Morgunblaðið - 30.07.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.07.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019 ✝ Dr. ÞorsteinnIngi Sigfússon fæddist í Vest- mannaeyjum 4. júní 1954. Hann lést í Stokkhólmi 15. júlí 2019. Foreldrar hans eru Sigfús J. John- sen, f. 25.11. 1930, d. 2.11. 2006, kenn- ari og félagsmála- stjóri, og Kristín S. Þorsteinsdóttir, f. 27.5. 1930, húsfreyja og bankastarfsmaður. Systkini Þorsteins Inga eru Árni, f. 30.7. 1956, kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur, Gylfi, f. 23.2. 1961, kvæntur Hildi Hauksdóttur, Margrét, f. 19.7. 1963, gift Bjarna Sigurðssyni, Þór, f. 2.11. 1964, kvæntur Hall- dóru Vífilsdóttur, og Sif, f. 16.11. 1967, gift Búa Kristjánssyni. Þorsteinn Ingi kvæntist 16.8. 1975 Bergþóru Karen Ketils- dóttur forstöðumanni, f. 20.6. 1954. Foreldrar hennar voru Ketill Jónsson, f. 27.8. 1921, d. 5.11. 2001, bifreiðarstjóri og verslunarmaður, og Bergþóra Heiðrún Guðlaugsdóttir, f. 5.11. 1922, d. 25.2. 2015, húsfreyja. Börn Þorsteins Inga og Berg- þóru eru: 1) Davíð Þór, f. 16.4. 1980, skurðlæknir, maki Helena Eufemía Snorradóttir. Börn þeirra eru Alexandra Karen, f. 20.10. 2012, og Antonía Kolbrún, f. 10.2. 2016. 2) Dagrún Inga, f. 10.10. 1988, læknir, maki Mar- teinn Ingi Smárason. Barn þeirra er Alda Karen, f. 7.6. 2016. 3) Þorkell Viktor, f. 23.7. 1992, tölvunarfræðingur, maki stjórnarmennsku sprotafyrir- tækja á mörgum sviðum, t.d. Vaka-fiskeldiskerfa, Al-álvinnslu og Íslenskrar NýOrku sem setti upp fyrstu vetnisstöðina hér á landi. Þorsteinn var frumkvöðull á sviði orkurannsókna á Íslandi. Margir meistara- og doktors- nemar komu að rannsóknum undir stjórn hans, bæði við ís- lenska og erlenda háskóla. Þorsteinn Ingi var skipaður forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) við stofnun hennar 2007. Á vegum NMÍ beitti Þor- steinn kröftum sínum til upp- byggingar frumkvöðlastarfsemi og miðlunar þekkingar, t.d. með námskeiðinu Orkubóndanum og stofnun Fab Lab-nýsköpunar- smiðja og nýsköpunarsetra um allt land. Eftir Þorstein Inga liggur fjöldi ritrýndra vísindagreina auk annarra skrifa. Hann rit- stýrði afmælisritinu „Í hlutarins eðli“ til heiðurs Þorbirni Sigur- geirssyni prófessor 1987. Þor- steinn skrifaði bókina „Planet Hydrogen: The Taming of the Proton sem kom út 2004. Af- mælisritið „Þekkingin beisluð – nýsköpunarbók“ kom út í tilefni sextugsafmælis hans 2014. Þor- steinn flutti fyrirlestra um orku- mál um allan heim fram á síðasta dag. Hann hlaut ýmsar viður- kenningar og verðlaun fyrir framlag sitt, nú síðast heiðurs- merki Verkfræðingafélags Ís- lands 2019. Þorsteinn Ingi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2004 fyrir vísindastörf og framlag til hátækniatvinnu- greina. Hann hlaut rússnesku al- heimsorkuverðlaunin, Global Energy Prize, 2007, fyrir fram- lag sitt til vetnismála. Útför Þorsteins Inga fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 30. júlí 2019, klukkan 13. Katrín Birna Sig- urðardóttir. Þorsteinn Ingi ólst upp í Vest- mannaeyjum til 15 ára aldurs, elstur í sex systkina hópi. Hann lauk stúdents- prófi frá MH 1973 og nam eðlisfræði og stærðfræði við Kaupmannahafn- arháskóla 1973-78. