Morgunblaðið - 30.07.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Atvinnuauglýsingar
Verslun
Okkur vantar starfsmann við afgreiðslu,
lítinn lager og símavörslu í verslun okkar
í Grafarvogi.
Vinnutími frá 8:30-16:30, 3 daga vikunnar
og 10:00-18:00, 2 daga vikunnar.
Upplýsingar: elin@krumma.is
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-
16. Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opið hús t.d. spil kl. 13-15. Brids kl.
12.30. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur
kl. 12-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. S. 535 2700.
Boðinn Brids og kanasta kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Salatbar kl. 11.30-12.15.
Hádegismatur kl. 11.30. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Kosning stendur yfir
á nafni á nýju æfingatækin, lýkur kl. 16 á morgun miðvikudag 31. júlí.
Komdu og taktu þátt þitt atkvæði skiptir máli. Allir velkomnir óháð
aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Tölvu- og snjallsímakennsla kl. 10.30.
Opin handverkstofa alla virka daga. Heitt á könnunni fyrir hádegi.
Hádegismatur frá kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá kl.
14.30-15.30 alla virka daga. Verið velkomin á Vitatorg. Nánari upp-
lýsingar í síma 411 9450.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14.45.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort.
Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9-11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, kaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, kaffihúsaferð kl. 14, síðdegiskaffi
kl. 14.30, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 411 2760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.10, kaffi-
spjall í króknum kl. 10.30, pútt á golfvelli kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl.
13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30-15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Bækur
Allar 4 eftir Guðlaug 3,900 kr.
frítt með Póstinum
Fortunu slysið í Eyvindarfirði á
Ströndum 1787
Á hjara veraldar
Lífvörður Jörundar hundadaga-
kóngs
Þórður Þ. Grunnvíkingur
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Sé um liðveislu við
bókhaldslausnir o.fl.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Veiði
Sumarið er tíminn
S. 555 6090 • heimavik.is
Tveir góðir úr nýju netunum
Reynsla • Þekking • Gæði
Heimavík, s. 892 8655
Silunganet • Sjóbleikjunet
Flot og Sökknet
Fyrirdráttarnet
Ofurnet fyrir fiskeldisfélög
Bleikjugildrur
Netin í littlasjó tilbúin
Sendum um land allt
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
ryðbletta þök og
tek að mér
ýmis verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smá- og raðauglýsingar
✝ Erla GuðrúnÞórðardóttir
fæddist á Akureyri
20. ágúst 1937. Hún
lést á Landspítalan-
um Hringbraut 23.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Stefanía Jó-
hanna Steindórs-
dóttir, f. 18. júlí
1913, d. 24. sept-
ember 1995, og
Þórður Sigursveinn Aðal-
steinsson, f. 28. september 1901,
d. 10. maí 1982. Systur Erlu Guð-
rúnar eru: Ásta, f. 12. október
1938, Marta, f. 30. nóvember
Adolfs Garðars eru: 1) Margrét
Unnur, f. 14. nóvember 1958,
maki Leo Santos Shaw, f. 11.
desember 1964. Synir þeirra
eru: Ad, Frosti og Tex. 2) Stef-
anía, f. 27. ágúst 1960, maki Sig-
urður Halldórsson, f. 13. janúar
1963. Börn þeirra eru: Viktoría,
Klara og Tómas. 3) Guðmundur
Viðar, f. 2. september 1961,
maki Lilja Sigurðardóttir, f. 9.
maí 1965. 4) Garðar, f. 11.
nóvember 1970, maki Eirný Þöll
Þórólfsdóttir, f. 11. júlí 1973.
Dætur þeirra eru Katla, Hekla
og Eyja.
Erla ólst upp og gekk í skóla á
Akureyri, fór í Húsmæðraskól-
ann á Ísafirði og fluttist til
Reykjavíkur árið 1957. Síðustu
árin bjuggu þau Adolf í Kópa-
vogi.
Útför Erlu Guðrúnar fer fram
frá Kópavogskirkju í dag, 30. júlí
2019, og hefst athöfnin kl. 13.
1940, Alda, f. 30.
desember 1946, og
Þórdís, f. 23. apríl
1955.
12. júlí 1958 gift-
ist Erla Guðrún
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Adolf
Garðari Guðmunds-
syni, f. 14. júní 1935.
Foreldrar Adolfs
voru Magnea Ingi-
björg Gísladóttir, f.
