Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 18.09.2019, Qupperneq 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Mig langaði að opna verslun með öðruvísi fatnað fyrir konur; kvenlegar flíkur sem undirstrika persónuleika og stíl, segir Þuríður, innt eftir því hvað hafi drifið hana af stað með að opna fataverslun í miðbæ Reykjavíkur þann 18. september í fyrrahaust. „Ég hafði löngun til að bjóða upp á fatnað sem ekki hefur verið fáanlegur hér á landi lengi. Það féll strax vel í kramið hjá kvenþjóð- inni og margar sem koma í Bóel upplifa að hér sé kominn vísir af ELM. Hjá okkur fæst einnig fatn- aður eftir þýska fatahönnuðinn Rundholz en hann fékkst áður í versluninni ER sem var lokað árið 2009,“ upplýsir Þuríður hin kátasta í glæsilegri verslun sinni. „Mér finnst ég oftar en ekki vera að handleika listmuni frekar en föt enda eru sniðin oftast f lókin og flíkurnar breytast eftir því hver mátar þær. Þýski hönnuðurinn og listamaðurinn Carsten Rundholz er einstaklega laginn við að gera flíkur í einni stærð og sem eru glæsilegar á konum óháð stærð. Þá eru flíkurnar frá StudioB3 afar glæstar og töff og á dögunum datt í hús glæný sending af ómótstæði- legum haustfatnaði,“ segir Þuríður. Viðskiptavinahópurinn í Bóel er breiður og samanstendur af heims- konum á öllum aldri. „Minn elsti viðskiptavinur er 90 ára dama en helst koma til okkar konur á aldrinum 35 til 70 ára. Það eru konur sem þora og vilja vera öðruvísi,“ segir Þuríður. Hefur mikla trú á miðbænum Þuríður hefur á fyrsta starfsári Bóel bætt við enn fleiri hönnuðum í búðina og í mars bættist við skófatnaður frá danska hönnunar- fyrirtækinu Lofina. „Lofina er heillandi skófatn- aður og gaman að segja frá því að við höfum selt Dönum sem hér hafa verið á ferðalagi ófá Lofina- skópör. Þá höfum við í tvígang sent Lofina-skó vestur um haf til Bandaríkjanna eftir að ferðamenn sáu skó í búðarglugganum og höfðu samband þegar heim kom til að fá skóna senda út til sín, sem er afskaplega skemmtilegt,“ segir Þuríður. Síðsumars bættist við austur- ríska skómerkið Puro í Bóel. „Puro er einstaklega flott skó- merki sem hefur hitt í mark hjá viðskiptavinum okkar. Í næstu viku er væntanleg ný sending frá Puro og við fáum líka nokkur pör af Trippen-skóm í byrjun október. Þá hafa ítölsku handtöskurnar frá Mandarina Duck slegið gjörsam- lega í gegn og var þriðja sendingin að detta í hús í fyrradag,“ segir Þuríður, ánægð og þakklát fyrir viðtökurnar á fyrsta starfsári Bóel. Hún hefur mikla trú á verslun í miðbæ Reykjavíkur. „Ég hef einlæga trú á að versl- Guðrún Lilja skartar hér afar kvenlegum, svörtum og rómantískum kjól frá þeim virta og vin- sæla þýska hönnuði og listamanni Carsten Rundholz. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gullfallegar leður bumbags frá Mandarina Duck hafa slegið í gegn hjá íslenskum nútímakonum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðrún Lilja hér einkar töff í jakka og buxum frá meistara Rundholz sem er einstaklega laginn við að gera flíkur í einni stærð en sem eru glæsilegar á konum óháð stærð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI unarrekstur eigi eftir að byggjast upp aftur í miðbænum og nú þegar eru margir kröftugir hönnuðir að poppa upp, ásamt fullt af spenn- andi listagalleríum, skartgripa- búðum og síðast en ekki síst öll dásamlegu kaffi- og veitingahúsin. Það er enda skemmtileg og hress- andi upplifun að ganga um götur gamla miðbæjarins sem hefur fengið á sig ferska mynd og þá er Mér finnst ég oftar en ekki handleika listmuni frekar en föt enda eru sniðin oftast flókin og flíkurnar breytast eftir því hver mátar þær. kjörið tækifæri að koma við í Bóel og kaupa uppáhaldsflíkina sína með 20 prósenta afmælis afslætti,“ segir Þuríður í sannkölluðu afmælisskapi. Bóel er á Skólavörðustíg 22. Heima- síða Bóel, boel.is, verður opnuð nú á afmælisárinu og hægt fylgjast með á Facebook undir boel. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 1 8 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C B -D D 7 0 2 3 C B -D C 3 4 2 3 C B -D A F 8 2 3 C B -D 9 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.