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge-háskóla á Englandi 1982. Í Cambridge hlaut hann verðlaunastyrk Clerk-Maxwell og var kjörinn „Research Fel- low“ við Darwin College 1981. Þorsteinn Ingi fékk stöðu sem fræðimaður við Raunvís- indastofnun HÍ 1983 og var pró- fessor í eðlisfræði við HÍ frá 1989. Hann var stjórn- arformaður Raunvísindastofn- unar 1986-90, formaður Rann- sóknarráðs 1996-99 og formaður tækniráðs Rannís 2008-2013. Hann var deildarforseti RES- orkuskólans á Akureyri 2008. Við stofnun alþjóðasamtakanna IPHE (International Partnership for the Hydrogen Economy) í Washington 2003, af öllum stærstu iðnríkjum heims, var Þorsteinn kjörinn annar tveggja formanna framkvæmdanefndar. Þorsteinn var í fararbroddi um veitingu alþjóðlegra verðlauna, World Renewal Energy Prize frá 2006, á sviði endurnýjanlegrar orku. Þorsteinn vann að tengingu fræðasamfélagsins við atvinnu- lífið og kom að stofnun og Þótt ég sé harmi sleginn yfir ótímabæru brotthvarfi elsku bróður míns get ég ekki annað en verið stoltur og þakklátur fyrir að hafa átt hann að sem stóra bróður, hjartans vin, rökræðu- félaga og stuðningsmann í 63 ár. Rannsóknarstofan, eldhúsið heima á Kirkjubæjarbrautinni á 6. og 7. áratugnum, fékkst við að leysa eðlisfræðiþrautir pabba. Átta ára gamall fann Þorsteinn út úr því hvernig í sama bolla gátu rúmast bæði frost, 0 gráður og 100 gráður á Celsius, það var klaki í sjóðandi vatni. Mér fannst bara heitt kakó betra. Mér sýnist að áratugum síðar hafi bróðir minn glímt við svipaðar þrautir: að rannsaka ofurkrítískan hita og kulda en þá með eitthvað flóknari tækjabúnaði en eldhúsið bauð upp á og þá með þekkingu á hvað slíkar lausnir gætu þýtt fyrir heiminn. Hugmyndaauðgi og fram- kvæmdaþróttur frá fyrstu tíð: Mótun árfarvegar við moldar- haug austur af Kirkjubæjar- braut, sem við skírðum Göngu- fjall. Þar byggðum við brýr og lögðum hjólavegi, mótuðum ár- farvegi, ef skyldi rigna. Úr nokkrum kassafjölum og tjöru- pappa var byggt stórkostlegt fé- lagsheimili. Það gerði ekkert til þótt það fyki í næstu austanátt, björgunarstarfið var gert að dýr- mætri reynslu. Þannig héldu verkefni bróður míns, leiðtogans, áfram og urðu að þátttöku í eld- flaugatilraunum á menntaskóla- árunum í Hamrahlíð, þroskuðust enn frekar, tengdust koltrefja- vinnslu, vetnisframleiðslu og súperkrítískum tilraunum á lág- hita og háhita með þekktustu vís- indamönnum heims. Ég sé engan mun á þessu nema aldursmun. Allt snilld sem bara styrktist við betri þekking- aröflun. Hann fékkst alltaf við að beisla þekkinguna. Unnið af hug- sjón og draumi um að bæta sam- félag okkar. Bróðir minn var eins konar Avenger, ofurhetja orðs- ins, verksins, eðlisfræðinnar og andans. Frá okkar fyrstu árum áttum við bræður sérstakar næðis- stundir tveir saman. Þannig var að alltaf á sunnudagsmorgnum klæddi mamma okkur upp í sparifötin og við gengum niður götuna í Goðastein til afa og ömmu. Þar beið amma með kakó og ristað brauð með smjöri og osti. Við sátum tveir að þessum veitingum, himinsáttir með til- veruna. Allt til hans síðasta dags áttum við sambærilegar