Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur samþykkt
niðurrif á átta húsum og einni botn-
plötu á lóðinni númer 10 við Kjalar-
vog. Samanlagt flatarmál þessara
bygginga er 5.727 fermetrar. Bygg-
ingarnar, sem standa á Gelgjutanga,
þurfa að víkja fyrir íbúðarbyggð, svo-
kallaðri Vogabyggð 1. Gelgjutangi er
smánes sem skagar út í Elliðaárvog á
móts við Grafarvog.
Á Gelgjutanga hófst uppbygging
skipasmíðaiðnaðar á árum seinni
heimsstyrjaldar og þar var byggð lít-
il dráttarbraut. Meðal fyrirtækja á
nesinu voru Keilir, Landssmiðjan og
Bátanaust. Olíufélagið hf.(Essó), nú
N1, var með einnig starfsemi á
Gelgjutanga. Takmörkuð starfsemi
hefur verið í húsunum síðustu árin.
Samkvæmt húsaskrá eru bygging-
arnar sem rífa á reistar á árunum
1948-1981. Yngsta byggingin og jafn-
framt sú stærsta er lagerbygging frá
1981, 2.669 fermetrar. Sú næst-
stærsta og jafnframt elsta er
geymsla, byggð árið 1948.
Það er fyrirtækið U14-20 ehf.,
Borgartúni 25, sem sækir um leyfi til
niðurrifsins. Í hlutafélagaskrá kemur
fram að þetta er einkahlutafélag,
stofnað árið 2017. Starfsemi þess er
bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Stofnandi er Steinsteypan ehf., Kop-
arhellu 1 í Hafnarfirði. Skráður
stjórnarformaður er Jóhann Ásgeir
Baldurs og meðstjórnandi Daníel
Þór Magnússon. Hann er jafnframt
framkvæmdastjóri og prókúruhafi.
Eins og áður segir mun hluti svo-
nefndrar Vogabyggðar, Vogabyggð
1, rísa á Gelgjutanga. Vorið 2017
skrifaði Reykjavíkurborg undir
samninga um uppbyggingu íbúðar-
húsnæðis á Gelgjutanga en heildar-
fjöldinn þar verður 349 íbúðir. Inni í
þeirri tölu eru 75 íbúðir sem Bjarg –
íbúðafélag ASÍ og BSRB mun
byggja og eru þær ætlaðar fyrir
tekjulágar fjölskyldur og einstakl-
inga.
Dótturfélag Kaldalóns
Félagið Festir, í eigu hjónanna
Ólafs Ólafssonar (Samskip) og Ingi-
bjargar Kristjánsdóttur, átti fjórar
af fimm lóðum á Gelgjutanga. Þar
hafði Festir látið forhanna 270 íbúðir
í fjórum byggingum. Fram kom í
fréttum að Festir hefði selt lóðirnar
til félagsins U 14-20 ehf., dóttur-
félags Kaldalóns bygginga hf. sem er
tengt Kviku banka.
Nú er unnið að gerð nýs sjóvarna-
garðs á Gelgjutanga, en framkvæmd-
ir hófust í desember sl. Verktaki er
Jarðvirki ehf. Þessar framkvæmdir
eru í samræmi við deiliskipulag
svæðisins sem gerir ráð fyrir um
3.500 fermetra landfyllingu og að um
17.000 fermetrar lands verði hækk-
aðir. Lágmarksyfirborðshæð lands
verður fimm metrar yfir sjávarmáli.
Íbúðarbyggðin verður því vel varin
komi til hækkunar á yfirborði sjávar
vegna mögulegrar hlýnunar and-
rúmsloftsins.
Vogabyggð er heiti á hverfinu sem
er byrjað að rísa sunnan Kleppsmýr-
arvegar og austan Sæbrautar. Sam-
kvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir
að þarna geti risið allt að 1.300 íbúðir,
samtals um 155.000 fermetrar, og at-
vinnuhúsnæði verði um 56.000 fer-
metrar. Skipulagssvæðið er um 18,6
hektarar.
