Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 12

Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019 30. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.63 122.21 121.92 Sterlingspund 151.14 151.88 151.51 Kanadadalur 92.21 92.75 92.48 Dönsk króna 18.122 18.228 18.175 Norsk króna 13.961 14.043 14.002 Sænsk króna 12.815 12.891 12.853 Svissn. franki 122.5 123.18 122.84 Japanskt jen 1.1188 1.1254 1.1221 SDR 167.4 168.4 167.9 Evra 135.32 136.08 135.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.2192 Hrávöruverð Gull 1418.25 ($/únsa) Ál 1776.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.28 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Óttinn við að Bretar yfirgefi Evrópusam- bandið án út- göngusamnings hafði talsverð áhrif á gjaldeyr- ismörkuðum í gær og lækkaði gengi sterlings- pundsins talsvert gagnvart dollara af þeim sökum. Þannig hefur gengi þess gagnvart dollar ekki mælst lægra í tvö ár. Stóð pundið í 1,2222 dollurum en það náði 1,198 dollurum í janúar 2017 í aðdraganda ræðu Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, varðandi stöðuna á Brexit. Lægst fór pundið hins vegar í október 2016 í kjölfar þjóðar- atkvæðagreiðslunnar um Brexit en þá stóð gengi þess í 1,1841 dollar. Hafði gengi pundsins þá ekki mælst lægra gagnvart dollar í 33 ár. Pundið ekki lægra gagnvart dollara í tvö ár Pund Spenna vegna Brexit hefur áhrif. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst á næstunni hleypa af stokkunum stærstu aug- lýsingaherferð þar í landi frá seinni heimsstyrjöld, um það að gera Bret- land í stakk búið til þess að takast á við útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þá vaknar upp sú spurning hvernig mál standa hvað varðar milliríkjasamninga Íslend- inga og Breta. Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins segir Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra að bú- ið sé að tryggja kjarnahagsmuni Ís- lendinga á lykilsviðum. Í frétt Telegraph um auglýsinga- herferðina miklu segir að hún muni fara fram á öllum miðlum, í sjón- varpi, útvarpi og á auglýsingaskilt- um. Á sunnudag fundaði Johnson með ráðherrum sínum í Cobra- fundarherberginu, sem vanalega hýsir fundi bresku ríkisstjórnarinn- ar um mál er varða þjóðaröryggi, en áætlað er að verja allt að 100 millj- ónum punda, tæpum 15 milljörðum króna, í auglýsingar á næstu þrem- ur mánuðum. Bretar eru nú þegar farnir að leggja drög að viðræðum við Banda- ríkin um tvíhliða viðskiptasamning þjóðanna. Þegar kemur að sam- skiptum Íslendinga og Breta hefur íslenska utanríkisþjónustan náð samningi við Breta sem tryggir kjarnahagsmuni um vöruviðskipti, búseturéttindi og loftferðamál, hvort sem Bretland gengur úr ESB með eða án samnings, að því er fram kemur í frétt á vef utanríkisráðu- neytisins. Samningaviðræðum við Breta á þessum þremur sviðum er nú lokið og gætu samningar tekið gildi ef til þess kæmi að Bretland yf- irgæfi ESB án samnings. Í svari Guðlaugs Þórðarsonar ut- anríkisráðherra segir hann málefni tengd útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu hafa verið for- gangsmál frá upphafi ráðherratíðar sinnar. „Ef útgöngusamningur næst gilda til bráðabirgða áfram reglu- verk ESB og alþjóðasamningar, m.a. EES-samningurinn, uns samn- ingar verða gerðir til frambúðar. Ef sú staða kemur aftur á móti upp 31. október að Bretland gengur úr ESB án samnings hafa íslensk stjórnvöld tryggt kjarnahagsmuni á lykilsvið- um,“ segir Guðlaugur en þau lyk- ilsvið voru nefnd hér að