Fréttablaðið - 18.09.2019, Side 4
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr
einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp
að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
Strefen-sprey-Apotekarinn-5x10.indd 1 03/10/2018 14:55
1 „Ég vild i að ég hefð i get að grip ið syst ur okk ar sem var
hrint af svöl un um“ Baráttukonan
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir boðar
til mótmæla gegn niðurfellingu
nauðgunarmála.
2 Kona féll fram af svölum í Breið holti Kona féll fram
af svölum í Hóla hverfi í Breið
holti. Vitni sögðu í sam tali við
Frétta blaðið að karl maður hefði
hent henni fram af þeim niður á
steyptar tröppur.
3 Vitni segir einka skila boð afhjúpa brota þolann Vitni í máli
Árna Gils fullyrðir að brotaþolinn
í málinu, sem kveður Árna hafa
stungið sig í höfuðið með hnífi, sé
að ljúga.
4 „For dæma laust virðingarleysi við störf þingsins“ Snörp
orða skipti urðu í þing sal þar sem
skipu lags hæfi leikar for seta Al
þingis voru gagn rýndir.
5 Óttast um líf sonar síns: „Hann er búinn að fá loka dóminn“
Inga Lóa Birgisdóttir óttast um
líf sonar síns sem glímt hefur við
fíknivanda og kallar eftir hjálp.
LÖGREGLUMÁL Konan sem talið er
að hafi verið hrint fram af svölum í
Hólahverfi í Breiðholti liggur alvar-
lega slösuð á sjúkrahúsi en er ekki í
lífshættu.
Hún féll fram af svölum á annarri
hæð hússins en samkvæmt vitnum
var henni hrint af svölunum niður á
steyptar tröppur.
Maðurinn, sem grunaður er um
að hafa átt þátt í falli konunnar, var
handtekinn á vettvangi og hefur
verið úrskurðaður í gæsluvarðhald
fram til 15. október. Maðurinn,
sem er á fertugsaldri, er að sögn
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, talinn hafa rofið í verulegum
atriðum skilyrði skilorðsbundins
dóms. – bdj, vá
Sá grunaði
braut skilorð
DÓMSMÁL Þingfesting í máli Andr-
ésar Kristins Konráðssonar, sem
ákærður er fyrir skattalagabrot, tók
óvænta stefnu þegar til frjálslegra
skoðanaskipta kom milli sækjanda,
verjanda og dómara um stöðu rann-
sókna- og ákærumeðferða skatta-
lagabrota.
Við upphaf þinghalds lét sækj-
andi málsins þess getið að nýlegur
úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft
áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til
hagsbóta og til þess gæti komið að
gefa þyrfti út aðra ákæru.
Gestur Jónsson, verjandi Andrés-
ar, sagði ljóst að gerður yrði ágrein-
ingur um þennan nýja úrskurð.
„Hann verður til meðferðar hjá
yfirskattanefnd í 12 mánuði og á
sama tíma er málið til meðferðar
fyrir dómstólum,“ sagði Gestur
og lét fylgja þá skoðun sína að það
væri allt komið í vitleysu í meðferð
þessara skattamála. Vísaði Gestur
þar til nýlegra dóma sem fallið hafa
gegn Íslandi í Mannréttindadóm-
stól Evrópu um brot gegn ákvæði
Mannréttindasáttmálans um bann
við endurtekinni refsingu fyrir
sama brot.
Dómarinn, Guðjón St. Mar-
teinsson, lét þess getið að það fari
orðið allir fram á frávísun í þessum
málum. Farið hefði verið fram á frá-
vísun í fjórum slíkum málum í vik-
unni og fimm mál sem biðu þingfest-
ingar lyktuðu af frávísunarkröfum.
Gestur upplýsti að enn eitt málið
væri komið til efnismeðferðar hjá
MDE og fullyrti að ríkislögmanni
hefði nýverið borist bréf frá MDE
þar sem því væri beint til stjórn-
valda að reyna að ná sáttum í máli
Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur
því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að
fara að bregðast við með einhverri
línu í þessum málum.
Dómarinn tók að nokkru undir
áhyggjur verjandans af stöðunni.
„Ég hef engan hitt, hvorki verjanda,
sækjanda, né dómara sem telur að
þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón.
Sigríður Árnadóttir, sem sótti
þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá
hafa heimildir fyrir því að tíðinda
væri að vænta frá stjórnvöldum
alveg á allra næstu dögum og vísaði
til nefndar sem skipuð var skömmu
eftir að þriðji áfellisdómurinn kom
frá MDE í vor.
Dómarinn sagði slík tíðindi hafa
verið f lutt fyrir löngu og vísaði til
nefndar sem skilaði skýrslu árið
2013 þar sem allir helstu emb-
ættismenn málaf lokksins sam-
mæltust um að breytingar væru
óumflýjanlegar og þyldu ekki bið.
Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá
skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir
skattrannsóknarstjóri.
Fyrirspurn til dómsmálaráðu-
neytisins um starf þeirrar nefndar
sem skipuð var í vor hafði ekki
verið svarað þegar Fréttablaðið fór
í prentun.
Aðspurður segist Ragnar H. Hall,
lögmaður Braga Kristjánssonar,
bundinn trúnaði um stöðu máls
Braga hjá MDE, samkvæmt reglum
hjá dómstólnum sem gilda meðan
þess er freistað að ná sáttum.
adalheidur@frettabladid.is
Lýstu áhyggjum af meðferð
skattamála við þingfestingu
Jafnt sækjendur, verjendur og dómarar telja meðferð skattlagabrota ekki í lagi nú þegar þrír
dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Fjórða málið er komið til efnismeðferðar í
Strassborg. Þetta kom fram við þingfestingu máls í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.
Sækjandi, verjandi og dómari ræddu skattamálin vítt og breitt við þingsetningu í héraðsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Snúið að ná sáttum við Braga
Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst
í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni
ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá
MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri
ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö
manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll
nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki
sambærileg og sakfelldi Braga.
Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann
ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg.
Ég hef engan hitt,
hvorki verjanda,
sækjanda né dómara sem
telur að þetta sé
í lagi.
Guðjón St. Mar
teinsson, dómari
við Héraðsdóm
Reykjavíkur
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-D
8
8
0
2
3
C
B
-D
7
4
4
2
3
C
B
-D
6
0
8
2
3
C
B
-D
4
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K