Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 26
13. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Stigamissir KR-inga á lokasekúnd-
unum gegn Stjörnunni á Meist-
aravöllum á sunnudagskvöldið var
ekki eins afdrifaríkur og hann hefði
getað orðið. Hilmar Árni Hall-
dórsson tryggði þar Garðabæjarlið-
inu jafntefli, 2:2, þegar allt stefndi í
níunda sigur Vesturbæinga í röð.
KR er eftir sem áður með sjö stiga
forystu í deildinni eftir þrettándu
umferðina, sem var að mörgu leyti
mjög sérstök. Keppinautar KR-inga
í efri hlutanum nýttu sér engan veg-
inn stigamissi þeirra. Breiðablik
gerði jafntefli við Grindavík á heima-
velli, ÍA gerði jafntefli við KA á Ak-
ureyri, FH tapaði fyrir HK í Kórn-
um og Valur missti 2:0 forskot gegn
Víkingi niður í jafntefli, 2:2.
Einu liðin sem unnu leik í 13. um-
ferð voru Fylkir og HK, sem sátu í 7.
og 8. sæti þegar hún hófst. Fylkir
flaug upp í fimmta sætið en HK er
áfram í 8. sæti þrátt fyrir að hafa
styrkt sína stöðu verulega gagnvart
liðunum þar fyrir neðan.
FH seig niður í sjötta sæti, hefði
getað komist í þriðja sæti með góð-
um úrslitum í Kórnum, og ÍBV fest-
ist enn frekar á botninum með sín
fimm stig eftir enn eitt tapið.
Ásgeir kominn á toppinn
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðju-
maður HK, var besti leikmaður 13.
umferðar að mati Morgunblaðsins.
Ásgeir Börkur var í lykilhlutverki á
miðjunni hjá Kópavogsliðinu þegar
það vann óvæntan en sanngjarnan
sigur á FH, 2:0, í Kórnum, og vinnu-
semin og krafturinn í þessum reynda
miðjumanni vógu þungt í þessum
sigri. Hann stöðvaði fjölmargar
sóknir FH-inga og gerði miðju- og
sóknarmönnum HK kleift að sækja
hratt þegar tækifæri gáfust.
Ásgeir Börkur kom til HK fyrir
þetta tímabil eftir að hafa leikið nær
allan ferilinn með uppeldisfélaginu
Fylki. Hann lék tvö tímabil sem láns-
maður með Selfyssingum í 2. og 1.
deild, lék með Sarpsborg í norsku
úrvalsdeildinni árið 2013 og með GA-
IS í sænsku B-deildinni árið 2014.
Hann hefur nú leikið 150 leiki í efstu
deild hér á landi, 139 með Fylki og
11 með HK, og hefur gert eitt mark
fyrir hvort félag.
Ásgeir Börkur var á vara-
mannabekk HK í fyrstu umferðum
deildarinnar í vor en hefur síðan ver-
ið í stóru hlutverki. Hann er með
frammistöðu sinni gegn FH, þar sem
hann fékk 2 M, orðinn efstur í M-
gjöf Morgunblaðsins á þessu tíma-
bili.
Stutt í kveðjustundina
Kolbeinn Birgir Finnsson úr
Fylki var besti ungi leikmaðurinn í
13. umferð að mati Morgunblaðsins.
Hann lék mjög vel, fékk 2 M og skor-
aði glæsilegt mark þegar Árbæjar-
liðið vann öruggan sigur á ÍBV, 3:0, á
sunnudaginn.
Kolbeinn er 19 ára gamall, uppal-
inn Fylkismaður, og lék níu leiki
með liðinu í úrvalsdeildinni aðeins 15
ára gamall árið 2015. Hann fór þá til
Groningen í Hollandi en þaðan til
enska félagsins Brentford sumarið
2018. Kolbeinn leikur með varaliði
Brentford en enska félagið lánaði
hann til Fylkis í byrjun maí og hann
þarf væntanlega að snúa aftur til
London eftir næsta leik Árbæjarliðs-
ins. Hann hefur sett góðan svip á lið
Fylkis og er efstur Fylkismanna í
M-gjöfinni eins og sjá má hér fyrir
ofan.
Óskar og Atli bæta við
Óskar Örn Hauksson fyrirliði
KR lék sinn 300. leik í efstu deild hér
á landi þegar KR mætti Stjörnunni
eins og ítarlega var fjallað um á
mbl.is á sunnudagskvöldið. Hann er
annar á eftir Birki Kristinssyni
markverði til að ná 300 leikjum en
Birkir lék 321 leik á árunum 1984 til
2006. Óskar hefur leikið samfleytt í
deildinni frá 2004 og með KR frá
2007 þar sem hann er leikjahæstur í
deildinni frá upphafi.
