Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019
Pepsi Max-deild karla
HK – Stjarnan .......................................... 1:1
Víkingur R. – Breiðablik.......................... 3:2
Staðan:
KR 14 10 3 1 29:14 33
Breiðablik 14 7 2 5 25:18 23
ÍA 14 6 4 4 20:16 22
Stjarnan 14 5 6 3 22:19 21
Valur 14 6 2 6 25:21 20
Fylkir 14 5 4 5 23:25 19
FH 14 5 4 5 18:21 19
HK 14 5 3 6 18:17 18
Grindavík 14 3 8 3 10:11 17
Víkingur R. 14 3 7 4 21:23 16
KA 14 5 1 8 19:22 16
ÍBV 14 1 2 11 11:34 5
Rússland
Rubin Kazan – Akhmat Grozní.............. 1:0
Viðar Örn Kjartansson kom inn á í hálf-
leik og skoraði sigurmark Rubin Kazan.
Efstu lið: Zenit 9, Rostov 7, Rubin Kazan
7, Krasnodar 6, Ural 6, CSKA Moskva 6,
Arsenal Tula 4, Lokomotiv Moskva 4.
Búlgaría
Levski Sofia – Botev Plodiv ................... 3:1
Hólmar Örn Eyjólfsson er frá vegna
meiðsla hjá Levski Sofia.
Svíþjóð
Helsingborg – Örebro............................. 1:4
Daníel Hafsteinsson kom inn á sem vara-
maður á 76. mínútu í sínum fyrsta leik með
Helsingborg.
Staðan:
Malmö 18 10 7 1 29:12 37
AIK 18 11 4 3 24:11 37
Djurgården 17 10 5 2 28:12 35
Hammarby 17 9 4 4 40:25 31
Gautaborg 17 8 6 3 24:14 30
Häcken 17 9 3 5 24:14 30
Norrköping 18 7 7 4 26:19 28
Elfsborg 17 5 6 6 22:29 21
Örebro 17 6 2 9 24:27 20
Östersund 17 4 8 5 16:23 20
Sirius 17 5 3 9 19:26 18
Helsingborg 17 4 5 8 16:26 17
Falkenberg 17 3 5 9 16:33 14
Kalmar 17 2 7 8 12:21 13
Sundsvall 18 2 5 11 18:28 11
Eskilstuna 17 2 5 10 14:32 11
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Jáverkvöllur: Selfoss – HK/Víkingur . 19.15
Samsung-völlur: Stjarnan – Valur...... 19.15
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Kaplakriki: FH – Tindastóll ..................... 18
Kópavogsvöllur: Augnablik – ÍR ........ 19.15
Varmárv.: Afturelding – Grindavík .... 19.15
Norðurálsvöllur: ÍA – Fjölnir.............. 19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Leiknisvöllur: Leiknir R. – Grótta...... 19.15
Nettóvöllur: Keflavík – Njarðvík........ 19.15
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Haukar 19.15
Þórsvöllur: Þór – Víkingur Ó............... 19.15
Í KVÖLD!
Í FOSSVOGI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Víkingar eru komnir úr fallsæti eftir
afar sterkan karaktersigur gegn
Breiðabliki í úrvalsdeild karla í knatt-
spyrnu, Pepsi Max-deildinni, í 14.
umferð deildarinnar á Víkingsvelli í
Fossvoginum í gær.
Nikolaj Hansen kom Víkingum yf-
ir stax á 13. mínútu og staðan 1:0 í
hálfleik. Thomas Mikkelsen jafnaði
metin fyrir Blika á 54. mínútu áður en
Guðmundur Andri Tryggvason kom
Víkingum aftur yfir, mínútu síðar.
Viktor Karl Einarsson jafnaði metin
á nýjan leik fyrir Blika á 56. mínútu
og það var svo Guðmundur Andri
Tryggvason sem skoraði sigurmark
leiksins á 63. mínútu.
Víkingar hafa oft spilað betur en
þeir gerðu í gær en þeim gæti eflaust
ekki verið meira sama. Þeir nýttu
færin sín vel, eitthvað sem hefur
vantað hjá liðinu í sumar, og Guð-
mundur Andri Tryggvason bætti upp
fyrir slaka varnarvinnu sína með
tveimur frábærum mörkum. Þá var
Sölvi Geir Ottesen magnaður fyrir
Víkinga en spilaði meiddur á nára í
leiknum en það virtist ekki há honum
neitt sérstaklega mikið. Miðjumenn
liðsins skildu hins vegar mikið pláss
eftir á miðsvæðinu og þeir verða
halda stöðu betur því þeir Kári Árna-
son og Sölvi Geir geta ekki étið alla
bolta, þótt góðir séu.
Blikar byrjuðu leikinn af miklum
krafti og hefðu með réttu átt að vera
komnir yfir eftir tíu mínútna leik.
