Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2019 Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Ú T S A L A Ú T S A L A Ú T S A L A 10-40% AFSLÁTTUR Í VERSLUN OKKAR  Bjarki Sigurðsson, HFA, tryggði sér sigur í karlaflokki á Íslandsmótinu í fjallabruni sem fram fór í Kjarnaskógi á Akureyri um helgina. Bjarki kom í mark á tímanum 1:44,486 mínútum en nafni hans Bjarki Jóhannsson, HFA, hafnaði í öðru sæti og Gestur Jóns- son, BFH, í þriðja sæti. Í kvennaflokki vann Emilia Niewada, HFA, öruggan sigur en hún kom fyrst í mark á tím- anum 1:57,032 mínútum. Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir, BFH, kom önnur í mark og Sara Ómarsdóttir, HFA, hafnaði í þriðja sæti.  Daníel Hafsteinsson spilaði sinn fyrsta leik með sænska liðinu Hels- ingborg þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Örebro í gærkvöld, 4:1. Daníel var keyptur frá KA á dögunum og spilaði síðasta stundarfjórðunginn, en skað- inn var þá þegar orðinn fyrir Hels- ingborg sem er með 17 stig eftir 17 leiki í úrvalsdeildinni.  KR-ingar staðfestu í gær komu framherjans Kristjáns Flóka Finn- bogasonar til félagsins, en félagaskipti hans frá Start í Noregi voru frá- gengin fyrr í mán- uðinum. Kristján Flóki er nú samnings- bundinn í Vest- urbænum út tímabilið 2023 en þarf að bíða í viku eftir sín- um fyrsta leik þegar KR tekur á móti Grindavík þriðjudaginn 6. ágúst. Eitt ogannað Stjörnumenn, sem ekki hafa komist almennilega í gang í sumar. Stjarnan er búin að gera þrjú jafntefli í röð og aðeins einu sinni í sumar unnið tvo leiki í röð. Það vantar stöðuleika og ef ekki hefði verið fyrir tvær mjög góð- ar markvörslur Haraldar Björns- sonar í seinni hálfleik, hefði getað farið verr. Stjörnumenn verða að ná stöðugri úrslitum, ætli liðið sér að spila í Evrópukeppni næsta sumar. Nái HK-ingar að halda sínu striki, ætti liðið að halda sæti sínu í efstu deild. HK hefur vaxið gríðarlega í sumar og lært fljótt á deildina. Það segir allt sem segja þarf að það komi ekki lengur á óvart að HK nái úrslit- um gegn einu af sterkustu liðum deildarinnar. Góð úrslit HK-inga koma ekki lengur á óvart  HK og Stjarnan skiptu með sér stigunum  Vantar stöðugleika í Stjörnuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Jafntefli Heiðar Ægisson, Stjörnunni, og Valgeir Valgeirsson, HK, skiptu með sér stigunum í Kórnum. Í KÓRNUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is HK og Stjarnan skildu jöfn, 1:1, er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum í gærkvöldi. Heilt yfir eru úrslitin sanngjörn, þótt HK- ingar hafi verið sáttari þegar þeir gengu af velli. Stigið er gott fyrir HK, sem er enn í fallbaráttu, þrátt fyrir gott gengi að undanförnu. Það er ekki sjálfgefið að fá stig á móti sterku liði Stjörnunnar þegar þú ert í baráttu í neðri hlutanum. HK verður það hins vegar ekki mikið lengur með þessu áframhaldi. HK hefur aðeins tapað einum af síðustu sex og unnið mjög sterka andstæðinga í leiðinni. Haraldur bjargaði Stjörnunni HK náði ekki þeim hæðum sem lið- ið náði gegn FH í síðustu umferð. Stjörnumenn voru mikið sterkari fyrsta rúma hálftímann. Það var al- gjörlega verðskuldað þegar Stjarnan komst yfir á 23. mínútu með marki Baldurs Sigurðssonar. Stjarnan var líklegri til að bæta við mörkum, en nánast upp úr engu jafnaði Atli Arn- arson skömmu fyrir hlé. Markið færði HK-ingum mikið sjálfstraust og kraft og þegar upp var staðið hefði HK alveg getað náð í þrjú stig, eins og Stjarnan. Það hafði töluverð áhrif á leik HK að Björn Berg Bryde var ekki með. Hægri bakvörðurinn Birk- ir Valur Jónsson lék í miðverðinum og Valgeir Valgeirsson spilaði í hægri bakvarðarstöðunni. Valgeir átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var sóknarleikur HK ekki eins sterkur með hann aftar á vellinum. Stjörnumenn sóttu mikið að Valgeiri framan af og varð markið þeirra til eftir sókn upp vinstri kantinn. HK fann leið til að koma sér aftur inn í leikinn og ná í stig, sem gæti reynst mikilvægt. Úrslitin eru dæmigerð fyrir 0:1 Baldur Sigurðsson 23. 1:1 Atli Arnarson 39. I Gul spjöldRúnar Páll Sigmundsson, Heiðar Ægisson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjörnunni). Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson, 8. Áhorfendur: 890. HK – STJARNAN 1:1 M Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Hörður Árnason (HK) Leifur Andri Leifsson (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Atli Arnarson (HK) Birkir Valur Jónsson (HK) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Baldur Sigurðsson (Stjörnunni) Hilmar Á. Halldórsson (Stjörn.) Heiðar Ægisson (Stjörnunni) Martin Rauschenberg (Stjörnunni) Keppnisferli bandaríska kylfingsins Toms Watsons er lokið. Watson var á meðal keppenda á Breska öld- ungamótinu sem er eitt risamótanna fyrir kylfinga 50 ára og eldri. Tilkynnti hann að mótið væri hans síðasta á keppnisferlinum en Watson lét staðar numið í keppnum við yngri menn þegar hann lék á Masters í síðasta skipti árið 2016. Tom Watson vann á risamótunum átta sinnum á ferl- inum og er sá sjötti sigursælasti frá upphafi á þeim lista. Á The Open vann hann fimm sinnum. Var hann grátlega nálægt því að jafna met Harrys Vardon sem vann sex sinnum á mótinu þegar Watson hafnaði í 2. sæti eftir bráðabana á The Open árið 2009. Var Watson þá tæplega sextugur og framganga hans á mótinu með ólíkindum. Íþróttafréttamenn vestan hafs töldu margir hverjir að hefði Watson tekist að sigra hefði það verið mesta íþróttaafrek allra tíma. Watson vann á Masters tvívegis og á Opna bandaríska meist- aramótinu einu sinni. sport@mbl.is Watson lætur staðar numið Tom Watson Valdís Þóra Jónsdóttir var aðeins einu höggi frá því að komast í bráðabana um sæti á Opna breska meistaramótinu í golfi, en hún lék á lokaúrtökumóti í gær. Valdís lék á tveimur höggum undir pari, en þær níu sem léku höggi betur fóru í bráðabana um þrjú síðustu sætin inn á mótið sem er um helgina. Guðrún Brá Björgvinsdóttir reyndi einnig fyrir sér á lokaúrtökumótinu, en lék á þremur höggum yfir pari og var sex högg- um frá risamótinu. yrkill@mbl.is Valdís nálægt Opna breska Ljósmynd/LET Atvinnukylfingur Valdís Þóra Jóns- dóttir hefur átt stórgott tímabil í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.