þess-
um árum til að standa á móti
þeim í baráttu um barnið og lét
því drenginn til þeirra.
Fyrir mér var Hanna ákveðin
kona og föst á sínu. Það er oftast
þannig að erfiðleikar styrkja
mann og það hefur það gert hjá
henni.
Hanna var jákvæð og kær-
leiksrík. Hún var sterk kona með
innri frið.
Edda.
Öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum hef-
ur sinn tíma. Nú er lífdögum
Hönnu systur minnar lokið. Við
sem fáum frest stöndum eftir í
varpa með söknuð í hjarta.
Það er fallegt í Hafnarfirði,
hraungjóturnar, gróðurinn og
ilmurinn. Hanna fæddist við
Brunnstíginn 10. apríl 1931. Þá
var móðir okkar trúlofuð Karli
Guðmundssyni sjómanni. Upp úr
því sambandi slitnaði en það lét
eftir sig litla stúlku sem var fal-
leg frá fyrsta degi.
Nokkrum árum síðar tók
mamma saman við Einar M. Jó-
hannesson leigubílstjóra í
Reykjavík. Hann var ættaður frá
Húsavík og árið 1935 fluttust þau
ásamt Hönnu norður. Þá var
mikill uppgangur á Húsavík við
bryggjugerð og stétt fyrir neðan
bakka. Á Húsavík gekk pabbi
Hönnu systur minni í föðurstað.
Sennilega hefur verið erfitt að
finna leiguhúsnæði. Fyrstu árin
áttum við heima í gamla bakarí-
inu svokallaða. Þar fæddist ég og
þar fæddist Þórdís systir mín.
Hvernig skyldi það hafa verið
fyrir Hönnu, tólf ára gamla, að
vera heimilishjálp? Mamma ól
barn annað hvert ár og þarfn-
aðist mikillar aðstoðar við
bleyjuþvott og pössun.
Elsta barn þeirra Einars og
Sólveigar var Sædís Birna, fædd
17. sept. 1938. Skömmu fyrir jól
1940 þegar Sólveig var í heim-
sókn í Hafnarfirði með dætur
sínar veiktist Sædís skyndilega
og lést í faðmi móður sinnar.
Þetta varð bæði Sólveigu og
Hönnu þung reynsla
Þegar hér var komið sögu
vildi pabbi fara að byggja eigið
hús. Meðan á framkvæmdum
stóð bjó fjölskyldan í hlöðu uppi í
brekku þar sem áður hafði staðið
Syðri-Hlíð. Árið 1945 var nýja
húsið, Ytri-Hlíð, nokkurn veginn
íbúðarhæft. Þá var flutt þangað
inn.
Pabbi og Marinó bakari áttu
saman Litlu búðina framan við
Garðarshólma. Þar var Hanna
eins konar verslunarstjóri. Dag-
urinn hófst gjarnan á því að
Hanna leiddi mig niður reitinn.
Áður en búðin var opnuð þurfti
að ná í Gullí sem var besta vin-
kona Hönnu og hét reyndar
Gunnlaug Maídís Reynis. Þarna
fékk ég gotterí eins og ég gat í
mig troðið.
Það sýndi sig strax á ung-
lingsárum Hönnu að hún var
mjög lagtæk. Hún hannaði, sneið
og saumaði flíkur á systkini sín
og var einstaklega smekkvís.
Hún hefði getað náð langt sem
hönnuður.
Hanna lærði tannsmíðar á Ak-
ureyri. Aldrei lét hún bregðast
að senda okkur heimalningunum
dýrindis jólagjafir þótt varla hafi
tekjurnar verið miklar. Mér er
einkum í minni eldavél sem Dísa
systir fékk sem var svo fullkomin
að það var hagt að setja kerti í
eldhólf og sjóða pylsur. Ég fékk
lítinn vörubíl á tvöföldu að aftan.
Það var enginn skilinn út undan.
Að loknu tannsmíðanáminu
fór Hanna til Selfoss. Þar krækti
hún í Magnús sinn, góðan mann
og vandaðan. Síðan er mikið vatn
runnið til sjávar.
Ég votta afkomendum og eig-
inmanni djúpa samúð.
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Einar Georg Einarsson.
Hanna Sigríður
Hofsdal Karlsdóttir
Hinn 18. júlí
kvöddum við yndis-
lega systur, Maríu
Sigurborgu Jonný
Rósinkarsdóttur, hinstu kveðju.
