Morgunblaðið - 30.07.2019, Side 1

Morgunblaðið - 30.07.2019, Side 1
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 28 þúsund fleiri erlendir ríkis- borgarar hafa flutt til landsins frá ársbyrjun 2012 en fluttu frá landinu. Til samanburðar búa um 30 þúsund manns í Hafnarfirði sem er þriðja fjölmennasta sveitarfélag landsins. Þetta má lesa má úr nýjum tölum Hagstofunnar en rúmlega 2 þúsund erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins á 2. ársfjórðungi. WOW air hætti starfsemi í lok 1. fjórðungs en í kjölfarið urðu uppsagnir á Keflavík- urflugvelli og víðar. Þrátt fyrir það var áfram straumur til landsins. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að miðað við þróun síðustu ára megi áætla að í ár flytji um 4.000 fleiri erlendir ríkis- borgarar til landsins en frá því. Hins vegar muni 400 fleiri íslenskir ríkis- borgarar flytjast frá landinu en til þess. Margt geti haft áhrif á spána, ekki síst gengi ferðaþjónustu í haust. Meiri aðflutningur en spáð var Halldór Kári Sigurðarson, sér- fræðingur í greiningardeild Arion banka, segir tölurnar koma á óvart. „Um 2.400 erlendir ríkisborgarar hafa flutt til landsins umfram brott- flutta á fyrri helmingi ársins þrátt fyrir að atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara sé komið upp í 7,4%. Sögulega séð hafa frjálsir fólksflutn- ingar í gegnum EES-samninginn stuðlað að bættri aðlögunarhæfni vinnumarkaðarins og þar með leitt til minna atvinnuleysis eða eftir- spurnarþrýstings eftir stöðu hag- kerfisins, en nú gæti hins vegar verið komin upp ný staða. Kröftugir fólksflutningar til lands- ins ofan í efnahagssamdrátt eru til þess fallnir að auka atvinnuleysi enn frekar og draga úr eftirspurnar- þrýstingi sem er ekki meðal þess sem kólnandi hagkerfi þarf á að halda,“ segir Halldór Kári og bendir á að atvinnuleysið sé þó lágt í alþjóð- legu samhengi. Aðflutningurinn sé til þess fallinn að styðja við húsnæð- isverð þótt aðgangur að lánsfé muni ef til vill hafa meira að segja um verðþróunina til skemmri tíma. Aðflutningurinn er á við Hafnarfjörð  Straumur til landsins frá 2012  Fjölgun í ár umfram spá MHægir á fjölgun »6 Aðfluttir umfram brottflutta 2012-2019 samtals eftir ríkisfangi* 27.974 Erlendir ríkisborgarar -2.896 Íslenskir ríkisborgarar *Til og með 31.6. 2019 Heimild: Hagstofan Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Laun knattspyrnumanna á Íslandi hafa hækkað talsvert á undan- förnum þremur árum. Jafnframt hefur aukist mjög að leikmenn skrifi undir sérstaka viðaukasamninga við sín félög og þá er ánægja með frammistöðu lækna og sjúkraþjálf- ara liðanna í ár minni en árið 2016. Þetta eru meðal helstu niðurstaða í ítarlegri könnun Leikmanna- samtaka Íslands á kjörum og vinnu- umhverfi leikmanna í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi og er byggð á svörum 191 leikmanns í deildinni. Laun leikmanna hafa hækkað talsvert frá árinu 2016. Af 191 leik- manni sem svaraði könnuninni í ár eru 30 prósent, eða 57 leikmenn, með laun á bilinu 242 til 485 þúsund krónur á mánuði, 28 leikmenn (15 prósent) eru með 485 til 970 þúsund á mánuði, fimm leikmenn eru með 970 til 1.820 þúsund á mánuði, tveir leikmenn eru með 1,8 til 3,6 milljónir á mánuði og þrír leikmenn kváðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði í laun. Til samanburðar var enginn með meira en 1,8 milljónir í laun á mán- uði árið 2016 og 13 leikmenn fengu 485 til 970 þúsund krónur í mán- aðarlaun. Leikmannasamtök Íslands fagna þessari þróun og segja þetta sýna að hægt sé að vera atvinnumaður í knattspyrnu á Íslandi. »24 Hærri laun í ís- lenskum fótbolta Morgunblaðið/Hari Könnun Varpar meðal annars ljósi á kaup og kjör knattspyrnumanna. Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  177. tölublað  107. árgangur  JAFNVEL LOGNIÐ ER HVASST LOKA TVEIMUR EDDU- HÓTELUM AUGLÝSINGA- HERFERÐ UM BREXIT FERÐAÞJÓNUSTA, 10 BORIS JOHNSON 12HULDA SIF 28 „Frá aldamótum 2000 hefur Svínafellsjökull hörfað um 200 metra á meðan nágranni hans, Skaftafellsjökull, hefur hopað um rúmlega 1.000 metra,“ segir Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Hér sést hinn tignarlegi jökull sem bráðnar hratt. Að sögn Hrafnhildar hefur það breyst mikið hvernig jöklar hreyfast og hörfa. Fyrir framan flesta sporða Suður-Vatnajökuls hafa myndast lón sem flýta fyrir hörfun og leysingu jöklanna. „Jöklarnir eru í raun búnir að grafa sínar eigin grafir, en botninn undir þeim nær allt að 300 metra undir sjávarmál, þeir hafa grafið stórar dældir sem síðan mynda þessi jökul- lón,“ segir Hrafnhildur. »6 Jöklar Suður-Vatnajökuls „grafa sínar eigin grafir“ Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.