Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 19
alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þeg- ar ég minnist þín mun ég hugsa um allar skemmtilegu sögurnar og uppátækin þín. Blessuð sé minning þín. Þinn sonur, Tryggvi Þorsteinsson. Til elsku móður minnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín. Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Elsku amma okkar, eða „amma gull“ eins og við kusum að kalla þig þar sem þú varst alltaf skreytt miklu gulli. Við erum svo óendanlega þakklát fyrir allar gleðistundirn- ar sem við áttum með þér, það var alltaf stutt í grínið og þú gast heldur betur komið okkur í hlát- urskast með þínum einstöku og skemmtilegu lýsingum. Það gátu ekki allir borið það að klæðast pels úr heilum birni, en amma gull gerði það eins og sann- kölluð drottning. Það gleymist seint þegar þú mættir í boð í pels- inum og við öll fjögur barnabörn- in þurftum að hjálpast að við að hengja blessað „dýrið“ upp því hann var svo þungur. Næturgistingarnar í Fanna- foldinni verða ofarlega í minn- ingabankanum þar sem þú bjóst til þínar eigin sögur fyrir svefn- inn, útilegurnar í campernum og harmonikkuböllin sem við feng- um að koma með ykkur á og dansa. Það má ekki gleyma Bláa lóns-ferðinni þar sem þú fórst heldur betur á kostum og endaðir daginn á þessum orðum: „Guð blessi ykkur og Bláa lónið.“ Þú hvattir okkur áfram, þú vildir okkur allt það besta í lífinu og það er sama hvaða hindranir urðu á okkar vegi, þú varst alltaf til staðar og hafðir fulla trú á okk- ur. Langömmubörnin þín voru svo heppin með þig, og þau fengu ald- eilis að finna hvað þú elskaðir þau mikið … ó elsku amma, bara ef þau hefðu fengið að kynnast þér örlítið lengur. Elsku amma, söknuðurinn er mikill en minning þín mun aldrei hverfa úr hjörtum okkar. Við elskum þig amma. Þín barnabörn, Hrafnkell, Anna Stína, Þóra Steina og Kristín. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 ✝ SigurlaugGröndal, eða Silla eins og hún var oftast kölluð, fæddist í Reykja- vík 27. febrúar 1945. Hún lést eft- ir skamma en harða sjúkdóms- legu á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Jór- unn Ásta Steingrímsdóttir, f. 20.2. 1920, d. 23.6. 1998, og Gunnlaugur Þorvaldur Grön- dal, f. 25.9. 1915, d. 3.8. 1982. Silla ólst upp í Nökkvavogi 19 ásamt bræðrum sínum þeim Steingrími Gröndal viðskipta- fræðingi, f. 9.10. 1946, Bene- dikt Gröndal flugumferðar- stjóra, f. 13.3. 1953, og Ólafi Gröndal rafiðnfræðingi, f. 19.9. 1958. Eftirlifandi eiginmaður Sillu er Hörður Arason, f. 8.10. 1932, foreldrar hans voru Guð- rún Jónsdóttir, f. 1.5. 1905, d. 13.9. 2000, og Ari Markússon, verkstjóri, f. 31.5. 1900, d. 18.3. 1972, frá Vestmannaeyjum. Silla ólst upp í Vogahverfi, gekk í Langholtsskóla og síðar Vogaskóla. Að grunnnámi loknu starfaði Silla á Hótel in en fluttu 1964 til Grindavík- ur, en einnig hafa þau síðustu 25 árin dvalist mikið í sum- arhúsi sínu í Grímsnesi. Börn Sillu og Harðar eru þau Ásta G. Harðardóttir Gröndal hagfræðingur, f. 10.7. 1962, og Gunnar Ari Harð- arson, sem lengst af hefur rek- ið útgerð, f. 4.2. 1965. Fyrir átti Hörður tvo börn, þau Jó- hönnu Sigurbjörgu, sem er sjálfstæður atvinnurekandi, f. 30.11. 1953, og Skúla Eyfeld, rafvirkjameistara, f. 29.10. 1955. Dóttir Ástu er Tinna Ösp Ragnarsdóttir fatahönnuður, f. 18.4. 1979. Maður hennar er Kjartan M. Berndsen Sigur- geirsson f. 29.12. 1977, börn þeirra eru Viktor Blær, f. 14.6. 2005, Óliver Hrafn, f. 17.11. 2009, og Adrian Norr, f. 8.9. 2016. Eiginkona Gunnars Ara er Hulda Kristín Smáradóttir, f. 3.5. 1968. Börn hans eru Hörður Ari kerfisráðgjafi, f. 24.4. 1987, Þorgerður Anna blaðakona, f. 23.9. 1994, Þórey Ragna nemi, f. 6.11. 2002, og Rakel Rán nemi, f. 28.7. 2003. Auk þess á Gunnar þrjár stjúp- dætur, þær Elínu Björk, f. 13.8. 1985, Brynju Ýri, f. 15.12. 1989, og Valdísi Fjólu, f. 16.9. 