Ekki eru fleiri dagar til að gera
það sem ég ætlaði að gera, að
heimsækja þig elsku Mæja mín.
Ég fæ aldrei þakkað þér fyrir öll
kærleiksverkin þín gagnvart mér
María Sigurborg
Jonný
Rósinkarsdóttir
✝ María Sig-urborg Jonný
Rósinkarsdóttir
fæddist 25. sept-
ember 1928. Hún
lést 1. júlí 2019.
Útförin fór fram
18. júlí 2019.
og mínum. Minn-
ingasjóðurinn er
hins vegar stór og
þangað leita ég
huggunar.
Hve hugljúfar eru
minningarnar um
þig og Óla, í samveru
á sumardögum. Hve
yndislegt það er að
vita að núna gangið
þið hönd í hönd og
ekkert mun framar
aðskilja ykkur. Hve þakklát ég er
fyrir þá fullvissu.
Elsku Mæja mín, ég veit að
herskarar tóku á móti þér, er þú
laukst veru þinni hér á jörðu.
Hve þakklát ég er og verð fyrir
fordæmi þitt og óendanlega þjón-
ustu við okkur öll.
Þú varst ljós okkur hinum í
Kirkju Jesú Krists hinna síðari
daga heilögu.
María var fyrsta íslenska konan
sem kölluð var til forsætis í líkn-
arfélagi Kirkju Jesú Krist á upp-
hafstíma kirkjunnar hér fyrir 40
árum. Hún vann af fórnfýsi og
kærleika sem enn þann dag í dag
vekur aðdáun og þakklæti. Hafðu
þökk fyrir að vera tilbúin að leggja
á þig svo óendanlega mikla vinnu
og tíma sem gefinn var af kær-
leika og ást.
Engin orð fá lýst því mikla
verki sem unnið var á upphafsár-
um Reykjavíkurgreinar Kirkju
Jesú Krists HSDH. Allt varð að
koma heiman frá með þeim sem
þjónuðu. Það var ekkert til til að
nota eða vinna með í upphafi.
Fórnfýsi, kærleikur og þjón-
usta voru aðalsmerki Maríu í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Ég
veit að þessi orð eru fátækleg og
ég hugga mig við það að sá sem
allt sér og veit og skilur skráir
verk þín í lífsins bók, þar sem
engu er gleymt.
Elsku Mæja mín, ég þakka þér
og kveð þig með söknuði og eft-
irsjá um leið og ég votta börnun-
um þínum og öllum afkomendum
samúð. Ég veit að þú lifir og vakir
yfir þeim handan hulunnar og enn
munu þau njóta verndar þinnar og
Óla um alla framtíð.
Í þessari vísu eftir Guðrúnu Jó-
hannsdóttur eru orð sem hljóma í
mínum huga sem lýsing á lífi elsku
Mæju.
Þú hefur verið göful, góð,
grætt þá sjúku af meinum,
Það er gott að safna í sjóð
sæmdarverkum einum.
Því er björt og blómum stráð
brautin minninganna
og nafn þitt hreinum heiðri skráð
í hjörtum þúsundanna.
(Guðrún Jóh.)
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þínir eilífðarvinir,
Valgerður og Guðmundur
(Valla og Gummi).
Okkar ástkæra og yndislega
ÞÓRGUNNUR EYFJÖRÐ
PÉTURSDÓTTIR,
Meðalholti 2, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild LSH Fossvogi 12. júlí.
Útför hennar fer fram frá Grenivíkurkirkju
laugardaginn 27. júlí klukkan 11. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á framtíðarreikning sonar hennar, Péturs Eyfjörðs,
1187-18-560090.
Pétur Eyfjörð Friðriksson
Ása Guðrún Johansen
Pétur Eyfjörð Þórgunnarson
Friðrik Freyr Flosason
Arnþór Pétursson
Jóhann Axel Pétursson
Jennie Byrd
Anthony Pierce
fjölskylda og vinir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA VEIGA BENEDIKTSDÓTTIR,
Kvíarholti í Holtum,
lést miðvikudaginn 17. júlí.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju
laugardaginn 27. júlí klukkan 11. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti
Hjúkrunarheimilið Lund á Hellu njóta þess.
Ingibjörg Sigurðardóttir Ágúst Geirsson
Þórður Karlsson Brynhildur Magnúsdóttir
Margrét Karlsdóttir Gunnar Gunnarsson
Fjóla Karlsdóttir Sigurður Steingrímsson
Þorsteinn Karlsson Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir
Berglind Karlsdóttir Arnar Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn