Morgunblaðið - 24.07.2019, Síða 32
Söngvaskáldið Svavar Knútur kem-
ur fram á tónleikum í Norræna
húsinu í kvöld kl. 21. Hann hefur
getið sér gott orð bæði fyrir sína
eigin frumsömdu tónlist og fyrir
nálgun sína á sígild íslensk söng-
lög. Einlægni og hlýja ráða ríkjum í
tónlist Svavars Knúts, sem er þó
krydduð með húmor inn á milli.
Svavar Knútur kemur
fram í Norræna húsinu
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Fylkir og Stjarnan unnu mikilvæga
sigra í baráttunni í neðri hluta Pepsi
Max-deildar kvenna í gær þegar heil
umferð fór fram. Stjarnan skoraði
sín fyrstu mörk síðan í maí og urðu
þau fimm gegn HK/Víkingi sem fyrir
vikið er eitt á botninum, þremur
stigum á eftir næstu liðum. Breiða-
blik og Valur eru sem fyrr jöfn á
toppnum. »24-25
Dýrmæt stig hjá
Fylki og Stjörnunni
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðju-
maður úr HK, var besti leikmað-
urinn í þrettándu umferð úrvals-
deildar karla í fótbolta að mati
Morgunblaðsins. Hann er jafnframt
kominn í efsta sæti í M-gjöf blaðs-
ins. Á íþróttasíðum í
dag er farið yfir
þrett-
ándu
um-
ferðina, birt lið um-
ferðarinnar og staðan í
M-gjöfinni ásamt því að
velja besta leikmann-
inn og besta unga
leikmanninn. »26
Ásgeir Börkur bestur
og efstur í M-gjöfinni
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Austin í Texas þykir vera spennandi
ferðamannaborg og þar eru jafn-
framt góð skilyrði fyrir ýmsa frum-
kvöðlastarfsemi,“ segir Rósa Amelía
Árnadóttir. Hún stefnir að því að
opna í byrjun september næstkom-
andi tvo skyrbari í Austin og aðra í
kjölfarið í Orlando á Flórída, það er
innan tólf mánaða hið mesta. Yrðu
Flórídavagnarnir á fjölförnum ferða-
mannastöðum þar vestra. Starfsemin
mun byggjast á íslenskum upp-
skriftum.
Austin er vinsæl borg
Á hverjum skyrbar verða um tíu
réttir og má þar nefna drykki, tertur,
skyr með ávöxtum, samlokur með
skyrsósum og svo mætti áfram telja.
Áætlað er að fimm til sex milljónir ís-
lenskra króna kosti að koma upp
hverjum vagni en að sölutölur eða
velta á hverjum stað verði um 100
milljónir króna á ári.
„Austin hefur verið kosin vinsæl-
asta borg Bandaríkjanna síðustu þrjú
ár og möguleikarnir þar eru miklir. Í
borginni gætir stefna og strauma úr
mörgum áttum; þarna er allt að ger-
ast. Ég varði löngum tíma í að finna
verksmiðju með góðum og ódýrum
vögnum og er núna komin með gripi
sem ég sætti mig við. Reglugerðir
fyrir hvert fylki ríkjanna vestra eru
mismunandi og geta verið mjög
strangar svo mikilvægt er að vanda
valið,“ segir Rósa. Hún sótti um leyfi
til dvalar og atvinnurekstrar í Banda-
ríkjunum á síðasta ári og fékk það
samþykkt í kringum næstliðin ára-
mót. Alls tók sjö mánuði að fá leyfið,
en því fylgdi tafsöm pappírsvinna,
sem nú hefur verið til lykta leidd.
Rósa Amelía er á Íslandi um þess-
ar mundir og leitar nú samstarfs við
íslenska fjárfesta í þessu verkefni.
Nokkrir hafa sýnt málinu áhuga, en
ekkert er enn fast í hendi.
„Verkefnið er spennandi og skyrið
býður upp á óþrjótandi möguleika til
að skapa áhugaverða rétti og veit-
ingar,“ segir Rósa.
Spennandi sproti
Skyr framleitt af Mjólkursamsöl-
unni og samstarfsfyrirtækjum nýtur
vaxandi vinsælda. Varan fæst nú í
alls 17 löndum, það er skyr sem er
framleitt hér heima hjá MS eða af
samstarfsfyrirtækjum erlendis.
„Skyr er sproti í matvælageiranum
sem vex mjög hratt. Á vegum MS og
þeirra sem við störfum með erlendis
voru á síðasta ári framleidd um
18.500 tonn af skyri og það gera yfir
100 milljón dósir. Skyrgeirinn í heild
er þó enn lítill hlutfallslega á heims-
vísu og á mjög mikið inni. Veitinga-
staðir, heilsubarir og fleiri slíkir eru
alltaf að auka framboð sitt á skyr-
réttum og verið er að opna nýja staði,
sem er bara mjög jákvætt. Þróunin
er hröð og spennandi,“ segir Ari Ed-
vald, forstjóri MS.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Namm! Rósa Amelía Árnadóttir ætlar að hasla sér völl vestanhafs með sölu á hinni vinsælu íslensku mjólkurafurð.
Með skyrið til Texas
Opnar sölustaði í Austin og Flórída Miklir möguleikar
Skyr Útbúa má skyrrétti, bæði holla
og góða, með ýmsu móti.
TRATTO model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
MENTORE model 3052
L 201 cm Áklæði ct. 70 Verð 389.000,-
L 201 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,-
ESTRO model 3042
L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
STAN model 3035
L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 359.000,-
L 206cm Leður ct. 15 Verð 419.000,-
JEREMY model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-