Morgunblaðið - 30.07.2019, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Mýrar Skuggi flugvélar sem ljósmyndari Morgunblaðsins var staddur í blasti við honum á leið hans yfir Mýrar norðvestan við Borgarfjörð fyrir skömmu. Svæðið er þekkt fyrir vötn og mýrar.
RAX
Þeir finnast enn sem
telja að best hefði verið að
samþykkja Icesave-
samningana, jafnvel finn-
ast þeir sem telja að best
hefði verið að samþykkja
svokallaðan Svavars-
samning, sem var alverst-
ur. Ég hef haldið því fram
að sú skoðun byggist á
misskilningi á Icesave-
málinu í heild, þeir sem halda þessu
fram átti sig ekki á hvar áhættan lá í
málinu.
Svipuð staða er komin upp í málum
tengdum þriðja orkupakkanum. Har-
aldur Benediktsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, kom fram með tillögu
að lausn á þeim ágreiningi sem uppi er
í aðsendri grein í Morgunblaðinu 8. júlí
sl.
Tillaga Haraldar gengur í stuttu
máli út á að ekki verði tekin ákvörðun
um að leggja sæstreng frá Íslandi
nema að undangenginni þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Nokkrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins tóku strax undir
tillöguna, Óli Björn Kárason fyrstur og
nokkrir þingmenn úr stjórnarliðinu
hafa hoppað á vagninn síðan.
Það jákvæða við tillögu Haraldar er
að stjórnarliðar skuli vera farnir að
átta sig á að það verður engin sátt í
samfélaginu um þriðja orkupakkann,
eins og um málið er nú búið. Það verði
að finna lausn á málinu sem hefur
hrakið rútu Sjálfstæðisflokksins út í
skurð, hersingu VG upp á heiðar og
framsóknarmennina flesta í felur.
Þessi tillaga er skref í átt að því sem
þarf að gerast en fjarri því að vera full-
nægjandi lausn og það sem alvarlegra
er; það er stigið inn í málið á röngum
stað.
Ummæli Haraldar um að ef tillagan
rói bakland Sjálfstæðisflokksins, þá sé
hún góð, benda til að heimabrúks-
aðferðin sé höfð í huga við tillögugerð-
ina (rétt eins og með fyrirvarana), það
þurfi að friða baklandið, um það verður
þó ekkert fullyrt að sinni.
Snúum okkur þá að
kjarna málsins: Ef Al-
þingi samþykkir þriðja
orkupakkann er þjóðin
þar með skuldbundin til
að fylgja reglum hans,
annað væri brot á EES-
samningnum. Ef lög-
mætri umsókn um sæ-
streng er hafnað getur
það leitt til skaðabóta-
skyldu ríkisins gagnvart
málsaðilum sem byggja
rétt á EES-samningnum. Á þetta hafa
okkar færustu lögspekingar bent.
Miðflokkurinn tókst á við ríkis-
stjórnarflokkana undir þinglok um það
hvort fært væri að viðhalda svokallaðri
frystiskyldu á innfluttu kjöti.
Telja Óli Björn og Haraldur mögu-
legt að setja lög um afnám frystiskyldu
á innfluttu kjöti í þjóðaratkvæða-
greiðslu? Telja þeir félagar að með því
féllu niður þær skaðabótakröfur sem
settar hafa verið fram á hendur ríkinu
vegna samningsbrota? Auðvitað ekki,
það blasir við!
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er
á villigötum ef hann ætlar sér fyrst að
samþykkja samningsviðauka við EES-
samninginn og halda síðan þjóð-
aratkvæðagreiðslu um hvort Ísland
eigi að brjóta kjarnaákvæði í þessum
samningsviðauka.
Verði leið Haraldar fyrir valinu er
hætt við að spurningin í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni verði: Vilt þú a)
samþykkja sæstreng, eða b) borga
skaðabætur?
Eftir Bergþór
Ólason
» Verði leið Haraldar
fyrir valinu er hætt
við að spurningin í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni
verði: Vilt þú samþykkja
sæstreng eða borga
skaðabætur?
Bergþór Ólason
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Plástur Haraldar
settur á rangt sár
Óstjórn orkumála er
ein af ástæðum viðvar-
andi efnahagsstöðn-
unar ESB sem fer
versnandi. Orkuverð
er orðið of hátt og
veldur óeirðum á göt-
um úti, iðnaðarfjár-
festingar fara til ann-
arra landa og
atvinnuleysi breiðist
út. Afskipti ESB af
orkumálum aðild-
arlanda, draumurinn um „Orku-
samband ESB“, koma í formi til-
skipana frá Brussel og hafa verið til
baga fyrir aðildarlöndin. Tilskip-
anapakki 1 og 2 splundraði orkufyr-
irtækjum, kom á fót sýnd-
arsamkeppni og dýrari rekstri. 3.
pakkinn færir orkukerfin beint
undir yfirráð og stjórnsýslu ESB
og eignarhald og nýtingu einkafjár-
magns í ESB/EES.
