Morgunblaðið - 07.08.2019, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
✝ Sigurður Sæv-ar Ketilsson
fæddist 28. maí
1944 á Siglufirði.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 29. júlí
2019.
Foreldrar: Ketill
Ólafsson, f. 18.
ágúst 1917, d. 25.
maí 2001, og Ás-
björg Una Björns-
dóttir, f. 19. maí 1919, d. 4. sept-
ember 1972. Systkin: Ólafur
Þór, f. 14. apríl 1942, d. 28. febr-
úar 1973, Björn Zopanías, f. 20.
október 1945, d. 11. júní 2004,
og Jónína Ragnheiður, f. 14.
apríl 1955.
Sigurður kvæntist Guðrúnu
Hjálmarsdóttur, f. 15. janúar
1949, hinn 20. febrúar 1971 og
eignuðust þau sjö börn: Guð-
munda Dagmar, f. 23. júlí 1969,
drengur, fæddur andvana 20.
febrúar 1974, Hrafnhildur, f. 2.
júní 1976, Ásbjörg Ólöf, f. 16.
janúar 1978, Katla, f. 11. janúar
1979, Sigrún f. 18. júlí 1984, og
Sigurður Sævar, f.
2. október 1986.
Tengdasynir þeirra
eru Árni, Eiríkur,
Kristján, Magnús
Viðar og Helgi.
Barnabörnin eru
þrettán talsins.
Sigurður ólst
upp í Reykjavík og
hóf búskap sinn þar
með eiginkonu
sinni. Árið 1972
fluttust þau til Hafnarfjarðar og
bjuggu þar til ársins 2018.
Bjuggu þau í Garðabæ þar til
hann lést.
Sigurður fór ungur til sjós og
vann við ýmis störf. Hann vann
að uppbyggingu álversins í
Straumsvík og var fastur starfs-
maður þar frá 1969 til 1983 þeg-
ar þau hjónin stofnuðu verk-
takafyrirtæki sem vann að
sérhæfðum verkefnum fyrir ál-
verið. Lauk hann þar starfsævi
sinni.
Útför Sigurðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7.
ágúst 2019, klukkan 11.
Elsku besti pabbi minn, í dag
kveð ég þig með sorg í hjarta.
Þegar ég sit hér og hugsa hvað
mig langar að skrifa þá er mér
efst í huga þakklæti, þakklæti
fyrir að hafa átt þig að, fyrir
stuðninginn í öllu sem ég tók
mér fyrir hendur og fyrir alla
hjálpina sem þú veittir mér og
minni fjölskyldu.
Þú hefur ávallt verið fyrir-
mynd mín í gegnum lífið og það
er óhætt að segja að menn ger-
ast ekki flottari en þú.
Þið mamma hafið alltaf veitt
okkur systkinunum óendanlega
ást og umhyggju, þolinmæði, til-
litssemi, umburðarlyndi og
kraft. Þið óluð upp í okkur
þrautseigju og hjálpsemi, kennd-
uð okkur að láta fjölskylduna
alltaf ganga fyrir og vera sam-
kvæm okkur sjálfum.
Finnst það mjög óraunveru-
legt að þú sért farinn yfir móð-
una miklu og einhvern veginn
finnst mér þú enn vera hjá okk-
ur. Ég sakna þín óendanlega
mikið og lífið verður ekki eins án
þín en ég veit í hjarta mínu að
við hittumst aftur. Ég mun ávallt
ylja mér við minningar um þig
og halda minningu þinni á lofti
elsku pabbi minn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín
Hrafnhildur.
Elsku fallegi pabbi minn er
dáinn. Get ekki lýst því hvað það
er sárt að segja þessa setningu.
Ef ég hugsa um þig pabbi minn
þá hugsa ég stórt hjarta, alltaf
glaður, alltaf hjálpsamur, góður
afi, algjör nagli, töffari og fyrst
og fremst besti pabbi í heimi.
