Fréttablaðið - 18.09.2019, Page 18
víkurflugvallar sé sjálf bær, það er
að hann standi undir sér sjálfur.
„Við rekum f lugleiðsöguþjónustu
sem fær stærstan hluta tekna sinna
á grundvelli milliríkjasamnings um
flug yfir Norður-Atlantshafið. Þessi
rekstur er mikilvægur fyrir Isavia-
samstæðuna en þar er innbyggð
mikil sveif lujöfnun þegar kemur
að afkomu.“
Innanlandsflugið ósjálfbært
En hvað með innanlandsf lugið?
„Í innanlandsfluginu eigum ekki
innviðina, það er mannvirkin,
heldur erum við að reka kerfið
samkvæmt þjónustusamningi við
samgönguráðuneytið. Allar ákvarð-
anir um innanlandsflugvellina, svo
sem þjónustustig, fjármagn og for-
gangsröðun fjármuna, eru teknar
af ríkinu. Við sinnum eingöngu
skilgreindri þjónustu samkvæmt
samningnum.
Það hefur stundum verið umræða
um hvernig við forgangsröðum
verkefnum í innanlandsf luginu.
Það er ekki rétt að kenna Isavia
um fyrirkomulag fjármögnunar
eða þjónustu á innanlandsf lug-
völlunum. Ákvarðanir um slíkt eru
einfaldlega ekki á okkar forræði.“
Sveinbjörn segir að Isavia fái
fjármuni til reksturs í innanlands-
fluginu en þjónustan kalli á ýmsa
innri þjónustu. Isavia sé með ýmis
stoðsvið sem sinna innanlands-
f lugvallakerfinu en á árum áður
hafi ekki verið rukkað sérstaklega
fyrir það. „Í dag höldum við slíkum
kostnaði til haga því mér finnst
mikilvægt að við köllum fram
raunverulegan kostnað við rekstur
kerfisins. Við verðum að geta svarað
því hvað kostar að reka innanlands-
flugvallakerfi á Íslandi.
Við lendum stundum í því að fólk
telur mig eða stjórnendur Isavia
á móti innanlandsf luginu eða á
móti landsbyggðinni. Það er alls
ekki þannig. Innanlandskerfið er
almenningssamgöngukerfi og sem
slíkt eðlilegt að það sé fjármagnað
af íslenska ríkinu. Arðsemi af svona
samgöngukerfi er ekki eingöngu
mæld í krónum og aurum. Þá skiptir
miklu máli að vita hvað kostar að
reka kerfið svo taka megi réttar
ákvarðanir öllum til hagsbóta.
Þegar þú ert með f lugvelli ertu
með innviði, f lugbrautir, húsnæði
og alls konar rekstrarkostnað. Það
kostar að reka flugvelli. Við segjum
Keflavíkurflugvöll vera sjálfbæran,
því við erum þar að fá inn tekjur
frá viðskiptavinum sem duga fyrir
rekstrinum. Við setjum skilyrði um
að hann standi undir sér og hann
er fjármagnaður með þeim hætti.
Þarna ertu kominn með eignir sem
bera eitthvert virði og skila arð-
semi. En þegar þú horfir á eignirnar
í innanlandskerfinu, sem eru þessar
f lugbrautir og það sem því tengist,
þá eru þetta eignir sem munu ekki
skila neinni fjárhagslegri arðsemi
eða afkomu,“ segir Sveinbjörn.
Til tals hefur komið að Isavia taki
við innanlandsflugvöllum Reykja-
víkur, Akureyrar og Egilsstaða.
Sveinbjörn segir að ef Isavia eigi
að taka við þessum þremur innan-
landsflugvöllunum þá verði meðal
annars að svara því hver eigi að
ákvarða þjónustustig flugvallanna.
„Ef stjórn Isavia á að bera fjárhags-
lega ábyrgð á þá ekki stjórnin að
hafa rými til að draga úr þjónustu
ef kostnaðurinn er að fara fram úr
hófi? Það er þó ekki Isavia að taka
þessa ákvörðun en við höfum lagt
mikla áherslu á að upplýsa um
áhrifin af henni. Ef af þessu yrði þá
hefði það bein áhrif á möguleika
félagsins til áframhaldandi upp-
byggingar á Kef lavíkurf lugvelli.
Það hefði á endanum bein áhrif á
fjölda f lugtenginga til og frá f lug-
vellinum og þar með neikvæð áhrif
á hagvöxt á Íslandi.“
Er núningur við ráðuneytið vegna
þessa?
