Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 6

Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Hjólastillingar Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vissulega fylgir virkjun Hvalár að fórna þarf ósnortnu landi; reyndar lítt grónu og hrjóstugu svæði sem fáir höfðu farið um og séð til skamms tíma,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árnes- hrepps á Ströndum. „Styrkja þarf orkubúskap á Vestfjörðum, bæði auka framleiðsluna og koma á hringtengingu rafmagnsflutninga. Því segi ég að virkjun sé nauðsyn- leg og þá þarf líka nokkru að kosta til, enda þó reynt verði að halda umhverfisraski í lágmarki.“ Undirbúningur er hafinn að virkjunarframkvæmdum í Ófeigs- firði á Ströndum, þar sem stendur til að virkja Hvalá, Rjúkanda og Eyvindarfjarðará á Ófeigsfjarðar- heiði með byggingu 55 MW orku- vers. Til þess þarf að gera stíflur, mynda þrenn lón og grafa göng að stöðvarhúsi sem verður neðan- jarðar ásamt rennslisröri sem kemur út nærri ósum Hvalár. Gífuryrði og læti Athugsemdir vegna þessa hafa komið fram, nýlega sjö kærur vegna endurbóta á veginum frá Ingólfsfirði á virkjunarstað og vegna rannsókna sem eiga að fara fram á þessu ári. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafn- aði fyrir skemmstu stöðvun vega- bótanna og hófust þá fram- kvæmdir aftur. Landeigendur á jörðinni Seljanesi hafa boðað mót- mæli og aðgerðir þegar þangað kemur, á næstu dögum. „Auðvitað er öllum frjálst að hafa og láta í ljós skoðun sína á þessu verkefni, en mér finnst verra þegar því fylgja gífuryrði og læti. Annars er eftirtektarvert að þeir sem hafa mestar meiningar um þetta mál er fólk suður í Reykjavík og svo brottfluttir Strandamenn; fólk sem bjó hér fyrir mörgum áratugum. Mér hef- ur mjög sárnað að í þessu máli skuli vera beitt skítkasti eins og að sverta starfsemi Hótel Djúpavíkur sem ég rek með fjölskyldu minni. Inn á erlendar bókunarsíður hafa verið sett skilaboð hvar við erum sögð vera umhverfishryðjaverka- menn, þjóðníðingar og fleira slíkt,“ segir Eva og heldur áfram: Mútufé í brúnum poka „Fullyrt er að fólki hér hafi verið mútað með peningum í brún- um bréfpokum sem mér finnst grátbroslegt ef einhver trúir. Svo vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar lögmaður að sunnan kom norður og spurði hvort hót- elið í Djúpavík væri falt fyrir rétt verð. Þegar að var spurt voru meintir kaupendur fólk sem væri andstæðingar virkjunar og við spurð hvort að það skipti okkur einhverju máli. Kjarni málsins er sá að sakleysi þessarar sveitar er horfið. Við setjum dyrnar alltaf í lás að kvöldi, sem áður þurfti svo sannarlega ekki.“ Skráðir íbúar í Árneshreppi í dag eru um 40 en byggðin hefur lengi átt í vök að verjast. Eva odd- viti væntir að virkjun geti þar nokkru breytt. Vesturverk og HS- Orka ætli meðal annars að leggja þriggja fasa rafmagn á virkjunar- stað og þess muni fólkið í sveitinni einnig njóta. Umrædd fyrirtæki og fulltrúar þeirra hafi sömuleiðs góð orð um stuðning við ýmsar inn- viðaframkvæmdir í sveitinni. Á fundi í hreppnum í síðasta mánuði hafi svo komið fram hjá Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- ráðherra að meðal annars vegna virkjunarframkvæmda standi til að flýta gerð nýs vegar yfir Veiði- leysuháls, en sá hryggur hefur verið haft svo ófært er landleiðina norðurstóran hluta vetrar. Aldrei fleiri ferðamenn „Ferðamenn sem hingað koma hafa aldrei verið fleiri en nú í sumar og í fyrra. Ég sé reyndar fyrir mér að orkunýting og ferða- þjónusta geti farið vel saman, ýmis mannvirki sem þarfa að útbúa, svo sem vegir og hús, geta nýst í því skyni. Og almennt talað þá er fórn- in sem fylgir Hvalárvirkjun ekki mikil; landsvæðið þar sem útbúa þarf lón og setja upp stíflur er ekki stórt samanborið við til dæmis miðhálendisþjóðgarð sem á að ná yfir hálft landið. Já, ég hef enga ástæðu til að ætla annað en af virkjun Hvalár verði, enda hefur undirbúningurinn verið vandaður og hvert skref stigið eftir lögform- legum leiðum,“ segir Eva. Hart er deilt á áform um byggingu Hvalárvirkjunar á Ströndum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árneshreppur Við setjum dyrnar alltaf í lás að kvöldi, sem áður þurfti svo sannarlega ekki, segir Eva oddviti. Sakleysi sveitar horfið  Eva Sigurbjörnsdóttir er fædd á Akureyri 1950, en alin upp í Garðabæ. Leikskólakenn- ari að mennt.  