Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Hlýindin nú í sumar eru óvenjuleg suðvestanlands, en annars ekki. Hlýtt var um nær allt land 1939. Sumarið nú er frekar í ætt við norðaustanáttarsumur fyrri tíma – en þó áberandi hlýrra – líka í „kuldanum“ norðaustanlands.“ Þetta segir Trausti Jónsson veð- urfræðingur aðspurður hvort sum- arið 2019 líktist annáluðum góð- viðrissumrum fyrri ára, eins og t.d. sumrinu 1939. Hvernig hefur veðrið komið út frá sumardeginum fyrsta 25. apríl? „Svarið er einfalt – fyrstu 14 vik- ur sumars eru þær hlýjustu á mælitímabilinu í Reykjavík, með- alhiti var 10,5 stig, næsthæstur var hann 10,3 stig 1941. Þá bar sum- ardaginn fyrsta upp á 24. apríl – þannig að árin keppa nokkurn veg- inn á jafnréttisgrundvelli hvað þetta varðar,“ segir Trausti. „Kaldastar voru vikurnar 14 árið 1979. Meðalhitinn þá var 5,9 stig, langt fyrir neðan næstlægsta gildið (6,3 stig, 1887),“ upplýsir Trausti á bloggi sínu Hungurdiskum á mbl.is, þar sem hann fjallar um veðrið frá ýmsum hliðum. Sigurður Þór Guðjónsson veð- ursagnfræðingur bendi á þá stað- reynd í Moggabloggi sínu (Nim- busi) að nýliðinn júlímánuður, með sín 13,4 stig í meðalhita, sé ekki aðeins hlýjasti júlímánuður í borg- inni heldur hlýjasti sumarmánuður í 149 ára sögu mælinga. Næstir koma júlímánuðir 1991 og 2010, 13,0 stig. „Huglægt og persónubundið“ „Það skal rifjað upp að apríl var einnig sá hlýjasti sem mælst hefur í Reykjavík og júní var sá fimmti sólríkasti og vel hlýr og maí var einnig í hlýrra lagi og fremur sól- ríkur. Þetta hefur ekki farið fram hjá fólki og víða heyrir maður menn segja að þeir hafi ekki lifað annað eins gæðasumar. Slíkt mat er kannski líka huglægt og per- sónubundið fyrir hvern og einn en veðurstaðreyndirnar vitna ótvírætt um óvenjulega gósentíð frá því í vor í Reykjavik. Sumarið er hins vegar ekki búið,“ skrifar Sigurður Þór Guðjónsson. Hlýjasta sumarið í sögu mælinga  Hlýindin nú í sumar eru óvenjuleg suðvestanlands en ekki annars staðar Morgunblaði/Arnþór Birkisson Sumarstemning Ferðamenn hafa fyllt götur höfuðborgarinnar í blíðviðrinu. Um þúsund manns munu koma að stórtónleikum Ed Sheeran sem haldnir verða á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst en fjöl- margir vinna nú að því að gera völlinn tilbúinn fyrir tón- leikana. Nú er unnið að því að setja upp 650 fermetra svið sem búist er við að verði komið upp í kvöld en vinna að uppsetn- ingu þess byrjaði í fyrradag. Þetta segir Ísleifur B. Þórhalls- son, framkvæmdastjóri Senu Live, sem sér um framkvæmd tónleikanna. Segir hann að um 50 fermetrar séu á milli lengstu punkta sviðsins og að það vegi tvö tonn. „Þetta er svið sem er notað fyrir 60 til 70 þúsund manna tónleika úti,“ segir Ísleifur í samtali við Morgunblaðið. „Við erum bara dolfallin sjálf yfir því hvað þetta er stórt og mikið umfang á þessu öllu saman,“ segir hann. „Maður horfir hérna yfir völlinn og það er her manns hérna úti um allt að vinna og smíða,“ segir Ísleifur sem segir er- lenda aðila á vegum Ed Sheeran vera að flykkjast til landsins til að undirbúa tónleikana. Hann segir að samtals komi um 150 erlendir aðilar að tónleikunum en býst við að um þúsund manns verði í vinnu á tónleikadegi. „Þetta er náttúrulega stærsta stjarna samtímans akkúrat núna þannig að það eru gerðar miklar kröfur varðandi allt,“ segir hann. Uppselt er á tónleikana 10. ágúst en Ísleifur segir að miðarnir á auka- tónleikana 11. ágúst séu að rjúka út. 650 fermetra svið Ed Sheeran tilbúið í kvöld Morgunblaðið/Arnþór Eftir því sem haustið nálgast fara margir íbúar höfuðborgarsvæðisins að líta til skaflsins í Gunnlaugsskarði í Esjunni til að sjá hvort hann hafi lifað af hlýindi sumarsins. Páll Berg- þórsson, fyrrverandi veðurstofu- stjóri, hefur í áratugi fylgst grannt með skaflinum en hann verður 96 ára í næstu viku. Hann hefur sem áður fylgst með skaflinum að undanförnu og segir það vera á mörkunum hvort skaflinn muni hverfa í ár. „Hann er orðinn lítill og það er náttúrulega töluvert eftir af hlýind- um sumarsins svo ég held að það sé möguleiki á því að hann hverfi en ég er ekki alveg viss um það,“ segir Páll í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að hámarkshiti sumarsins hafi verið um mánaða- mótin síðustu sem bendi til þess að helmingur sumarsins sé eftir. Ef svo er segir Páll að góðar líkur séu á því að skaflinn hverfi. Líkur á að skaflinn hverfi  Lítið er eftir af skaflinum í Gunnlaugsskarði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Esjan Líkur eru á að skaflinn lifi ekki af sumarið. Nokkur ár eru síðan skafl- inn hvarf en töluvert var eftir af honum síðasta haust eins og sjá má á mynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.