næðis- stundir þótt bakkelsið breyttist. Systkinum fjölgaði sem tóku þátt. Mesta gæfuspor bróður míns í lífinu var þegar hann og Begga felldu hugi saman í Hamrahlíð. Hann sagði mér, þessi sterki hugsjónamaður sem sjálfur var eins og hugarbrunnur sem aldrei þraut, að hann gæti ekki séð líf sitt án hennar. Hún var upp- sprettan. Við sem þekkjum Beggu skiljum það. Hún hefur reynst honum ljósið og kletturinn í gegnum árin. Hugur minn er hjá Beggu, Davíð, Dagrúnu og Þorkatli. Þótt öll verkefnin sem Þorsteinn skil- ur eftir séu kyndilberar hug- mynda hans og hugsjóna eru þau dýrmætustu gjafirnar til lífsins. Nokkur heilræði til systkina: Elskið hvert annað. Gefið hvert öðru ráð ef sóst er eftir þeim en íklæðist þeim ekki. Fyrirgefið. Eigið samverustundir þar sem góðar rökræður, bros, þakklæti og hjartahlýja fá notið sín. Þann- ig var samstarf okkar bræðra. Þannig kveð ég minn ástkæra bróður. Árni. Það er með miklum söknuði en einnig með miklu þakklæti sem ég set niður þessi fátæklegu orð um elsta bróður minn Þorstein Inga sem varð bráðkvaddur þann 15. júlí sl. aðeins 65 ára að aldri. Það er huggun harmi gegn að við systkinin náðum að hitta hann í júní á heimili hans í Laugarásn- um í tilefni af 65 ára afmæli Þor- steins, en við áttum þar eftir- minnilega og skemmtilega stund með honum. Hann hafði gaman af sögunum sem rifjaðar voru upp og var stoltur af hlutverki sínu, en á þeirri stundu grunaði mig ekki að ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur. Það hjálpar í sorginni að hafa haft tíma meðan hann lifði til að geta sagt honum hversu stór- an þátt hann átti í uppvexti okkar systkinanna. Eftir á að hyggja var líka stórkostlegt að við syst- kinin skyldum öll ná að mæta ásamt móður okkar Kristínu þar sem við stilltum okkur upp í myndatöku sem var jafnframt síðasta myndin sem tekin var af Þorsteini með okkur systkinun- um og móður. Þorsteinn var elstur okkar sex systkinanna og þegar við fluttum frá Eyjum leiddi hann barna- skarann á nýjar slóðir til Reykja- víkur aðeins 15 ára gamall með fimm systkini á aldrinum tveggja til þrettán ára, ég var þá 8 ára. Hann var á undan sínum jafn- öldrum í skóla enda bráðgreind- ur, en við systkinin göntuðumst oft með það hversu mikið hefði verið lagt í hann á kostnað okkar hinna. Við fjölskyldan bjuggum í Háaleitinu í Reykjavík, átta manns í lítilli íbúð og Þorsteinn átti það til að taka mig í kvöld- göngur og fræða mig um himin- geiminn þar sem hann útlistaði fegurð og mikilfengleika hans og víkkaði þannig hugarheim minn. Við bræðurnir fetuðum í fót- spor Þorsteins með því að nema við Menntaskólann við Hamra- hlíð. Þorsteinn og Bergþóra mág- kona mín kynntust í MH og hafa þau verið okkur systkinunum fyrirmynd í hjónabandi þar sem væntumþykja, ást og virðing voru höfð að leiðarljósi. Þorsteinn rétti mér iðulega hjálparhönd með eðlisfræðina og stærðfræðina í gegnum barna- skóla og alla leið upp í háskóla, en stærðfræðin var fyrir honum bara leikur einn og hann gat jafn- vel fellt tár yfir fallegum jöfnum sem maður lagði fyrir hann. Þorsteinn var heiðraður í bak og fyrir vegna starfa sinna í þágu vísinda, en ég ætla ekki að telja upp