Árið 1985 opnuðu Eva og maður hennar Ásbjörn Þorgils- son Hótel Djúpavík þar sem þau hafa starfað og búið síðan. Eva tók sæti í hreppsnefnd Ár- neshrepps eftir kosningar 2002 og hefur setið þar síðan, oddviti frá 2014. Hver er hún? Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Breytingar á gatnamótum Geirsgötu og Lækj- argötu/Kalkofnsvegar eru ekki áætlaðar að sögn Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngu- stjóra Reykjavíkurborgar. Ólafur Kristinn Guðmundsson, umferðar- sérfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, gagnrýndi gatnamótin í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þar sagði Ólafur meðal annars að það hefðu verið mistök að leggja Geirsgötu ekki í stokk. „Geirsgata var ekki lögð í stokk og þá vinnum við með Geirsgötu á yfirborði,“ segir Þorsteinn sem kveðst ekki geta sagt til um hvort vænlegra hefði verið að setja götuna í stokk á sínum tíma. Ólafur gagnrýndi sömuleiðis ljósastýringu á gatnamótunum sem er þannig að öll gönguljós eru græn samtímis. Þorsteinn segir að á þess- um gatnamótum, sem og öðrum gatnamótum miðsvæðis, séu gangandi og hjólandi vegfar- endur settir í forgang. „Það er gríðarlega margt fólk sem fer þarna yfir gangandi og hjólandi og þegar við erum að stilla og hanna umferðarljósin þá er það okkur mikið forgangsmál að tryggja öryggi þeirra. Á þessum gatnamótum eru líka forgangsstýring- ar fyrir strætisvagna.“ Þrátt fyrir að engar breytingar séu fyrir- hugaðar verður áfram fylgst með gatnamót- unum. „Við endurskoðum auðvitað ljósastýr- ingar ef þær eru ekki að virka sem skyldi. Þær hafa verið endurskoðaðar einu sinni eftir að gatnamótin voru tekin í notkun. Við viljum auðvitað hafa þetta sem allra best fyrir alla en forgangsröðunin er skýr.“ Stokkur enn mögulegur Ólafur segir að með því að byggja bílakjall- ara undir Geirsgötu hafi borgaryfirvöld alfarið útilokað að setja Geirsgötu nokkurn tímann í stokk. Þorsteinn segir að strangt til tekið sé það ekki rétt. „Tæknilega væri alveg hægt að breyta notkuninni á bílakjallaranum og breyta honum í stokk. Sömuleiðis er enn hægt að fara með götuna í jarðgöng.“ Forgangsröðun við gatnamótin skýr  Engar breytingar eru fyrirhugaðar á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu/Kalkofnsvegar Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferð Þorsteinn segir gatnamótin anna þeirri umferð sem um þau fer ágætlega. Landhelgisgæslan sinnti fjórum út- köllum á laugardaginn og var því þyrla Gæslunnar á ferðinni nánast allan daginn. Fyrsta útkallið kom á níunda tím- anum frá göngumönnum á Vest- fjörðum. Varðskipið Þór var sent af stað til þess að aðstoða björgunar- sveitir. Um hálftólf var óskað eftir þyrlu vegna vélhjólaslyss í Ólafsvík og varð svo að TF-GRO, þyrla Gæsl- unnar, var send af stað frá höfuð- borginni. Þyrlan komst ekki strax heim eftir stoppið í Ólafsvík þar sem hennar var óskað við Langjökul. Þar þurfti að sækja hjartveikan mann. Næsta útkall kom klukkan stund- arfjórðung fyrir þrjú. Þá var beðið um þyrlu vegna flugslyssins við Haukadalsflugvöll. Var beiðnin aft- urkölluð skömmu seinna. Áhöfnin var svo vart komin til Reykjavíkur þegar beiðni barst um aðstoð þyrlunnar í Fljótavík. Tók þyrlan því af stað á nýjan leik klukk- an stundarfjórðung yfir fjögur. Annasöm helgi hjá þyrlu Gæslunnar  TF-GRO á ferðinni allan daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.