Morgunblaðið - 07.08.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fullyrt hefurverið aðstríðið í
Jemen, sem nú
hefur geisað í á
fimmta ár, sé
mestu hörmungar
sem mannkynið stendur
frammi fyrir. Ekki er endilega
auðvelt að fullyrða um slíkt
þegar stríðið í Sýrlandi, sem
geisað hefur enn lengur, fellt
mikinn fjölda manna og hrakið
milljónir frá heimilum sínum,
keppir um þennan vafasama
heiður. Þó er líklegt að þetta
sé rétt, enda lifa um 20 millj-
ónir Jemena við matarskort og
eru í stórkostlegri hættu, auk
þess sem milljónir hafa þurft
að flýja heimili sín.
Umhugsunarvert er að í
báðum þessum stríðshrjáðu
löndum er það sama ríkið sem
ber ábyrgð á að ýta undir og
viðhalda stríðsrekstrinum. Ír-
an kom harðstjóra Sýrlands til
aðstoðar þegar útlit var fyrir
að hann missti völdin í borg-
arastyrjöldinni og beitti Íran
bæði eigin herliði, herliði und-
irsáta sinna í Hezbollah, her-
gögnum og fjárhagslegum
stuðningi. Harðstjórinn í Sýr-
landi er sjíta-múslimi líkt og
klerkarnir í Íran og hefur
stjórnað í krafti hervalds þó að
mikill meirihluti íbúanna séu
súnníar.
Sama er upp á teningnum í
Jemen, þar sem minnihluti
sjíta-múslima með stuðningi
klerkastjórnarinnar í Íran
heldur uppi hernaði gegn
meirihluta súnnía. Þessi bar-
átta er hluti af valdabaráttu
klerkastjórnarinnar í Íran í
Mið-Austurlöndum og við-
leitni hennar til að auka áhrif
sín á svæðinu á
kostnað súnnía, en
mikill meirihluti
múslima eru
súnníar.
Baráttan í Jem-
en hefur af hálfu
Írana meðal annars snúist um
að ná tökum á sundinu inn í
Rauðahafið, á milli Arab-
íuskagans og Afríku, en þegar
horft er til þess hvernig Íranar
ganga fram gagnvart olíu-
skipum þar sem þeir hafa að-
stöðu til, hinum megin við Ar-
abíuskagann, í Hormuz-sundi,
sést að ástæða er fyrir fleiri en
Jemena að hafa áhyggjur af
útþenslustefnu Írana.
Mikið hefur verið reynt til
að koma á friði í Jemen en þar
hefur jafnvel reynst afar erfitt
að koma matvælum til svelt-
andi fólks, eða læknisaðstoð til
særðra og sjúkra, hvað þá að
ná fram markmiðinu um frið.
Þó hafa menn um hríð eygt
von um frið, en nú er útlitið í
þeim efnum aftur farið að
versna.
Umræður um klerkastjórn-
ina í Íran og samninga við
hana eru iðulega á villigötum.
Fólk vill gjarnan trúa því að
stjórnvöld í Íran séu, líkt og
stjórnvöld víðast hvar, frið-
elskandi og tilbúin að láta gott
af sér leiða ef færi gefst. Því
miður er fátt sem bendir til að
svo sé. Stjórnvöld í Íran hafa
sýnt að þau eru reiðubúin að
leggja í gríðarlegan kostnað til
að halda uppi hernaði erlendis
þó að ófremdarástand sé
heima fyrir. Á meðan þau
hegða sér með þeim hætti er
engin ástæða til að nálgast þau
á neinn annan hátt en af fullri
festu.
Klerkastjórnin í Íran
heldur uppi ófriði og
hörmungum víða um
Mið-Austurlönd}
Vonbrigði í Jemen
Fátt sameinarÍslendinga
meira en viljinn til
að vernda það sem
íslenskt er, ekki
síst íslenska nátt-
úru. Íslendingar vilja að geng-
ið sé vel um náttúruna og
henni raskað sem minnst,
enda íslensk náttúrufegurð
engu öðru lík.
En um leið og landsmenn
vilja njóta fegurðar náttúr-
unnar vilja þeir og þurfa þeir
að njóta hennar á annan hátt.
Þeir þurfa að nýta hana. Með
því er meðal annars átt við að
þeir þurfa að nýta orku vatns-
fallanna og orkuna sem býr í
iðrum jarðar. Nýting þessarar
umhverfisvænu orku hefur
skapað Íslendingum mikla
sérstöðu meðal þjóða heims
og verið til fyrirmyndar.
