Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 14
Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arki
tekts og Sigríðar Arnbjarnardótt
ur, ásamt þremur börnum þeirra,
hagnaðist um liðlega 3,4 milljarða
króna á síðasta ári vegna sölu á hlut
sínum í fyrirtækinu The Icelandic
Milk and Skyr Corporation, betur
þekktu sem Siggi’s Skyr.
Þetta má lesa út úr nýbirtum árs
reikningi Eldhrímnis. Félag Ingi
mundar og fjölskyldu, sem lagði The
Icelandic Milk and Skyr Corpora
tion fyrst til fjármuni við stofnun
þess 2006, var á meðal helstu hlut
hafa fyrirtækisins þegar það var
selt til franska mjólkurrisans Lact
alis fyrir að lágmarki 370 milljónir
Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018.
Það jafngildir um 40 milljörðum
króna miðað við þáverandi gengi.
The Icelandic Milk and Skyr
Corporation, sem var stofnað sem
kunnugt er af Sigurði Kjartani
Hilmarssyni, var í um 75 prósenta
eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og
annarra sem þeim tengjast. Þá átti
svissneski mjólkurframleiðandinn
Emmi Group, eini fagfjárfestirinn í
hluthafahópnum, um 22 prósenta
hlut og nam hagnaður félagsins við
söluna til Lactalis, eins og upplýst
var um í Markaðinum fyrr á þessu
ári, samtals um 80,9 milljónum
dala.
Fram kemur í ársreikningi Eld
hrímnis að hagnaður félagsins hafi
numið samtals 3,5 milljörðum 2018
en þar munaði langsamlega mest
um söluhagnað hlutabréfaeignar
að fjárhæð rúmlega 3,39 milljarðar.
Heildareignir í lok síðasta árs námu
3,92 milljörðum og eigið fé var um
3,78 milljarðar. Eignir Eldhrímnis
samanstóðu einkum af verðbréf
um, eða fyrir um þrjá milljarða, og
þá nam bókfært virði eignarhluta
í ýmsum félögum, meðal annars
Flor ealis, Hval hf. og Matorku, sam
tals um 700 milljónum.
Sonur Ingimundar, Sveinn, var
á meðal fyrstu samstarfsmanna
Sigurðar þegar hann stofnaði fyrir
tækið í New York og hannaði meðal
annars umbúðirnar um skyrið. Var
Sveinn jafnframt í hópi stærstu
hluthafa skyrfyrirtækisins. – hae
Seldi í Siggi’s Skyr með
3,4 milljarða hagnaði
370
milljónir dala var skyrfyrir-
tækið selt fyrir að lágmarki í
ársbyrjun 2018.
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og
heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu
og ágætan hagnað.
Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða
möguleika á veltuaukningu bæði í verslun,
heildverslun og verktöku.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða
samhenta fjölskyldu.
Fyrirtæki með
mikla möguleika
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og
heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu
og ágætan hagnað.
Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða
möguleika á veltuaukningu bæði í verslun,
heildverslun og verktöku.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða
samhenta fjölskyldu.
Fyrirtæki með
mikla möguleika
Fyrirtæki með mikla möguleika
Gamalgróin og vel þekkt raftækjaverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Mikill eigin innflutningur á ýmis konar rafmagnsvörum sem gefur
töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun og heildverslun.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu.
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og
heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu
og ágætan hagnað.
Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða
möguleika á veltuaukningu bæði í verslun,
heildv rslun og verktök .
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða
samhenta fjölskyldu.
Fyrirtæki með
mikla möguleika
Kvika banki, í samstarfi við bresku viðskiptafélagana Mark Holyoake, sem var
stærsti hluthafi Iceland Seafood og
stjórnarmaður á árunum 2010 til
2019, og Lee Camfield, fyrrverandi
framkvæmdastjóri rekstrar hjá Ice
land Seafood, vinna nú að stofnun
framtakssjóðs sem mun einkum
fjárfesta í evrópskum fyrirtækjum
í sjávarútvegi.
Sjóðurinn hefur að undanförnu,
samkvæmt heimildum Markaðar
ins, verið kynntur íslenskum fag
fjárfestum – lífeyrissjóðum, verð
bréfasjóðum og einkafjárfestum
– og eru væntingar um að hægt
verði að ljúka fyrstu umferð söfn
unar áskriftarloforða frá fjárfestum
á næstu vikum. Lagt er upp með að
heildarstærð framtakssjóðsins, sem
heitir Bluevest Capital, við stofnun
verði um 40 milljónir evra, jafnvirði
5,5 milljarða króna, með möguleika
á að stækka hann í allt að 100 millj
ónir evra innan tólf mánaða.
Áætlanir gera ráð fyrir að Kvika
banki komi að fjármögnun fram
takssjóðsins sem minnihlutaeig
andi en bankinn verður hins vegar
ekki rekstraraðili hans. Gunnar
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
dótturfélags Kviku í Bretlandi, sem
leiðir verkefnið fyrir hönd bank
ans, mun taka sæti í fjárfestingar
ráði sjóðsins ásamt meðal annars
Holyoake og Camfield en þeir
hættu störfum sem stjórnarmaður
og framkvæmdastjóri hjá Iceland
Seafood í byrjun þessa árs. – hae
Kvika og fjárfestar vinna að stofnun
allt að 14 milljarða sjávarútvegssjóðs
100
milljónir evra er áætlað að
stærð sjóðsins geti orðið
innan tólf mánaða.
