Morgunblaðið - 07.08.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Fréttir berast skelfilega oft á árium mannskæðar skotárásir á
fjölmennum stöðum í Bandaríkj-
unum, í skólum, kirkjum, versl-
unarmiðstöðvum eða útitónleikum.
Af þessuverða eðli-
lega miklar
umræður og fá
þær oft á sig
pólitískan blæ.
En það sér-
kennilega er að
fréttaumfjöll-
unin og póli-
tískar deilur virðast eingöngu
bundnar við flokkaða atburði, enda
yrði að öðrum kosti að fjalla um hið
sama margoft á dag.
Örfá atvik fá beina útsendinguhelstu stöðva og iðulega einn-
ig helstu miðla t.d. í Evrópu. Þeim
fylgir gjarnan ávarp forseta til
þjóðarinnar og heimsókn hans á
svæðið. Og svo fylgir hefðbundin
umræða um sökudólga, þessa á
staðnum en ekki síst í stjórnmálum
og þá hvort að almenn byssueign sé
ekki skýringin á öllu saman.
En annað af sama toga fær litlaumræðu enda svo hvunndags-
legt. Ef grafið er eftir því þá sést að
um síðustu helgi urðu 53 skotárásir
í Chicago. Sjö lágu í valnum og 46
voru særðir.
Engin frétt á landsvísu, hvað þáá heimsvísu. Enda eru þegar
skráðar á þessu ári 1.643 skotárásir
í þessari einu borg og eru 278 þeg-
ar fallnir og 1.365 særðir. Aldrei
ávarp eða heimsókn enda myndi
forsetinn ekki gera neitt annað.
Demókratar hafa stjórnað borgog ríki lengi og reglur um
byssueign eru harðari en annars
staðar vestra!
Eftirtektarverð
flokkun
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kostnaður við lýðveldishátíð í tilefni
af 75 ára afmæli lýðveldisins á
þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. var
7.816.000 krónur, en að undirbúningi
stóðu forsætisráðuneytið, Reykja-
víkurborg og Alþingi. Að því er fram
kemur á vef Stjórnarráðsins var leit-
að eftir tilboðum í alla verkþætti við
undirbúninginn og framkvæmdina.
Hátíðardagskráin var sett á Aust-
urvelli þar sem Guðni Th. Jóhann-
esson, forseti Íslands, lagði blóm-
sveig að styttu Jóns Sigurðssonar,
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra flutti ávarp og fjallkonan Aldís
Amah Hamilton, flutti ljóð eftir
Bubba Morthens.
Að lokinni hátíðinni var haldinn
þingfundur ungmenna sem sýnt var
frá í beinni útsendingu á RÚV. Þar
gafst ungu fólki tækifæri til að koma
málefnum sem á því brenna á fram-
færi við ráðamenn þjóðarinnar. Þá
var boðið upp á 75 metra langa lýð-
veldisköku og lykilstofnanir í mið-
borginni voru með opið hús.
Enn eru fyrirhugaðir viðburðir í
tilefni af lýðveldisafmælinu. Menn-
ingu og vísindum verður gert hátt
undir höfði og nefnd eru átaksverk-
efni um ritmenningu íslenskra mið-
alda, sinfóníutónleika helgaða ís-
lenskri tónlst, stuðning við
íslenskudeild Manitoba-háskóla í
Kanada og átak til að efla og heiðra
dansk-íslenskt vísindasamstarf.
Lýðveldishátíðin kostaði 7,8 milljónir
Tilboða leitað í alla verkþætti Fleiri viðburðir fyrirhugaðir í tilefni afmælis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afmæli 75 metra afmæliskaka.
Alls bárust 12 umsóknir um tvær
stöður presta í Fossvogsprestakalli,
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Umsækjendur eru: Aldís Rut
Gísladóttir guðfræðingur, séra Anna
Eiríksdóttir, séra Ása Laufey Sæ-
mundsdóttir, Benjamín Hrafn Böðv-
arsson guðfræðingur, Erna Kristín
Stefánsdóttir guðfræðingur, séra
Eva Björk Valdimarsdóttir, séra
Gunnar Jóhannesson, séra Jón Ás-
geir Sigurvinsson, séra María
Ágústsdóttir, séra Ólafur Jón Magn-
ússon, séra Sigurvin Lárus Jónsson
og séra Sveinn Alfreðsson.
Umsóknir fara til úrvinnslu hjá
Biskupsstofu og matsnefnd um hæfni
til prestsembættis mun síðan fjalla
um þær og velja fimm hæfustu um-
sækjendurna að mati nefndarinnar.
Kjörnefnd Fossvogsprestakalls mun
síðan kjósa á milli þeirra sem mats-
nefndin telur hæfasta. Skipað verður
í bæði embættin frá 1. október 2019.
Fossvogsprestakall varð til fyrr á
þessu ári með sameiningu Bústaða-
prestakalls og Grensásprestakalls.
Einn sóknarprestur mun starfa í
kirkjunni, séra Pálmi Matthíasson, og
tveir prestar. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Bústaðakirkja Önnur af tveimur kirkjum hins nýja Fossvogsprestakalls.
Tólf umsóknir um
Fossvogsprestakall