Morgunblaðið - 24.07.2019, Page 29
Menning
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019
» Níunda kvikmynd Quentins Tarantinos, Once Upon a Time
in Hollywood, var frumsýnd í Holly-
wood í vikubyrjun, en áður hafði
hún verið sýnd á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes í maí. Í viðtölum hefur
leikstjórinn lýst myndinni, sem
skartar stjörnum á borð við Brad
Pitt, Leonardo DiCaprio og Margot
Robbie, sem ástarbréfi sínu til Los
Angeles árið 1969. Fyrir margt
löngu lýsti Tarantino því yfir að
hann hygðist aðeins gera tíu myndir
á ferlinum, en á síðustu vikum virð-
ist hann í viðtölum vera að draga í
land með þau áform sín.
Kvikmyndin Once Upon a Time in Hollywood frumsýnd
AFP
Blessuð Brad Pitt heilsaði aðdáendum sem biðu hans á Hollywood Boulevard þar sem öll umferð fór úr skorðum.
Hjálpsamur Leonardo DiCaprio tók sjálfu fyrir aðdáanda
sem beið leikarahópsins fyrir utan kvikmyndahúsið.
Leikstjórinn Quentin Tarantino. Brosmild Margot Robbie brosti sínu fegursta meðan teknar voru myndir.
Upplýst hefur verið hvaða bækur
eru tilnefndar til Ísnálarinnar
2019. Verðlaunin veita Hið
íslenska glæpafélag og Bandalag
þýðenda og túlka árlega fyrir
bestu íslenska þýðingu á glæpa-
sögu fyrra árs. Tilnefndar eru (í
stafrófsröð bókatitla): Glerstofan
Arnar Stefánssonar og Þrír dagar
og eitt líf eftir Pierre Lemaitre í
þýðingu Friðriks Rafnssonar.
Dómnefnd skipa Jóhann R. Krist-
jánsson, Gauti Kristmannsson og
Katrín María Víðisdóttir. Verð-
launin verða veitt í byrjun sept-
ember.
eftir Ann Cleeves í þýðingu Þór-
dísar Bachmann; Líkblómið eftir
Anne Mette Hancock í þýðingu
Nönnu B. Þórsdóttur; Mínus átján
gráður eftir Stefan Ahnhem í þýð-
ingu Elínar Guðmundsdóttur,
Stúlkan með snjóinn í hárinu eftir
Ninni Schulman í þýðingu Einars
Tilnefningar til Ísnálarinnar 2019
Brasilíski gítarleikarinn, söngvarinn og laga-
smiðurinn Ife Tolentino kemur fram á Múl-
anum á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21.
Honum til halds og trausts verða saxófónleik-
arinn Óskar Guðjónsson og píanóleikarinn
Eyþór Gunnarsson. Á tónleikunum fagnar Tol-
entino því að 16 ár eru liðin frá því að hann
kom hingað til lands í fyrsta sinn. Tríóið flytur
frumsamin tónverk af næstu plötu Tolentinos í
bland við lög af plötunni Você passou aqui sem
tekin var upp á Íslandi og verk eftir helstu
meistara Brasilíu frá fyrri hluta síðustu aldar,
s.s. Antonio Carlos Jobim og João Gilberto. Tríó Óskar Guðjónsson, Ife Tolentino og Eyþór Gunnarsson.
Ife Tolentino leikur ásamt félögum á Múlanum í kvöld