Alltaf tilbúinn að hjálpa mér í
hverju sem er. Þú elskaðir fjöl-
skyldu þína mest af öllu og held
ég að þér hafi alltaf liðið best
þegar við vorum öll saman enda
pössuðum við upp á að vera hjá
þér öll til síðasta dags. Vil bara
þakka þér pabbi fyrir mig, þið
mamma kennduð mér allt sem
ég kann og veit ég að þú verður
alltaf yfir mér í næsta verkefni
mínu. Minningarnar eru of
margar til að telja þær allar. Ég
mun halda minningu þinni á lofti
við börnin mín og alla sem þú
þekktir.
Takk fyrir mig pabbi.
Ég elska þig.
Þín
Ásbjörg.
Minn hjartans kæri tengda-
faðir, Sigurður Sævar, hefur
kvatt þennan heim eftir harða
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
eirði engu en hann gaf ekkert
eftir og hélt í vonina fram á það
síðasta. Það er sárt að hugsa til
þess að við sem eftir stöndum
fáum ekki lengur að njóta sam-
vista með honum þar sem Sig-
urður og Guðrún kona hans lit-
uðu okkar líf af miklum kærleik
og óteljandi samverustundum.
Ég kynntist Sigga fyrir um
níu árum þegar við dóttir hans
Hrafnhildur hittumst og minnist
þess vel hversu hlýjar móttökur
ég fékk frá þeim hjónum og allri
fjölskyldunni á þeim tíma. Fljót-
lega fannst mér sem ég hefði
þekkt hann lengi, hann minnti
mig svo á föður minn sem lést
fyrir rúmlega tuttugu árum, líkir
karakterar á svo margan hátt.
Þannig, að mörgu leyti, sá ég
pabba minn í honum.
Það var gott að leita til Sigga
með margt hvort sem það var
eitthvað sem tengdist bílum eða
öðru sem þyrfti lagfæringar því
Siggi gat leiðbeint mér með
margt sem ég ekki vissi. Hann
var handlaginn og úrræðagóður
og því var oft leitað til hans ef
þyrfti lausn á einhverju og það
lagað. Á milli þess spjölluðum
við oft mikið saman um heimsins
mál, gátum hneykslast og glaðst
yfir þeim hver sem þau voru.
Siggi og Guðrún áttu sex
börn, þau Dagmar, Hrafnhildi,
Ásbjörgu, Kötlu, Sigrúnu, Sig-
urð og þrettán barnabörn sem
voru honum allt og sást það
sannarlega í verki, t.d. voru
mörg fríin tekin saman, ýmsir
viðburðir búnir til fyrir fjöl-
skylduna og farið í sumarhúsa-
ferðir.
Barnabörnin alltaf spennt að
kíkja til afa og ömmu í heim-
sókn, kíkja aðeins á verkfærin
hans afa jafnvel, farið í leiki,
grillað saman og margt fleira til
að njóta saman.
Ég dáðist alltaf að hve mikill
samgangur og sterk tengsl ein-
kenndu fjölskylduna og sást það
svo sannarlega enn meira þegar
Guðrún og börnin stóðu þétt
saman við hlið hans í baráttunni
við veikindin, dag og nótt fram á
síðustu stundu. Ég er þakklátur
fyrir að vera hluti af þessari
samheldni.
Síðustu ár Sigga voru við-
burðarík, hann ferðaðist erlend-
is, brúðkaupið okkar Hrafnhild-
ar, í útilegu og hringferð um
landið með okkur fjölskyldunni
svo eitthvað sé nefnt. Hann hafði
verið mjög heilsuhraustur og
maður hugsar hvað lífið getur
breyst snöggt þar sem sjúkdóm-
urinn hræðilegi lagðist yfir hann
á mjög stuttum tíma.
Elsku Guðrún, Dagmar,
Hrafnhildur, Ásbjörg, Katla,
Sigrún og Sigurður,
minningin um yndislega Sigga
lifir og ykkar styrkleiki er sam-
heldnin.
