Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 14

Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 Hálft ár er lið-ið um þess-ar mundir frá því að Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Venesúela og forseti þjóðþingsins, nýtti sér ákvæði í stjórnarskrá landsins til þess að lýsa sjálfan sig sitjandi forseta, í andstöðu við Nicolas Maduro, sem var að nafninu til kjörinn í stöðuna eftir kosningar, þar sem augljóslega var haft rangt við til að tryggja áfram völd hans. Þegar Guaido steig þau ör- lagaríku skref í janúar að lýsa sjálfan sig forseta vonuðu marg- ir að ný dögun væri í vændum í Venesúela og einræðisherr- unum, sem hreiðrað hafa um sig í æðstu valdastólum landsins, yrði varpað á brott. Allar ytri aðstæður þóttu einnig bjóða upp á það. Megn óánægja almennings með stjórn- völd brýst reglulega út, efna- hagur landsins er í kaldakoli, auk þess sem Guaido nýtur stuðnings flestra þeirra ríkja sem kenna sig við lýðræðislega stjórnarhætti. Ekkert hefur hins vegar orðið af þeim vonum. Herinn í Vene- súela hefur staðið þétt með spill- ingarstjórninni, þrátt fyrir til- raunir Guaidos til að fá hann með sér í lið, og hann eyddi miklu af pólitískum eldivið sín- um í misheppnaða valdaráns- tilraun í apríl. Þrátt fyrir að af- leiðingar Chavismans birtist landsmönnum daglega, virðist óttinn við hefnd ríkisins, leyni- lögreglunnar og vélhjólaglæpa- gengja á vegum stjórnar Mad- uros ætla að duga til að halda almenningi niðri. Það flækir stöð- una, að önnur ein- ræðisríki hafa tekið höndum saman til að halda Maduro áfram í sínu illa fengna embætti. Þannig mun Kúba hafa sent um 200 manns til landsins gagngert í þeim til- gangi að þjóna sem einka- lífvörður forsetans. Þá hafa ýmis ríki á borð við Rússland og Kína sýnt áhuga á að hafa núverandi stjórnvöld áfram í Venesúela, þó einkum vegna þeirra fjár- skuldbindinga sem þau hafa tek- ist á hendur gagnvart þeim, frekar en vegna sérstakrar tryggðar við þær „hugsjónir“ sem liggja að baki ógnarstjórn- inni. Guaido glímir einnig við ann- an vanda, sem er að stjórnarand- staðan í Venesúela er ekki eins samstíga og samhent og ætla mætti, heldur skipuð mörgum flokkum með ólík viðhorf. Sumir innan vébanda stjórnarandstöð- unnar vilja krefjast þess að Bandaríkin og önnur ríki grípi inn í ástandið með hervaldi, sem verður að teljast óraunhæft, á meðan aðrir vilja stíga varlegar til jarðar. Þá er enn óvíst hvað gerist í janúar. Sú hefð hefur skapast í þjóðþinginu að skipt sé um for- seta þingsins á hverju ári. Guaidó gæti þá þurft að láta af því embætti, og um leið af tilkalli sínu til að vera sitjandi forseti landsins samkvæmt þeim neyð- arúrræðum stjórnarskrárinnar sem beitt var í janúar. Hver tæki þá við er alls óvíst. Valdabarátta milli hinna ýmsu andspyrnu- flokka landsins gæti þó hæglega orðið vatn á myllu Maduros. Ógnarstjórn Madur- os hefur ekki verið haggað að ráði} Hálft ár vonbrigða Greint var frá þvífyrir helgi að meira en 80.000 ný tilfelli af mislingum hefðu verið skráð í Evrópu á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Það er ögn minna en á sama tíma á síð- asta ári, en þróunin er engu að síður uggvænleg, þar sem misl- ingasmitin voru tæp 26.000 árið 2017 og rétt um 5.000 árið 2016. Þessarar þróunar hefur einnig orðið vart hér á landi, sem al- kunna er, en fyrr í vor komu upp nokkur tilfelli mislinga, og fyrr í þessum mánuði smitaðist einn einstaklingur á ferðalagi sínu um Úkraínu, en þar er sjúkdómurinn alvarlegt heilbrigðisvandamál. Þessa endurkomu mislinga má rekja að heilmiklu leyti til þeirr- ar tilhneigingar sumra foreldra að bólusetja ekki börn sín, en í skýrslu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, WHO, kemur fram að bólusetning- arhlutfallið í Evrópu sé um 91%. Það hlutfall er sagt betra en á síðustu árum, en er samt ekki nóg til þess að tryggja svonefnt „hjarðónæmi“ fyrir þessum skaðvaldi. Mislingar eru stórhættulegur og smitnæmur sjúk- dómur, sem getur reynst lífshættulegur og er bólu- sett fyrir þeim af ríkri ástæðu. Það er skiljanlegt, að fregnir um skaðsemi bólusetningar, sér- staklega MMR-sprautunnar sem tekur á mislingum, hettusótt og rauðum hundum á sama tíma, hafi valdið mörgum foreldrum ugg á sínum tíma. Þær fregnir reyndust hins vegar byggðar á fölsuðum og röngum upplýs- ingum og hefur ítrekað verið sýnt fram á það með nýjum rann- sóknum. Eftir stendur að sá sem bólu- setur ekki börnin sín á grundvelli rangra upplýsinga teflir hjarð- ónæminu í tvísýnu og eykur þannig líkurnar á að aðrir sem ekki hafa enn fengið eða geta jafnvel ekki fengið bólusetningu verði fyrir barðinu á mislingum og öðrum vágestum, sem áður höfðu náðst góð tök á og allt að því verið útrýmt. Mislingasmitum fer fjölgandi í heim- inum.