Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Your Shoes strigaskór
Margar gerðir
Leður
Leðurstrigaskór
Verð 12.995
Stærðir 36-42
Styrmir Gunn-arsson bendir á
að í könnun Zenter
mælist „fylgi Sjálf-
stæðisflokksins
20,5%, sem er 2,1
prósentustigi minna
fylgi en í könnun
sama aðila hinn 27.
júní sl. Í könnun
MMR fyrir skömmu mældist Sjálf-
stæðisflokkurinn með 19% fylgi.
Það verður fróðlegt að sjá,hvort þjóðarpúls Gallup stað-
festir þessa þróun, þegar þær töl-
ur koma, væntanlega undir lok
vikunnar.
Stóra myndin er sú, að frá hrunihefur fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins hrunið. Það hefur lítið sem
ekkert verið rætt á opnum vett-
vangi flokksins, þótt sjálfsagt hafi
slíkar umræður farið fram bæði í
þingflokki og miðstjórn.
Er ekki kominn tími á slíkarumræður á opnum vettvangi
meðal flokksmanna?
Það er athyglisvert að fylgjastmeð þeim áhrifum, sem harð-
ari stefna Boris Johnson, forsætis-
ráðherra Breta, gagnvart ESB er
að hafa á fylgi Íhaldsflokksins í
Bretlandi, sem er á uppleið.Getur
verið að orkupakkinn eigi hlut að
máli að því er varðar Sjálfstæð-
isflokkinn hér?“
Þetta er rétt en flokkurinnhafði þó rétt sig verulega af
þar til hann kúventi án skýringa í
Icesave og storkaði flokksfólkinu
og hefur ekki borið sitt barr síð-
an. Því var hreint óráð að hann
hyrfi frá samþykkt Landsfundar
og yfirlýsingum formanns á þingi
um orkupakkann og enn skýring-
arlaust.
Styrmir
Gunnarsson
Skýringarlaust
sjálfsskaparvíti
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Um fimm og hálfur mánuður er síðan þriggja manna
starfshópur á vegum umhverfisráðherra átti að skila
tillögum sínum um hvort og með hvaða hætti tak-
marka ætti notkun flugelda. Hópurinn var skipaður
í lok desember 2018 og átti að skila tillögum til ráð-
herra fyrir 15. febrúar sl.
Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra um-
hverfis- og auðlindaráðuneytisins, Steinunni Fjólu
Sigurðardóttur, er starfshópurinn ekki að störfum
eins og er vegna sumarfría. Segir hún vinnu hópsins
langt komna og hann muni einhenda sér í að ljúka
henni strax að loknu sumarfríi. Vonast er eftir nið-
urstöðu í málinu í haust að sögn hennar.
Ljóst er að vinna starfshópsins mun líklega ekki
hafa áhrif á flugeldasýningar í sumar og snemma í
haust en hefð er fyrir því að skjóta upp flugeldum á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, á Menningarnótt í
Reykjavík og á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Óvíst er
hvort áhrifa vinnunnar muni gæta um áramótin.
Fjallað var um það í Morgunblaðinu fyrir rúmum
mánuði að rætt hefði verið um það á fundi menning-
ar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar
hvort flugeldasýningin á menningarnótt í ágúst yrði
hugsanlega sú síðasta. rosa@mbl.is
Fimm og hálfs mánaðar töf
Enn bólar ekkert á til-
lögum varðandi flugeldamál
Morgunblaðið/Ómar
Flugeldar Hefð er fyrir því að Íslendingar skjóti
upp flugeldum á ýmsum hátíðlegum viðburðum.
Næstu dagar verða annasamir hjá
starfsmönnum Faxaflóahafna og
fyrirtækja sem annast móttöku á
farþegum skemmtiferðaskipa.
Á morgun verða fimm skemmti-
ferðaskip stödd samtímis í Reykja-
vík. Með þessum skipum koma alls
tæplega 8.500 manns, þar af eru
farþegar 5.925. Gera má ráð fyrir
að langflestir þeirra fari í skipu-
lagðar skoðunarferðir.
Eitt þessara fimm skipa er
stærsta skipið sem hingað kemur í
sumar. Það heitir MSC Preziosa,
139.072 brúttótonn, smíðað 2013.
Farþegar eru 3.502 og í áhöfn eru
1.370. MSC Preziosa er væntanlegt
að Skarfabakka í Sundahöfn klukk-
an átta í dag og mun láta úr höfn
klukkan 17 á morgun.
Á morgun mun Rotterdam einnig
liggja við Skarfabakka og Ocean
Atlantic við Korngarða. Í gömlu
höfninni verða tvö skip, Silver Wind
við Miðbakka og Ocean Diamond
við Faxagarð. sisi@mbl.is
Fimm skemmtiferða-
skip samtímis í höfn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skarfabakki MSC Preziosa og Norwegian Getaway voru samtímis í höfn
fyrr í sumar. Farþegar og áhafnir voru samtals nærri 10 þúsund talsins.