Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 NÝ VER SLUN Í MÖRKI NNI 3 OG UND IRHLÍÐ 2 AKUR EYRI ÓTRÚLE G OPNU NAR- TILBOÐ VEISLA ALLA V IKUNA Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Síðustu kvartanir sem Samgöngu- stofa tók við vegna WOW air voru nú í lok júlímánaðar afgreiddar. Þetta staðfestir Þórhildur Elín El- ínardóttir, upplýsingafulltrúi Sam- göngustofu, í samtali við Morgun- blaðið. Á vef Samgöngustofu má finna ákvarðanir í málum tengdum rétt- indum farþega en þar má sjá að á þessu ári hefur Samgöngustofa af- greitt yfir 170 kvartanir vegna hins fallna flugfélags. Voru mörg erind- anna afgreidd eftir að flugfélagið féll en margar kvartananna vita að af- lýsingu eða seinkun á flugi eða tjóni vegna farangurstafar. Mörg erind- anna eru vegna flugferða sem voru farnar á árunum 2018 og 2017 og nokkur vegna flugferða árið 2016. Sem dæmi snýr næstyngsta ákvörð- unin, dagsett 22. júlí 2019, að flugi WOW air frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur 19.desember 2016. Er ákvörðun Samgöngustofu í því máli að vegna seinkunar flugs skuli WOW air greiða kvartanda 400 evr- ur í staðlaðar skaðabætur. Bent á þrotabúið Þórhildur Elín segir að Sam- göngustofa hafi tekið við kvörtunum vegna WOW air fram að þeim tíma- punkti að flugrekstrarleyfi fyrir- tækisins var skilað inn. „Eftir það var ekki tekið við kvörtunum enda ekki hægt að taka við kvörtunum nema vegna starfandi flugrekanda. Það er búið að taka ákvarðanir í öll- um málum sem komu inn. Kvartend- ur innsendra erinda voru upplýstir um niðurstöður ákvarðananna og ef niðurstaðan féll þeim í vil var þeim bent á að gera kröfu í þrotabúið.“ Voru því öll umrædd erindi af- greidd áður en frestur til að lýsa kröfum í þrotabú WOW air rann út, sem var um síðastliðna helgi. „Því eru öll mál frágengin sem varða WOW air og okkur ber sam- kvæmt loftferðalögum skylda til að taka ákvörðun um,“ segir Þórhildur. Eins og áður segir rann frestur til að lýsa kröfum í þrotabú WOW air út um síðastliðna helgi og verður kröfuskrá félagsins lögð fram á föstudag, viku fyrir skiptafund fé- lagsins. Búið að afgreiða WOW-kvartanir  Kvörtun vegna flugs frá 2016 nýlega afgreidd  Yfir 170 erindi vegna WOW Morgunblaðið/Hari WOW Öll erindi tengd hinu fallna flugfélagi hafa yfirgefið Samgöngustofu. Búið var að landa yfir 42 þúsund tonnum af makríl í gær í júlí og það sem af var ágúst, samkvæmt aflaupplýsingum á vef Fiskistofu. Á sama tímabili í fyrra var búið að landa rúmlega 28 þúsund tonnum. Þessar tölur eru birtar með fyr- irvara um mögulegar breytingar. Sex skip frá Færeyjum, Græn- landi, Íslandi og Noregi könnuðu ástand og útbreiðslu makríls, síld- ar, kolmunna og fleiri uppsjávar- tegunda ásamt ástandi vistkerfis- ins í Norður-Atlantshafi í júní sl. Í frétt norsku hafrannsóknastofnun- arinnar í gær kom m.a. fram að mikið af makríl hafi fengist norð- arlega og á norðvesturhluta út- breiðslusvæðisins samanborið við fyrri ár. Makríllinn var kominn al- veg norður á 78°N, vestan við Lon- gyearbyen á Svalbarða. Nyrst á könnunarsvæðunum fékkst metafli af makríl. Meðalþyngd makrílsins var frá 214 grömmum syðst upp í 609 grömm nyrst sem staðfestir að stærsti makríllinn gengur lengst til norðurs. Lítið fékkst af makríl með Noregsströndum og austar- lega í Norskahafi og vestast í Bar- entshafi. Norsk vorgotssíld