} Heilmikil afturför FRÉTTASKÝRING Snorri Másson snorri@mbl.is Íslendingar hafa á síðustu tólfmánuðum tapað hátt í hálfummilljarði króna til svindlara ánetinu. Stór hluti þess fjár sem einstaklingar eru að tapa er vegna fjárfestasvika svonefndra, þar sem óprúttnir aðilar hafa samband við fólk á netinu og bjóða þeim að kaupa hluta- bréf á hagstæðu verði, sem eigi svo eftir að rjúka upp í verði. Þau gera það náttúrulega ekki og peningarnir fara iðulega inn á erlendan reikning, þaðan sem hann fer inn á annan erlendan reikning og þaðan af allt út í hið óþekkjanlega. Og þá er lítið hægt að gera, raunar ekki neitt í flestum til- vikum. „Þetta er orðið alvarlegt vanda- mál,“ segir G. Jökull Gíslason, rann- sóknarlögreglumaður hjá ríkislög- reglustjóra. Hann segir að þeir sem verði helst fyrir barðinu á svindl- urum séu annars vegar fólk með lé- legt netlæsi svo- nefnt, eldra fólk til dæmis, og hins vegar fólk sem af einni eða annarri persónulegri ástæðu er sér- staklega berskjaldað á þeim tíma- punkti sem glæpamennirnir ákveða að herja á það. Jökull talar þar um skipu- lagðan netglæp sem með einbeittum hætti leitar uppi einstaklinga á við- kvæmum tímum í lífi þeirra. „Það hef- ur algerlega sýnt sig að þegar eitthvað hefur breytt lífi fólks á róttækan hátt á til dæmis tilteknu ári, þá er það það ár- ið margfalt berskjaldaðra fyrir svona gylliboðum en annars. Það getur verið skilnaður, veikindi eða hvers konar áfall,“ segir Jökull. „Við höfum séð dæmi þess, að einstaklingar með mikla reynslu úr viðskiptalífinu falla fyrir svona boðum og þar sjáum við sama mynstur: það hefur eitthvað komið upp á hjá þeim nýlega,“ segir hann. Flókið að endurheimta Þegar skaðinn er orðinn er skað- inn einfaldlega orðinn. Margur myndi ætla að lögreglan eða bankarnir hefðu forsendur til þess að endurheimta fé sem glatast með þessum hætti en svo er ekki. „Oftast þegar peningarnir eru farnir þessa leið er endurheimt von- laus,“ segir Jökull. Hann lýsir því að þegar fyrstu viðtökureikningarnir taki við fénu séu þeir strax færðir annað, jafnvel á reikning í öðru ríki, svo enn öðru og þar koll af kolli. Jafnvel þótt takist að rekja feril peninganna til ein- hvers tiltekins staðar tekur þar annar vandi við. „Segjum að þetta endi í Níg- eríu. Hvaða kröfu getur Ísland gert? Að glæpamaðurinn sé framseldur? Að hann skili peningunum?“ spyr Jökull. Málið er flóknara en svo. Í einhverjum málum hefur féð endað í Bandaríkjunum og Jökull seg- ir samstarf við þarlenda um þessi efni farsælt. „En þeir segja til dæmis að snúist málið ekki um meiri upphæð en 10.000 dollara, andvirði 1,2 milljóna króna, þá taki þeir það ekki fyrir. Það er þá tapað fé,“ segir Jökull. Lög- reglan hafi því aðeins bolmagn til þess að fylgja eftir málum sem eru meiri að vexti. Mögulega Íslendingar í vinnu Auglýsingarnar sem eiga að lokka saklausa netverja í gildrurnar eru sendar til fólks á alls kyns miðlum og birtast með ýmsum hætti. Það sem vekur áhyggjur nú er að þær eru stíl- aðar á æ betri íslensku og verða þeim mun trúverðugri. „Bæði eru þýðing- arvélarnar að verða öflugri og svo er möguleiki að þeir sem stundi þetta gætu verið með Íslending í vinnu hjá sér við að semja skilaboðin,“ segir Jök- ull og segir að vitanlega geri þetta fólki þeim mun erfiðara fyrir að koma auga á skúrkana. Herja á fólk á þess viðkvæmustu stundum Bandaríkjamenn töpuðu 150 milljörðum dala Netsvik í milljónum bandaríkjadala, dreifi ng á milli fl okka árið 2017 676 211 141 96 77 67 60 57 57 56 Fyrirmælasvindl Ástar/traustssvindl Vörusvik Fjárfestasvik Misnotkun persónuupplýsinga