Í fréttaskýringu
í Morgunblaðinu í
gær var rætt við
orkumálastjóra
sem hafði uppi
varnaðarorð um
að rammaáætlun hallaðist „of
mikið á náttúruverndarhliðina
og lítið tillit [sé] tekið til sam-
félagslegra og efnahagslegra
þátta.“
Rammaáætlun var ætlað að
tryggja jafnvægi á milli
verndarsjónarmiða og nýting-
arsjónarmiða. Það er rétt hjá
orkumálastjóra að Íslend-
ingar þurfa á því að halda að
nýta áfram þær auðlindir sem
þeir eiga og þegar hann talar
með þessum hætti er sjálfsagt
að stjórnvöld og aðrir leggi
við hlustir og velti fyrir sér
hvort jafnvægis hafi verið
gætt.
Vernd og nýting
geta farið saman og
verða að gera það}
Náttúruauðlindir Íslands
V
ofa leikur nú ljósum logum um
hinn vestræna heim – vofa ein-
angrunarstefnunnar.
Í kreppunni miklu árið 1930
reyndu margar þjóðir að bregðast
við atvinnuleysi með því að einangra sig efna-
hagslega og pólitískt. Stjórnmálamenn skiptu
heiminum í okkur og hina. Hinir voru óvin-
irnir. Sjálfstæði fólst í því að vera sjálfum sér
nógur um allt, engum öðrum háður. Tor-
tryggnin leiddi smám saman til algjörrar firr-
ingar. Sumt gott fólk sannfærðist um að
ákveðnir hópar væru óæskilegir og sætu á
svikráðum. Jafnvel þeir, sem hvorki hötuðu né
fordæmdu þá ofsóttu, töldu vissara að þegja
þunnu hljóði meðan ofstækið jókst stig af stigi.
Eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar náði
skynsemin um hríð yfirhöndinni á Vest-
urlöndum. Samvinna þjóða jókst á ýmsum sviðum. Ís-
lendingar báru gæfu til þess að taka þátt í fjölþjóðlegum
stofnunum sem unnu að því að allir sætu við sama borð,
notuðu sömu reglur og hefðu sama rétt. Stundum náði
þjóðin samstöðu um aðild, um önnur framfaraskref urðu
deilur. Oftast snerust sósíalistar og arftakar þeirra á móti
aðild, ekki síst vegna samstöðu með Sovétríkjunum sem
þá voru óskalandið. Þeir eru enn á móti af gömlum vana.
Alþjóðahyggja fyrstu kommúnistanna týndist hér á landi.
Framsóknarmenn gátu líka verið þversum, en oftast sáu
einhverjir í þeirra röðum út fyrir asklokið.
Halldór Laxness segir í Sjálfstæðu fólki frá Bjarti
bónda sem býr í ríki sínu í Sumarhúsum, afskekktu koti
upp til fjalla. Allt hans líf gekk út á að verða
öðrum óháður. Vilhjálmur Bjarnason, sem
hefur orðið undir í alþjóðahyggjunni í sínum
flokki, rifjaði um daginn upp lífsskoðun
Bjarts: „Maður er þó ævinlega sjálfstæður
heima í koti sínu. Hvort maður lifir eða drepst,
þá kemur það aungvum við utan manni sjálf-
um. Og einmitt í því álít ég að sjálfstæðið sé
fólgið.“
Í bókinni lendir Bjartur í hverju áfallinu á
fætur öðru. Hann neitar að viðurkenna að
heimurinn hafi breyst og að bóndabýlið sé
ekki sjálfstætt ríki. Staðreyndir skipta engu
máli, heimurinn er eins og Bjartur sjálfur
ákvað á sínum tíma. Á endanum missir hann
allt og alla. En er alltaf sjálfstæður.
Í bókinni var Bjartur fáskiptinn, en við
heyrum í Sumarhúsabændum samtímans á
hverjum degi. Þeir tala í símatímum útvarpsstöðva,
skammast á samfélagsmiðlum, rausa á börum og skrifa í
Morgunblaðið. Sífellt vara þeir okkur við hættunum af
öllu útlendu og lýsa hamingjunni sem fylgir því að sigla
einn sinn sjó, búa sjálfstæður í koti sínu.
Hættan fylgir þó ekki bara Bjarti sjálfum, drykkju-
systkinum hans og sálufélögum. Hinir sem þegja og láta
ruglið yfir sig ganga bera líka mikla ábyrgð. Leiðum þess
vegna þvæluna ekki hjá okkur heldur mótmælum þeim
sem vilja stela framtíðinni.
Og umfram allt: Frjálslyndir allra flokka, sameinist!
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Í kotinu er sjálfstæðið fólgið
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Donald Trump Bandaríkja-forseti og eiginkona hans,Melania Trump, munudagana 31. ágúst til 3.
september sækja Pólland og Dan-
mörku heim. Munu forsetahjónin
m.a. taka þátt í minningarathöfn sem
haldin verður í Póllandi 1. september
nk. þegar þess verður minnst að 80
ár eru þá liðin frá upphafi síðari
heimsstyrjaldar. Þá munu forseta-
hjónin einnig þekkjast heimboð Mar-
grétar Þórhildar Danadrottningar
og er von á Trump-hjónunum til
Danmerkur 2. september. Greint er
frá þessu á heimasíðu Hvíta hússins.