sást nú norðarlega í Norskahafi en þar hafði hún ekki sést lengi. Færeyska Havstofan sagði m.a. í ágripi af skýrslu um leiðangurinn að meira hafi fundist af makríl nú en í fyrra. Þá fannst síld norðan við Færeyjar og í áttina til Íslands en nokkuð minna austan við Fær- eyjar. Minna veiddist af síld en í fyrra en bergmálsmælingar gáfu svipaða niðurstöðu og 2018. Stærsta síldin var í norðvestur- hluta könnunarsvæðisins, þ.e. ná- lægt miðlínunni við Ísland. gudni@mbl.is Meira er af makríl  Makríll langt norður í höfum  Síld breiðist út við Noreg Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Vel hefur veiðst að und- anförnu og meiru landað en í fyrra. Umhverfisstofnun er ekki kunnugt um það að nokkur hafi verið sektaður vegna ólöglegrar gistingar í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum eða fellihýsum. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Davíð Örvari Hanssyni, sérfræð- ingi hjá Umhverfisstofnun, við fyr- irspurn Morgunblaðsins. Þrátt fyrir það er nokkuð um að fólk á faralds- fæti gisti utan merktra tjaldsvæða. Einar Guðmann, ljósmyndari sem ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, sagði í viðtali við Morgun- blaðið sem birtist síðastliðinn laug- ardag að lögin væru gloppótt og þau þyrfti að rýmka. „Miðað við hvað náttúruverndar- lögin hafa staðið sig illa í að veita þær refsingar sem þeim var eflaust ætlað og hvað þetta hefur reynst götótt kerfi þá hef ég ekki mikla trú á því að þessi lög myndu standast dóm ef ætti að sekta menn fyrir slíkt,“ sagði Ein- ar. Í lögum um náttúruvernd er refsi- ákvæði sem gerir ráð fyrir að hægt sé að beita brotlega aðila sektum eða fangelsi eftir alvarleika brota. Þurfa að kynna sér staðhætti Samkvæmt 22. grein laga um nátt- úruvernd (nr. 60/2013) er almennt óheimilt að gista í tjaldvagni, felli- hýsi, hjólhýsi húsbílum eða öðrum sambærilegum búnaði nema með leyfi rétthafa lands eða á skipu- lögðu tjaldsvæði. Við alfaraleið í byggð er heimilt, að ákveðnum skil- yrðum uppfyllt- um, að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi. Spurður hvernig ferðamaður geti vitað hvort staðurinn sem hann hefur hug á að gista á sé á eignarlandi segir Davíð: „Almennt verða ferðalangar að kynna sér staðhætti á þeim stöðum sem ferðast er um. Lög um náttúru- vernd ganga mjög langt í að tak- marka heimild til að tjalda og gilda þær reglur almennt. Hvað varðar sérreglur um heimildir til að tjalda þá gilda þær aðallega á friðlýstum svæðum sem eru oftast merkt sem slík.“ Ferðamenn geti ekki sann- reynt eignarhald fólks á jörðum eða legu jarða nema með íhlutun, til dæmis af hálfu lögreglu. Ekkert kort hefur verið gefið út sem sýnir hvar hægt sé að gista án þess að greitt sé. ragnhildur@mbl.is Aldrei sektað fyrir ólöglega gistingu  Refsiheimild er til staðar í lögunum en henni hefur ekki verið beitt Tjaldað Víðar gert en leyft er. Sýning stendur þessa dagana yfir á útilistaverkum í Breiðholti, en sýningin ber heitið Úthverfi og er hluti sýninga- raðar sem nefnist Hjólið og sniðin er að þörfum hjólreiðafólks. Eitt verkanna er staðsett nærri Mjódd og reka veg- farendur vafalítið upp stór augu þegar þeir sjá hálft reiðhjól grafið í jörðu. Sýningin Úthverfi stendur sem hæst í Breiðholti Morgunblaðið/Árni Sæberg Hálfgrafið reiðhjól vekur athygli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.