Tilskipun (2009/72) um 3. pakk-
ann segir m.a.:
– nýtt stjórnvald verður stofnað
hér (raforkumarkaðseftirlit) sem
sér um að regluverki ESB sé fylgt,
íslensk stjórnvöld hafa engin völd
yfir því. Verkefni þess eru m.a.:
– framkvæma ákvarðanir ACER
og framkvæmdastjórnar ESB
– gefa út bindandi ákvarðanir um
raforkufyrirtæki
– ákvarða eða samþykkja gjald-
skrár
– virkjanaleyfi á Íslandi skal aug-
lýsa í Stjórnartíðindum ESB
Fyrirtæki í ESB/EES, eða dótt-
urfyrirtæki hér, geta boðið í virkj-
analeyfi sem verður úthlutað í sam-
ræmi við regluverk ESB/EES. 3.
pakkinn einkavæðir fyrirtæki orku-
kerfisins og veitir einkafjármagni
aðgang að orkulindunum.
3. pakkinn setur af stað hömlu-
lausa útþenslu vindorku og sólar-
orku með útbreiddum landslýtum
og umhverfisspjöllum. Fjárfesting í
vatnsorkuverum og jarðorkuverum
verður einnig sett í
forgang og flýti-
meðferð, fjárfestar
boðnir velkomnir, fé
útvegað. Noregur og
Ísland eru helstu skot-
mörkin. EES-reglu-
verkið hefur þegar
heimilað ESB/EES-
aðilum að eiga eignir,
og land með land-
kostum, þar með tald-
ar virkjanir, hérlendis.
Með 3. orkupakkanum
staðfestist réttur fyrir-
tækja í ESB/EES til
að eiga og reka orkufyrirtæki á Ís-
landi og nýta orkuauðlindir lands-
ins í sína þágu.
Stefna ESB, eða réttara sagt
draumar, er að „nýta orku aðild-
arlanda í þágu sambandsins“,
mynda stórt samtengt orkukerfi
ESB/EES með orkuver og orku-
fyrirtæki í einkaeigu sem lúta
stjórnvaldi ESB eingöngu, án af-
skipta heimamanna.
„Orkustofnunin“ ACER sér um
að farið sé eftir fyrirmælum ESB
og er með útibú í aðildarlöndum
ESB/EES. Venjulegir orkugjafar,
gas, olía, kol og úran, falla ekki í
kramið hjá ESB, óstöðug og dýr
vind- og sólarorka er fyrirskipuð.
Fallvatnsorka og jarðvarmi eru vin-
sæl þar sem hægt er að ná í þannig
orku og hefur ESB í hyggju að
nýta orkulindir Noregs og Ísland
að fullu í sína þágu. Valdið sem
ESB hefur með EES-samningnum
gerir ESB fært að setja ráðstöfun á
auðlindum þessara landa undir sitt
regluverk og stjórnsýslu og nýta
orkuna í sína þágu og sinna fyr-
irtækja.
Orkukerfi aðildarlanda ESB/
EES eru oft góð en af af ýmsum
gerðum og hafa verið byggð upp
með miklu fé á löngum tíma. Kjarn-
orka er víða notuð, Finnar og Bret-
ar eru að reisa ný ver. Gas, kol og
olía eru miklir orkugjafar, vatns-
orka er á mörgum stöðum. Allir
þessir orkugjafar eru aðgengilegir,
hagkvæmir og mikil geta og
reynsla til við að nýta þá og lands-
lýti og umhverfisáhrif af notkun
þeirra þekkt og takmörkuð. Margir
orkugjafar eru til í ofgnótt og
skortur ekki í fyrirsjáanlegri fram-
tíð.
Almannaeign er á orkufyrirtækj-
um víða í ESB/EES. Það fyrir-
komulag hefur reynst vel að jafnaði
þar eð nærþjónusta er hagkvæm-
asta rekstrarkerfi orkunýtingar.
Hætta á fáokun er mikil þegar
orkufyrirtækin eru í einkaeigu. Ís-
lenska orkukerfið var að fullu í al-
mannaeigu fyrir daga EES og eitt
það hagkvæmasta.
Tilskipanapakkar ESB verða sí-
fellt draumórakenndari. ESB tók
formlega upp 4. orkupakkann 22.
maí 2019, hann heitir „Hrein orka
fyrir alla Evrópubúa-pakkinn“ og
setur kvaðir á aðildarlöndin um að
framleiða og nota „hreina“ orku.
Kvaðirnar eru óframkvæmanlegar
fyrir flestöll ESB-lönd en setja
aukinn kraft í að ná orku frá t.d.
Noregi og Íslandi til handa
ESB-fyrirtækjum.
Orkukreppan fer dýpkandi í
ESB. Það er afleiðing afskipta
Brussel af orkumálum aðildarland-
anna og hefur leitt af sér stöðugt
hækkandi orkuverð og rýrnandi
lífskjör, vaxandi orkuskort, iðnaðar-
flótta og atvinnuleysi. Stefnumörk-
unina skortir raunsæi og stjórnun
orkumála er röng. Ísland hefur
vegna EES verið að dragast með
inn í orkukreppu ESB og versnar
ástandið með hverju nýju valdboði,
„orkupökkum“, frá ESB. Pyngjur
almennings á Íslandi léttast með
hverjum pakkanum.
Eftir Friðrik
Daníelsson » Stefna ESB er að
„nýta orku aðild-
arlanda í þágu sam-
bandsins“
Friðrik
Daníelsson
Höfundur er stjórnarmaður í Frjálsu
landi.
Ísland er að dragast
með í orkukreppu ESB