Almenna leigufélagið, næststærsta leigufélag landsins, hefur hætt við áform, sem stefnt hefur verið að síðustu miss
eri, um skráningu félagsins á Aðal
markað í Kauphöllinni. Þetta var á
meðal þess kom fram á fundi með
sjóðfélögum Almenna leigufélags
ins eignarhaldssjóðs (ALE), sem er
eigandi leigufélagsins og er í stýringu
hjá Kviku banka, í síðustu viku, sam
kvæmt heimildum Markaðarins.
Þá verður sett á fót sérstakt fimm
manna fjárfestingarráð, skipað full
trúum sumra af stærstu hluthöfum
ALE sjóðsins, en hann var áður í stýr
ingu hjá GAMMA Capital Manage
ment, sem mun í kjölfarið einnig
tilnefna tvo nýja fulltrúa í stjórn
leigufélagsins.
Stofnanafjárfestar í hluthafa
hópnum hafa komið sér saman um
að Markús Hörður Árnason, for
stöðumaður fjárfestinga hjá TM,
og Óðinn Árnason, sjóðsstjóri hjá
Stefni, taki sæti í fjárfestingarráðinu
og þá mun að auki Einar Sigurðs
son, fjárfestir og sonur Guðbjargar
Matthíasdóttur, meirihlutaeiganda
Ísfélags Vestmannaeyja, setjast í
ráðið, samkvæmt heimildum Mark
aðarins. Í röðum einkafjárfesta á
hins vegar enn eftir að ákveða hvaða
tveir fulltrúar til viðbótar verða
skipaðir í fjárfestingarráðið en gert
er ráð fyrir að sú niðurstaða muni
liggja fyrir á næstu dögum.
Aðkoma sjóðfélaga, að sögn þeirra
sem þekkja vel til stöðu mála, kemur
til vegna vaxandi undiröldu margra
úr röðum þeirra með rekstur sjóðs
ins, einkum hvað varðar rekstrar
kostnað. Hlutverk fjárfestingar
ráðsins verður í upphafi að leggja
mat á stöðu leigufélagsins, sem
skilaði aðeins um þrettán milljóna
hagnaði á fyrri árshelmingi, og taka
ákvarðanir um næstu skref. Þar er
meðal annars til skoðunar að sjóðn
um verði slitið áður en líftími hans
rennur út, sem er um mitt næsta ár,
og að hluthafarnir eignist þá sjálfir
hlutabréf í Almenna leigufélaginu og
taki við rekstri fyrirtækisins.
Til að koma til móts við meðal
annars gagnrýni sjóðfélaga um mik
inn rekstrarkostnað var samþykkt á
fyrrnefndum fundi í liðinni viku að
lækka verulega þá þóknun sem sjóð
urinn hafði innheimt fyrir stýringu
eigna. Þannig var ákveðið að hún
myndi lækka um 75 prósent – úr því
að nema 0,4 prósentum af heildar
eignum í 0,1 prósent – eða sem jafn
gildir liðlega 150 milljónum króna
á ársgrundvelli en heildareignir
leigufélagsins voru um 48 milljarðar
króna í lok júní á þessu ári.
Verði rekstri fagfjárfestasjóðs
Almenna leigufélagsins slitið og
félagið færist beint í eigu hluthafa er
óvíst um á hvaða gengi sú tilfærsla
yrði gerð. Þrátt fyrir að búið sé að
falla frá áformum um skráningu
leigufélagsins á aðalmarkað útiloka
ekki sumir stofnanafjárfestar á meðal
sjóðfélaga þann möguleika, þótt
hann sé engu að síður talinn ólík
legur, að félagið kunni að verða skráð
á First North markaðinn í Kauphöll
inni á seinni hluta næsta árs.
Heimavellir, stærsta leigufélag
landsins, var sem kunnugt er skráð
á Aðalmarkað í fyrra. Aðeins um níu
mánuðum síðar var tillaga stærstu
hluthafa um afskráningu leigu
félagsins samþykkt af meira en 80
prósentum hluthafa á aðalfundi.
Kauphöllin hafnaði hins vegar sem
kunnugt er beiðni Heimavalla um
að taka bréf félagsins úr viðskiptum
á Aðalmarkaði. Afar lítil velta hefur
einkennt viðskipti með bréf Heima
valla og hefur hlutabréfaverð félags
ins lækkað um 15 prósent frá skrán
ingu.
Hagnaður Almenna leigufélags
ins, sem á samtals um 1.200 íbúðir,
á fyrstu sex mánuðum ársins dróst
verulega saman á milli ára og nam
tæplega 13 milljónum borið saman
við rúmlega 400 milljónir á sama
tíma 2018. Þar munaði mestu um
að matsbreyting fjárfestingaeigna
var aðeins jákvæð um 62 milljónir
borið saman við 770 milljónir árið
áður. Vaxtaberandi skuldir félagsins
námu 30,6 milljörðum og eigið fé var
tæplega 13 milljarðar.
hordur@frettabladid.is
Hætt við skráningu og
fjárfestingarráð skipað
Ekkert verður af skráningu Almenna leigufélagsins á Aðalmarkað. Sjóðfélagar
fá aðkomu með skipan fimm manna fjárfestingarráðs. Þóknun lækkuð um 75
prósent og til skoðunar að slíta sjóðnum og færa félagið beint til hluthafa.
Eignasafn Almenna leigufélagsins telur samtals rúmlega 1.200 íbúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
48
milljarðar voru eignir
Almenna um mitt þetta ár.
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-E
2
6
0
2
3
C
B
-E
1
2
4
2
3
C
B
-D
F
E
8
2
3
C
B
-D
E
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K