Atli Guðnason úr FH komst enn
ofar á listanum yfir þá leikjahæstu í
deildinni frá upphafi. Hann lék sinn
268. leik gegn HK og er nú jafn
Kristjáni Finnbogasyni í 5.-6. sæti
yfir þá leikjahæstu.
Valsmenn fengu sitt 1.800. stig í
efstu deild með jafnteflinu gegn Vík-
ingi. Aðeins KR er með fleiri stig frá
upphafi, 1.924 talsins.
HK vann FH í fyrsta skipti í
deildakeppni á mánudagskvöldið.
Félögin hafa aðeins þrisvar áður
verið saman í deild. FH vann báða
leiki þeirra í 1. deild árið 1998, þrjá
leiki af fjórum og eitt jafntefli í úr-
valsdeildinni árin 2007 og 2008 og
svo vann FH 2:0 þegar liðin mættust
í Kaplakrika í vor.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 11
Óskar Örn Hauksson, KR 11
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 10
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 10
Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 10
Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki 9
Ólafur Karl Finsen, Val 9
Aron Bjarnason, Breiðabliki 9
Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 8
Björn Berg Bryde, HK 8
Brandur Olsen, FH 8
Guðmundur Kristjánsson, FH 8
Marcus Johansson, ÍA 8
Damir Muminovic, Breiðabliki 8
Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 8
Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 7
Ásgeir Eyþórsson, Fylki 7
Ásgeir Marteinsson, HK 7
Birkir Valur Jónsson, HK 7
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 7
Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 7
Helgi Valur Daníelsson, Fylki 7
Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 9
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 6
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6
Ólafur Karl Finsen, Val 5
Steven Lennon, FH 5
Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 5
Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki 5
Óskar Örn Hauksson, KR 5
Pálmi Rafn Pálmason, KR 5
Tobias Thomsen, KR 5
Markahæstir
KR 71
HK 66
Breiðablik 62
ÍA 62
Fylkir 62
Stjarnan 61
Valur 58
KA 57
Víkingur R. 56
FH 55
Grindavík 49
ÍBV 37
Lið:
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
13. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019
Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 7
Kristinn Jónsson, KR 7
Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 7
Marc McAusland, Grindavík 7
Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 7
Víðir Þorvarðarson, ÍBV 7
4-3-3
Vladan Djogatovic
Grindavík
Kolbeinn Birgir Finnsson
Fylki
Hilmar Árni
Halldórsson
Stjörnunni
Valgeir Valgeirsson
HK
Ásgeir Börkur
Ásgeirsson
HK
Kristinn Jónsson
KR
Almarr Ormarsson
KA
Atli Arnarson
HK
Davíð Örn
Atlason
Víkingi R.
Birkir Már
Sævarsson
Val
Ásgeir Eyþórsson
Fylki
2 2
2 2
2
2
6
2
2
Sex efstu liðin án sigurs
Stigamissirinn gegn Stjörnunni kom ekki að sök fyrir KR-inga Ásgeir
Börkur leikmaður umferðarinnar og Kolbeinn Birgir besti ungi leikmaðurinn
Morgunblaðið/Hari
Bestur Ásgeir Börkur Ásgeirsson
er efstur í M-gjöfinni með 11 M.
Morgunblaðið/Ómar
Efni Kolbeinn Birgir Finnsson er
efstur Fylkismanna í M-fjölda.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
Haraldur Franklín Magnús fór
ágætlega af stað á Borre Open-mótinu
á Nordic-mótaröðinni í golfi sem hófst
í Borre í suðurhluta Noregs í gær.
Hann er í 19. sæti eftir fyrsta hring á
71 höggi, tveimur höggum undir pari
vallarins. Haraldur er sex höggum á
eftir efsta manni. Hákon Harðarson
leikur einnig á mótinu en hann byrjaði
illa og lék á 89 höggum, sextán yfir
pari.
Enska knattspyrnuliðið Chelsea
lagði Spánarmeistara Barcelona að
velli, 2:1, í æfingaleik í Japan í gær.
Tammy Abraham og Ross Barkley
komu Chelsea í tveggja marka forystu
en Ivan Rakitic svaraði fyrir Barcelona
í uppbótartíma leiksins.
Forráðamenn Sheffield Wednesday
hafa sent formlega kvörtun til ensku
úrvalsdeildarinnar í kjölfar þess að
Newcastle réð Steve Bruce sem
knattspyrnustjóra félagsins á dög-
unum. Bruce hætti störfum hjá Wed-
nesday í síðustu viku, eftir að hann
hóf viðræður við Newcastle, en hann
tók síðan tvo með sér úr þjálfarateymi
Wednesday yfir til síns nýja félags.
Forráðamenn Wednesday vilja að
rannsakað sé hvort Newcastle hafi
brotið reglur.
Jacqueline Burns, landsliðs-
markvörður Norður-Írlands í knatt-
spyrnu, er komin til liðs við ÍBV og
leikur með liðinu út tímabilið. Burns er
22 ára og hefur spilað 12 landsleiki
fyrir þjóð sína en hún hefur gert það
gott síðustu ár með Carson-Newman-
háskólaliðinu í Bandaríkjunum.
Kylfingurinn Ragnhildur Kristins-
dóttir er komin til suðurstrandar Eng-
lands þar sem hún tekur þátt í Evr-
ópumóti áhugamanna á Parkstone-
vellinum skammt frá Bournemouth. Á
mótinu hafa 144 bestu áhugakylfingar
heims keppnisrétt. Mótið hefst í dag
og leiknir verða fjórir
hringir. Celia Bar-
quín frá Spáni
vann mótið í
fyrra en hún
var síðan
myrt í
Bandaríkj-
unum í sept-
ember 2018.
Hennar verð-
ur minnst
sér-
staklega á
mótinu.
Eitt
ogannað
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Nú er ljóst að fjórir íslenskir lands-
liðsmenn í körfuknattleik leika með
félagsliðum sínum á Evrópumót-
unum á komandi vetri.
Í gær var gefið út að Borås frá
Svíþjóð, sem Elvar Már Friðriksson
leikur með, yrði á meðal þátttökuliða
í Evrópubikar FIBA (FIBA Europe
Cup). Dregið verður í dag um hvaða
lið mætast í undankeppni fyrir sjálfa
riðlakeppnina og Borås getur þar
fengið mótherja frá Úkraínu, Hol-
landi, Tyrklandi, Rúmeníu eða Finn-
landi.
Martin Hermannsson leikur með
Alba Berlín frá Þýskalandi í sterk-
ustu deildinni, Evrópudeildinni
(Euroleague). Þar spila átján af
bestu liðum álfunnar og Alba vann
sér keppnisrétt þar með frammi-
stöðu sinni í Evrópubikarnum
(EuroCup) síðasta vetur. Alba
komst þá í úrslitaeinvígið en beið
lægri hlut fyrir Valencia. Evrópu-
bikarinn er nokkurskonar B-deild
Evrópudeildarinnar. Liðin átján
leika tvöfalda umferð, alls 34 leiki,
frá 3. október til 10. apríl og því gríð-
arlegur leikjafjöldi framundan hjá
Martin í vetur, næstum því á pari við
NBA. Alba byrjar 3. október á
heimaleik við Zenit Pétursborg frá
Rússlandi.
Haukur Helgi Pálsson leikur með
Unics Kazan í Evrópubikarnum í
vetur en hann kom þangað frá Nan-
terre í Frakklandi i sumar. Unics
vann sinn riðil í keppninni síðasta
vetur og komst síðan í undanúrslit
en beið þar naumlega lægri hlut fyr-
ir Valencia. Unics er í riðli með Nan-
terre, og einnig Darüssafaka frá
Tyrklandi, Cedevita frá Slóveníu,
Joventut Badalona frá Spáni og
Brescia frá Ítalíu.
Tryggvi Snær Hlinason leikur í
Meistaradeild Evrópu með sínu nýja
liði, Zaragoza á Spáni. Deildin er sú
sterkasta á vegum FIBA Europe en
stendur þó Evrópudeildinni og Evr-
ópubikarinum að baki hvað styrk-
leika varðar. Zaragoza er í riðli með
Besiktas frá Tyrklandi, Brindisi frá
Ítalíu, Dijon frá Frakklandi, Nept-
unas frá Litháen og PAOK frá
Grikklandi, og tveimur liðum sem
koma úr undankeppninni.
Íslendingar í öllum Evrópumótunum
Elvar, Martin, Haukur og Tryggvi spila í fjórum stærstu keppnum félagsliða í Evrópu
Morgunblaðið/Hari
Borås Elvar Már Friðriksson leikur
í Evrópukeppni með nýja liðinu.