Morgunblaðið - 07.08.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600
Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Heimsæktu Færeyjar eða
Danmörku með Norrænu
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga.
Verð miðast gengi DKK 6. ágúst 2019 og getur breyst.
DANMÖRK FÆREYJAR
Lágannatímabil verð á mann ISK 76.000
Miðannartímabil verð á mann ISK 112.000
Háannatímabil verð á mann ISK 158.000
Lágannatímabil verð á mann ISK38.000
Miðannartímabil verð á mann ISK63.000
Háannatímabil verð á mann ISK93.000
Níu stjórnmálaflokkar, þar af tveir
nýir, taka þátt í kosningum til lög-
þings Færeyja sem fara fram
laugardaginn 31. ágúst. Aksel V. Jo-
hannesen, lögmaður Færeyja, boð-
aði til kosninganna við setningu lög-
þingsins á þjóðhátíðardegi
Færeyinga 29. júlí.
Johannesen er formaður
Jafnaðarflokksins og hefur verið lög-
maður, eða forsætisráðherra land-
stjórnarinnar, frá síðustu kosning-
um til lögþingsins 1. september 2015.
Jafnaðarflokkurinn fékk þá mest
fylgi, 25,1%, og Þjóðveldisflokkur-
inn, undir forystu Høgna Hoydal,
kom næstur með 20,7% atkvæðanna.
Þeir mynduðu landstjórn eftir kosn-
ingarnar með Framsókn, flokki sem
klauf sig úr Fólkaflokknum og fékk
6,9% fylgi í kosningunum fyrir fjór-
um árum.
Sambandsflokkurinn í sókn
Johannesen kvaðst vilja að flokk-
arnir þrír héldu stjórnarsamstarfinu
áfram eftir kosningarnar. „Samfélag
okkar hefur færst í nútímalegra horf
og íbúum hefur fjölgað meira en við
höfðum þorað að vona,“ sagði hann
og bætti við að hagvöxtur á síðustu
árum hefði stuðlað að mjög litlu at-
vinnuleysi.
Fólkaflokkurinn (18,8% í síðustu
kosningum), Sambandsflokkurinn
18,7%), Miðflokkurinn (5,5%) og
Nýtt sjálfstýri (4,0%) eru í stjórnar-
andstöðu. Sambandsflokkurinn hef-
ur verið í sókn samkvæmt könnun-
um og fékk mest fylgi í kosningum til
danska þingsins í júní. Hann fékk þá
28,3% atkvæðanna og vann annað af
tveimur þingsætum Færeyja af
Þjóðveldisflokknum. Jafnaðarflokk-
urinn hélt hinu sætinu, með 25,5%
fylgi.
Tveir nýir flokkar
Auk flokkanna sjö sem tóku þátt í
kosningunum árið 2015 hafa tveir
nýir flokkar boðað framboð. Annar
þeirra (Framtakið fyri rættinum at
velja cannabis) hefur beitt sér fyrir
því að kannabis verði lögleyft í lækn-
ingaskyni. Hinn flokkurinn, Fær-
eyjaflokkurinn, hefur m.a. boðað
aukið frjálsræði í atvinnulífinu og
kjörorð hans eru: „Minna skrifræði,
lægri skatta og meira frelsi!“
bogi@mbl.is
Nýir flokkar í
kosningaslag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þinganes Færeyska landstjórnin hefur aðsetur á Þinganesi, elsta hluta
Þórshafnar í Færeyjum. Þar var þing Færeyinga haldið til forna.
Þingkosningar í Færeyjum 31. ágúst
Júlí síðastliðinn var hlýjasti mán-
uðurinn frá því mælingar hófust og
útlit er fyrir að 2019 verði á meðal
hlýjustu áranna, að sögn loftslags-
stofnunar Evrópusambandsins.
Hitamet féllu víða á meginlandi
Evrópu í mánuðinum, meðal annars
í Frakklandi þar sem hann mældist
allt að 46 stig á Celsius. Óvenjumikil
hlýindi voru einnig á norðurslóðum
og nær 200 milljarðar tonna af jök-
ulbreiðu Grænlands bráðnuðu í
mánuðinum, að sögn veðurstofu
Danmerkur.