ofan. Stefnt að vítækari efnhags- og samstarfssamningi við Breta Í skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, sem ný- lega var lögð fyrir Alþingi, kemur fram að Brexit-vinnuhópur Stjórn- arráðsins hafi fundað margoft með Bretum, bæði tvíhliða og með fulltrúum frá Noregi og Liechten- stein. „Heildarstefna Bretlands gagnvart umheiminum er að tryggja eftir fremsta megni óbreytt ástand,“ segir í skýrslunni þar sem enn fremur kemur fram að Bretar stefni á að afrita nánast alla alþjóða- samninga sem ESB hefur gert við þriðju ríki, og ætli sér að yfirfæra þá á milli sín og viðkomandi ríkja, sé það hægt. En „[þ]ar sem EES-samningur- inn nær yfir allan innri markaðinn er ekki unnt að afrita hann í heild og því er leitast við að undirbúa samn- inga við EFTA-ríkin innan EES sem yllu sem minnstri röskun.“ Um varúðarráðstafanir er að ræða en til lengri tíma er stefnt að gerð víð- tæks efnahags- og samstarfssamn- ings við Breta. Frá sjónarhóli Íslendinga byggir slíkur samningur „á þeim markaðs- aðgangi sem Ísland nýtur á vett- vangi EES,“ þar sem m.a. er horft til fulls afnáms tolla á sjávarafurðir. Formlegar viðræður um þessi mál geta fyrst hafist eftir útgöngu Bret- lands úr ESB. Boris efnir til stórrar aug- lýsingaherferðar um Brexit AFP Brexit Margt bendir til þess að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings, undir forystu Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Brexit » Bretar ganga úr Evrópusam- bandinu 31. október án samn- ings ef ekki tekst að miðla mál- um. » Ísland hefur náð samn- ingum við Bretland sem tryggja kjarnahagsmuni um vöruviðskipti, búseturéttindi og loftferðamál, hvort sem Bretland yfirgefur ESB með eða án samnings. Formlegar viðræður um framtíð- arsamskipti við Bretland geta fyrst hafist eftir útöngu Breta úr ESB.  Ísland búið að tryggja kjarnahagsmuni komi til útgöngu Bretlands án samnings Þjónustuskipið Fáfnir Viking hefur verið selt til kanadískrar þjónustu- skipaútgerðar, Atlantic Towing. Þetta kemur fram í fréttamiðlum þar í landi. Forsögu málsins má rekja allt aft- ur til ársins 2014 þegar íslenska fyrirtækið Fáfnir Offshore fékk skipið Polarsyssel afhent. Áður hafði fyrirtækið pantað smíði á tveimur þjónustuskipum, fyrrnefndu Polar- syssel og Fáfni Viking. Norska skipasmíðastöðin Havyard í Fosna- vogi var fengin til verksins, en skipin voru ætluð til verkefna í tengslum við olíuflutning. Fljótlega eftir að Fáfnir Offshore fékk afhent skipið Polarsyssel var ljóst að verkefni þess voru af skorn- um skammti. Það bitnaði á rekstri félagsins sem í kjölfarið varð til þess að ekki reyndist gerlegt að greiða fyrir seinna skipið, Fáfni Viking. Stjórn Fáfnis Offshore ákvað í fram- haldinu að seinka smíðinni og greiða tafabætur. Vanefndirnir voru þó slíkar að ákveðið var að rifta samn- ingnum í upphafi árs 2017. Frá þeim tíma hefur skipið legið bundið við bryggju í Noregi, en það- an var það dregið frá Tyrklandi þar sem smíðin fór fram. Nú er hins veg- ar ljóst að skipið kemst í hendur nýrra eigenda innan skamms. Ráð- gert er að Atlantic Towing fái skipið afhent fullbúið á næsta ári og mun það bera heitið Atlantic Harrier. Haft er eftir stjórnarmönnum Atl- antic Towing að skipið sé eitt það allra besta sinnar tegundar og muni nýtast fyrirtækinu mjög vel á næstu árum. aronthordur@mbl.is Ljósmynd/Atlantic Towing Skipið Atlantic Harrier verður í þjónustu útgerðar í Kanada. Fáfnir seldur til útgerðar í Kanada

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.