Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Megrunarkaffi sem inniheldur am-
fetamínskylt efni og er til sölu hér
á landi er nú til skoðunar hjá Mat-
vælastofnun og Lyfjaeftirliti Ís-
lands. Í kaffinu er virka efnið
phenylethylamine sem er á bann-
lista Alþjóðalyfjaeftirlitsins,
WADA, og er því neysla þess fyrir
hvers kyns íþróttakeppni t.a.m.
bönnuð.
Framkvæmdastjóri Lyfjaeftir-
litsins, Birgir Sverrisson, segir að
eftirlitinu hafi borist ábendingar
um megrunarkaffi, sem seljendur
kalla gjarnan „töfrakaffi“ og inni-
heldur efnið phenylethylamine
(PEA), sem hefur örvandi áhrif.
„Ástæðan fyrir því að þetta örv-
andi efni er á bannlista WADA er
að efnið er hættulegt heilsu fólks
og er árangursbætandi,“ segir
Birgir. Þess vegna gæti íþróttafólk
sem tekur inn efnið fyrir keppni
fallið á lyfjaprófi, þar sem efnið er
amfetamínskylt. Birgir frétti fyrst
af því í gær að kaffi sem inniheldur
efnið væri til sölu á Íslandi.
„Lyfið er amfetamínskylt og það
ætti að vera ólöglegt að selja þetta
í flestum löndum. Þessi vara er
skólabókardæmi um eitthvað sem
varað er við. Vörur sem eiga að
grenna fólk eða auka vöðvamassa
þess, þær ber að varast. Það er oft
eitthvað óvenjulegt í þessu,“ segir
hann.
Söluaðilar á samfélagsmiðlum
Áhrifavaldar og aðrir umboðs-
aðilar selja megrunarkaffi á sam-
félagsmiðlum, s.s. Instagram og
Facebook, og eru einnig dæmi um
sölusíður þar sem megrunarkaffi
er selt. Fjöldi Facebook-síðna er
með söluumboð fyrir megrunar-
kaffi og voru margar þeirra stofn-
aðar um svipað leyti, fyrr í júlí-
mánuði þessa árs. Þar eru dæmi
um að birtar séu árangurssögur af
þyngdarmissi eftir nokkurra vikna
neyslu kaffisins.
Á síðu sem selur megrunarkaffi
segir að kaffið hafi „jákvæð áhrif á
heilastarfsemina, jafnar blóðsykur
og geðslag, eykur fókus, skýrleika,
einbeitingu og bætir minnið“.
MAST hefur fengið ábendingar
um fyrrgreinda vöru að sögn Ingi-
bjargar Jónsdóttur, fagsviðsstjóra
hjá Matvælastofnun.
„Við höfum fengið ábendingar
og við erum að skoða virk inni-
haldsefni í þessu. Við skoðum
akkúrat svona vörur vel þegar við
fáum ábendingar um það að þetta
sé í millidreifingu hérna,“ sagði
hún.
Matvælastofnun Írlands innkall-
aði nýlega megrunarkaffi frá fyrir-
tækinu Miss Fit Enterprises, en
fyrirtækið hætti starfsemi
skömmu seinna. Varan var innköll-
uð vegna misvísandi skilaboða á
umbúðum sem samræmdust ekki
lögum þar í landi. Írski miðillinn
The Journal greindi stuttu seinna í
febrúarmánuði frá því að skellt
hefði verið í lás í verslunum Miss
Fit Enterprises.
„Töfrakaffi“ til skoðunar hjá MAST
Áhrifavaldar og aðrir umboðsaðilar selja kaffi í gegnum samfélagsmiðla sem inniheldur amfetamínskylda
efnið phenylethylamine Efnið er á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, sem Lyfjaeftirlitið starfar eftir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Drykkur Lyfjaeftirlitinu hafa borist
ábendingar um megrunarkaffið.
Landsmenn hafa notið blíðunnar í sumar sem
best þeir geta. Þessi ungi maður var staddur í
Kvígindisfirði á dögunum og notaði góða veðrið
til að baða sig í sjónum.
Kvígindisfjörður gengur norður úr Breiða-
firði og er á milli Skálmarfjarðar og Kolla-
fjarðar. Samnefndur bær er í botni hans og er sá
nefndur í Landnámabók. Hvorugkynsorðið kvíg-
indi merkir ungir nautgripir og er skylt orð-
unum kvíga og kvígur. Nokkur fleiri örnefni og
bæjarnöfn hafa kvígindi að forlið, að því er fram
kemur á Vísindavefnum.
Morgunblaðið/Hari
Buslað í blíðunni í Kvígindisfirði
Allt bendir til
þess að kríu-
varp á Gróttu
og Seltjarn-
arnesi hafi
gengið vel þetta
sumarið. Þetta
segir Elísa
Skúladóttir líf-
fræðingur sem
hefur staðið að
rannsókn kríu-
varps á svæðinu
í sumar ásamt líffræðingunum
dr. Freydísi Vigfúsdóttur og Sig-
urlaugu Sigurðardóttur.
Elísa segir að margir þeir ung-
ar sem hafi verið vaktaðir frá
klaki séu þegar orðnir fleygir.
„Það koma undan varpinu
fleygir ungar og margir flottir
líka og stálpaðir sem eru alveg
að fara að reyna sig við flugið,“
segir Elísa. Hún segir að flestum
kríunum hafi tekist vel að fæða
unga sína og mælingar sýni að
þær gefi þeim síli frekar en ann-
að næringarsnauðara fæði eins
og flugur og kóngulær. Segir
hún að kríum hafi fjölgað í
Gróttu á síðustu tveimur árum
miðað við tölur úr skýrslu frá
2017. Hún bendir þó á að enn
eigi eftir að vinna úr nið-
urstöðum rannsóknarinnar en
kveðst bjartsýn á jákvæðar nið-
urstöður. rosa@mbl.is
Kríuungar margir
orðnir fleygir
Síli Kríuungar
dafna best á sílum
og sjávarfangi.
Öll sýni sem Heil-
brigðiseftirlit
Reykjavíkur hef-
ur tekið úr ís í ís-
búðum í Reykja-
vík þetta
sumarið hafa
staðist heilbrigð-
iskröfur.
Þetta segir
Óskar Ísfeld Sig-
urðsson, deildar-
stjóri mat-
vælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur. Hann staðfestir að
sýnatakan hafi verið í gangi síðan í
maí og segir að meirihluti ísbúða
hafi nú verið kannaður en um 30
sýni hafa verið tekin úr ísvélum í
höfuðborginni.
Óskar segir að Heilbrigðiseftir-
litið kanni ýmsar tegundir gerla,
m.a. iðragerla og coli-gerla. Hann
segir að ef íssýni úr ísvél standist
ekki kröfur sé henni umsvifalaust
lokað en staðfestir að skaðlegir
gerlar hafi ekki fundist í ísbúðum í
Reykjavík lengi.
„Eins og staðan er í dag er ekk-
ert sýni sem hefur fallið. Allur sá ís
sem við höfum skoðað er öruggur
og við höfum ekki fengið neinar til-
kynningar um meintar matarsýk-
ingar vegna íssölu í Reykjavík í ár,“
segir Óskar. rosa@mbl.is
Allar ísbúðir staðist
heilbrigðiskröfur
Ís Gott er að gæða
sér á ís í blíðunni.