„Heimsókn forsetans og for-
setafrúarinnar mun undirstrika
gömul tengsl Bandaríkjanna, Pól-
lands og Danmerkur og vilja okkar
til að standa andspænis þeim fjöl-
mörgu sameiginlegu áskorunum í ör-
yggismálum á svæðinu,“ segir í til-
kynningu frá Hvíta húsinu, en þetta
verður í fjórða skipti sem starfandi
forseti Bandaríkjanna sækir Dan-
mörku heim. Seinast gerðist það árið
2009 þegar Barack Obama kom
þangað, en áður höfðu þeir George
W. Bush, árið 2005, og Bill Clinton,
árið 1997, sótt Dani heim.
Konungsveldið mikilvægt
Danska vefritið Altinget er með-
al þeirra dönsku miðla sem fjalla um
komu Trumps til Danmerkur. Þar er
því haldið fram að heimsóknin snúist
í raun meira um Grænland en Dan-
mörku. En auk þess að hitta Mette
Frederiksen, forsætisráðherra Dan-
merkur, mun Bandaríkjaforseti eiga
fund með Kim Kielsen, formanni
grænlensku landsstjórnarinnar, og
Aksel V. Johannesen, lögmanni Fær-
eyja.
„Það er engin tilviljun að for-
maðurinn og lögmaðurinn munu
hitta „leiðtoga hins frjálsa heims“.
Þetta er skýrt merki þess að norð-
urslóðir séu nú ofarlega á lista
Bandaríkjanna og að danska kon-
ungsveldið leiki þar mikilvægt hlut-
verk,“ segir í umfjöllun Altinget.
Málefni norðurslóða voru ekki
ofarlega á blaði þegar Donald Trump
tók við embætti forseta Bandaríkj-
anna snemma árs 2017. Það virðist
þó hafa breyst og vakti t.a.m. ræða
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, á ráðherrafundi
Norðurskautsráðsins í Finnlandi í
maí sl. talsverða athygli. Þar sagði
hann að Bandaríkjamenn myndu láta
meira til sín taka á norðurslóðum til
þess að stemma stigu við „ágengri
hegðun“ Kínverja og Rússa á svæð-
inu. Varaði Pompeo við því að norð-
urslóðir væru nú orðnar að vettvangi
„alþjóðlegs valds og samkeppni“
vegna þeirra gríðarmiklu nátt-
úruauðlinda sem þar væri að finna,
einkum í formi olíu og jarðgass,
steinefna og fiskistofna.
Hagsmunir Grænlands
Grænlenski fréttamiðillinn Ser-
mitsiaq hefur eftir þingkonunum
Aaja Chemnitz Larsen, hjá jafnaðar-
mannaflokknum Siumut, og Aki-
Matilda Høegh-Dam, hjá sósíal-
istaflokknum Inuit Ataqatigiit, að
beina þurfi kastljósinu að hags-
munum Grænlands þegar málefni
norðurslóða verða rædd við Banda-
ríkjaforseta.
„Ef Bandaríkjamenn vilja eitt-
hvað frá Grænlandi og styrkja
stöðu sína á norðurslóðum er einn-
ig mikilvægt að þeir tryggi að
Grænland græði eitthvað á
þessu líka,“ segir Aaja Chem-
nitz Larsen m.a. í umfjöllun
Sermitsiaq um Danmerkurför
Donalds Trump.
Hittir fulltrúa Græn-
lands og Færeyja
Þúsundir hafa nú boðað komu
sína á mótmæli sem haldin verða
vegna komu Bandaríkjaforseta
til Kaupmannahafnar og eru tug-
ir þúsunda sagðir „áhugasamir“
um þátttöku, en mótmæli þessi
eru auglýst á Facebook. Um þau
segir einfaldlega: „Þessi mót-
mæli eru haldin gegn Donald
Trump og rasisma.“ Nánari upp-
lýsingar um mótmælin verða
auglýst síðar, að því er fram
kemur í auglýsingu um viðburð-
inn.
Þegar Trump kom til Bretlands
í opinbera heimsókn mátti m.a.
sjá stóra blöðru í líki for-
setans sveima yfir mót-
mælendum í Lund-
únum. Mikill fjöldi
fólks hefur nú skorað
á eiganda blöðrunnar
að mæta með hana
á boðuð mótmæli
í Kaupmanna-
höfn.
Búast má við
mótmælum
SÝNA ÁHUGA Á ÞÁTTTÖKU
AFP
Forsetahjónin Donald Trump og eiginkona hans Melania sjást hér stíga út
úr flugvél embættisins, en þau eru væntanleg til Póllands og Danmerkur.