16. apríl 1903, d. 3. júní 1975, og
Guðmundur Kristinn Símonar-
son, f. 22. ágúst 1897, d. 14. ágúst
1988.
Börn Erlu Guðrúnar og
Það var sólríkt og fallegt sumar-
kvöld 23. júlí sl. þegar hún Erla,
mín elskulega tengdamóðir,
kvaddi þennan heim.
Erla fæddist á Akureyri 20.
ágúst 1937 og var var elst fimm
systra. Hún gekk í skóla á Akur-
eyri og fór í Húsmæðraskólann á
Ísafirði. Hún giftist Dolla sínum
árið 1958 og eignuðust þau þrjú
börn á fjórum árum, Margréti
Unni 14. nóvember 1958, Stefaníu
27. ágúst 1960 og Guðmund Viðar
2. september 1961. Hún var fyrsta
konan til að koma aftur á Fæðing-
arheimili Reykjavíkur sem hóf
starfsemi 18. ágúst 1960. Fjórða
barnið, Garðar, fæddist 11. nóvem-
ber 1970.
Ég var svo sannarlega heppin
þegar ég kynntist Guðmundi en
þau Erla og Dolli tóku afskaplega
vel á móti mér. Hún hugsaði vel
um sína fjölskyldu og þau Dolli
voru einstaklega samrýnd hjón.
Erla var fagurkeri og naut þess að
fegra umhverfi sitt og heimili
þeirra hjóna ber henni fagurt vitni.
Hún var glæsileg kona og ávallt
fallega klædd og vel tilhöfð og
fannst skemmtilegt að fara í versl-
anir og finna sér eitthvað fallegt.
Hún var mikil hannyrðakona sem
saumaði og prjónaði glæsiflíkur á
börn sín eins og tíðkaðist á þeim
tíma.
Þau Dolli ferðuðust heilmikið og
er mér ákaflega minnisstæð vel
heppnuð ferð okkar Guðmundar
með þeim hjónum til San Franc-
isco, það var þeirra fyrsta og eina
ferð til Bandaríkjanna. Einnig var
skemmtilegt þegar börnin hennar
og við tengdabörnin komum henni
á óvart á 80 ára afmælinu með því
að mæta til Brighton á Englandi
þar sem hún hélt upp á afmælið hjá
Margréti dóttur sinni sem þar býr.
Ekki átti hún von á okkur og við-
brögðin voru eftir því en mikið
þótti henni vænt um þetta framtak
okkar. Þau fóru annars oftast til
sólríkra landa og nutu lífsins vel í
sól og hita.
Erla var listhneigð mjög og sótti
oft tónleika og var með áskriftar-
kort í leikhús til margra ára.
Heimahagarnir á Akureyri áttu
alltaf sinn sérstaka stað í hjarta
hennar og fóru þau hjón oft á
hennar heimaslóðir.
Með þessum orðum kveð ég
elskulega tengdamóður mína og
við eigum eftir að sakna hennar
meira en orð fá lýst.
Lilja Sigurðardóttir.
Erla Guðrún
Þórðardóttir
✝ Erlendur Sig-tryggsson
fæddist á Akranesi
5. ágúst 1947. Hann
lést 15. júlí 2019.
Foreldrar hans
voru Snæborg Þor-
steinsdóttir, f. 17.
október 1926, d. 4.
september 1988, og
Sigtryggur Norð-
fjörð Jónatansson, f.
19. janúar 1917, d.
28. mars 1988.
Systkini hans eru Þorsteinn, f.
15. mars 1945; Helga, f. 5. júlí
1946, eiginmaður hennar er
Kjartan Heiðar Margeirsson;
Jónatan, f. 8. nóvember 1948,
hans eru Jónas, Hrönn, Gabríel
Úlfur og Hrafnhildur Erla. 2)
Elsa Rún, f. 20. maí 1985, sam-
býlismaður hennar er Reynir
Magnús Jóelsson. Þau eiga eina
dóttur, Ronju Björk. Fyrir á
Reynir Magnús soninn Jóel
Helga.
Erlendur ólst upp á Akranesi
til ellefu ára aldurs. Móðir Er-
lends og systkina hans veikist
ung og fór Erlendur í sveit á
Hreimsstöðum í Norðurárdal og
var þar til rúmlega tvítugs þar
sem hann vann við bústörf og á
bæjum allt um kring. Hann var
þrígiftur. Bjó lengi vel á Laugar-
bakka og vann þar á verkstæði.
