Morgunblaðið - 30.07.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Bandaríska hlaupakonan Dalilah Mu-
hammad sló í fyrrakvöld heimsmetið í
400 m grindahlaupi á bandaríska
meistaramótinu í frjálsíþróttum. Mu-
hammad hljóp á 52,20 sekúndum og
bætti þar með heimsmet hinnar rúss-
nesku Juliu Petsjonkinu frá árinu
2003 um 14/100 úr sekúndu. Muham-
mad sem er 29 ára gömul er ólympíu-
meistari í greininni frá leikunum í Ríó
árið 2016.
Bandaríski kylfingurinn Brooks
Koepka tryggði sér í fyrrakvöld jafn-
virði 580 milljóna króna þegar hann
fagnaði öruggum sigri á World Golf
Championship í Memphis í Bandaríkj-
unum. Koepka lék samtals 16 höggum
undir pari og var þremur höggum á
undan næsta manni, Webb Simpson.
Rory McIlroy var fyrstur eftir þrjá
hringi af fjórum en gaf eftir og endaði í
fjórða sæti á 11 höggum undir pari.
Hin suðurkóreska Ko Jin-young er
komin aftur í efsta sæti heimslistans í
golfi eftir að hafa fagnað sigri á Evian-
meistaramótinu í Frakklandi í fyrra-
kvöld. Ko hefur þar með unnið á tveim-
ur risamótum á þessu ári en hún vann
ANA Inspiration í apríl. Alls hefur hún
unnið á þremur mótum í LPGA-
mótaröðinni en hún hefur verið í hópi
30 efstu á öllum mótum sínum á
þessu tímabili og þrisvar endað í 2.
sæti.
Eitt
ogannað
SKÝRSLA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Laun knattspyrnumanna á Íslandi
hafa hækkað talsvert á undan-
förnum þremur árum. Jafnframt
hefur aukist mjög að leikmenn skrifi
undir sérstaka viðaukasamninga við
sín félög og þá er ánægja með
frammistöðu lækna og sjúkraþjálf-
ara liðanna í ár minni en árið 2016.
Þetta eru meðal helstu niðurstaða
í ítarlegri könnun Leikmanna-
samtaka Íslands á kjörum og vinnu-
umhverfi leikmanna í efstu deild
karla í knattspyrnu á Íslandi.
Leikmannasamtökin tóku þátt í
alþjóðlegri könnun á vinnuumhverfi
knattspyrnumanna í efstu deildum,
á vegum FIFpro, alþjóðasamtaka
atvinnuknattspyrnumanna, árið
2016. Leikmannasamtökin höfðu síð-
an frumkvæði að því að gera könn-
unina fyrir árið 2019, til að fá víð-
tækari sýn á stöðuna í dag, eins og
segir í greinargerð með skýrslunni
sem Morgunblaðið hefur fengið til
skoðunar.
Þar kemur fram að 147 leikmenn
frá átta félögum hafi tekið þátt í
könnuninni árið 2016. Víkingur R. og
Stjarnan hafi hafnað beiðni Leik-
mannasamtaka Íslands um að þeirra
leikmenn tækju þátt, sömuleiðis
þjálfari Þróttar, og ekki hefði tekist
að láta leikmenn Víkings í Ólafsvík
taka hana. Þátt tóku því leikmenn
frá FH, KR, Fjölni, Val, Breiðabliki,
ÍA, ÍBV og Fylki, 18 til 19 frá hverju
liði.
Árið 2019 tók samtals þátt 191
leikmaður frá öllum tólf félögum
deildarinnar í ár. Fjöldinn var hins
vegar afar mismunandi, aðeins þrír
leikmenn ÍBV voru með, 11 frá Fylki
og 11 frá KA. Á bilinu 13-20 frá
Breiðabliki, FH, Grindavík, HK,
KR, Stjörnunni og Víkingi R. og
flestir voru 23 frá Val og 22 frá ÍA.
Tíu fá meira en 970 þúsund
Laun leikmanna hafa hækkað
talsvert frá árinu 2016. Af 191 leik-
manni sem svaraði könnuninni í ár
eru 30 prósent, eða 57 leikmenn,
með laun á bilinu 242 til 485 þúsund
krónur á mánuði, 28 leikmenn (15
prósent) eru með 485 til 970 þúsund
á mánuði, fimm leikmenn eru með
970 til 1.820 þúsund á mánuði, Tveir
leikmenn eru með 1,8 til 3,6 milljónir
á mánuði og þrír leikmenn kváðust
vera með meira en 3,6 milljónir á
mánuði í laun.
Til samanburðar var enginn með
meira en 1,8 milljónir í laun á mán-
uði árið 2016 og 13 leikmenn fengu
485 til 970 þúsund krónur í mán-
aðarlaun.
LÍ fagna þessari þróun og segja
þetta sýna að hægt sé að vera at-
vinnumaður í knattspyrnu á Íslandi.
Engin trygging ef viðauka-
samningur er brotinn
Árið 2016 voru sjö prósent leik-
manna með viðaukasamning en 43
prósent árið 2019. LÍ lýsa yfir
áhyggjum af þessari gríðarlegu
aukningu þar sem leikmenn hafi
enga tryggingu sé viðaukasamn-
ingur brotinn. Honum þurfi ekki að
skila til KSÍ og brot á honum verði
því að fara í gegnum almenna dóm-
stóla. LÍ ráðleggja engum leikmanni
að skrifa undir viðaukasamning en
fram kemur að 55 prósent leik-
manna vissu ekki að KSÍ myndi ekk-
ert aðhafast þótt hann væri brotinn.
54 prósent leikmanna í ár eru
með verktakasamning við sitt félag
en 29 prósent launþegasamning.