allar þær viðurkenningar sem hann fékk fyrir störf sín bæði hérlendis og erlendis en þær voru æði margar og komu víða frá. Það var huggun harmi gegn að Þorsteinn náði að upplifa ómet- anlega stund með allri fjölskyld- unni á eyjunni Krít í júlí þar sem allir komu saman, Bergþóra, börnin, makar þeirra og barna- börn og náðu þau að eyða þar dýrmætum og eftirminnilegum vikum saman. Þorsteinn hefur nú kvatt þessa jarðvist og ég mun sakna hans mjög mikið, en ég trúi því að sál hans sveimi nú um með sál föður okkar. Saman munu þeir leggja á ráðin um að leiðbeina okkur í þessari jarðvist, en ekki er hægt að hugsa sér betri leiðbeinendur. Ég bið almættið að styrkja mömmu, Bergþóru, Davíð, Dag- rúnu, Þorkel, börn þeirra, systk- ini mín, aðra ættingja og vini. Guð blessi minningu Þorsteins bróður míns. Gylfi Sigfússon. Það er eins og Þorsteinn bróð- ir hafi valið sér lífsstefnu strax á unga aldri; að kveikja áhuga og auka áræði samferðafólks til að bæta samfélagið. Hann var óspar að veita okkur öllum ríkulega af þessari lífssýn sinni. Þorsteinn bróðir var svolítið eins og maðurinn sem vildi allt bæta og gat ekki einu sinni komið við á lestarstöð öðruvísi en að spá í hvernig mætti bæta leiðakerfið. Og um leið kveikti hann áhuga samferðamanna og fékk þá með sér í umbreytingar. Honum var fátt ef nokkuð óviðkomandi í nýsköpun. Í grein lýsir hann einni af sínum mörgu pælingum: „Svo er ég hérna inni á skrifstofunni minni með svolítið af óhreinum æðardún. Mér var að detta í hug að þvo hann með ofur- krítísku CO2.“ Þegar ég hugsa til baka fyllist ég stolti yfir að hafa fengið leið- sögn og kærleika þessa stóra bróður svo áratugum skiptir. Lífsstefna bróður míns lifir góðu lífi í einstökum maka og börnum og öllu því samferðafólki sem hann snerti og kveikti þrá til að þroskast aðeins meira og víkka útsýnið. Þessa lifandi hugsjón þína og minninguna um þig tökum við með okkur inn í langa framtíð, verndum hana og ávöxtum. Elsku Begga og fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur. Þór Sigfússon. Ástkær bróðir minn, Þor- steinn Ingi, verður jarðsunginn í dag. Gáfaðri, hlýrri og næmari per- sóna er vandfundin. Hann var stórhuga frumkvöðull sem sá endalaus tækifæri stór sem smá. Milli okkar voru níu ár, hann var stóri bróðir, hafsjór hugmynda, kærleiksríkur og með dásamlegt skopskyn. Hann sá alltaf teng- ingu milli hinna ýmsu fræða. Einhverju sinni á rannsóknar- ferðum hans til Kaupmannahafn- ar á námsárum mínum þar skildi hann eftir hjá mér rit með smá- sjármyndum af mólikúlum ein- hverra efnasameinda. Litasam- setningin í efnahvörfunum veitti mér svo innblástur í eitt af loka- verkefnunum í náminu mínu. Honum fannst mikið til koma þegar ég ómeðvitað tengdi vetnisfræðin, sem voru honum hugleikin, inn á heimili hans með því að skapa efnatáknið H í vegg- form milli tveggja rýma. Ég er svo þakklát fyrir stund- irnar og þær upplifanir sem ég átti með honum og Beggu. 