Morgunblaðið - 31.07.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2019FRÉTTIR
Rekstrarumhverfi fataverslana hef-
ur breyst mikið á undanförnum ár-
um og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
glímt við alls kyns áskoranir frá því
hann tók við Herragarðinum
skömmu eftir hrun. Verslunin sneri
vörn í sókn, bætti við sig heims-
frægum merkjum og hækkaði þjón-
ustustigið. Núna sækja netverslanir
á og alþjóðlegar tískukeðjur hafa
ruðst inn á markaðinn, svo ekki má
sofna á verðinum.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Það eru fjölmargar áskoranir sem
fylgja því að reka verslun á Íslandi í
dag. Gengi krónunnar sveiflast mik-
ið og hefur auðvitað töluverð áhrif á
hvort rekstraráætlanir standist hjá
fyrirtækjum sem borga sitt í erlend-
um gjaldmiðlum. Við höfum einblínt
á að hafa verðlagningu okkar stöð-
uga og ekki reynt að breyta verði
eftir því sem gengi krónunnar flökt-
ir. Það eru aðstæður sem nágranna-
þjóðir þurfa ekki að eiga við, en
engu að síður hefur það verið stefna
okkar að sýna fram á að verðlag og
þjónusta í Herragarðinum séu fylli-
lega samkeppnishæf við það sem
sést erlendis.
Hver var síðasta ráðstefnan sem
þú sóttir?
Við förum alltaf tvisvar á ári á
Pitti Uomo í Flórens á Ítalíu þar
sem allir helstu seljendur og inn-
kaupafólk í herrafatabransanum
mæta. Það fylgir því innblástur að
hitta kollega frá öðrum löndum og
heyra hvernig þróunin og staðan er
fyrir utan landsteinana.
Hvaða hugsuður hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
Þegar ég vann hjá Sævari Karli
hitti ég Jack Mitchell sem rekur
nokkrar verslanir í Bandaríkjunum.
Hann gaf út bók sem heitir Hug
Your Customer sem ég hef lesið
margoft og strákarnir sem vinna
hjá mér hafa gert það líka. Hann fer
alla leið í þjónustu og hefur mikla
trú á því að það sé mun auðveldara
að búa til gott viðskiptasamband en
almennt er talið. Með því að koma
fram við viðskiptavin eins og vin fer
maður fram úr væntingum og þegar
það tekst er starfið ánægjulegast.
Hvernig heldurðu þekkingu þinni
við?
Ég læri mest af öðru fólki. Maður
reynir að lesa í þarfir viðskiptavina
og læra af kunnáttu samstarfs-
manna. Það er ótrúlegt hvað ég hef
lært mikið út frá samtölum við við-
skiptavini mína. Þeir veita mér að-
hald svo ég viti hvað ég er að segja
og gera.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég er nú gamall íþróttamaður og
viðmiðið við þau ár ekki lengur
raunhæft. Auk þess hafa starf og
fjölskylda tekið aðeins fram úr
ræktinni. Göngutúr og hittingur við
boxpúðann er það helsta sem kemst
að. Stefni á að bæta úr þessu, eins
og viðkvæðið er hjá mörgum.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Umgjörðin er góð og verslunar-
kjarnar í borginni afar flottir á al-
þjóðlega mælikvarða. Kringlan og
Smáralind eru orðnar rótgrónir
kjarnar með gott úrval og aðgengi
og sífellt verið að bæta í þjónustu.
Til framtíðar verður gaman að sjá
hvernig þróun smásölu verður í
miðbæ Reykjavíkur. Við opnuðum
nýlega verslunina Collections á
Hafnartorgi og spennandi að sjá
hvernig svæðið kemur út þegar það
er fullklárað.
Það sem ég vildi sjá hér á landi er
meiri stöðugleiki. Jafnvægi í gengi
krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum og stöðugleiki í kjörum
landsmanna til lengri tíma væru til
bóta fyrir aðila í verslun og þjón-
ustu.
SVIPMYND Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins
Brýnt að koma á stöðugleika
Morgunblaðið/Hari
NÁM: Kvennaskólinn í Reykjavík, stúdent 1998; Kennaraháskóli
Íslands, íslenskukjörsvið 2005.
STÖRF: Verslunin Sævar Karl, sölumaður og innkaup 1999-
2003; Hugo Boss, sölumaður og innkaup 2003-2009; Herragarð-
urinn Kringlunni / Föt og skór ehf., verslunarstjóri síðan í janúar
2009.