„Nei það er ekki núningur. Við
eigum gott samtal við öll ráðu-
neyti en við höfum áhyggjur af
af leiðingum þessara breytinga ef
af þeim yrði. Það er mikilvægt að
minna á að fjármálaráðuneytið
fer með eigandavaldið og gefur út
eigandastefnu fyrir félagið. Hún er
mjög skýr. Samkvæmt henni er ekki
ætlast til að lagðar séu ófjármagn-
aðar ríkisbyrðar á félagið.“
Risavaxin verkefni fram undan
Isavia hefur kynnt viðamiklar áætl-
anir um uppbyggingu Keflavíkur-
f lugvallar á næstu árum. Sérstök
þróunaráætlun sem gefin var út
haustið 2015 byggði á ákveðnum
farþegaforsendum sem bjuggu til
þörf á uppbyggingu f lugvallarins.
Nú, þegar virðist hafa hægt á fjölg-
un ferðamanna um Keflavíkurflug-
völl, er eðlilegt að spyrja hvort upp-
byggingunni verði haldið áfram.
Sveinbjörn segir að þær farþega-
forsendur sem þróunaráætlunin frá
haustinu 2015 gerði ráð fyrir standi
óbreyttar. „Þrátt fyrir að WOW sé
farið út af markaðinum þá er far-
þegaspáin 2019 enn þá ívið hærri
Við lendum stund-
um í því að fólk
telur mig eða stjórnendur
Isavia á móti innanlands-
fluginu eða á móti lands-
byggðinni. Það er alls ekki
þannig.
Sveinbjörn Indriðason var ráðinn forstjóri Isavia í sumar. Hann tók ekki við á auðveldum tíma því miklir sviptivindar hafa verið í íslenskum
flugrekstri á þessu ári. Flugfélagið
WOW var komið í þrot og út af stóðu
kröfur Isavia á hendur félaginu upp
á tvo milljarða. Fráfarandi forstjóri
hafði hætt. Sveinbjörn, sem áður var
framkvæmdastjóri fjármálasviðs og
aðstoðarforstjóri, stóð skyndilega
í gagnrýnu kastljósi íslenskra fjöl-
miðla.
Blaðamaður hitti forstjórann á
aðalskrifstofu Isavia í f lugturninum
við Reykjavíkurflugvöll til að ræða
stöðu félagsins og framtíðarverk-
efni þess. En fyrst aðeins um hann
sjálfan.
Sveinbjörn er 47 ára gamall,
fæddur og uppalinn Borgnesingur.
Hann bjó þar allt fram að þeim tíma
er hann fór í framhaldsnám. Að
sögn var hann reyndar alltaf á tals-
verðum flækingi á sumrin. „Ég fór
snemma í sveitastörf og sem ungl-
ingur vann ég í vegavinnu á sumrin.
Þar ílentist ég alveg í gegnum allt
háskólanámið. Það voru góðir tímar
og ég naut þeirra starfa,“ segir hann.
Eftir útskrift frá Menntaskól-
anum á Akureyri árið 1992 fór
Sveinbjörn í hagfræði í Háskóla
Íslands þar sem hann útskrifaðist
árið 1998. „Þá stóð til að fara til
frekara náms en mér bauðst spenn-
andi starf í gjaldeyrismiðlun Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins sem
var þá á nýstofnaður,“ segir hann.
En hugurinn leitaði alltaf í átt að
fyrirtækjarekstri. Og þegar starfs-
tækifæri bauðst við áhættustýringu
hjá Icelandair tók hann því. Þar var
hann á árunum 1999 til 2005.
Sveinbjörn varð síðan fram-
kvæmdastjóri f jármálasviðs FL
Group frá árinu 2005 til 2008 þegar
hann sagði upp í ársbyrjun.
„Haustið 2007 var ég kominn á
þann stað að ég var hættur að ná
utan um hvernig markaðurinn virk-
aði,“ segir Sveinbjörn. „Ég er ekki að
segja að ég hafi séð hrunið fyrir. En
það var komin sterk vantrú í mig á
að hlutirnir væru hreinlega að ganga
upp. Mér fannst það hvorki sann-
gjarnt gagnvart FL Group né sjálfum
mér að halda áfram því að ég fann
mig ekki lengur í þessu umhverfi.“
Eftir að hann hætti hjá FL Group
tók hann sér tveggja ára hlé. Það
hægði síðan skiljanlega á vinnu-
markaði í hruninu. Tímann nýtti
hann með sonum sínum og til að
sinna hugðarefnum sínum. „Þessi
tími með strákunum var ómetan-
legur og styrkti tengsl okkar,“ segir
hann. Sveinbjörn býr í dag með
tveimur unglingssonum sínum í
Kópavogi og segir samband þeirra
sterkt.
Ár ið 2011 varð Sveinbjör n
rekstrar- og fjármálastjóri nýsköp-
unar- og hugbúnaðarfyrirtækisins
Clara þar sem hann dvaldi í tvö ár.
