Morgunblaðið - 30.07.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
DUCA Model 2959 Rafmagn
L 238 cm Áklæði ct. 83 Verð 699.000,-
L 238 cm Leður ct. 15 Verð 879.000,-
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Götumótmæli í Moskvu síðustu vikur
eru talin til marks um vaxandi
óánægju meðal almennings í Rúss-
landi með stjórn Vladimírs Pútíns
forseta. Harkaleg viðbrögð yfirvald-
anna við mótmælunum benda til þess
að Pútín og forystumenn flokks hans
hafi áhyggjur af þessu og vilji koma í
veg fyrir að stjórnarandstæðingar
auki fylgi sitt í borgarstjórnar-
kosningum í Moskvu 8. september.
Þúsundir manna mótmæltu í mið-
borg Moskvu á laugardaginn var þótt
yfirvöld hefðu ekki heimilað mótmæl-
in og borgarstjórinn hefði varað við
því að þeir sem tækju þátt í þeim
yrðu handteknir. Lögreglan barði
mótmælendur með kylfum og hand-
tók nær 1.400 manns en rússneskir
fjölmiðlar segja að flestir þeirra hafi
seinna verið látnir lausir. Hermt er
að um 150 manns hafi enn verið í
fangelsi í gær og eigi yfir höfði sér
ákæru vegna mótmælanna.
Fyrir mótmælin hafði lögreglan
handtekið þekktasta baráttumanninn
gegn stjórn Pútíns, Alexej Navalní,
sem hefur lengi verið rússneskum
stjórnvöldum óþægur ljár í þúfu.
Navalní hefur verið dæmdur í 30
daga fangelsi fyrir að hvetja til mót-
mælanna en var fluttur á sjúkrahús á
sunnudag vegna bráðra ofnæmis-
viðbragða. Augnlæknir hans sagði að
fanginn hefði aldrei áður fengið ein-
kenni ofnæmis og þau kynnu að stafa
af „einhvers konar eiturefni“.
Vinsældir forsetans minnka
Efnt var til mótmælanna um
helgina vegna þeirrar ákvörðunar
kjörstjórnar í Moskvu að meina hópi
stjórnarandstæðinga að bjóða sig
fram í kosningunum í september.
Hún sagði að þeir hefðu ekki lagt
fram undirskriftalista með nægileg-
um fjölda meðmælenda en stjórnar-
andstæðingarnir neita því. Þeir von-
ast til þess að vinna sæti í borgar-
stjórninni af flokki Pútíns, Samein-
uðu Rússlandi, sem er með
meirihluta í borgarstjórninni. Næðu
þeir því markmiði gæti það gefið
stjórnarandstæðingum byr í öðrum
borgum í Rússlandi, að sögn stjórn-
málaskýrenda.
Síðustu mánuði hafa komið fram
vísbendingar um vaxandi óánægju
meðal Rússa með stjórn Pútíns, m.a.
vegna minnkandi kaupmáttar,
ákvörðunar stjórnarinnar um að
hækka lágmarkseftirlaunaaldurinn
og nýrra laga sem talin eru skerða
frelsi Rússa á netinu. Vinsældir Pút-
íns hafa minnkað frá því þær náðu
hámarki árið 2015, þegar hann naut
stuðnings 89% Rússa í könnun sem
gerð var eftir innlimun Krímskaga í
Rússland. Stuðningurinn mældist
65% í maí sl. samkvæmt könnun
ríkisrekins rannsóknafyrirtækis sem
sagði að aðeins 31,7% Rússa bæru
traust til forsetans. Ráðamennirnir í
Kreml gagnrýndu síðarnefndu
niðurstöðuna og fyrirtækið hækkaði
töluna í 72,3% nokkrum dögum síðar.
Berst gegn spillingu
Ráðamenn í Kreml hafa lengi haft
horn í síðu Navalnís, sem er álitinn
hættulegasti pólitíski andstæðingur
Pútíns og sá eini sem talinn er geta
velgt forsetanum undir uggum.
Navalní er 43 ára lögfræðingur,
þykir gæddur sérstökum hæfileika
til að hrífa fólk með sér og hefur
vakið mikla athygli á netinu með
hvassri og hnyttinni gagnrýni á
spillingu meðal ráðamanna í Kreml
og bandamanna þeirra sem stjórna
ríkisfyrirtækjum. Hann lýsti t.a.m.
Sameinuðu Rússlandi sem „flokki
lævísra svikalóma og þjófa“ og sú
nafngift festist við stjórnarflokkinn.