Eins og svo oft áður réðu þeir illa við
mótlætið og um leið og liðið lenti und-
ir fóru þeir inn í skelina. Þeir byrjuðu
hins vegar seinni hálfleikinn gríðar-
lega sterkt, jöfnuðu metin, en fengu
strax mark í andlitið. Þá voru Blik-
arnir oft og tíðum klaufar því það var
mikið pláss á milli varnar og miðju
hjá Víkingum sem leikmenn
Kópavogsliðsins nýttu sér hreinlega
illa. Þá fékk liðið á sig tvö mjög svo
klaufaleg mörk sem er einfaldlega
hægt að skrifa á reynsluleysi hægri
bakvarðar liðsins, Karls Friðleifs
Gunnarssonar, sem steinsofnaði á
verðinum í báðum mörkunum sem
Guðmundur Andri skoraði.
Víkingar eru komnir úr fallsæti
eftir slaka frammistöðu. Ef Arnar
Gunnlaugsson fær yngri leikmenn
liðsins til þess að sinna varnarvinn-
unni betur geta Víkingar auðveldlega
blandað sér í efri hluta deildarinnar.
Enn og aftur klikka Blikarnir á stóra
prófinu og þetta er orðið eins konar
„dejavu“ að skrifa um tapleiki hjá
þeim þegar þeir þurfa að vinna. Leik-
menn liðsins bera ábyrgð á tapinu í
gær og það er lítið við þjálfara liðsins
að sakast í þetta skiptið.
Víkingar lögðu karakters-
lausa Blika í markaleik
Víkingar beðið lengi eftir sigri Breiðablik vann síðast deildarleik 22. júní
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hástökk Nikolaj Hansen og Víkingarnir flugu hærra en Alexander Helgi Sigurðarson og aðrir Blikar í gærkvöldi.
1:0 Nikolaj Hansen 13.
1:1 Thomas Mikkelsen 54.
2:1 Guðmundur A. Tryggvason 55.
2:2 Viktor Karl Einarsson 56.
3:2 Guðmundur A. Tryggvason 63.
I Gul spjöldSölvi Geir Ottesen, Francisco
Marmolejo, Atli Hrafn Andrason
(Víkingi), Höskuldur Gunnlaugsson
Thomas Mikkelsen, Guðjón Pétur
Lýðsson, Damir Muminovic (Breiða-
bliki).
Dómari: Matt Donohue, 6.
Áhorfendur: 1.311.
VÍKINGUR R. – BREIÐABLIK 3:2
MM
Guðmundur A. Tryggvason (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
M
Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Davíð Örn Atlason (Víkingi)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breið.)
Davíð Ingvarsson (Breiðabliki)
Valur freistar þess í kvöld að halda hnífjöfnu kapphlaup-
inu áfram á toppi Pepsi Max-deildar kvenna í knatt-
spyrnu þegar liðið sækir Stjörnuna heim í 12. umferð-
inni. Valur endurheimtir toppsætið með sigri, með betri
markatölu en Breiðablik, en einu stigin sem liðin hafa
tapað í sumar er í jafnteflisleik þeirra.
Stjarnan rétti vel úr kútnum í síðustu umferð með
stórsigri á HK/Víkingi, 5:2, eftir að hafa þar áður ekki
skorað síðan í maí. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar,
þó aðeins þremur stigum frá fallsæti. Valur vann einnig
öruggan sigur í síðustu umferð, 3:0 gegn KR, þar sem
Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk. Hún er markahæst í
deildinni með 11 mörk eins og Blikarnir Agla María Albertsdóttir og Berg-
lind Björg Þorvaldsdóttir.
Á sama tíma í kvöld mætast svo Selfoss og botnlið HK/Víkings, en Sel-
fyssingar geta styrkt stöðu sína í fjórða sætinu enn frekar með sigri. Á
meðan freistar HK/Víkingur þess að jafna KR og Keflavík að stigum í æsi-
spennandi fallbaráttu deildarinnar. yrkill@mbl.is
Heldur kapphlaupið áfram?
Hlín
Eiríksdóttir
Kvennalið Fylkis í knattspyrnu hefur styrkt raðir sínar
fyrir lokaátökin í Pepsi Max-deildinni í sumar og hefur
bætt við sig tveimur leikmönnum.
Í gær var gengið frá félagaskiptum Rutar Kristjáns-
dóttur til Fylkis á ný og snýr hún þar með aftur til upp-
eldisfélagsins sem hún yfirgaf fyrir þremur árum. Rut
kemur frá ÍBV og kom þar við sögu í fimm leikjum fyrri
hluta sumars. Það var hennar þriðja tímabil í Eyjum þar
sem hún hefur ávallt verið í stóru hlutverki. Hún fagnaði
meðal annars bikarmeistaratitli með ÍBV árið 2017.
Fylkir hefur sömuleiðis fengið til sín Ísabellu Önnu
Húbertsdóttur og kemur hún að láni frá Val. Ísabella
hefur verið í láni hjá Fjölni og skoraði þrjú mörk í sjö leikjum í fyrra og var
búin að spila 10 leiki í 1. deildinni í ár.
Fylkir er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig, stigi fyrir of-
an ÍBV og þremur stigum frá fallsæti, og mætir einmitt ÍBV á morgun.
Fylkiskonur styrkja sig frekar
Rut
Kristjánsdóttir