14 ára hóf ég ferðalög mín og námsferð- ir til þeirra. Algjörlega ógleym- anlegar stundir sem víkkuðu sjóndeildarhringinn og treystu kærleiksböndin. Í atvinnulífinu fór Þorsteinn létt með að leiða saman ólíka hópa og skapa þannig grundvöll til frekari sköpunar og þróunar. Við Bjarni komum alltaf ríkari af hans fundum, hvort sem um var að ræða þróun vöru, sköpun eða aðrar skemmtilegar umræður. Minning hans lifir áfram í þeim fjölmörgu rannsóknarverk- efnum sem hann mótaði og ekki síst í börnum þeirra Beggu sem ég veit að munu skara fram úr hvert á sínu sviði. Minningin um ástríkan bróður er ljósið sem lýsir veginn á þess- um erfiðu tímamótum. Margrét. Elsku hjartans bróðir minn. Á milli okkar var eitthvað djúpt og kærleiksríkt. Systkinakærleikur, tenging á milli yngstu og elstu systkina í sex barna hópi. Teng- ing sem rofnaði aldrei, minn kæri Búbbi. Það bjó í þér þessi stöðugi drif- kraftur sem þú nýttir til allra þeirra góðu verka sem þú komst til leiðar. Úrræðagóður með ein- dæmum og með stærsta hjarta sem um getur. Þú varst einfald- lega góð og hjartahlý manneskja. Þú hafðir svo frábæra kímni- gáfu og áttir það nefnilega til að sjá hlutina með öðrum augum en aðrir og nefna það upphátt. Þá var svo auðvelt að hlæja með þér. Þú hafðir þann einstaka eigin- leika að veita fólki innblástur til að finna það góða í sjálfum sér, umbreytast og nýta hæfileika sína og krafta. Þetta er ólýsanlega sárt og það er djúp sorg í hjarta sem nístir, missir og söknuður. Við verðum að trúa því að nú eigum við tvo engla á himnum sem vaka yfir okkur, þig og pabba. Engin orð ná yfir söknuð okkar til ykkar beggja. Elsku bróðir minn, ég ætla ekki að fara að nefna öll þín afrek og námsgráður, það er upptalið en ég vil nefna það sem hjarta mér er næst. Ég er svo þakklát fyrir bíltúrinn sem við fórum í um daginn þar sem við fengum okkur kaffi og súkkulaði í bílinn, keyrð- um um og spjölluðum um lífsins gagn og nauðsynjar. Hvað ég met þá stund óendanlega mikið í dag. Elsku hjartans Bergþóra, Davíð Þór, Dagrún Inga og Þor- kell Viktor, tengdabörn og barnabörn. Ég bið Guð að styrkja ykkur á sorgartímum. Ykkar Sif Sigfúsdóttir. Þorsteinn mágur minn á alveg sérstakan stað í hjarta mér. Mér finnst eins og það hafi verið alveg einstakur strengur á milli okkar. Sama hefur sannarlega átt við um annað samferðafólk hans því hann veitti okkur athygli og gaf ríkulega af sér. Þannig ræktaði hann ekki aðeins sína nánustu heldur var hann einnig vakandi yfir velferð samferðafólks síns. Þorsteinn var mikill húmoristi og var alltaf stutt í grínið í okkar samskiptum. Þegar ég var skipuð forstjóri ríkisstofnunar fyrir nokkrum árum fékk ég símtal frá elskulegum mági mínum, for- stjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, þar sem hann óskaði mér velfarnaðar en bætti við: „Nú er ég þá ekki lengur fallegasti ríkis- forstjórinn.“ En þetta með húm- orinn á sér lengri sögu. Þegar við Þór vorum við nám í Bandaríkj- unum heimsótti Þorsteinn okkur og sýndi ég honum vinnuaðstöðu mína í skólanum. Þorsteinn var auðvitað afar virðulegur, stór maður með sterka nærveru. Hann var ekki bara prófessor heldur prófessor og doktor í eðlisfræði. Þetta var eitthvað svo háalvarlegt að ég ákvað að snúa þessu eins mikið við og ég gæti og því ákvað ég að kynna hann fyrir skólafélögunum sem uppistand- ara. Blikið í augunum á honum og glettnisbrosið