Navalní hóf baráttu sína gegn
spillingu árið 2007 þegar hann keypti
hlutabréf í fyrirtækjum í meiri-
hlutaeigu ríkisins og mætti á árs-
fundi þeirra til að rekja garnirnar úr
stjórnendum þeirra. Hann hóf einnig
bloggskrif um spillinguna og stór-
felld fjársvik rússneskra risafyrir-
tækja.
Navalní varð einn af þekktustu
leiðtogum stjórnarandstöðunnar í
mótmælum í Rússlandi veturinn
2011-2012 áður en Pútín var kjörinn
forseti í þriðja skipti. Það voru fjöl-
mennustu götumótmæli í Rússlandi
frá því Pútín komst til valda.
Rússnesk yfirvöld hófu þá sak-
sókn á hendur Navalní og hann var
dæmdur í fangelsi í júlí 2013 fyrir
fjársvik. Hann var þó leystur úr
haldi þegar dómnum var áfrýjað og
Navalní bauð sig fram í borgar-
stjórakosningum sem fóru fram í
Moskvu 8. september 2013. Hann
fékk þá 27,2% atkvæðanna og varð í
öðru sæti á eftir bandamanni Pútíns.
Navalní var síðar dæmdur fyrir
aðhafa svikið fé út úr rússnesku
dótturfélagi franska snyrtivöru-
fyrirtækisins Yves Rocher þótt
fyrirtækið segist ekki hafa orðið fyr-
ir tjóni af viðskiptum við hann. Hann
hélt þó gagnrýninni áfram og sakaði
Dmitrí Medvedev forsætisráðherra
um stórfellda spillingu árið 2017.
Sama ár þurfti hann að fara í skurð-
aðgerð eftir að hafa orðið fyrir árás á
götu í Moskvu þegar litunarefni var
kastað í andlit hans. Hann missti
sjón á öðru auga um tíma en náði
sér.
Eitrað fyrir hann?
Augnlæknir Navalnís, Anastasia
Vasíljeva, sagði í gær að hann hefði
verið fluttur á sjúkrahús á sunnu-
daginn var vegna ofnæmisviðbragða
sem lýstu sér í ofsakláða, bólgum á
andliti og útbrotum. „Einhvers kon-
ar eiturefni kann að vera ástæðan
fyrir „veikindum“ hans,“ sagði Va-
síljeva. Lögmaður Navalnís sagði
síðar að veikindi hans stöfuðu af
„einhvers konar óþekktu efni“, en að
sögn fréttaskýrenda er of snemmt að
fullyrða nokkuð um hvort veikindi
hans stafi af eitrun eða tengist bar-
áttu hans gegn ráðamönnunum í
Kreml.
AFP
Í fangelsi Lögreglumenn handtaka mann á mótmælum í Moskvu eftir að
yfirvöld meinuðu stjórnarandstæðingum að bjóða sig fram í kosningum.
AFP
Byrlað eitur? Alexej Navalní ávarpar stuðningsmenn sína á mótmælafundi
gegn Pútín í Moskvu í fyrra, áður en fjórða kjörtímabil forsetans hófst.
Vaxandi óánægja með stjórnina
Nær 1.400 manns handteknir í Moskvu vegna mótmæla eftir að stjórnarandstæðingum var meinað
að bjóða sig fram gegn bandamönnum Pútíns Stjórnarandstöðuleiðtogi hnepptur í fangelsi
Handtökur gagnrýndar
» Stjórnvöld í Þýskalandi
hvöttu í gær yfirvöld í Rúss-
landi til að sleppa þeim sem
voru handteknir í Moskvu um
helgina og til að tryggja lýð-
ræðislegar kosningar.
» Evrópusambandið hefur
einnig gagnrýnt handtökurnar,
sagt þær grafa undan tján-
ingar- og fundafrelsi. Sendiráð
Bandaríkjanna í Moskvu tók í
sama streng í yfirlýsingu.
Rúmlega 400 loftbelgir, fylltir heitu lofti, hófu sig til flugs á herflugvelli í
Chambley-Bussières í austanverðu Frakklandi í gær í misheppnaðri til-
raun til að setja nýtt heimsmet á loftbelgjahátíð sem haldin er á vellinum
annað hvert ár. Stefnt var að því að slá heimsmet í fjölda loftbelgja frá há-
tíðinni fyrir tveimur árum þegar 456 belgir hófu sig á loft en það markmið
náðist ekki, að sögn fréttaveitunnar AFP.
AFP
Hundruð loftbelgja á flugi
Misheppnuð tilraun til að setja heimsmet