1991. Útför Sigurlaugar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. júlí 2019, og hefst hún kl. 13. Valhöll, en þaðan lá leiðin í Iðnskól- ann og í kjölfarið á samning hjá Carita kjóla- og kápu- saum á Grettisgöt- unni. Silla og Hörður hófu búskap sinn í Hafnarfirði en fluttu til Grinda- víkur þegar tæki- færi gafst á verk- stæðiskaupum þar sem Hörður stofnaði alhliða bifreiðaþjón- ustu. Síðar tóku þau við um- boði Olíufélagsins Esso í Grindavík sem þjónustaði stór- an hluta fiskiflotans í Grinda- vík, og Sigurlaug sá alla tíð um bókhald fyrirtækisins. Auk þess rak hún lengi vefnaðar- vöruverslunina Rún, í félagi við Agnesi Jónsdóttur. Þrátt fyrir síðari áform um að draga sig í hlé frá vinnumarkaðinum átti Silla erfitt með að stimpla út og hóf þá að sækja vinnu til Reykjavíkur, og starfaði í fleiri ár í bútasaumsdeild vefnaðar- vöruverslunarinnar Virku. Og síðasti vinnustaður Sillu var Pfaff þar sem hún starfaði við sölu og kennslu á saumavélar. Silla og Hörður gengu í hjónaband 21.12. 1962 og bjuggu í Hafnarfirði fyrstu ár- Elsku mamma, en hvað lífið getur verið hverfult. Aldrei grunaði mig að við ætt- um eftir svona stuttan tíma saman eftir að þú veiktist. Ég minnist þess frá blautu barnsbeini hvað þú varst alltaf mikið að sauma, bæði fatnað á okkur krakkana og svo seinna meir bútasaumurinn og svo ýmsar aðrar hannyrðir sem þú hafðir yndi af. Það voru margar ánægjustund- irnar sem við áttum saman og ber að nefna allar útilegurnar sem við fórum í saman og svo jólin og allar aðrar gleðistundirnar okkar. Þú varst alltaf dugleg að hjálpa til með barnabörnin enda þótti þeim afskaplega vænt um þig. Ég hugsa til þín með hlýju og söknuði og mun ég ávallt varð- veita minningu þína í hjarta mínu. Hvíl í friði elsku mamma. Þinn sonur, Gunnar. Elsku mamma, okkur skilur að um tíma dauðans hönd. Þó að hvíld sé þreyttum blessun, og þægur byr að ljóssins strönd. Þó er jafnan þungt að skilja. Þokast nær mörg fögur mynd, þegar hugur krýpur klökkur, kær við minninganna lind. Sérhvert barn á mætri móður margt að þakka, er samvist dvín. Yfir brautir æskubreka okkur leiddi höndin þín. Því við bindum þöglum huga, þýtt, með hlýrri vinamund þakkarkrans, sem tregatárin tállaus vökva á kveðjustund. Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiks yl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. Vinakveðja okkar allra er hér borin fram í dag, kærleikshlý við hvílu þína, er klukkur leika sorgarlag. Fögur samstarfsmanna minning mestur dýrðarsjóður er. Blítt á leiði blómum vaggar blærinn, sem um dalinn fer. (Höf. ók.) Elsku mamma, ég vildi óska að við hefðum fengið meiri tíma sam- an en þín er sárt saknað. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Þín dóttir, Ásta. Elsku Silla, ekki óraði mig fyrir því þegar þú veiktist að við ættum eftir svona stuttan tíma með þér. Lífið er stundum svo ósanngjarnt. En minningarnar streyma fram um allt sem við gerðum sam- an. Útilegurnar okkar þegar við eltum sólina og fórum þvers og kruss um landið, samverustund- irnar okkar á jólunum sem ég er svo ánægð með að Rakel hafi fengið að njóta og eins ferðirnar okkar saman til Boston. Þú varst mikil hannyrðakona og ef þú varst ekki að sauma þá var eitthvað spennandi á prjónun- um hjá þér og það verður ekki af þér tekið að fallegra handverk er erfitt að finna. Bútasaumurinn var þín ástríða en ég deildi nú ekki því áhugamáli með þér en þér tókst samt að lokka mig til að gera nokkur stykki undir styrkri leið- sögn þinni sem ég ætla að varð- veita ásamt öllu því fallega hand- verki sem þú gafst okkur í gegnum árin. En nú er komið að kveðjustund og við treystum því að nú sértu komin á betri stað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Hvíl í friði elsku Silla. Þín tengdadóttir, Hulda. Hver hefði trúað því að í lok maí væri síðasti dagurinn sem Silla kæmi og væri með mér á saumadegi í