Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
29. júlí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.63 122.21 121.92
Sterlingspund 151.14 151.88 151.51
Kanadadalur 92.21 92.75 92.48
Dönsk króna 18.122 18.228 18.175
Norsk króna 13.961 14.043 14.002
Sænsk króna 12.815 12.891 12.853
Svissn. franki 122.5 123.18 122.84
Japanskt jen 1.1188 1.1254 1.1221
SDR 167.4 168.4 167.9
Evra 135.32 136.08 135.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.929
Hrávöruverð
Gull 1418.25 ($/únsa)
Ál 1795.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.28 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Bandarísk
stjórnvöld hafa gef-
ið leyfi sitt fyrir
samruna fjar-
skiptafyrirtækj-
anna Sprint og T-
Mobile. Félögin
reka í dag þriðja og
fjórða stærsta far-
símakerfi Banda-
ríkjanna, á eftir Verizon og AT&T sem
hvort um sig eru með rösklega þriðj-
ungshlut af markaðinum.
Hafa Sprint og T-Mobile fallist á að
selja hluta af vöruframboði Sprint til
gervihnattasjónvarpsrisans Dish Net-
work sem mun þá reka fjórða stærsta
farsímakerfi Bandaríkjanna, að því er
Reuters greinir frá.
Gagnrýnendur óttast að samruninn
muni draga úr samkeppni en stjórnvöld
telja þvert á móti að með því að snúa
bökum saman geti Sprint og T-Mobile
flýtt fyrir innleiðingu 5G-tækni á
bandaríska markaðnum. ai@mbl.is
Grænt ljós á samruna
Sprint og T-Mobile
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Án þess endilega að ætla sér að vera
dónalegir getur samskiptamáti Ís-
lendinga virkað hranalegur og gróf-
ur á erlenda gesti og útlent starfs-
fólk. Margrét Reynisdóttir, ráðgjafi
hjá Gerum betur, segir ekki þurfa að
vera svo snúið að laga þennan
vanda, og flestir kveiki fljótt á per-
unni með smá leiðsögn.
Hvað snýr að erlendum ferða-
mönnum segir
Margrét að þeim
geti þótt dónalegt
að Íslendingum
er ekki tamt að
nota ýmis kurt-
eisisorð. Getur
það því hljómað
eins að talað sé
með skipunartóni
þegar landinn
segir við gestinn
komið hingað,
farið þangað, setjist hér, frekar en
að biðja kurteislega. „Margar aðrar
þjóðir eru vanari því að hlutirnir séu
orðaðir öðruvísi og gott er að nota
kurteisisorð eins og mætti bjóða
þér, viltu gjöra svo vel, og vinsam-
legast í samskiptum við erlenda að-
ila.“
Margrét segir ýmsar kenningar
hafa verið settar fram til að reyna að
skýra þennan menningarmun.
Stærð og aldur samfélaga kunni að
hafa eitthvað að segja með það að
ólíkur talsmáti þróast hjá þjóðum.
„Ein skýringin gæti verið sú að við
erum sjómannaþjóð; ef að eitthvað
þarf að gera um borð þá þarf að gera
það strax, og segja hlutina skýrt
frekar en að tala undir rós,“ útskýrir
hún, og bætir við landnemaþjóðir,
eins og t.d. Bandaríkjamenn, hafi
orð á sér fyrir að segja hlutina skýrt
en samt á mun kurteisari máta en
Íslendingar. „Þjóðir með margra
alda- og árþúsundalanga sögu, s.s.