Félagið þróaði gervigreind til texta-
greiningar. Verkefninu lauk með
sölu félagsins til bandarísks aðila.
Hann varð framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Isavia árið 2013 þar
til nú í júní að hann var ráðinn for-
stjóri þessa stóra fyrirtækis eftir að
fyrri forstjóri lét óvænt af störfum.
Þá blasti við, eftir gjaldþrot WOW
air, að skuld þess við Isavia nam um
2,1 milljarði króna.
Þessi saga hefur verið rakin í smá-
atriðum í fjölmiðlum.
Lærdómurinn af WOW air
Hver er stóri lærdómurinn af falli
WOW air fyrir Isavia og Keflavíkur-
f lugvöll?
„Þegar ég horfi til baka og á þær
ákvarðanir sem voru teknar, frá
því að WOW byrjaði að hiksta þar
til það varð gjaldþrota, er ég alger-
lega á því að við höfum tekið réttar
ákvarðanir á þeim tíma. Hið sorg-
lega við málið er að rekstur WOW
var kominn þokkalega fyrir vind á
lokametrunum. Þau voru búin að
losa sig við breiðþoturnar, skera
niður mikinn kostnað og félagið var
komið í mun viðráðanlegri stærð.
Samkvæmt mínum upplýsingum
var rekstrarmódel WOW farið að
virka betur, en þungur baggi sem
fylgdi efnahagsreikningnum felldi
félagið á endanum.
Stóri lærdómurinn er að Isavia
þarf að horfa með gagnrýnni augum
á það sem er borið á borð fyrir
okkur. Í dag leggjum við mun meiri
áherslu á að greina áhættu okkar
viðskiptavina og förum betur yfir
ársreikninga þeirra,“ segir hann.
Sveinbjörn segir einnig mikil-
vægt að Isavia dragi lærdóm af
samskiptunum við fjölmiðla og að
gagnsæi í rekstrinum sé nauðsyn-
legt. „Við eigum að koma fram og
segja hlutina eins og þeir eru. Þessi
gamla feimni við fjölmiðla á ekki
erindi inn í nútímann,“ segir hann
ákveðinn.
Isavia: Eitt félag um flugleið-
sögu og flugvallarekstur
Hið opinbera hlutafélag Isavia er
þjónustufyrirtæki í f lugvallastarf-
semi og f lugleiðsögu og leggur
grunn að flugsamgöngum Íslands.
Félagið rekur öf lugt net f lugvalla
á Íslandi og f lugleiðsöguþjónustu
á einu stærsta f lugstjórnarsvæði
heims. Hjá Isavia og dótturfélögum
vinnur stór hópur starfsmanna sem
telur um 1.300 manns.
Félagið er í dag að fullu í eigu
ríkisins en er rekið á eigin ábyrgð.
Fjármála- og efnahagsráðherra fer
með hluthafavaldið.
Að mati Sveinbjörns var hluta-
félagavæðing Isavia skynsamleg.
„Það er gild ástæða fyrir því að
flugvellir þróast úr því að vera rík-
isreknir yfir í það að fara í einhvers
konar eignarhald eða hlutafélaga-
form. Það er óháð því hver eigand-
inn er. Það skiptir ekki máli, eða það
á að minnsta kosti ekki að skipta
máli, hvort sem það er íslenska
ríkið, einkafjárfestir eða fyrirtæki á
markaði. Ástæðan fyrir því að flug-
vellir eru reknir undir hlutafélaga-
formi er að það gerir þeim kleift að
taka ákvarðanir á viðskiptalegum
forsendum og þannig starfa á sam-
keppnismarkaði án afskipta ríkis-
ins. Oft eru f lugvellir sem ekki eru
reknir undir hlutafélagaforminu
og heyra beint undir ríkisrekstur
reknir með halla vegna smæðar,
eins og tilfellið er með innanlands-
flugvellina á Íslandi.“
Að sögn Sveinbjörns var Isavia
tvístígandi í hlutverki hlutafélags-
ins á fyrstu árum sínum. „Það var
mín upplifun og ég tel að við séum
þar svolítið enn.“
Hann segir að rekstur Kef la-
Að sögn Sveinbjörns varði Isavia um milljarði króna til landkynningar og markaðssetningar flugvallarins fyrir erlend flugfélög og flugþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
Vill mýkja
ásýnd Isavia
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að
tengja þurfi betur saman þarfir viðskiptavina og
framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar. Fagfjárfesta
þurfi að Isavia með sérþekkingu á rekstri flugvalla.
1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-F
1
3
0
2
3
C
B
-E
F
F
4
2
3
C
B
-E
E
B
8
2
3
C
B
-E
D
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K