Frá Laugarbakka flutti hann í
Stykkishólm ásamt frænda sín-
um og vini. Síðar flutti hann rétt
út fyrir Stykkishólm, í Léttuhlíð,
þar sem hann bjó til dauðadags.
Erlendur verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju í dag, 30. júlí
2019, klukkan 13.
eiginkona hans er
Sjöfn Hinriksdóttir;
Elísabet, f. 15. ágúst
1950, sambýlis-
maður hennar er
Þórarinn Sighvats-
son; Jakob, f. 7.
september 1951,
eiginkona hans
Svanhildur Adda
Jónsdóttir; Sigrún
Rósa, f. 6. júlí 1953,
eiginmaður Reyn-
ald Smári Gunnarsson; Sig-
tryggur Snævar, f. 28. júlí 1956,
eiginkona hans er Helga Bald-
vina Ásgrímsdóttir.
Börn Erlends eru: 1) Þorsteinn
Snævar, f. 5. mars 1969. Börn
Elsku pabbi minn. Ég bíð ennþá
eftir að vera vakin upp af þessari
martröð. Ég trúi ekki að ég tali
aldrei við þig aftur. Það er ofboðs-
lega erfitt að meðtaka það og það á
eftir að taka mig langan tíma. Við
töluðum svo mikið saman, a.m.k.
tvisvar í viku og stundum oftar. Ég
er búin að ætla að hringja í þig og
þá rekst maður á vegg raunveru-
leikans: þú ert ekki hérna lengur.
Það var svo gott að tala við þig, þú
dæmdir aldrei nokkurn mann, þú
myndaðir alltaf þínar eigin skoð-
anir. Stóðst við bakið á manni eins
og klettur þegar maður þurfti á því
að halda. Þú talaðir alltaf hreint út,
sem var nú misvel séð en ég er
þakklát fyrir að hafa erft það frá
þér. Hausinn á mér hefur reikað í
hringi síðustu tvær vikurnar og
varð mér mikið hugsað til veiðitúr-
anna sem við fórum nokkuð oft í
þegar ég var lítil. Þegar þú bjóst í
Laugarbóli var þér alveg sama þó
að öll efri hæðin væri undirlögð af
dóti og drasli frá mér bara ef ég lét
verkfæraherbergið þitt vera.
Ferðalögin í Stykkishólm og Ólafs-
vík þar sem við sungum með
Creedence Clearwater hástöfum á
leiðinni, allar þessar minningar.
Ég veit að þér líður vel núna, þú
saknaðir mömmu þinnar ótrúlega
mikið alla tíð. Ég veit að þú passar
upp á ferfætlingana mína og
ömmur mínar og alla hina þangað
til ég hitti þig aftur. Litla afa-
stelpan þín saknar afa síns og það
er ofboðslega erfitt en hún huggaði
mig um daginn og sagði „þetta er
allt í lagi mamma, afi er hjá Þrumu
og Birnu“, sem er alveg rétt. Við
söknum þín mjög mikið og það er
svo erfitt að átta sig á að geta ekki
hringt í þig og heyrt röddina. Ég
veit að þú vakir yfir okkur þangað
til við sjáumst aftur. Elska þig til
tunglsins og til baka
Hann pabbi gaf mér orð svo yndisleg
og ástríkur hann fallegt bros mér sýndi,
hann leiddi mig og valdi besta veg
hans vitund aldrei köllun sinni týndi.
Að muna eftir blíðu höndum hans
og hlýjunni ef úti fer að rökkva
það er mér eins og kerti kærleikans
hið kyrra ljós sem ekkert nær að
slökkva.
Mér finnst sem tíminn standi oft í stað
því stundir sem ég man frá liðnum
árum
þær láta hjartans orku eignast það
sem aðeins verður sagt með fögrum
tárum.
Ég finn það sækir að mér hugsun hlý
og himnesk blóm fá skjól í sálar beði
ef sjást í draumi augun enn á ný
sem ávallt fylltu hjarta mitt af gleði.
Þín dóttir,
Elsa Rún.
Erlendur
Sigtryggsson
hafði hann lag á að bjóða upp á
hagnýt verkefni í nánum
tengslum við íslenskt atvinnulíf.
Þessi verkefni höfðu svo áhrif á
frekara nám og starfsferil okkar
beggja.
Þorsteinn Ingi var sérstaklega
frjór og skapandi. Sem leiðbein-
andi var hann bæði velviljaður og
hvetjandi, horfði á stóru myndina
en festist ekki í smáatriðum.