Niðurrif á Gelgjutanga
Eldri atvinnuhús víkja fyrir íbúðarbyggð Húsin samtals tæpir 6.000 fermetrar
Morgunblaðið/Hari
Gelgjutangi Húsin í Kjalarvogi sem verða rifin eru fyrir miðri mynd. Norðan við húsin er athafnasvæði Samskipa en Snarfarahöfnin er sunnan megin.
Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur
samþykkt að útvega starfsmönnum
tjaldsvæðis Grindavíkur örygg-
ishnapp þar til öryggismyndavélar
verða settar upp fyrir tjaldsvæðin.
Starfsmaður á tjaldsvæðinu varð
fyrir óþægindum, sem leiddi til
aukinna örygg-
isráðstafana, að
sögn bæjarstjóra
Grindavíkur,
Fannars Jón-
assonar.
„Þetta var að-
eins að gefnu til-
efni. Það var
ákveðið að setja
bæði upp
myndavélakerfi í
opnu rými og
síðan vera með öryggishnapp ef
eitthvað kæmi upp á þegar starfs-
menn eru einir þarna að kvöldi
til,“ sagði Fannar.
Hnappurinn er tengdur öryggis-
kerfi og er því starfsmönnum út-
veguð vöktunarþjónusta allan sól-
arhringinn.
Bæjarráð Grindavíkurbæjar
samþykkti á bæjarráðsfundi hinn
3. júlí að uppsetning eftirlits-
myndavéla á tjaldsvæði bæjarins
hæfist „í vinnu fjárhagsáætlunar
fyrir árið 2020. En fram að þeim
tíma fái starfsmenn öryggis-
hnapp“.
„Við ákváðum þetta á okkar for-
sendum. Eitthvað gæti komið upp
á hjá gestunum og þetta kemur
sér vel ef tilefni þætti til að kalla
eftir aðstoð,“ sagði Fannar.
Eftirlit í Eyjum
Myndavélaeftirlit verður einnig
á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
sem fram fer um næstu helgi.
Rúmlega 10 eftirlitsmyndavélar
munu vakta hátíðarsvæðið í Herj-
ólfsdal allan sólarhringinn og
geyma upptökur, að því er fram
kemur á vef hátíðarinnar. Þá
verða einnig til taks sjúkraskýli
233 metra frá brekkusviðinu, þar
sem gestir geta fengið læknisþjón-
ustu.
Neyðar-
hnappur á
tjaldsvæði
Fannar
Jónasson
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Str. 36-56
20%
aukaafsláttur
af allri
útsöluvöru
Verðhrun
á útsölu
TISSOTWATCHES .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
#ThisIsYourTime
TISSOT heritage visodate
INSPIRED BY THE TISSOT VISODATE
COLLECTION FROM 1950.
SKARTGRIPIR&ÚR
SÍÐAN 1923
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Héraðsdómur Reykjavíkur sam-
þykkti í gær flýtimeðferð í dóms-
máli VR gegn Fjármálaeftirlitinu
(FME). VR stefndi FME og Líf-
eyrissjóði verzl-
unarmanna
(LIVE) til ógild-
ingar á stjórn-
valdsákvörðun.
VR gerði kröfu
um að ákvörðun
FME frá 3. júlí sl. um að stjórn-
armenn LIVE sem tilkynntir voru
til FME 23. mars sl. séu enn
stjórnarmenn LIVE.
Í frétt VR segir að það liggi
fyrir að VR tilnefni fjóra að-
almenn í stjórn LIVE og fjóra
varamenn. „Á fundi fulltrúaráðs
VR 20. júní 2019 var samþykkt að
afturkalla umboð allra stjórn-
armanna, bæði aðal- og vara-
manna, sem sitja í umboði VR í
stjórn lífeyrissjóðsins. Í kjölfarið
tók fulltrúaráðið ákvörðun um að
skipa nýja stjórnarmenn VR í líf-
eyrissjóðnum,“ sagði í fréttinni.
Þar segir og að FME telji að full-
trúaráðinu sé ekki heimilt að aft-
urkalla umboð stjórnarmanna
LIVE heldur sé það á valdi
stjórnar. VR segir að stjórnvalds-
ákvörðun FME sé ógildanleg
vegna annmarka.
Mál VR
gegn FME
í flýtimeðferð