sagði allt sem segja þurfti og kunni hann bara vel við nýja titilinn. Þorsteinn var fræðari og fram- faramaður sem hafði lag á því að laða fram það besta í fólki. Hann hafði trú á einstaklingnum og getu hans til að skapa með viskuna að vopni. Hann var áhugasamur hlustandi og óspar á hvatningarorðin. Mér þykir afar vænt um samtölin okkar og sím- tölin þar sem við ræddum mögu- legar leiðir til framþróunar mannvirkja, skapandi greina og sjálfbærni. Fjölskylda Þorsteins er ein- stök og þau hjónin Þorsteinn og Bergþóra mikið gæðafólk. Þann- ig kom maður einhvern veginn alltaf ríkari heim eftir stundir með þeim. Um leið og ég þakka fyrir að hafa verið svo lánsöm að hafa Þorstein mág minn sem hluta af mínu lífi og barnanna minna votta ég elsku Beggu, börnunum Davíð Þór, Dagrúnu Ingu og Þor- katli, tengdabörnunum Helenu, Marteini og Katrínu, afastelpun- um þremur Alexöndru, Antoníu og Öldu og minni elskulegu tengdamóður Kristínu samúð mína. Megi góðar minningar um einstakan mann umvefja ykkur og styrkja í sorginni. Halldóra Vífilsdóttir. Þorsteinn „bróðir“, en þannig hljómaði nafn þitt oftast í mín eyru. Elsku besti Þorsteinn, þú varst einstakur, jákvæður í garð allra, tilbúinn að finna það besta í öllum, alltaf. Hversu yndisleg var kvöld- stundin þegar þið Begga sátuð hjá okkur í kaffi fyrir stuttu, já við ræddum meðal annars líf eftir þetta líf og dulræn fyrirbæri. Hversu yndislegt var að fagna með þér um daginn þínum 65 ára afmælisdegi. Hversu yndislegt var að öll þín systkini voru mætt til að fagna með þér ásamt elsku Stínu tengdamömmu, Beggu auðvitað sem sá um fagnaðinn, Þorkatli og öllum þeim sem á landinu voru. Dásamleg stund. Hversu yndislegt var það að fjölskylda þín, Begga, börnin, tengda- og barnabörnin fengu að njóta þín á Krít vikurnar áður en þú kvaddir. Lífið er hverfult, við vitum ekki hversu margir okkar ævi- dagar verða, en eitt er víst að þú svo sannarlega nýttir tíma þinn í þessu jarðlífi til að læra, kenna og efla allt og alla í kringum þig. Þú varst engum líkur, skiln- ingur þinn á öllu í kringum þig var yfirnáttúrulega einstakur. Elsku besti mágur, þín er óendanlega saknað, við munum minnast þín svo lengi sem við lif- um. Elsku Stína tengdamamma, Begga, Davíð Þór, Dagrún Inga, Þorkell Viktor og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Þorsteinn var svo sannarlega stoltur af ykk- ur öllum, alltaf. Elsku Þorsteinn, þú varst ynd- islegur og návistin einstök. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Þín mágkona, Hildur Hauksdóttir. Á svölum haustdegi árið 1976 í Kaupmannahöfn sá ég Þorstein og Bergþóru fyrst. Þessi hávaxni hippi með sítt hár og John Lennon-gleraugun fagnaði okkur Árna með breiðu faðmlagi. Við hlið hans var yndis- fögur Begga, síðhærð í rúskinns- jakka og brosti breitt. Mér varð strax hlýtt til þeirra. Feimni og óöryggi þessarar ungu kærustu Árna bróður hvarf eins og dögg fyrir sólu. Í fyrstu heim- sókninni til þeirra í Lindevangs- husene var grunnur lagður að traustri vináttu. Þegar Árni talaði um Þorstein skynjaði ég strax einstakt Þorsteinn Ingi Sigfússon SJÁ SÍÐU 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.