Hann var líka rausnarlegur leið-
beinandi sem leyfði nemendum að
njóta heiðursins af verkum sínum.
Þessir eiginleikar hafa jafnframt
nýst honum vel sem vísindamanni
og farsælum stjórnanda hjá Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands. Sam-
skipti og samstarf sem við höfum
átt við Þorstein á síðari árum hafa
ávallt verið gjöful og ánægjuleg.
Við erum lánsöm að hafa
kynnst Þorsteini og notið leið-
sagnar hans. Við vissum alltaf að
við áttum stað í hjarta hans eins
og hann í okkar. Þorsteinn var að-
eins 65 ára að aldri og sorglegt
fráfall hans ótímabært. Við
vottum Bergþóru, börnum hans
og barnabörnum, fjölskyldu og
vinum samúð okkar.
Guðrún Sævarsdóttir,
Þórður Magnússon.
Kveðja frá Verkfræðinga-
félagi Íslands.
Með Þorsteini Inga Sigfússyni
er genginn traustur samstarfs-
félagi Verkfræðingafélags Ís-
lands. Hann sýndi félaginu ætíð
mikinn velvilja og lagði því lið.
Þorsteinn hafði skilning á hlut-
verki félagsins í að standa vörð um
gæði náms í tæknigreinum og í að
efla og miðla þekkingu á sviði vís-
inda og tækni.
Fyrr á þessu ári hlaut Þor-
steinn gullmerki Verkfræðinga-
félags Íslands. Í viðurkenningar-
skjal er ritað: „Segja má að
Þorsteinn sé eðlisfræðingur með
verkfræðihjarta.“ Má það til sanns
vegar færa. Í ávarpi sínu við at-
höfnina þakkaði Þorsteinn þessa
lýsingu og taldi hana eiga vel við.
Hann skildi mikilvægi þess að
tengja saman fræðasamfélagið og
atvinnulífið og tók þannig þátt í
stofnun margra sprotafyrirtækja
á grundvelli rannsókna og þróun-
ar á sviðum eðlisfræði og verk-
fræði.
Framlag Þorsteins til vísinda
og samstarfs í að miðla tækni-
þekkingu var mikilsvert. Hann
vann að því að vekja athygli ungra
verkfræðinga og raunvísindafólks
á viðfangsefnum tengdum stór-
iðju, og kom að því að mennta
meistara- og doktorsnema í málm-
eðlisfræði og málmverkfræði við
Háskóla Íslands og nokkrar aðrar
háskólastofnanir erlendis. Til varð
þekkingargrunnur íslenskra eðlis-
fræðinga og verkfræðinga sem
gagnast stóriðjunni, orkufyrir-
tækjum og fleirum.
Þegar Alþingi stofnaði Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands (NMÍ) með
lögum 2007 var Þorsteini falið að
stýra hinni nýju stofnun. Eitt af
athyglisverðustu verkefnum NMÍ
hefur verið að koma á fót Nýsköp-
unarsmiðjum, Fab Lab, um allt
land og nýsköpunarsetrum í kjöl-
far bankahrunsins. Komið var á
formlegu samstarfi Verkfræð-
ingafélagsins og Nýsköpunarmið-
stöðvar til að bregðast við breytt-
um aðstæðum á vinnumarkaði
verkfræðinga og tæknifræðinga.
Á persónulegum nótum langar
mig að minnast samstarfs okkar
Þorsteins í Vísinda- og tækniráði
og á vegum Samtaka iðnaðarins.
Það samstarf var farsælt og
einkar ánægjulegt. Eiginmaður
minn átti einnig áralangt samstarf
við Þorstein hjá Verkfræðistofnun
Háskólans og nú síðast um beislun
og notkun grænnar orku fyrir
fjarskiptastöðvar í óbyggðum.
Hugmynda- og lausnabanki Þor-
steins var óþrjótandi lind.
Þorsteinn var einstakur fræði-
maður og frumkvöðull og hlotnað-
ist honum margvíslegur heiður
fyrir. Við minnumst Þorsteins
með hlýju og vottum fjölskyldu og
aðstandendum innilega samúð.
F.h. Verkfræðingafélags Ís-
lands,
Svana Helen Björnsdóttir,
formaður.
Þorsteinn Ingi
Sigfússon
Fleiri minningargreinar
um Þorstein Inga Sigfús-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.