Fréttablaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 28
Erum við að byggja
þetta fjárlaga-
frumvarp á raunhæfum
forsendum? Verðum
við í stöðu til að standa
við þau loforð sem
hér eru gefin?
Þorsteinn Víglunds-
son, þingmaður
Viðreisnar
Stjórnar-
maðurinn
12.09.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 18. september 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
2019
Verðmæti
Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði.
Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með
því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka
reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar.
Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, tapaði 40 milljónum á síðasta ári en til samanburðar hagnaðist félagið um
58 milljónir á árinu 2017.
Tekjur námu 142 milljónum og jukust
um tæp 26 prósent á milli ára. Laun og
launatengd gjöld fóru hins vegar úr 0
krónum í 156 milljónir. Óskar Magnús-
son, einn af eigendum Kerfélagsins, segir
að um einskiptiskostnað hafi verið að ræða.
„Þetta ár var undantekning og ekki marktækt
dæmi um almennan rekstur Kersins. Við höfum verið
að leggja í mikinn kostnað vegna deiliskipu-
lagsvinnu og höfum til að mynda þurft að ráða
verkfræðinga, arkitekta og skipulagsfræðinga,“
segir Óskar. Auk þess hafi félagið greitt upp-
safnaðan launakostnað í einu lagi.
„Við sjáum fram á að tekjurnar á þessu ári
verði nálægt því sem þær voru í fyrra þrátt
fyrir almennan samdrátt í ferðaþjónustunni.“
Gjaldtaka við Kerið hófst 2013 og er
aðgangseyrir þar nú 400 krónur. Félagið er í jafnri
eigu Óskars, Ásgeir Bolla Kristinssonar, Sigurðar
Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. - þfh
Kerfélagið tapaði 40 milljónum
Óskar Magnússon.
Í ágúst nýliðnum fóru 14 pró-
sent færri Íslendingar til útlanda
en á sama tíma í fyrra. Vafalaust
spilar brotthvarf WOW þar stóra
rullu en líklega frámuna veður-
blíða á landinu ekki síður.
Eftirtektarverðast er þó að þrátt
fyrir að f lugferðum til Íslands hafi
fækkað um þriðjung milli ára,
og að í ágúst hafi um 350 þúsund
færri farið um Leifsstöð en fyrir
ári, þá hafa veltutölur vegna
erlendra ferðamanna sáralítið
breyst. Að f lugi undanskildu
nemur samdrátturinn einungis
um 0,2 prósentum. Velta gisti-
staða og veitingahúsa er óbreytt
milli ára, og nýtingarhlutfall gisti-
staða lækkaði einungis lítillega. Á
sama tíma hefur talsverð hagræð-
ing átt sér stað í ferðaþjónustunni.
Launþegum hefur fækkað um 10
prósent, og hefur fækkað í öllum
f lokkum ferðaþjónustu.
Ef draga á ályktanir af þessum
nýbirtu tölum þá virðist sem arð-
bærari ferðamenn komi enn til
landsins. WOW var auðvitað lág-
gjaldaf lugfélag og því var senni-
lega um annars konar ferðamenn
að ræða en þá sem sætta sig við oft
á tíðum himinhá fargjöld Icel-
andair. Þeir sem setja slíkt ekki
fyrir sig eru einfaldlega líklegri
til að borga meira í mat, drykk,
verslun og af þreyingu þegar til
landsins er komið.
Margir hafa kallað eftir því
lengi að Ísland setji sér almenni-
lega stefnu hvað varðar ferða-
þjónustuna. Kannski er þarna
uppskriftin komin. Ísland er dýrt
land og verður það sennilega
alltaf. Við erum einfaldlega ekki
samkeppnishæf þegar kemur að
verðlagi. Er ekki allt í lagi að gera
sér grein fyrir því, og stuðla að
ferðaþjónustu sem er kannski
minni að umfangi en byggist á
efnameiri ferðamönnum?
Það á ekki að vera markmið í
sjálfu sér að fá marga ferðamenn
til landsins. Frekar að þeir sem
hingað komi fái fyrsta f lokks upp-
lifun af landi og þjóð. Til að svo
megi verða þarf að passa átroðn-
ing á náttúruperlum, og að sjá til
þess að innviðir séu ásættanlegir.
Slíkt kostar.
Gæði umfram magn ættu að vera
kjörorðin. Slík stefna væri bæði
efnahag og náttúru til bóta.
Gæði en
ekki magn
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
B
-D
D
7
0
2
3
C
B
-D
C
3
4
2
3
C
B
-D
A
F
8
2
3
C
B
-D
9
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K