Kínverjar, Japanar og Indverjar,
hafa síðan oft þróað með sér flókn-
ara tungumál þar sem hlutirnir eru
ekki endilega sagðir beint út.“
Vafasamar handabendingar
Þá segir Margrét að þeir sem þjón-
usti erlenda ferðamenn þurfi að vera
meðvitaðir um alls kyns látbragð og
handabendingar sem skiljast með
ólíkum hætti á milli þjóða. Eitt
þekktasta dæmið er að í sumum
menningarheimum þykir mjög
dónalegt að benda með puttanum,
og í staðinn ætti að benda með flöt-
um lófa, hvort sem verið er að vísa
til leiðar við goshver eða sýna mat-
seðil á veitingastað. „Að reka upp
þumalinn, eða mynda hring með
þumli og vísifingri til marks um vel-
þóknun, getur þýtt eitthvað allt ann-
að og verra í öðrum löndum, og svo-
lítið kostulegt að sjá t.d. flugþjóna
nota þannig handabendingar fyrir
framan fulla vél af allra þjóða far-
þegum.“
Eins eiga margir gestir von á því
að vera sýnd meiri þjónustulund, og
þykir undarlegt ef íslenskur starfs-
maður t.d. stendur ekki upp þegar
gestur kemur inn í verslun, og sýnir
ekki frumkvæði við að sinna við-
skiptavininum. „Svo er ágætt að
muna, sérstaklega í kringum fólk frá
SA-Asíu, að það að hneigja höfuðið
örlítið mun falla í kramið, sem og að
nota báðar hendur til að rétta og
taka við peningum, varningi og nafn-
spjöldum.“
Samskiptamáti Íslendinga getur
líka valdið erlendu starfsfólki ama,
en í því tilviki segir Margrét að það
sé starfsmaðurinn sem þurfi að laga
sig að venjum heimamanna. „Það er
skipunartónninn sem fólk á ekki að
venjast, hvort heldur frá yfirmönn-
um, jafningjum eða undirmönnum á
vinnustað,“ segir Margrét. „Erlenda
starfsfólkið skilur það mjög fljótt
þegar þetta er útskýrt fyrir þeim, og
upplifa sumir mikinn létti að komast
að því að Íslendingar einfaldlega
tala svona og eru ekki að meina neitt
illt með því.“
Virkum stundum dónaleg
Morgunblaðið/Eggert
Óhefluð Ferðamaður virðir fyrir sér Íslandskort. Aðrar þjóðir tjá sig ekki með jafn beinskeyttum hætti.
Íslendingum hættir til að ávarpa erlenda viðskiptavini og samstarfsfólk með
skipunartóni Er oft ekki tamt að nota kurteisisorð þegar enska er töluð
Margrét
Reynisdóttir
Bæði S&P 500- og Nasdaq-vísitölurn-
ar slógu nýtt met við lokun markaða
vestanhafs á föstudag. S&P-vísitalan
hækkaði um 0,74% á föstudag og end-
aði í 3.025,86 stigum og Nasdaq end-
aði í 8.330,21 stigum eftir 1,11%
hækkun. Dow Jones-vísitalan mæld-
ist 27.192,45 stig sem er um 170 stig-
um frá meti 15. júlí síðastliðins. Þá
hefur Bandaríkjadalur ekki verið
sterkari í tvo mánuði.
Styrking vísitalanna á föstudag
skrifast einkum á góðar rekstrartölur
frá Alphabet og Starbucks. Þá voru
birtar nýjar hagtölur sem sýna að
hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum
ársfjórðungi var 2,1% á ársgrundvelli,
sem er nokkuð umfram spár sérfræð-
inga.
Reuters bendir á að af þeim 218
fyrirtækjum úr S&P-vísitölunni sem
þegar hafa birt rekstrartölur annars
ársfjórðungs hafi 75% farið fram úr
væntingum. Vöxtur í sölutekjum
kaffihúsa Starbucks á fjórðunginum
var sá mesti í þrjú ár og rauk hluta-
bréfaverð keðjunnar upp um 8,9% við
tíðindin. Þá reyndust tekjur Alphabet
af auglýsingasölu og skýjaþjónustu
meiri en greinendur höfðu spáð, og
skilaði það sér í 9,6% verðhækkun á
föstudag. Árangur Twitter var líka
umfram væntingar og hækkaði sam-
félagsmiðillinn um 8,9%. ai@mbl.is
AFP
Þróttur Frá NYSE. Annars ársfjórðungur kemur ágætlega út.
Bandarískar hluta-
bréfavísitölur slá met
Starbucks og Alphabet tóku kipp