Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚLÍ 2019 Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI bragðgott – hollt – næringarríkt – fyrir dýrin þín HANDBOLTI HM U21 árs karla Leikið á Spáni: Undanúrslit: Egyptaland – Frakkland ..................... 33:35 Portúgal – Króatía................................ 28:31 Keppni um 5.-8. sæti: Noregur – Danmörk ............................ 34:40 Slóvenía – Túnis.................................... 31:27 Úrslitaleikur: Frakkland – Króatía ............................ 28:23 Leikur um 3. sætið: Egyptaland – Portúgal ........................ 37:27 Leikur um 5. sætið: Danmörk – Slóvenía ............................. 34:26 Leikur um 7. sætið: Túnis – Noregur ................................... 37:36 Ólympíuhátíð æskunnar U17 ára karlar í Bakú: Leikur um 5. sætið: Ísland – Slóvenía .................................. 24:17 EM U18 karla B-deild í Rúmeníu: C-riðill: Tékkland – Ísland............................... 103:65 Bosnía – Noregur ................................. 69:63 Ísrael – Lúxemborg ........................... 100:31 Ísland – Ísrael....................................... 53:97 Lúxemborg – Noregur......................... 42:67 Tékkland – Bosnía.............................. 112:68  Staðan: Tékkland 6, Ísrael 6, Bosnía 5, Noregur 4, Ísland 3, Lúxemborg 3.  Ísland mætir Noregi í 4. og næstsíðustu umferð á morgun og Lúxemborg á mið- vikudaginn. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kórinn: HK – Stjarnan ........................ 19.15 Víkingsv.: Víkingur R. – Breiðablik.... 19.15 Í KVÖLD! VESTURBÆR/ KÓPAVOGUR/AKUREYRI Bjarni Helgason Einar Sigtryggsson Fylkir er komið úr fallsæti eftir 2:0- sigur gegn KR í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Mestaravöllum í gær í 12. umferð deildarinnar. Marija Radojicic skor- aði bæði mörk Árbæinga hvort í sín- um hálfleiknum. Vesturbæingar voru sterkari í leiknum og sköpuðu sér urmul tæki- færa til þess að skora mörk. KR-liðið fór hins vegar illa með hvert dauða- færið á fætur öðru og það getur reynst dýrt, sér í lagi þegar þú ert að berjast fyrir lífi þínu í deildinni. Fylkisliðið var stálheppið að sleppa með þrjú stig úr Vesturbænum. Ra- dojicic fékk þrjú færi í leiknum, skor- aði úr tveimur þeirra og Fylkiskonur geta þakkað Serbanum kærlega fyrir að skjóta þeim upp í sjötta sæti deild- arinnar. Það er allt annað að sjá KR liðið spila eftir þjálfaraskiptin en að sama skapi verður liðið að nýta færin sín betur. Vesturbæingum til happs þá eru sex umferðir eftir af deildinni og ef þær byrja að skora mörk þá ættu áhyggjurnar að vera litlar í Vest- urbænum. Fylkiskonur hafa loksins náð að tengja saman tvo sigra í deild- inni eftir langa bið. Liðið er hins veg- ar hvergi nærri hólpið og leikmenn liðsins, sem eiga það til að sofna á verðinum, þurfa að halda einbeitingu í 90. mínútur plús ef ekki á illa að fara í haust. bjarnih@mbl.is Of auðvelt hjá Breiðabliki Breiðablik er komið í efsta sæti deildarinnar eftir öruggan 5:2-sigur gegn Keflavík á Kópavogsvelli. Breiðablik byrjaði leikinn illa og lenti undir eftir fimm mínútna leik en það hafði engin áhrif á liðið. Um leið og Blikastúlkur trekktu sig í gang voru þær komnar yfir og það tók þær ekki nema þrjár mínútur. Keflavíkurliðið fór vel af stað og átti fína spretti í upphafi fyrri hálf- leiks og upphafi seinni hálfleiks. Liðið var að reyna einhvers konar há- pressu á meistarana, sem gekk ágæt- lega á upphafsmínútum leiksins. Eft- ir 25. mínútna leik var allt liðið hins vegar sprungið og stelpurnar af Reykjanesinu geta þakkað klaufa- legu Breiðabliksliði fyrir það að leik- urinn endaði ekki 15:2. Það er eitt lið sem getur stoppað Blika í sumar og það er Valur og Kópavogsliðið virðist vera full- komlega meðvitað um það. Þau lið sem mæta í Kópavoginn og ætla að fara sækja eitthvað eru hreinlega nið- urlægð, líkt og Keflavík og ÍBV. Þá virðist Kópavogsliðið vera í mun betra formi en önnur minni lið í deild- inni og í kvennadeildinni er það oft úthaldið sem ræður úrslitum. Það var aðdáunarvert að sjá nýliða Keflavík- ur mæta í Kópavpoginn og reyna að pressa eitt best spilandi lið landsins. Ef eitthvað lið ætlar sér hins vegar að fá stig á móti Val og Breiðabliki, en ekki útreið, þá kann það eflaust betri lukku að stýra, að múra bara fyrir markið sitt og freista þess að beita skyndisóknum. bjarnih@mbl.is Línudans kveikti í Þór/KA Eftir tvo tapleiki í röð komst lið Þórs/KA aftur á sigurbraut á laug- ardag. Lið ÍBV var í heimsókn á Þórsvellinum og fékk skell. Þór/KA vann 5:1 eftir markalausan fyrri hálf- leik. Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum en Þór/KA nýtti færin sín vel. Tveir leikmenn skoruðu sín fyrstu mörk fyrir félagið, þær Agnes Birta Stefánsdóttir og María Cat- harina Ólafsdóttir Gros. Heimakonur voru án margra lykil- manna í leiknum en sýndu að án þeirra er ýmislegt hægt. Liðið var búið að spila sjö hálfleiki í röð án marks en þegar stíflan loks brast þá kom hreinlega markaflóð. Tvö fyrstu mörk liðsins voru ansi skondin en þau skoraði Hulda Ósk Jónsdóttir eftir að hafa prjónað sig fram hjá varn- armönnum eftir endalínunni. Helsta ógn Eyjakvenna var í Cloé Lacasse en rispur hennar ollu usla og sköpuðu nokkur ágæt færi. Brenndu Eyjakonur m.a. af víti eftir að Cloé var felld og einnig var bjargað á línu frá henni eftir að hún komst í gegn- um alla varnarlínu heimakvenna. Þór/KA virðist ætla að berjast fyrir þriðja sætinu í deildinni en Eyjakon- ur eru í stórhættu á að falla. Fall úr deildinni yrðu skelfileg örlög fyrir jafn öflugt lið og ÍBV. einar@ma.is Fylkiskonur sendu KR í fallsæti  Breiðablik tyllti sér á toppinn  Þór/KA lék sér að ÍBV á Akureyri Morgunblaðið/Hari Inngrip Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður Fylkis handsamar knöttinn. 1:0 Hulda Ósk Jónsdóttir 46. 2:0 Hulda Ósk Jónsdóttir 53. 2:1 Caroline Van Slambrouck 58. 3:1 Agnes Birta Stefánsdóttir 60. 4:1 María C. Ólafsdóttir Gros 82.. 5:1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 88. I Gul spjöldKaren María (Þór/KA) 65. Áhorfendur: 110. ÞÓR/KA – ÍBV 5:1 M Bryndís L. Hrafnkelsd. (Þór/KA) Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Lára Kristín Pedersen (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Þórdís Hrönn Sigfúsd. (Þór/KA) Caroline Van Slambrouck (ÍBV) Cloé Lacasse (ÍBV) Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Dómari: Arnar Ingvarsson, 7. 0:1 Marija Radojicic 11. 0:2 Marija Radojicic 80 I Gul spjöldHulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki), Betsy Hassett (KR). MM Marija Radojicic (Fylkir) KR – FYLKIR 0:2 M Betsy Hassett (KR) Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR) Grace Maher (KR) Gloria Douglas (KR) Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylki) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) Kyra Taylor (Fylki) Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki) Dómari: Þórður Már Gylfason, 6. 0:1 Sophie Groff 6. 1:1 Alexandra Jóhannsdóttir 12. 2:1 Hildur Antonsdóttir 15. 3:1 Agla María Albertsdóttir 45.(v.) 4:1 Selma Sól Magnúsdóttir 77. 5:1 Alexandra Jóhannsdóttir 83. 5:2 Sophie Groff 89.(víti) I Gul spjöldAgla María (Breiðabliki) Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson 7. Áhorfendur: 287. BREIÐABLIK – KEFLAVÍK 5:2 MM Alexandra Jóhannsdóttir (Breið.) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki) M Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki) Agla María Albertsdóttir (Breið.) Andrea Rán Hauksdóttir (Breið.) Sveindís Jane Jónsdóttir (Kefl.) Katla María Þórðardóttir (Kefl.) Aníta Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Aytac Sharifova (Keflavík) Enska knattspyrnufélagið Liverpool gekk í gær frá kaupunum á Harvey Elliott frá Fulham en hann hann skrifar undir fimm ára samning við félagið. Kaupverðið á leikmanninum hefur ekki verið gefið upp en það er talið vera í kringum átta milljónir punda. Elliott varð yngsti leikmað- urinn til þess að spila í ensku úrvals- deildinni á síðustu leiktíð, þá 16 ára og 30 daga gamall. sport@mbl.is Sá yngsti til Liverpool

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.