ÁHUGAMÁL: Æfði og keppti í karate, vann fjölda Íslandsmeist-
aratitla og þjálfa enn af og til. Starfaði einnig nýverið sem lands-
liðsþjálfari Íslands í karate. Hef áhuga á ferðalögum og veit ekk-
ert betra en samveru með fjölskyldunni. Ég hef mikla ánægju af
því að elda góðan mat og erum við konan mín dugleg að prófa
okkur áfram í framandi eldamennsku. Eyði svo ómældum tíma í
að skoða falleg úr sem eru einn af mínum helstu veikleikum.
Annars má nú segja að starfið sé aðaláhugamálið og prísa ég
mig sælan að starfa við það sem ég hef haft einlægan áhuga á
eins lengi og ég man eftir mér.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Í sambúð með Tinnu Gilbertsdóttur sölu-
stjóra og saman eigum við fjögur börn.
HIN HLIÐIN
TUNGUMÁL
Það er öðruvísi upplifun að ferðast
þegar einn ferðafélaga þinna talar
tungumál heimamanna. Fólk er oft
opnara og skemmtilegra á eigin
tungu. Fyrir þá sem ekki tala mörg
tungumál þar sem enskan er iðu-
lega eina leiðin til þess að hafa tak-
mörkuð og stundum stíf samskipti
gæti Waverly
Ambassador-túlkunargræjan verið
leið fólks að eftirminnilegri upp-
lifun. Sprotafyrirtækið Waverly
Labs hefur nú þróað tæki sem gæti
leyst þetta vandamál en um er að
ræða heyrnartól, sem virka með
appi í snjallsíma, sem þýða jafn-
óðum þau samskipti sem eiga sér
stað á tveimur tungumálum og ger-
ir fólki þannig kleift að eiga sam-
skipti á eigin tungumáli.
Með heyrnartólunum heyrir not-
andinn rétta þýðingu og getur
hann þannig til dæmis pantað alla
þá snigla sem hann lystir á frönsku
og sniðið réttina á matseðlinum ná-
kvæmlega eins og hann vill hafa
þá. Varan er enn á fjármögn-
unarstigi á vefsíðunni Indiegogo.
peturh@mbl.is
Ferðalögin
verða eftir-
minnilegri
Ambassador-
heyrnartólin gera samskipti
þægilegri og skemmtilegri.
FATAVERSLUN
Fyrri stækkun verslunar Lindex í
Kringlunni opnar í dag eftir breyt-
ingar þar sem undirfatadeild Lindex
hefur verið stórefld en að sögn Lóu
D. Kristjánsdóttur, umboðsaðila
Lindex á Íslandi, verður verslunin
sú stærsta sinnar tegundar hér á
landi. „Við getum nú boðið upp á
mælingar, persónulega þjónustu og
vöruúrval sem hæfir okkar stöðu
sem sérfræðingar á sviði undirfatn-
aðar,“ segir Lóa. „Þetta er fyrri
hlutinn af þessum miklu breytingum
þar sem við hyggjumst setja allt á
einn stað en núna erum við að marg-
falda þá fermetra sem undirfata-
deildin starfar á,“ segir Lóa í samtali
við ViðskiptaMoggann en áætlað er
að 650 fermetra akkerisverslun
Lindex opni í Kringlunni haustið
2020.
Samhliða þessum breytingum til-
kynnti Lindex um 1,3 milljóna króna
styrktarframlag til Bláa hersins,
sem vinnur brautryðjendastarf í
hreinsun á ströndum landsins. Um
er að ræða pokasjóð Lindex en í
honum felst að allur ágóði af sölu
Lindex-poka gengur til sjóðsins sem
úthlutar styrk einu sinni á ári.
Albert Þór Magnússon og Lóa Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex, veittu
fulltrúum Bláa hersins 1,3 milljóna króna styrk úr pokasjóði verslunarinnar.
Lindex stækkar versl-
unarrými í Kringlunni
Vilhjálmur hlakkar
til að sjá hvernig
verslunarsvæðið á
Hafnartorgi kemur
til með að þróast.
TILBOÐ*
2.399.000 kr. með vsk.
fullt verð 2.692.579 kr með vsk.
Allt að 90% fjármögnun í boði
Þú sparar 293.579 kr.
Bátur
Kerra
F30Hp Mercury
utanborðsmótor.
Stjórntæki
Rafstart
Bensíntankur
fullur af bensíni
Frí heimsending
hvert á land sem er
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Bátur með
hnakk & beisli
450cc
Utanborðsmótorar 30Hpf
*Tilboðið gildir út júlí eða á meðan birgðir endast.