Morgunblaðið - 29.07.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 29.07.2019, Síða 23
Þýskalandi, 3) Kári Erlingsson, f. 16. ágúst 1982, lögregluþjónn, búsettur á Akureyri. Kona hans er Margrét Kristín Helgadóttir, lögfræðingur á Akureyri, börn þeirra Sunna Mekk- ín, Helgi Hrafn og Baltasar Bassi. Systkini Sigríðar sammæðra eru 1) Guðrún Edda Káradóttir, djákna- kandídat og myndlistarmaður, f. 26. september 1953, búsett í Reykjavík, 2) Einar Kárason rithöfundur, f. 24. nóvember 1955, búsettur í Reykja- vík, 3) Anna Karen Káradóttir há- skólanemi, f. 24. september 1965, búsett í Garðabæ. Samfeðra Sigríði eru 4) Magnús Örn Stefánsson flugstjóri, f. 2. júlí 1951, búsettur í Lúxemborg og Reykjavík, 5) Halla Stefánsdóttir líf- eindafræðingur, f. 12. ágúst 1955, búsett Garðabæ, 6) Þorleifur V. Stefánsson, umboðsmaður LEGO á Íslandi, f. 4. september 1959, d. 5. maí 2017, bjó í Mosfellsbæ. Móðir Sigríðar var Anna Camilla Einarsdóttir, f. 4. júní 1925, d. 26. nóvember 2014, húsmóðir, versl- unarkona og deildarritari. Hún var búsett á Ísafirði til 18 ára aldurs, síð- an í Reykjavík. Faðir Sigríðar var Stefán Magnússon, f. 26. ágúst 1926, d. 18. mars 1963, flugstjóri í Reykja- vík. Stjúpfaðir Sigríðar var Kári Gunnarsson, f. 9. mars 1921, d. 8. febrúar 1995, mjólkurfræðingur og bílstjóri í Reykjavík. Sigríður Stefánsdóttir Anna Ívarsdóttir húsfreyja á Ísafi rði Valdimar Sigurðsson húsmaður á Ísafi rði Sigríður Valdimarsdóttir húsfreyja og verkakona á Ísafi rði Einar Kristján Þorbergsson sjómaður og verkamaður á Ísafi rði Guðrún Kristjánsdóttir vinnukona á Langadalsströnd, N. Ís. Þorbergur Einarsson húsmaður, Bakkaseli Ísak Jónsson, skólastjóri og stofnandi Ísaksskóla í Reykjavík Kristbjörg Stefánsdóttir, húsfreyja í Vestmannaeyjum Anna Camilla Einarsdóttir deildarritari, Reykjavík Bragi Einarsson í Eden, Hveragerði Birna Einarsdóttir húsfreyja og skrif- stofumaður á Ísafi rði og í Reykjavík Ragnheiður Sigurbjörg Ísaksdóttir ljósmóðir og húsfreyja m.a. í Loðmundarfi rði. Jón Þorsteinsson bóndi og hreppstjóri, Gilsárteigi í Eiða- þinghá og Seljamýri í Loðmundarfi rði Arnbjörg Jónsdóttir húsfreyja og sjálfl ærður náttúrufræðingur, Rvík Magnús Stefánsson dyravörður í Stjórnarráðinu og bóndi í Reykjavík Guðbjörg Jósefsdóttir húsfreyja á Heiðarseli, Hróarstungu Stefán Magnússon bóndi á Heiðarseli, Hróarstungu Úr frændgarði Sigríðar Stefánsdóttur Stefán Magnússon fl ugstjóri í Reykjavík DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÆTLA EKKI AÐ FELA PENINGANA MÍNA HÉRNA UPPI.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska nýja skeggið hans. ÉG ER YNDI SPYRÐU NÆSTUM HVERN SEM ER SVEINN! ÞÚ KLÚÐRAÐIR MÁLUM Í ORRUSTUNNI Í DAG! ÞÚ MÁTT VELJA REFSINGU ÞÍNA SJÁLFUR! ÉG VEL ÁBÓT FRÁ HEPPNA EDDA! BÍDDU! ÞÚ KLÚÐRAÐIR EKKI SVO ILLA! „HANN SAMÞYKKTI AÐ RÆÐA VIÐ OKKUR EN FYRST KREFST HANN ÞESS AÐ FÁ FÖRÐUNARRÁÐGJÖF.” Jóhann S. Hannesson orti „uminnrætingu“: „Ég álít það alls ekki smekkvísi að innræta lömbunum stekkvísi. Þetta er óþverrasiður en miðast, því miður, við mig,“ sagði refurinn hrekkvísi. Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði og kallar „Stera- tröll“: Grettir sterki var gallharður, garpi þeim líkist Hallvarður, hausinn skekur og hræðslu vekur hrikalegur sem fjallgarður. Gunnar J. Straumland gefur holl ráð: Oftast nær er æviskeið auðnu háð, en alltaf má sjá aðra leið þá að er gáð. Óðagot mun ei til neins, er mitt ráð, því tíminn vísast tifar eins og til var sáð. Pétur Stefánsson er í sólskins- skapi: Og fuglarnir syngja sumarlag sælir í morgunbjarma. Ég skrúbba tennur og tauta brag og treð mér í útslitna garma. Við eigum í vændum dýrðlegan dag með dásemdar stillu og varma. Davíð Hjálmar í Davíðshaga segir á Leirnum að ekki fari hjá því að vætutíðin hafi áhrif á líf- ríki og umhverfi. Melrakki flýr sitt moldargreni, músahræ fljóta niður kíl. Þó er nú bara þörf á dreni þar sem er mest af krókódíl. Enn segir Davíð Hjálmar og kvíðinn leynir sér ekki: Felur þokan fjallahring, frussast regn um hóla. Fúnar burn og beitilyng. Breytist ég í Sunnlending? Ólafur Stefánsson segir „bót í máli“ – og ekki að ástæðulausu! Ég yrki vers og vísur, og vinn mig fram um spönn. Dotta og dreg svo ýsur, er dagsins hljóðnar önn. En enginn kann þau kvæði, né kannast við skáldið, mig, fyrir utan örlítið svæði, eina frænku, – og þig. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er ýmist vætutíð eða þurrkur Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Tilvalinn með á völlinn í sumar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.