Aðrir vissu ekki hvernig samning
þeir væru með og LÍ lýsir yfir
áhyggjum yfir því að leikmenn hafi
ekki kynnt sér eigin samninga nægi-
lega vel fyrir undirskrift. Árið 2016
voru tæp 60 prósent leikmanna með
launþegasamning og rúm 40 prósent
með verktakasamning.
Tafir á greiðslum algengar
Í ár hafa rúm 32 prósent leik-
manna upplifað tafir á launa-
greiðslum frá félögum. Það er lækk-
un úr 36 prósentum árið 2016 en LÍ
segir algjörlega óviðunandi að leik-
menn fái ekki laun og bónusa á rétt-
um tíma og félögin þurfi að skoða
sinn gang.
Í ár eru 45 prósent leikmanna
með tveggja ára samning og 39 pró-
sent með þriggja ára samning. Með-
allengd samninga árið 2016 var 28
mánuðir.
Læknar og sjúkraþjálfarar
Ánægja með lækna og sjúkra-
þjálfara félaganna virðist hafa
minnkað. Árið 2016 voru 79 prósent
leikmanna deildarinnar ánægð með
þeirra störf en 21 prósent óánægt.
Í ár var könnunin ítarlegri og nið-
urstaðan sú að um 60 prósent væru
ánægð eða mjög ánægð, um 17 pró-
sent óánægð eða mjög óánægð en
hinsvegar voru um 22,5 prósent
hlutlaus í þessum efnum.
Miðað við þátttöku í könnuninni
hafa erlendir leikmenn síður tekið
þátt í henni en þeir íslensku. Af
svarendum árið 2016 voru 20 pró-
sent erlendir leikmenn en þó voru
þeir þá um 25 prósent leikmanna
deildarinnar. Í könnuninni 2019 voru
12 prósent þátttakenda erlendir
leikmenn, enda þótt erlendir leik-
menn hafi í byrjun móts verið um 20
prósent leikmanna. Niðurstaða
hennar um að þeim hafi fækkað er
rétt en ekki í þeim hlutföllum sem
könnunin gefur til kynna.
Þvingaðir til að skrifa undir
Í ár kveðst 21 leikmaður hafa ver-
ið þvingaður til að skrifa undir nýjan
samning við félag, rúm 10 prósent
leikmanna. Sambærileg tala árið
2016 var þrjú prósent. LÍ segja í nið-
urstöðu sinni að samkvæmt þessu
leggi félög aukna pressu á leikmenn
að skrifa undir nýja samninga og
beri því við að annars spili þeir ekki.
Fimm leikmenn kváðust hafa
orðið þess varir að liðsfélagar þeirra
hefðu verið þvingaðir til að æfa einir
árið 2019 og einn leikmaður kvaðst
hafa verið látinn æfa einn þegar
hann neitaði að gera starfsloka-
samning við félagið. Engin dæmi um
þetta komu fram í könnuninni árið
2016. Tekið er fram í skýrslunni að
ekki sé hægt að fullyrða að um atvik
á Íslandi sé að ræða en slík vinnu-
brögð eru fordæmd, fyrirfinnist þau.
Frí leikmanna styttast
Sumarfrí leikmanna hafa styst
umtalsvert á þremur árum. Árið
2016 fengu 15 prósent leikmanna
minna en tíu daga frí en árið 2019
hefur sú tala hækkað um helming,
eða í 30 prósent. „Undirbúnings-
tímabilið á Íslandi er örugglega það
lengsta í heimi og því ótrúlegt að
leikmenn fái ekki lengra frí. Lág-
mark ætti að vera að leikmenn fái
30-40 daga í frí,“ segir í niðurstöðum
skýrslunnar.
Sjö prósent leikmanna deildar-
innar segjast ekki fá frí neinn dag
vikunnar og það er óbreytt hlutfall
frá 2016. Aðrir segjast fá minnst
einn frídag í viku. LÍ hvetja viðkom-
andi félög til að taka þetta til sín og
passa upp á að leikmenn þeirra fái
frí.
Árið 2016 svöruðu fjögur pró-
sent leikmanna því játandi að við þá
hefði verið rætt um að hagræða úr-
slitum leikja og prósentan er sú
sama árið 2019.
Um 97 prósent leikmanna eiga
afrit af leikmannasamningi sínum
við félagið og það hlutfall er óbreytt
á milli ára.
Þrír með meira
en 3,6 milljón-
ir á mánuði?
Laun knattspyrnumanna á Íslandi
hafa hækkað nokkuð á þremur árum
Morgunblaðið/Hari
Könnun ÍA og Valur áttu flesta leikmenn í hópi þeirra sem tóku þátt í könn-
un Leikmannasamtaka Íslands fyrir tímabilið 2019.
Það tók Viðar Örn Kjartansson ekki langan tíma að
stimpla sig inn með sínu nýja liði Rubin Kazan í rúss-
nesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir að hafa spilað
sinn fyrsta leik í síðustu viku reyndist Viðar hetjan í öðr-
um leiknum í gær og tryggði 1:0-sigur á Akhmat Grozní.
Viðar Örn kom af bekknum í hálfleik og skoraði sig-
urmarkið á 73. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu
inn fyrir vörnina, lék á markvörðinn og skoraði sitt
fyrsta mark, en Rubin er með sjö stig eftir þrjá leiki.
Viðar Örn, sem er í láni frá Rostov í sömu deild, lék
átta leiki þar í fyrra en náði ekki að skora. Hann var í
kjölfarið lánaður til Hammarby í Svíþjóð og skoraði þar
sjö mörk í 15 leikjum. Viðar Örn hefur nú skorað deildarmörk í sex lönd-
um; Íslandi, Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael og nú Rússlandi. yrkill@mbl.is
Viðar skoraði í sjötta landinu
Viðar Örn
Kjartansson