Miðað við meðalhitann í sama
mánuði á árunum 1981-2010 jókst
hitinn mest í júlí sl. í Alaska, Græn-
landi, Síberíu, Mið-Asíu, Íran og á
stórum svæðum á Suðurskautsland-
inu. Hitinn var einnig vel yfir meðal-
tali í Afríku og Ástralíu.
„Með áframhaldandi losun
gróðurhúsalofttegunda og áhrifum
hennar á hitann á jörðinni munu
hitametin halda áfram að falla í
framtíðinni,“ hefur fréttaveitan AFP
eftir Jean-Noel Thepaut, yfirmanni
loftslagsstofnunar ESB.
Hlýjasti mánuður
frá upphafi mælinga
Hitinn í júlí sl. miðað við meðalhitann á jörðinni fyrir iðnbyltinguna
Júlí var hlýjasti mánuður sögunnar
Heimild: Copernicus Climate Change Service
1880 192519101895 19551940 200019851970 2019
1,2
1
0,8
0,6
0,4
0,2
-0.2
0
°C
Þýska konan Fiona Kolbinger sigr-
aði rúmlega 200 karlmenn og varð
fyrst kvenna til að sigra í 4.000 kíló-
metra langri hjólreiðakeppni sem
haldin er árlega um Evrópulönd
(Transcontinental Race á ensku).
Keppnin hófst í Burgas í Búlgaríu
27. júlí og Kolbinger kom í mark í
Brest í norðvestanverðu Frakklandi
tíu dögum, tveimur klukkustundum
og 48 mínútum síðar. Næsti kepp-
andi var þá um 200 kílómetra frá
markinu. „Ég hefði getað verið
harðari og sofið minna,“ sagði hún.
Kolbinger er 24 ára og starfar við
krabbameinsrannsóknir. Þýski hjól-
reiðamaðurinn Björn Lenhard óskar
henni hér til hamingju með sigurinn.
Sigraði í hjólreiðakeppninni fyrst kvenna
AFP
Breski ráðherrann Michael Gove
gagnrýndi í gær leiðtoga Evrópusam-
bandsins og sagði þá „virðast neita að
semja við Bretland“ um breytingar á
samningnum um útgöngu landsins úr
sambandinu.
„Eins og staðan er núna virðast
leiðtogar Evrópusambandsins segja
að þeir hafi ekki áhuga, að þeir vilji
ekki viðræður,“ sagði Gove, sem
gegnir því hlutverki í ríkisstjórn
Bretlands að undirbúa mögulega út-
göngu án samnings. „Mér finnst þetta
vera rangt og sorglegt, þetta þjónar
ekki hagsmunum Evrópu.“
Daginn áður höfðu samningamenn
ESB hafnað þeirri kröfu bresku
stjórnarinnar að fella umdeilt ákvæði
um írsku landamærin út úr Brexit-
samningi ESB við Theresu May. Leo
Varadkar, forsætisráðherra Írlands,
áréttaði einnig að ekki væri hægt að
semja um breytingar á ákvæðinu um
írsku landamærin. Framkvæmda-
stjórn ESB kvaðst þó vilja efna til
frekari viðræðna „ef Bretar vilja
skýra afstöðu sína“. Haft var eftir ein-
um samningamanna ESB að svo virt-
ist sem breska stjórnin stefndi nú að
útgöngu án samnings. Dominic Raab,
utanríkisráðherra Bretlands, neitaði
því en sagði að stjórnin hygðist reyna
af öllu megni að ná fram þeim breyt-
ingum sem Bretland þyrfti. Breska
þingið hefur hafnað samningnum
þrisvar og eins og staðan er núna
gengur landið úr ESB 31. október
hvort sem nýtt samkomulag næst um
útgönguna eða ekki.
„Virðast neita að semja“
Gove gagnrýnir leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að ljá
ekki máls á viðræðum um kröfu bresku ríkisstjórnarinnar