„Sorgin er langur gangur í skógi til-
finningana en þar er minningin fjár-
sjóður sem glæðir von og trú.“
Við þig Siggi vil ég segja
hversu óskaplega mikið mér
þótti vænt um þig og hvað þú
varst alltaf til staðar fyrir mig
og okkur öll. Ég á eftir að sakna
þín og allra yndislegu stundanna
sem við áttum saman en í minn-
ingu þinni höldum við áfram að
vera samheldin stórfjölskylda
eins og þitt líf einkenndist af.
Takk fyrir að hjálpa mér með
allt sem ég leitaði til þín með og
nú verð ég að finna lausnirnar
sjálfur á því sem ég hefði annars
leitað til þín með.
Sofðu rótt elsku tengdapabbi.
Þinn tengdasonur,
Eiríkur.
Það er skrýtin tilfinning að
skrifa þessi orð. Að barátta með
þá hörku að vopni sem þú bjóst
yfir skuli hafa endað á þennan
veg er erfitt að trúa. Þegar ég
hugsa til baka og lít yfir það sem
þú skilur eftir þig hér hjá okkur
sem þig þekktum átta ég mig þó
á að þú tapaðir engri baráttu.
Með kærleika og hjálpsemi í því
umfangi sem þú hafðir að geyma
getur maður bara staðið uppi
sem sigurvegari.
Ég er afar þakklátur fyrir
þær stundir sem við áttum sam-
an í öll þau skipti sem þið Gunna
komuð í heimsókn til okkar fjöl-
skyldunnar í Danmörku og ef ég
lít lengra til baka er ansi margt
sem kemur upp í hugann.
Kaffibollaspjall í vinnubílnum,
ferðalög innanlands sem utan
eða almennt brask og brall. Góð-
ir tímar!
Ég kveð að sinni, elsku
tengdapabbi og vinur. Hvíl í
friði.
Helgi Stefánsson.
Hafnarfjörður tók miklum
breytingum þegar álverið í
Straumsvík tók til starfa. Norð-
urbærinn reis með fjölda fjöl-
býlishúsa og sparisjóður bæjar-
búa óx sem aldrei fyrr. Við Siggi
fylgdum uppbyggingunni, unn-
um saman í kersmiðju álversins
árið 1970 og fluttum með fjöl-
skyldur okkar í norðurbæinn. Á
milli okkar hafði skapast traust-
ur og góður vinskapur. Siggi var
hörkuduglegur, vann í Straums-
vík fram á síðustu ár bæði hjá ál-
verinu en lengst af sem verktaki.
Hann og Gunna höfðu á tím-
anum stofnað fyrirtæki sem öll
fjölskyldan vann að en rekstur-
inn byggðist á þjónustu við ál-
verið. Þegar fjölskyldur okkar
stækkuðu keyptum við báðir hús
við Hverfisgötu og bjuggum þar
hlið við hlið þar til þau fluttu á
Smyrlahraunið. Siggi var mikill
fjölskyldumaður. Í frítímanum
reisti hann meðal annars fjöl-
skyldunni sumarbústað að Syðri-
Reykjum í Bláskógabyggð. Þar
vildu þau hafa myndarlega sund-
laug enda nóg af vatni og smíð-
aði Siggi laugina úr trefjum í
garðinum á Hverfisgötunni og
flutti hana austur krökkunum til
mikillar gleði. Í bústaðnum átt-
um við saman margar góðar og
skemmtilegar stundir. Veiði-
mennskan var Sigga hugleikin
og þegar gæsatímabilið stóð sem
hæst var haldið til veiða og gist í
bústaðnum. Þegar tækifæri
gafst til var spilað bridge en við
ásamt fleiri góðum félögum
mynduðum keppnislið í bridge
fyrir álverið með Ragnar heitinn
Halldórsson, þáverandi forstjóra
ISAL, í brúnni. Þá var farið út á
land að keppa, konurnar teknar
með og var Siggi hrókur alls
fagnaðar í þeim ferðum. Síðustu
mánuðir hafa verið vini mínum
erfiðir en þar stóðu þau Gunna
saman sem fyrr og nutu stuðn-
ings frá hvort öðru sem og allri
fjölskyldunni sem lagði allt af
mörkum til að gera honum dag-
ana léttari. Margs er að minnast
og þökkum við Vala og stelp-
urnar okkar fyrir allar góðu
minningarnar sem við eigum frá
samvistum okkar. Elsku Gunna,
Dagmar, Hrafnhildur, Ásbjörg,
Katla, Sigrún, Siggi og fjölskyld-
ur, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð vegna fráfalls
Sigga. Góður drengur er geng-
inn.