Pfaff en þá buðum við nokkrum fastakúnnum í vor- fagnað í tilefni af 90 ára afmæli fyrirtækisins. Aldrei hefði ég trúað öðru en að Silla yrði að minnsta kosti 90 ára miðað við hve ung hún var í anda og alltaf hress og skemmtileg að tala við um allt sem viðkom hannyrðum, þó sérstaklega hvað hægt væri að gera í þessum ótrúlegu saumavélum sem við vorum að selja. Ég byrjaði í Pfaff 2007 og var Silla þá að vinna þar að kenna á saumavélar, við smullum strax saman og urðum góðar vinkonur og vinnufélagar. Þó svo Silla hafi hætt að vinna fyrir um sex árum hætti hún nú aldrei alveg því alltaf þegar það voru einhverjar uppákomur í saumavéladeildinni í Pfaff var hún þar með mér. Alltaf var eins og hún hefði aldr- ei stigið til hliðar því hún var með allt á hreinu og tileinkaði sér allar nýjungar í saumavéla- heiminum. Engri mannesku hefði ég treyst betur en Sillu til að stíga inn fyrir mig í haust þeg- ar tengdamamma mín dó snögg- lega daginn fyrir stóran sauma- vélakynningardag og gat ég skilið allt eftir í hennar höndum þegar ég þurfti að vera fjarver- andi. Silla hringdi í mig um daginn og sagðist hafa uppgvötvað að næst þegar hún ætti afmæli yrði hún 75 ára og að henni fyndist það bara frekar fáránlegt því henni liði alls ekki þannig. Ég leit nú frekar á Sillu mína sem næstum jafnaldra minn og ég að verða 50 ára, en aldur er afstæð- ur og Silla var ung í anda. En Silla mín náði aldrei að verða 75 ára og ekki heldur 90 ára eins og maður hefði búist við og það var svo margt sem við áttum eftir að framkvæma. Við reyndum að fara reglu- lega saman í hádegismat eftir að Silla hætti að vinna og þá völdum við alltaf hollustustaði og Krúska var okkar staður. Ég mun halda áfram að fara þangað og mun minnast Sillu í hvert sinn. Ég mun sakna Sillu minnar mikið enda var hún mér afar kær vinkona. Innilegar samúðarkeðj- ur til ykkar allra í fjölskyldunni Hörður, Ásta, Gunnar, Tinna og aðrir aðstandendur. Selma Gísladóttir. Ein mesta gæfa Pfaff í gegn- um tíðina hefur verið frábært starfsfólk og þar var Silla sko engin undantekning. Silla hóf störf hjá okkur árið 2005 er hún tók að sér kennslu á nýjum saumavélum og reyndist hún hvers manns hugljúfi. Ekki einungis hafði hún mikla þekk- ingu á því sem hún var að gera heldur hafði hún þolinmæði, ein- staklega þægilega nærveru og áhuga á því að miðla sinni þekk- ingu. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að breyta fyrirkomulagi saumavélakennslunnar og leggja niður stóran hluta ein- staklingskennslunnar en gera þess í stað kennslumyndbönd sem yrðu aðgengileg á netinu. Aldrei var vafi í okkar huga að nokkur gæti miðlað efninu betur á þessum myndböndum en Silla. Fumlaus vinnubrögð og þægileg rödd Sillu gera það að verkum að þessi myndbönd eru fjársjóður. Eftir að Silla hætti í fastri vinnu hjá okkur var hún hins vegar sú fyrsta sem kallað var til þegar við þurftum aukahendur þegar stórir viðburðir voru í saumavéladeildinni. Það var erf- itt að sjá hvor var ánægðari þeg- ar Silla kom til okkar – við eða hún. Silla kom seinast til okkar á vorhátíð saumavéladeildarinnar í lok maí og þá grunaði engan þau erfiðu veikindi sem biðu handan við hornið – veikindi sem hún laut í lægra haldi fyrir á nokkrum vikum. Um leið og við sendum fjöl- skyldu Sillu okkar dýpstu sam- úðarkveðju þá sendum við Sillu ljóssins kveðjur í þeirri vissu að dvalargestir í Sumarlandinu hafa fengið einstakan liðsauka. F.h. starfsmanna PFAFF Margrét Kristmannsdóttir. Sigurlaug Gröndal HINSTA KVEÐJA Elsku amma, það er svo skrýtið að hafa þig ekki lengur hjá okkur, fá aldrei að hitta þig né sjá aftur. Ég hugsa mikið til þín og finnst það svo ósann- gjarnt hvað þú fórst fljótt frá okkur. Hvíldu í friði elsku amma mín. Ég sakna þín. Þín, Rakel Rán. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 júní þegar við vorum litlar stelpur. Þá var lengi árleg hefð að öll fjölskyldan labbaði saman af skemmtun í Hafnarfirði og beint í kaffi til ömmu og afa á Miðvangi. Þegar þangað var komið var amma búin að setja upp dýrindis veislu og baka vöfflur sem voru algerlega á heimsmælikvarða. Amma hugsaði svo vel um alla í kringum sig og var alltaf að passa upp á að öllum liði vel. Þegar við vorum yngri átti hún til dæmis alltaf bingókúlur inni í skáp sem hún kallaði gleðikúl- ur og þegar einhver var leiður í heimsókn hjá henni fékk hann gleðikúlu með því skilyrði að hann myndi brosa og vera glað- ur. Það virkaði alltaf. Elsku amma Auður, þín verð- ur sárt saknað og síðustu dagar hafa verið erfiðir. Við erum svo þakklátar fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú gafst okkur og allar þær frábæru minningar sem við eigum um þig. Takk fyrir allt, elsku amma, við sjáumst síðar. Þínar ömmustelpur Ásta Björk, Auður Ýr, Andrea Helga, Re- bekka og Helga Sif. Við Auður ólumst upp í sama hverfi, en kynntumst ekki fyrr en í 10 ára bekk í Miðbæjar- skólanum. Þar áttum við ynd- isleg ár. Við stelpurnar höfum haldið áfram að hittast og kenn- um okkur við 11 ára bekkinn, „Ellefu ára E“. Þau verða sterk fyrstu vináttuböndin þó að til- viljun ráði hverjar verða bekkj- arsystur í barnaskóla. Þegar skólagöngu lauk störf- uðum við báðar á skrifstofum. Einn samstarfsmanna Auðar gerðist fararstjóri í öræfaferð- um á sumrin. Við Auður nýttum okkur það og fórum í margar ævintýraferðir með honum sem fararstjóra. Oft var farið um vegleysur og ekið yfir óbrúaðar ár og á moldarvegum sem gömlu rúturnar réðu varla við og þá lögðust allir á kaðlana og drógu rúturnar áfram. En þetta voru samt „lúxusferðir“ þó að á sérstakan hátt væri. Umhverfið og félagsskapurinn mótuðu ferðirnar og minningarnar sem við Auður ræddum oft um. Við klifum fjöll í vaðstígvélum og fannst við bara nokkuð flottar, minnisstæðust er ferðin á Herðubreið. Við ókum að Herðubreiðarlindum þar sem tjaldað var í þoku og sudda. Við töldum kjark í hvor aðra, við vissum að næsta morgun var framundan ganga um úfið hraun að Herðubreið, löng ganga og ef til vill í þoku. En á Herðubreið skyldum við fara hvenær sem það yrði. Þokunni létti næsta morgun og við okk- ur blasti einstök og tignarleg fjallasýn. Við klifum á endanum upp á Herðubreið og nutum einstakrar veðurblíðu. Útsýnið var stórkostlegt, við sáum yfir stóran hluta hálendisins og langt út á haf. Þetta var stund sem aldrei gleymist. Við glödd- umst báðar yfir að hafa náð settu marki. Gleði Auðar var aldrei hávær heldur einlæg og þægileg. Undir þrítugt lágu leiðir okk- ar sitt til hvorrar heimsálfunn- ar með eiginmönnum okkar sem voru að fara í nám. Þegar heim var komið eftir langa dvöl erlendis hittumst við æskuvin- konurnar aftur og fórum á ný að ferðast saman og nú með eiginmönnum okkar. Við fórum með Auði og Gunnari suður á Spán í göngur í Pýreneafjöll- unum. Þetta voru góðar dag- leiðir á fjöllum og nú voru engir sárfættir enda öll vel skóuð. Þetta endurtókum við svo á Nýja-Sjálandi sem um margt minnti okkur Auði á ferðir okk- ar á Íslandi. Saman fórum við margar ferðir til fjarlægra landa: Egyptalands, Ekvadors, Taílands og víðar. Þessar minningar voru okkur Auði ofarlega í huga þegar við hittumst í veikindum hennar. Brosið var alltaf til staðar og hennar hógværa gleði og raun- sæi. Í heimsókn til Auðar á spítalann tveim dögum áður en hún lést áttum við langa stund saman. Auður sagði mér að nú væri ekki um frekari meðferð að ræða en svona væri lífið. Við fundum báðar að þetta var okk- ar kveðjustund. Það er mikil gæfa að hafa átt Auði fyrir vinkonu. Við Sigurð- ur samhryggjumst Gunnari, dætrum þeirra, tengdasonum og afkomendum. Það er mikill missir að Auði. Við erum þakk- lát fyrir að hafa átt hana að vini, hún gaf okkur öllum mikið og við þökkum samferðina. Jóna Þorleifsdóttir Sigurður E. Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.