Morgunblaðið - 29.07.2019, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019
Gengið Druslugangan fór fram í Reykjavík sl. laugardag, í níunda sinn. Gangan var fjölmenn og vakti mikla athygli vegfarenda sem tóku upp myndavélar og síma til að fanga viðburðinn á mynd.
Hari
Peningamálastjórn-
un hefur áhrif á verð-
lagningu skuldabréfa
og hlutabréfa en
stjórnun opinberra
fjármála hefur áhrif á
ríkisútgjöld og
skattprósentu. Lækk-
un ríkisútgjalda og
hagræðing í rík-
isrekstri veitir svig-
rúm til skattalækkana
og hefur áhrif á
stærstan hluta almennings meðan
lækkun stýrivaxta hefur mest áhrif
á verðlagningu skuldabréfa og
hlutabréfa og því minni áhrif á al-
menning. Lækkun skatta og ríkis-
útgjalda er því verðmætasköpun
fyrir almenning á Íslandi. Sjálf-
stæðisflokkurinn byggir stefnu sína
á frelsi, athafnafrelsi og fjárhags-
legu sjálfstæði einstaklingsins sem
er grundvöllur jafnréttis og að það
sé ekki hlutverk stjórnvalda að
jafna hag manna með valdboði
heldur að tryggja að kakan sem er
til skiptanna sé sem stærst og
umbun fylgi árangri. Á sama tíma
sé stutt við þá sem höllum fæti
standa á hverjum tíma. Í ljósi þess-
arar stefnumörkunar er augljóst að
lækka þarf skatta og
ná meiri árangri í
rekstri ríkissjóðs.
Lækka þarf skatta og
tryggja þannig at-
hafnafrelsi og að kak-
an sem er til skipt-
anna stækki með meiri
verðmætasköpun. Á
undanförnum 10 árum
hefur fjármagns-
tekjuskattur hækkað
um 120%, erfða-
fjárskattur hefur tvö-
faldast og bankaskatt-
ur nífaldast.
Auðlegðarskattur var lagður á 2010
og nam 1,5-2% af eignum efnameiri
en var aflagður á árinu 2015. Auð-
legðarskattur er eignaupptaka sem
var framkvæmd af ríkisstjórn Sam-
fylkingar og Vinstri-grænna á ár-
unum 2009-2013, en þessir stjórn-
málaflokkar hafa verið í forystu við
skerðingu tekna eldri borgara, líf-
eyrisþega og öryrkja. Á sama tíma
hafa laun og lífeyrisréttindi op-
inberra starfsmanna, stjórnmála-
manna og ráðherra m.a. fyrr-
nefndra stjórnmálaflokka hækkað
um tugi prósenta með sjálfvirkum
hætti. Fasteignaskattar Reykjavík-
urborgar á atvinnuhúsnæði hafa
hækkað um rúmlega 91% frá árinu
2011 og fasteignagjöld á íbúðar-
húsnæði hafa einnig hækkað um
65% frá árinu 2013. Á undanförnum
tíu árum hefur fjöldi skattahækk-
ana verið tæplega 220. Mikil aukn-
ing ríkisútgjalda og lítil framleiðni í
ríkisrekstri kalla á hagræðingu
sem gæti leitt til skattalækkana.
Lækkun skatta er verðmæta-
sköpun sem skilar sér beint til
skattgreiðenda og skilar þeim
auknu ráðstöfunarfé. Lækkun
skatta eykur framleiðni og hagvöxt
til lengri tíma og styður við hag-
ræðingu í ríkisrekstri til lengri
tíma. Ríkisútgjöld hafa hækkað um
170 ma.kr. á undanförnum átta ár-
um en á sama tíma eru allir skatt-
stofnar fullnýttir en skattar á Ís-
landi eru með þeim hæstu á
heimsvísu. Í ríkisrekstrinum hafa
skattar hækkað um tugi prósenta
en á sama tíma hafa ríkisútgjöld
aukist sjálfvirkt án hagræðingar.
Með lækkun ríkisútgjalda og auk-
inni hagræðingu í ríkisrekstri væri
hægt að lækka skatta verulega til
hagsbóta fyrir alla landsmenn. At-
vinnurekstur á Íslandi er yfirskatt-
lagður en stöðva þarf sjálfvirka út-
þenslu ríkisins. Mörg tækifæri
liggja í sameiningu stofnana og
betri rekstri. Einnig er hægt að
leggja niður stofnanir sem þjóna
ekki lengur hlutverki sínu og færa
meira í stafræna vegferð þar sem
skattgreiðendur fá betri og einfald-
ari þjónustu með minni tilkostnaði.
Hægt er að spara verulega fjár-
muni í mörgum málaflokkum með
betri ákvarðanatöku og framtíðar-
sýn. Á næstu misserum þarf að
kreista „ríkissvampinn“ sem hefur
tekið til sín of mikið af sköttum
landsmanna en nú er rétti tíminn
til að lækka skatta enn frekar á
einstaklinga og atvinnurekstur og
byrja hagræðingu á öllum sviðum
ríkisrekstrar að hætti hinnar hag-
sýnu húsmóður sem hefur yfirleitt
náð bestum árangri á Íslandi með
útsjónarsemi sinni.
Hagræðing skapar svigrúm
til mikilla skattalækkana
Með upptöku verðmætaskapandi
stjórnunar í öllum ríkisstofnunum
er hægt að hagræða og bæta rekst-
ur. Yfirbygging í opinberum rekstri
er of mikil og hefjast þarf handa
við kerfisbundna hagræðingu í
rekstri ríkissjóðs á öllum sviðum.
Innleiða þarf leikreglur einka-
rekstrar í opinberum rekstri þar
sem stöðugt er horft til betri
rekstrar, betri stjórnunar og verð-
mætaskapandi þjónustu. Með kerf-
isbundinni hagræðingu í rík-
isrekstri er hægt að lækka skatta
verulega sem eykur verðmæta-
sköpun fyrir íslenskt þjóðfélag til
lengri tíma.
Aðalatriðið er að hefjast handa
strax. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
hefjast handa og fylgja eftir grunn-
stefi í stefnu sinni og tryggja þann-
ig tilveru sína en í kosningaá-
herslum sínum fyrir síðustu
kosningar er lögð áhersla á lækkun
skatta á almenning og fyrirtæki,
uppbyggingu innviða í heilbrigð-
iskerfi, samgöngum og menntakerfi
og hækkun á frítekjumarki og
tryggja þannig fjárhagslegt sjálf-
stæði eldri borgara auk þess að
gera sérstakt átak í fjölgun hjúkr-
unarheimila. Nú þarf athafnir í stað
orða og lækka skatta með afger-
andi hætti og auka þannig hagvöxt
og skapa verðmæti til framtíðar
fyrir Ísland og Íslendinga.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Í ljósi þessarar
stefnumörkunar er
augljóst að lækka þarf
skatta og ná meiri
árangri í rekstri ríkis-
sjóðs.
Albert Þór
Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðngur með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.
albertj@simnet.is
Lækkun skatta er verðmætasköpun