Kennistuldur Tölvuhakk Fyrirframgreiðslu- svindl Greiðslukrotasvik Leigusvindl Heimild: FBI Ef áþekkt graf væri sett upp fyrir sömu glæpi á Íslandi væru fjárfesta- svik sennilega í 2. sæti og greiðslukortasvik í 3. sæti. 500 milljónir kr. töpuðust vegna netsvika síðustu 12 mánuði. G. Jökull Gíslason Langalgengasta svindlið er fyr- irmælasvindlið, eða tölvupóst- svindlið, sem herjar á fyrirtæki og félagasamtök. Þar sem þrjót- ur dulbýr sig sem yfirmann til- tekins fyrirtækis og sendir tölvupóst á „undirmenn sína“ og segir þeim að leggja inn á reikning, sem er svo í eigu þrjótsins sjálfs. Fjárfestasvikin eru svo næstalgengust á Íslandi en þar lofa svindlarar fólki skjótum gróða í gegnum falskar fjárfestingar. Svo eru það ást- ar-/traustsvindl, þar sem „elsk- hugi“ ávinnur sér traust fórn- arlambsins á netinu, þróar með þeim samband og fer síðan að biðja um peninga, vegna spít- alareikninga, flugmiða, pakka- sendinga eða jafnvel kemur höndum yfir persónulegar myndir af því og kúgar svo fé út úr því með því að hóta að birta þær opinberlega. Langbesta leiðin til að forð- ast svik af þessum toga er að gæta þess mjög hvað maður samþykkir í gegnum netið, hvað sem það er. Svindlið er alls konar AÐGÁT SKAL HÖFÐ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ R annsóknir, vísindi og hagnýting hugvits eru forsendur fjölbreytts atvinnulífs, velferðar og styrkrar samkeppnisstöðu þjóða. Ísland stendur framarlega í alþjóðlegu vísindasamstarfi og hafa stjórnvöld lagt áherslu á að bæta stoðkerfi rannsókna og vísinda enn frek- ar ásamt því að auka möguleika íslenskra vís- indamanna í alþjóðlegu samstarfi. Alþjóðleg samfjármögnun rannsókna Á liðnu vorþingi voru samþykkt ný lög um op- inberan stuðning við vísindarannsóknir. Inntak þeirra snýr að tveimur mikilvægum sjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar. Annars vegar er um að ræða Innviðasjóð sem veitir styrki til kaupa á rannsóknarinnviðum eins og tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði. Hins vegar tengist frumvarpið Rannsóknasjóði sem styrkir vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám. Sameiginleg stjórn hefur verið yfir þessum tveimur sjóðum þrátt fyrir að eðli þeirra sé talsvert ólíkt en nú verður sú breyting gerð að sérstök stjórn verður sett yfir Innviðasjóð sem mun skerpa á stefnumótandi hlutverki hans og málefnum rannsóknarinnviða. Þá verður stjórn Rannsóknasjóðs veitt heimild til þess að taka þátt í samfjármögnun alþjóðlegra rannsóknaáætlana í samstarfi við erlenda rannsóknasjóði. Slík samfjármögnun felur í sér að rannsóknasjóðir frá mismunandi löndum koma sér saman um áætlanir með áherslu á sérstök svið ásamt því að mat um- sókna verður unnið af sameiginlega skipuðum fagráðum. Þessi breyting mun opna fleiri dyr fyrir íslenska vísindamenn í alþjóðlegu vísindasamstarfi og ýta undir nánara samstarf rannsóknasjóða. Framúrskarandi rannsóknarinnviðir Ný lög um evrópska rannsóknarinnviði voru einnig samþykkt á vormánuðum. Þau gera Ís- landi kleift að gerast aðili að samtökum um evr- ópska rannsóknarinnviði (e. ERIC). Með því opnast tækifæri fyrir íslenskt vísindasamfélag til að taka þátt í samstarfi um uppbyggingu og rekstur framúrskarandi rannsóknarinnviða sem eru af þeirri stærðargráðu að ógerningur er fyr- ir einstök ríki að fjármagna þá upp á eigin spýt- ur. Samþykkt frumvarpsins hefur til dæmis í för með sér að þátttaka Veðurstofu Íslands í evr- ópska jarðskorpumælakerfinu EPOS er tryggð en verkefnið er eitt mikilvægasta samstarf um gögn er tengjast náttúruvá. Eins er áframhaldandi þátttaka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í CLAR- IN, evrópska innviðaverkefninu á sviði máltækni, tryggð sem og þátttaka Félagsvísindastofnunar í evrópsku félagsvís- indakönnuninni ESS. Eitt af því sem einkennir íslenskt vísindasamfélag er mikil virkni í alþjóðasamstarfi enda er fjölþjóðlegt samstarf ís- lenskum rannsóknum nauðsynlegt. Við munum halda áfram að efla Ísland í slíku samstarfi enda höfum við mörgu að miðla á því sviði. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Alþjóðlegt vísindasamstarf eflt Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.