Friðbjörn Björnsson
(Böddi).
Sigurður Sævar
Ketilsson
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Sævar Ket-
ilsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Okkar yndislega
GUNNHILDUR VALA HANNESDÓTTIR
læknir,
lést föstudaginn 26. júlí.
Útförin verður frá Dómkirkjunni 7. ágúst
klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Líf, styrktarfélag kvennadeildar
Landspítala.
Arnar Jan Jónsson
Ragnheiður Elín Þorgerður Anna
Elín J. Oddsdóttir
Hannes Þorsteinsson Sigrún Harðardóttir
Valgerður Anna Hannesd.
Agnes Nína Hannesdóttir
Oddur Krummi Magnússon
Jan Ólafsson Sveinbjörg Guðmundsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug, við andlát og útför elskulegrar
móður minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU M. HELGADÓTTUR,
Þrúðvangi 24,
Hellu.
Þórhallur Jón Svavarsson Agnes Ólöf Thorarensen
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
MÁLFRÍÐUR B. JÓNSDÓTTIR,
Fríða,
áður Grensásvegi 52
og Hæðargarði 56,
sem lést þriðjudaginn 16. júlí, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. ágúst klukkan 13.
Ásgeir Sigurðsson
Richard Jacobson
Jóhann Jacobson Ingunn Steina Ericsdóttir
Ásgeir Jóel Jacobson Þrúður Briem Svavarsdóttir
Richarð Ingi Jóhannsson Youkiki Hyodo
Sigríður D. Jóhannsdóttir Ólafur Á. Ásgeirsson
Fríða Tinna Jóhannsdóttir Björn Þór Ingason
og langömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON,
Hraunbæ 176,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 31. júlí. Útförin fer fram
frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 8. ágúst klukkan 13.
Sigrún R. Eymundsdóttir
Halldór Jónsson
Ómar Jónsson Guðrún B. Magnúsdóttir
J. Helena Jónsdóttir Guðmundur Símonarson
Björgvin S. Jónsson Rakel Þórisdóttir
Þóra Guðrún Karlsdóttir Páll Júlíus Gunnarsson
Örvar Karlsson Aðalheiður Rut Önundardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT HERMANNSSON
húsgagnasmíðameistari,
dvalarheimilinu Lögmannshlíð,
lést á heimili sínu laugardaginn 20. júlí.
Útför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. ágúst klukkan
13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið
Lögmannshlíð.
Lóa Sigurjónsdóttir
Sævar Benediktsson Ólöf Kristín Ólafsdóttir
Hermann Benediktsson Þórunn Ósk Kristjánsdóttir
Rannveig Benediktsdóttir Ómar Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Espigerði 4,
Reykjavík,
lést mánudaginn 29. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar
látnu er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir
fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.
María Marta Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir
Jón Ásgeir Einarsson Sólveig Gyða Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkæri maðurinn minn, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
PÁLL MAGNÚS PÁLSSON
bóndi á Hvassafelli,
Eyjafjöllum,
lést miðvikudaginn 31. júlí.
Útför hans fer fram í Selfosskirkju föstudaginn 9. ágúst klukkan
14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Von, félag til styrktar skjólstæðingum
gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi.
Heiða Björg Scheving
Hrund Scheving Haraldur Pétursson
Eygló Scheving Guðmundur Már Einarsson
Guðlaug, Bergur, Elín, Rútur, Sigurjón, Jón Þormar
fjölskyldur og barnabörn